Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 5 Steinþór Gestsson á Alþingi: Engum beiðnum um upplýsingar neitað Vísa ummælum þar um algerlega á bug ÞAÐ hefur hvorki munnlega né skriflega verið farið fram á það við mig að fá hagsýslustjóra til þess að gefa upplýsingar um áhrif launahækkana á gjaldaliði fjár- lagafrumvarps, sagði Steinþór Gestsson, formaður fjárveitinga- nefndar, í umræðum á Alþingi i fyrrinótt. Ég vísa þessum ummæl- um, um að þingmönnum hafi verið neitað um upplýsingar, algerlega á bug. Ég hef átt sæti í fjárveit- inganefnd síðan 1971 og ég minnist þess ekki að það hafi nokkru sinni gerzt, að fyrir 2. umræðu fjárlaga væru til staðar upplýsingar frá stjórnvöldum um endanlegar tölur á tekju- og gjaldahlið fjárlaga. Þá lýsti fjár- málaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, þvi yfir, við lok ann- arrar umræðu um fjárlagafrumv., að honum væri ,,ekki kunnugt um að stjórnarf lokkarnir hafi að ásettu ráð haldið leyndum fyrir minnihl. fjárveitingan. upplýsing- um varðandi breytingar á út- gjaldahlið fjárlagafrumvarps. Framanritað kom fram i svari Steinþórs Gestssonar, formanns fjárveitinganndar, er hann svaraði fullyrðingum talsmanna stjórnar- andstöðu, þess efnis, að þeim hefði verið neitað um upplýsingar, bæði varðandi útgjaldaauka rikis- sjóðs vegna launahækkana og tekjuöflun til að mæta þeim út- gjaldaauka. En þá ástæðu færði minnihluti fjárveitinganefndar fram fyrir þvi, að hann lagði ekki fram álit við aðra umræðu fjárlaga sem venja hefur verið. Steinþór minnti á ummæli Geirs Gunnarssonar við aðra umræðu fjárlaga fyrir árið 1974, þegar hann var sjálfur formaður nefndar- innar: „Ég held, að hverjum, sem með stjórn fer, verði ávallt mjög erfitt að sjá við 2. umræðu. hvernig mál ráðast, svo að unnt sé Framhald á bls. 18 Akureyri: Jólatónleik- ar í Akur- eyrarkirkju Akureyri 14. desember JÓLATÖNLEIKAR Tónlistar- skólans á Akureyri í samvinnu við Passíukórinn verða í Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 15. desember og hefjast klukkan 20.30. Að þessu sinni flygja Passiukórinn og hljómsveit Tón- listarskólans ásamt kennurum Jólaóratóríu eftir Heinr'ich Schiitz, undir stjórn Rohars Kvam. Verkið er nú flutt í fyrsta sinn á Islandi og með íslenzkum texta. Rohar Kvam hefur búið það til flutnings. Einsöngvarar verða Lilja Hallgrímsdóttir, Jón Hlöðv- er Áskelsson og Sígurður Demitz Franzson. A tónleikaskránni er einnig kórverkið ,,Nú gjaldi guði þökk“ eftir Liszt, við undirleik orgels og blásarasveitar, orgelkonsert eftir Bach — Vívaldi og flautusónata eftir Hándel. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum frjáls. Skóla- stjóri- Tónlistarskólans á Akur- eyri er Jón Hlöðver Askelsson. — Sv.P. Fjárlaga- frumvarpið til þriðju umræðu A ALÞINGI í gær var afgreitt til þriðju umræðu frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1978, en annarri umræðu og atkvæða- greiðslum lauk síðdegis í gær. Ymsar breytingartillögur við frumvarpið voru lagðar fram og voru samþykktar tillögur meirihluta fjárveitinganefnd- ar og nokkrum tillögum var frestað þar til við þriðju um- ræðu um fjárlögin. Þannig var t.d. frestað tillögu frá Lúðvík Jósepssyni og Ragnari Arnalds um að kaup á 3., 4. og 5. hæð húseignarinnar Laugavegur 166 verði felld af f.iárlögum. Steinþór Gestsson formaður fjárveitinganefndar gerði á fundi i Sameinuðu þingi i fyrrakvöld grein fyrir hverjar tillögur meirihluta nefndar- innar væru og vísast til ræðu hans, sem birt er á þingsið- unni. Leiðrétting I frétt Mbl. á þriðjudag um aðal- fund Náttúrulækningafélags Hafnarf jarðar féll niður að Jakobína Mathiesén gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Þá misritaðist í fréttinni nafn fyrirlesarans, sem var Ársæll Jónsson, læknir. Aðalfundurinn var haldinn á Austurgötu 10. Mbí. biðst velvirðingar í þessum mis- tökum. Fálkinn hefur sent frá sér jólaplöturnar i ár. Þar er að finna fjölbreytt úrval, tónlist fyrir alla, unga sem aldna. Hljómplata frá Fálkanum er vegleg jólagjöf. I MORGUNSÁRIÐ - Ólafur Þórðarson Fyrsta sólóplata Óla i Rió. Á plötunni flytur Óli einungis frumsamda tónlist ásamt nokkrum þekktum tónlistarmönnum. EINTAK - Bergþóra Árnadóttir Á þessari plötu syngur Bergþóra við undirleik nokkurra helstu hljómlistarmanna landsins, eigin lög við Ijóð ýmissa valinkunnra íslenskra skálda. í GEGN UM TÍÐINA - Mannakorn Enn betri plata en sú fynri. Á plötunni eru tíu ný lög eftir Magnús Eiríksson og allir textar utan eins eru eftir hann. FALKANS BJÖRK - Björk Guðmundsdóttir Björk er aðeins ellefu ára. Hún syngur, spilar og semur lög. - Nú hefur hún sungið á plötu með aðstoð nokkurra af þekktustu popptón- listarmönnum landsins. Þetta er einstök plata fyrir æskufólk á öllum aldri. LONLÍ BLÚ BOJS - Vinsælustu lögin Nú eru öll bestu lögin komin á eina plötu. Mörg þeirra eru ekki lengur fáanleg á öðrum plötum. Eignist þessa frábæru plötu. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Þetta eru tvær hljómplötur sem gefnar hafa verið út i tilefni 60 ára afmælis kórsins. Plöturnar innihalda sýnishorn af söng kórsins allt frá árinu 1930 til ársins 1975. Þessar plötur þurfa allir unnendur karlakórssöngs að eignast. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.