Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar 18 ára stúlka óskar eftir vinnu allan eða hálfan daginn. Sími 1 7949. Svalheimamenn eftir séra Jón Thorarensen er mikil sölubók, þjóðleg, fræðandi og skemmtileg. _ \ Arin og skrautsteina- hleðslur einnig flisaiagnir. Uppl. i s. 84736. IOOF 1 1 = 159121 58'/2 = Jólav. IOOF 5 = 1 591 21 58'/2 - E.K. Jólaf 1.0. G.T. St. Andvari nr. 265 Jólafundur í kvöld kl. 8.30. Kaffi eftir fund. Allir vel- komnir. Æt. Nýtt lif Síðasta samkoman kl. 20.30 að Hamraborg 1 1, sem Alex Scofield, talar á og biður fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30. almenn samkoma. Kaffiveitingar verða eftir fundinn. Allir karlmenn vel- komnir. Filadelfia Almenn æskulýðssamkoma i kvöld kl. 20.30. Samkomu- stjóri Svanur Magnússon. Meðal ræðumanna Gestur Sigurbjörnsson. Verið velkomin. A.D. K.F.U.M. Síðasti fundur fyrir jól verður i kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2B. ,,Er sál min Drottins frelsi fann". Fjórir vitnisburðir. Grensáskirkja Almenn samkoma verður i safnaðarheimilinu i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Séra Halldór S. Gröndal Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, S. 31330. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Nauðungaruppboð. Miðvikudaginn 20. janúar 1978 kl. 14 verður bifreiðin M-2219 International árg. 1968, eign Steins S. Jóhannessonar, Sjávargötu 26, Njarðvík boðin upp og seld ef viðunandi tilboð fæst til lúkningar ógreiddum þinggjöldum og innheimtukostnaði samtals að fjárhæð kr. 390.534 kr. auk uppboðskostnaðar. Bifreiðin M-2219 er í bílskúr á bænum Svinadal í Skaftártunguhreppi skemmd eftir árekstur. Eftir Kröfu Finns Torfa Stefánssonar hdl. selst bifreiðin i þvi ástandi sem hún er. Uppboðshaldarinn i Vestur-Skaftafellssýslu 13.12 ‘77 Einar Oddsson, sýslumaður. Loftpressur — Traktorsgröfur Tökum að okkur múrbrot, fleygun og sprengingar. Einnig til leigu ný ,,Case- grafa", og loftvatnsdælur. Gerum föst tilboð. Véla/eiga Símonar Símonarsonar, Kríuhólum 6, s/mi 74422. Hundahreinsun í Kópa- vogi Hundahreinsun fer fram föstudaginn 16. des. nk. kl. 16.00 — 18.00 í húsakynn- um Áhaldahúss Kópavogskaupstaðar, Kársnesbraut 68 Eigendum hunda ber að koma með þá til hreinsunar — sbr. lög nr. 7 frá 3. febr 1 959. Athygli skal vakin á að vegna inngjafar bandormalyfs er nauðsynlegt að hundur- inn svelti i sólarhring fyrir inngjöf. He/lbrigðiseft/rlit Kópa vogskaups taðar. Hestamannafélagið Fákur Hagbeitarlönd okkar verða smöluð n.k. sunnudag 18. desember. Hestar verða í rétt sem hér segir: Saltvík kl. 10 — 1 1 . Arnarholti kl. 12.30 —13. Dalsmynni kl. 14.30 —15.30. Hagbeit og flutningur greiðist á staðnum. Síðasta smölun fyrir jól. Graskögglar til sölu fyrir félagsmenn á mjög hagkvæmu verði meðan birgðir endast. Tamning og þjálfunarstöð verður rekin i vetur og byrjar 3. janúar. Nokkur pláss laus. Hestamannafélagið Fákur. Bridgefélag Borgar- ness Nú stendur yfir tvimennings- keppni með þátttöku 16 para. Lokið er 5 kvöldum af fimm og verður siðsta spilakvöldið i kvöld. Mjög hörð barátta er um efsta sætið milli þriggja efstu paranna. Staðan fyrir siðustu umferð- ina: Guðjón Stefánsson — Jón Þ. Björnsson 1009 Baldur Bjarnason — JónEinarsson 1008 Guðjón Pálsson — Jón Guðmundsson 1003 Hólmsteinn Arason — Unnsteinn Arason 924 Eyjólfur Magnússon — Jenni Ölafsson 923 Guðjón Karlsson — Magnús Þórðarson 854 Meðalárangur 840. Eins og áður sagði verður sið- asta umferðin spiluð í kvöld. Brldge umsjón ARNÓR RAGNARSSON Spilað er i Hótel Borgarnesi og hefst keppnin klukkan 20. Næsta keppni félgsins verður aðalsveitakeppnin og hefst hún eftir áramót. Bridgedeild Rangæingafélagsins Nýlega iauk fimm kvölda tvi- menningskeppni hjá félaginu og urðu tvö pör efst og jöfn. Sigríður Ottósdóttir og Ingólfur Böðvarsson með 620 stig og Anton Guðjónsson og Stefán Gunnarsson með sömu tölu. Hluti þeir hæstu skor í síðustu umferðinni 143 stig. Röð næstu para: Margrét Helgadóttir — Hersveinn Þorsteinsson 609 Pétur Einarsson — Sigurleifur Guðjónsson 585 Guðriður Sæmundsdóttir — Þorsteinn Jóhannesson 572 Sveitakeppnin hefst 4. janúar i Domus Medica og verðu.r spil- að hálfsmánaðarlega eins og áð- ur. Þær sveitir sem ekki hafa tilkynnt þátttöku og ætla að vera með hafi samband við Ingólf Böðvarsson i sima 71352 eða Sæmund Jónsson i sima 74095 sem allra fyrst. Tafl- og bridge- klúbburinn I kvöld verður spilaður eins kvölds jólatvfmenningur og verður b.vrjað að spila klukkan 19.45. Að keppni lokinni verður árangur reiknaður út og verð- laun afhent. Allir bridgespilarar eru hvattir til aðfjölmenna. — Afmæli Sigríður Framhald af bls. 19 60 ára hjúskaparafmæli og fá von- andi að njóta þess dags heilbrigð og glöð í hópi niðja og tengda- barna og minnast þá liðinna ára, þar sem skin og skúrir skiptust svo eftirminnilega á. Ekki var liðið fyrsta hjúskapar- ár þeirra, þegar holskefla harms og 'dauða reið yfir. Fyrri hluta aprílmánaðar 1919 hafði snjóað mikið i Siglufirði og Dölum. Aust- anstórhríð hafði geisað stanzlaust í viku frá 5.—12. apríl með þeim afleiðingum, að mannskæð snjó- flóð féllu austan Siglufjarðar og víðar í nágrenninu. Þá var búið þar á fimm jörðum og auk þess var staðsett þar, í Staðarhóls- landi, síldarverksmiðja — Evang- erverksmiðjan. Snjóflóðið sópaði burtu og gereyðilagði hús, verk- smiðjur og búslóðir fólksins og 11 manns létust í þessu hörmulega snjóflóði. Snjóflóð féll á þessum tima einnig í Héðinsfirði og Siglu- nesi, en að þeim verður ei vikið hér, heldur því, er snjóflóðið mikla féll í Engidal. Var það sennilega sama daginn og snjó- flóðið féll austan Siglufjarðar. í þeim ósköpum létu sjö manns líf- ið. Móðir Halls Aribaldssonar og þeirra systkina, svo og amma þeirra, bróðir og tvær systur, mágur og unglingsstúlka á Engi- dal. Þetta var skelfileg helfregn, sem barst Sigríði Jónsdóttur 21 árs gamalli húsmóður. Maður hennar og bræður tveir voru á hákarlaskipi þegar þetta gerðist. Þeir lentu i hrakningum og komu fyrst til Siglufjarðar eftir að skyldulið þeirra hafði verið greftrað. Um slysið höfðu þeir ekkert heyrt. I þessum snjóflóð- um, sem getið er hér um, fórust átján manns,—Fjórtán af fólki þessu var jarðsett í Siglufirði 25. apríl 1919. Því er hér á þetta minnst, að á þessum dimmu dög- um sýndi það sig, hvað i brúðinni frá Máná bjó. Hugrökk og stillt án manns síns og mága sér við hlið, tók hún ákvarðanir sem þurfti að taka í slíkum tilfellum og það er enn í minnum haft nyrðra á hve eftirtektarverðan hátt og sérstæð- an hþn gerði það. Sigríður Jóns- dóttir reyndist á þessu sorgarári mikil stoð manni sinum og tengdafólki