Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 ÍS marði siguryfir Val STUDENTAR fleygðu næstum frá sér öruggum sigri, er þeir léku við Vai í Islandsmótinu I körfuknattleik í gærkveidi. Þegar tvær mínútur voru eftir var stað- an 84—82 IS I vil, en þá höfðu Valsarar minnkað muninn um 10 stig. Þegar 13 sekúndur voru til leiksloka munaði einu stigi IS í vil og ætiuðu þeir að freista þess að halda knettinum. Það tókst ekki betur en svo, að Kolbeinn Kristinsson gaf boltann beint í hendurnar á Kristjáni Ágústs- syni, sem þakkaði fyrir sig og kom Val eitt stig yfir. En Steinn Sveinsson bjargaði síðan andliti stúdenta með fallegri körfu. Vals- menn höfðu þá 9 sekúndur til að skora, en Riek Hockenos missti boltann mjög klaufalega útaf og þar með fór draumur Vals um að sigra. Leikurinn í gær var nokkuð vel Ieikinn. Mikill hraði einkenndi spil beggja liðanna, en að sama skapi voru varnir beggja nokkuð gloppóttar. Stúdentar tóku foryst- una strax í upphafi og virtust stefna að öruggum sigri, en mun- urinn var yfirleitt um 10 stig þeim í hag. Það, sem mest háði Valsmönnum, var, að Rick Hockenos náði sér ekki á strik fyrr en á lokamínútum leiksins, en hann var í mjög strangri gæzlu bezta manns vallarins, Dirk Dun- bars. Dunbar var gersamlega óstöðv- andi og virtist geta skorað þegar hann vildi. Staðan i hálfleik var 42—38 fyrir stúdenta, en á upphafsmínútum seinni hálfleiks komust þeir í 13 stig yfir. En þegar þreyta fór að gera vart við sig hjá IS, fóru Valsmenn í gang. En, sem fyrr segir kom sprettur Vals of seint, svo ÍS sigraði 89—88. Beztur stúdenta var vitanlega Dirk Dunbar, sem skoraði 35 stig, en einnig áttu Kolbeinn Kristins- son og Bjarni Gunnar ágætan Ieik, en þeir skoruðu 15 stig hvor. Þá má ekki gleymast að minna á þátt Steins Sveinssonar i leikn- um, en hann tryggði ÍS sigur og barðist allan tímann eins og ljón. Rick Hockenos var bestur Vals- manna, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Þórir Magnússon sinn besta leik í vetur og skoraði hann 24 stig. gg. Rick Hockenes og Andrew Piazza berjast um boltann i leik Vals og KR á dögunum. Jafntefli í leik Wales og V-Þýzkalands HEIMSMEISTARAR Vestur- Þýzkalands í knattspyrnu léku vináttulandsleik gegn Wales í Dortmund í gærkvöldi. Wales kom mjög á óvart með góðum leik og máttu heimsmeist- ararnir sætta sig við jafntefli 1:1. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 46. mínútu náði Þýzkaland forystu með marki Fischers, sem skoraði eftír góðan undirbúning Abramczik. En Walesmenn gáfust ekki upp og David Johnes jafnaði metin á 78. mínútu leiksins. MARANTZ FYRIR AT VINNUTÓNLISTARMENN - OG LÍKA OKKUR HIN teiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps LvWjí . útvarps og hljómtækja USsSt VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150. m • m m m ■ Y-AYC á/ÆWW • MARANTZ 2238E útvarps- magnarinn er trausturog fram MP bærilegur í allastaði, eins og öl sÆL önnur MARANTZ tæki. Út- CJMIi gangsstyrkur hans er 2x38 MARANTZ wött (um 2x50 vanaleg sínus wött) við 0,08% bjögun. MARANTZ 2238E er H tilvalinn fyrir þá, sem vilja fá vandað og næmt útvarp og J fyrsta flokks magnara í einu tæki. 2238E kostar kr. 159.000 s (án húss), en almennt verð MARANTZ útvarpsmagnara e I___ frá kr. 135.900 upp í 630.000. c/íUf * n n k. Stenmark ósigrandi INGIMAR Stenmark virðist alveg ósigrandi 1 svigi og stórsvigi f heimsbikarnum. 1 gær bar hann sigur úr býtum í stórsvigskeppni i Madonna de Campiglio á Italíu, hans þriðji heimsbikarsigur í röð. Stenmark, sem aðeins er 21 árs gamall, hefur nú unnið 24 sigra i heimsbikarn- um frá upphafi ferils sins, og er það metjöfnun. Annar í stórsvig- inu í gær var Heini Hemmi, Sviss. Þettá var siðasta svigkeppni ársins hjá körlum og fer Sten- mark nú heim til Svíþjóðar til hvíldar. Hann hefur örugga for- ystu í keppninni um heimsbikar- inn, 75 stig, en Hemmi er næstur með 40 stig. Brunkóngurinn Franz Klammer getur náð Sten- mark að stigum, því fram að ára- mótum verður tvivegis keppt í bruni. Ingimar Stenmark hefur sem kunnugt er orðið heimsmeistari í skiðaiþróttum tvö ár í röð. Spáir sínum mönnum ekki sigri í HM EINVALDUR ítalska landsliðsins í knattspyrnu telur að lið Brasiliu, Argentínu, Spánar og Hollands verði sterkust i úrslitum Heimsmeistarakeppninnar í Argentínu næsta sumar. Sagði einvaldurinn, Enzo Bearzot, þetta er hann kom til Argentínu í fyrradag, en bætti því við, að að sjálfsögðu gerðu Italir sér einnig vonir um að verða á meðal efstu liðanna i úrslitakeppninni og helzt að sigra. Þróttur AÐALFUNDUR blakdeildar Þróttar verður haldinn í félags- heimili Þróttar við Sæviðarsund i kvöld og hefst klukkan 19.30. Fundarefni venjuleg aðalfundar- störf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.