Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Korchnoi hyggst berjast til þrautar í 9. skákinni eftir MARGEIR PÉTURSSON VIKTOR Korchnoi á enn möguleika á að auka forskot sitt í einvígi sínu við Boris Spassky í Belgrad í Júgó- slavíu. Hann hafði hvítt í níundu skák einvígisins sem tefld var i gær og fékk snemma rýmra tafl Hann jók síðan stöðugt við yfirburði sína en valdi þann kost í 29 leik að skipta upp á drottningum og einfald- aðist taflið töluvert við það Korchnoi stóð þó samt sem áður örlítið betur og hafnaði tvívegis jafn- teflisboðum Spasskys Er skákin fór í bið eftir 41 leik hafði Korchnoi einhverja vinningsmöguleika Spassky tefldi mjög varfærnislega ígær og lét sér greinilega nægja jafntefli. Að vísu valdi hann óvenju- lega byrjun með svörtu, en tókst þó ekki að slá ryki í augu Korchnois fremur en fyrri daginn Korchnoi var heldur ekki á því að taka neina áhættu og lét sér nægja, eins og áður segir, lítilfjörlega yfirburði í endatafli í stað þess að reyna að auka á flækjurnar. Afstaða þess síðarnefnda er mjög vel skiljanleg Hann hefur öruggt forskot og sér enga ástæðu til þess að hætta þvi Hinn hrikalegi ósigur Spasskys í biðskák áttundu skákarinnar hefur greinilega dregið mjög úr honum kjark og hann þarf greinilega tíma til að átta sig á hlutunum áður en hann reynir að tefla til vinnings að nýju íslendingar eru ekki þeir einu utan Júgóslaviu sem hafa mikinn áhuga á framvindu einvígisins. Það sýnir bezt að viðstaddir einvígið eru 250 erlendir blaðamenn, frá öllum heimshornum, t d eru nokkrir frá Argentínu, en þar koma leikir á fjögurra leikja fresti í útvarpi jafnóð- um og skákirnar eru tefldar Níunda skákin tefldist þannig: Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: BorisSpassky Vængtafl 1 c4 — e6 2. Rc3 — f5 (Með þessum leik reynir Spassky að beina skákinni yfir á farveg Hollensku varnarinnar, sem var mikið tefld fyrir nokkrum áratugum, en hefur nú að mestu fallið í skugg- ann af indversku byrjununum. Skák- ir með Hollenskri vörn eru oft skemmtilegar, þar leggur svartur lítið upp úr liðsskipan sinni á drotnningarvæng og miðborði en reynir að ná sókn á kóngsvæng) 3. Rf3 — Rf6 4. b3 (Korchnoi þekkist ekki boðið, en fer sér hægt. Eftir 4 d4 kemur upp hefðbundin hollensk vörn, en þar sem hvítur leikur þeim leik aldrei i skákinni verður að nefna byrjunina vængtafl) b6 5. g3 — Bb7 6 Bg2 — Bb4 (Sú áætlun svarts að skipta upp á þessum biskup fyrir riddarann á c3 verður að teljast allóvenjuleg Spassky hefur sennilega óttast að hvítur mundi í miðtafli reyna að leika d3 og síðan e4 með sókn á miðborði) 7. Bb2 — 0 0 8. 0 0 — Bxc3 (Eftir 8 d6 9 d3 — Rbd7 10 Dd2 getur hvítur drepið aftur með drottningu á c3, sem er honum í hag) 9. Bxc3 — d6 10 d3 — De8 (Svartur fylgir hinni hefðbundnu hollensku áætlun að koma drottningunni yfir á kóngsvæng og leika síðan e.t.v. g7 — g5) 11. e3 (Korchnoi hefur greinilega óttast 11. . . Dh5 meira en lítið, því að annars hefði hann einfaldlega leikið 11. b4 með sömu áætlun og i skákinni Ef svartur leikur nú 11 Dh5 getur hvítur leikið 1 2 Rd4, sem þvingar fram drottningakaup, því að 12. . . Rg4 gengur ekki vegna 1 3. h3) Rbd7 12. Rbd2 — De7 13. a4 — Hac8 (Spassky ákveður að bíða átekta og sjá hvað setur 13. e5 kom þó sterklega til greina) 14. a5 — Ba8 15. axb6 — axb6 16. Ha7 — e5 17. Da4 (Hvítur hefur yfirráð yfir einu opnu línunni á borðinu og verður því að teljast standa betur, þar sem að svartur hefur lítið mótspil á kóngsvæng) Bxf3 18. Bxf3 — e4 19. dxe4 — fxe4 20. Bg2 — De6 21. Dc6 — Rb8 22. Db5 — Rbd7 (Þessi leikur jafngildir friðartil- boði, því að ef hvítur léki nú 23 Dc6 væri sama staðan komin upp aftur) 23. Hfa1 — h6 24. Bxf6 (Það vekur athygli hversu baráttu- laust Korchnoi lætur biskupaparið af hendi. Hann hefur sennilega ekki fundið neina leið til þess að komast áfram í stöðunni og því ákveðið að einfalda taflið) Rxf6 25. Dc6 — Hf7 26. c5 (Þessi leikur leiðir einungis til ein- földunar Vænlegra til árangurs virðist 26. Ha8! sem heldur svört- um í talsverðri klemmu) bxc5 27. bxc5 — Df5! (Snjall leikur Veikleiki hvits á f2 gæti nú reynst honum skeinuhættur ef hann gætir ekki að sér Mun lakara var 27 Dc4 vegna 28 Bf1! og ef 28 Dxc5? þá 29 Dxc5 — dxc5 30 Bc4) 28. cxd6 — cxd6 29. Dxc8 + (29 Dxd6?? leiddi til taps eftir Hxa7 30 Hxa7 — Hc1 + 31 Bf1 — Db5 og 29 Ha8 var varhugavert vegna 29 Hxa8 30 Hxa8+ — Kh7 og nú gengur 31 Dxd6 ekki af sömu ástæðu og áður) Dxc8 30. Ha8 — Hf8 (Mjög svipað framhald verður uppi á teningnum eftir 30 Dxa8 31 Hxa8 + — Hf8 32 Ha6 — Hd8 33 Bh3) 31. Hxc8 — Hxc8 32. Bh3 — He8 (Hér bauð Spassky jafntefli) 33. Ha6 — d5 34. Be6+ — Kf8 35. g4 — g5 36. h3 — Ke7 37. Kf1 — Hb8 38. Bf5 — Hb1 + 39. Kg2 — Hb7 40. Kg3 — Hc7 41. h4 — d4!? (Þessi leikur kom mjög á óvart, en Spassky hefur talið sig knúinn til þess að losa um sig 42 exd4 strax er auðvitað vafasamt vegna 42 Hc3+ og síðan 44 gxh4, en hvernig Spassky ætlar að sýna fram á réttmæti peðsfórnarinnar eftir 42 hxg5 — hxg5 43 exd4 fáum við væntanlega að sjá á morgun) Hér fór skákin í bið Korchnoi tók sér góðan tíma á biðleikinn, hugsaði sig um í hálftíma Biðskákin verður telfd í dag VEÐUR víða um heim stig Amsterdam 8 rigning Aþena 8 heiðskírt Berlin 7 skýjað Brússel 12 rigning Chicago 4 skýjað Frankfurt 8 þoka Genf 6 skýjað Helsinki 4 skýjað Kairó 17 skýjað Kaupmannah. 7 heiðskírt Lissabon 18 heiðskírt London 11 bjart Los Angeles 25 bjart Madrid 14 heiðskírt Miami 25 rigning Moskva -5- 9 bjart New York 3 rigning Ósló 3 bjart Paris 11 skýjað Róm 10 skýjað Stokkhólmur 4 skýjað Tel Aviv 17 skýjað Toronto 3 rigning Vancouver 9 skýjað Vin 2 skýjað Peter Menten: Sovézk loftbrú til Eþíópíu Washington 14. desember. AP. SKVRT var frá því í Washington í dag, að Sovétmenn hefðu hafið flutning hergagna til Eþíópíu með flugvélum, og hefðu fengið 29 fórust Evansville. Indiana, 1 4 desember AP FLUGVÉL frá bandariska leiguflug- félaginu „National Jet Service" fórst í dag skömmu eftir flugtak frá flugvellinum i Evansville og með henni 29 manns. Með flugvélinni var körfuknatt- leikslið háskólans i EvansviHe, þjálf- arar þess og aðrir framámenn og stjórnarmenn flugfélagsins. Talið er líklegt að annar hreyfill flugvélarinnar, sem var af gerðinni DC 3, hafi bilað og flugvélin ætlað að snúa við. þegar hún rakst á hæð og eldur kviknaði i henni. Rigning var og þoka þegar slysið átti sér stað og skyggni ekki nema nokkur hundruð metrar. leyfi til að fljúga yfir nágranna- lönd Eþíópíu á þeim forsendum að um venjulegt farþegaflug væri að ræða. ,,Við höfum skýrt Sovétstjórn frá áhyggjum okkar vegna þessa, og stjórnir Afríkuríkja hafa sömu skoðun á þessu máli og við, þær vilja ekki að risaveldin blandi sér í málefni Afríku," sagði tals- maður Bandarikjastjórnar, Ken Brown. Hann sagði einnnig, að margar leiðir hefðu verið notaðar við loft- flutningana, og „að ekki hefði alltaf verið beðið um flugumferð- arleyTi í viðkomandi löndum.