á erfiðum tímum. Arin liðu. Hallur Garibaldsson vinnur myrkranna á milli til sjós og lands og sér heimili sínu vel farborða. Vinnubrögð hans og verklagni muna þeir, er séð hafa, og enn vinnur hann fullan vinnu- dag hálfníræður. Vinnudagur Sigríðar var alla daga langur, því auk þess heimil- isfólks sem nefnt hefur verið eignuðust þau átta börn. tveir drengir létust ungir, en upp kom- ust: Pétur, stýrimaður hjá Aust- ur-Asiufélaginu, búsettur í Ala- borg, kvæntur danskri konu, Ing- er; Margrét, hannyrðakennari i Reykjavík, ógift; Magdalena, simavarðstjóri hjá Pósti og síma, Siglufirði, gift Guðlaugi Karls- syni fulltrúa hjá L.I; Jón, fyrrv. bankastjóri, kvæntur Kristínu Ölafsdóttur, búsett í Reykjavík; Helgi, byggingam. kvæntur Eddu Indriðadóttur búsett á Akureyri; Guðjón, starfsm. Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, kvæntur Emmy Þórarinsdóttur, búsett i Reykjavik. Heimili Halls og Sigríðar var ætið mannmargt og gestrisni var þar mikil, haft var eftir einni frænkunni, sem var að kveðja og þakka fyrir sig, að loknu orlofi i Hallshúsi ,,þetta er bara hótel hér — opið hús öllum“. Þrátt fyrir langan vinnudag þeirra hjóna sem hér er minnst, hafa þau jafnan átt sér hugðar- efni og sinntu þeim. Þau voru kirkjurækin og sóttu velflestar guðsþjónustur, a.m.R. á vetrum. Hallur var stéttvís og vann mikið fyrir stéttarfélag sitt. Sigríður vann að líknarmálum í kvenfélaginu Von, þar bar hún sérstaklega fyrir brjóst aldraða fólkið og hag þess. Sigríður fór ekki að neinu óðslega en kom samt sínu fram. hún var og er prúð kona. Hún var kjörin heið- ursfélagi Kvenfélagsins Vonar nú er það minntist 60 ára afmælis sins nýlega. Sigríður Jónsdóttir var jafnan heimilisvinur í minum foreldra- húsum og ég man hana allt frá minum fyrstu bernskudögum. Hún var þá ljúf og elskuleg og mikið tryggðatröll eins og æ síð- an. Sigriður og Haliur hafa ekki ætið siglt sléttan sjó, þvert á móti hafa þau hlotið ágjafir á stundum eins og fyrr hefur verið að vikið, en skaphöfn þeirra, góð heilsa, heilbrigt lífsviðhorf og siðast en ekki sist takmarkalaust trúar- traust, hafa fleytt þeim fyrir brim og boða svo að vissulega er orð á gerandi. Sigriði vinkonu sendum við hjónin innilegustu árnaðaróskir í tilefni dagsins og þökkum gömul kynni, sem gleymast ei. Jón Kjartansson. — Afmæli Guðmundur Framhald af bls. 23 manntalsþingin drógust oft á langinn, því margt var að ræða um og Guðmundur hafði tekið eft- ir ýmsu á dagferð, sinni og var fróðlegt á að hlýða. Guðmundur var lengi póstur og eftir að ég varð póstafgreiðslu- maður i Hólminum varð oftar að leið lá saman þvi auðvitað þurfti Guðmundur bæði áð skila og taka póst og allt var það af sömu trú- mennsku og áður og er gaman að láta hugann reika til þessara daga. Nú heldur Guðmundur upp á merkisafmæli sitt í dag. Gaman hefði verið að geta verið þar nærri og enn glaðst með glöðum. En það er pósturinn, jólapóstur- inn, sem heldur mér til baka og auðvitað verð ég að sjá um að hann komist til skila, þetta skilur minn ágæti Vinur sem svo lengi gætti þess að hver fengi sitt bréf úr töksunni. hans. Því sendi ég þessar línur í blaðið okkar uni leið og ég þakka þeim hjónum allt gott á liðnum árum og bið þeim sannrar blessunar komandi tíma. Arni Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.