“ Loftflutningarnir hófst fyrir um þremur vikum, og eru taldir vera liður í uppbyggingu hers Eþíópíu í Ogadeneyðimörkinni, en þar eiga Eþiópiumenn í bar- dögum við sómalska skæruliða. Brown sagði að lokum, að Bandaríkjamenn héldu þvi fram ,,að risaveldin ættu ekki að skipta sér af málefnum Afriku, en láta Afríkubúa um að útkljá deiluefni sín“. 15 ár fyrir stríðsglæpi Amsterdam. 14. des. AP. PIETER Menten, 78 ára gamall hollenzkur milljónamæringur, sem var í stormsveitum nazista I seinni heimsstyrjöldinni, var í dag dæmdur til 15 ára fangelsis- vistar fyrir stríðsglæpi sem framdir voru fyrir 36 árum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Menten væri sekur um ómannúðlegan glæp, hefði með köldu blóði tekið af lífi um 20—30 íbúa pólska þorpsins Rodgorotdtsy þann 7. júlí 1941. Hinir myrtu voru Gyðingaætíar. I réttarhöldunum sem hófust 9. maí omu fyrir vitni m.a. frá Sovét- ríkjunum, Póllandi, V-Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Sovézku vitn- in, en Podgorotdtsy er nú bær í Ukrainu, sögðust hafa séð Menten umræddan dag taka þátt í (að berja á fórnarlömbunum og héfði síðan fyrirskipað aftöku þeirra með kúlnahrið. Sum fórnarlamb- anna voru grafin lifandi, hermdu vitnin. Menten hefur statt og stöðugt neitað því að hafa verið í Framhaid á bls. 18 Þjóðverjarnir þrír sem eru höfuðpaurarnir í njósnamálinu sem komið hefur verið upp um í V-Þýzkalandi. A myndinni eru hjónin Lothar-Erwin og Renate Lutze en á hinni myndinni er Jiirgen W'iegler. Öll sitja þau í fangelsi. Sovétríkin: Minnkandi iðnframleiðsla Moskvu. 14. desember. AP. I EFNAHAGSAÆTLUN Sovét- ríkjanna fyrir 1978 er gert ráð fyrir minni iðnvexti og að gerðar verði ráðstafanir til að auka upp- skeru korns sem var með minna móti f ár. Nikolai K. Baibakov, yfirmaður ríkisáætlana, tjáði sovézka þing- inu, að iðnaðarframleiðsla ykist aðeins um 4,5% á næsta ári en til samanburðar gat hann þes», að reiknað væri með 5,6% fram- leiðsluaukningu í iðnaði i ár. Er- lendir sérfræðingar sögðust telja minni iðnvöxt á næsta ári endur- spegla áhuga Sovétmanna á gæð- um I stað magns svo og vandamál sem samsetningariðnaður og létt- ur iðnaður eiga við að stríða, en frá þessum tveimur greinum iðn- aðar koma flestar neyzluvörur og heimilistæki. Sérfræðingarnir telja einnig að lítil kornuppskera i ár valdi minni hagvexti í iðnaði þar sem hún mun koma niður á matvæla- iðnaðinum. I ræðu sinni sagði Baibakov að það væri takmark Sovétmanna að kornuppskeran næsta ár yrði 220 milljón tonn, en í ár var hún ekki nema 195,5 milljón tonn. Upp- skerumet var sett í fyrra, 223,8 milljón tonn. Framleiðsluaukning í sovézkum iðnaði hefur í nokkur ár dregizt smátt og smátt saman, enda nálg- ast hún þau takmörk sem henni eru sett við núverandi tækni og vélvæðingu í sovézkum iðnaði. Nú byggist afkoman og aukin fram- leiðsla miklu fremur á aukinni framleiðni hvers einstaklings en nýjum vélum og framleiðsluþátt- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.