Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 32
AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 Jttorgimblabib Lækkar hitakostnaðinn FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Sjá nánar á bls. 15—16—17. f ÞEIRRI miklu sjófyllingu, sem var vída við land í gær, varð mikið tjón, mest þó á Stokkseyri, þar sem fjórir bátar fóru á land, enn- fremur fór einn bátur á land í Grindavík, kjallarar húsa á Stokkseyri og Eyrarbakka fyllt- ust af sjó og sjór brotnaði inn í eitt einbýlishús á Eyrarbakka með þeim afleiðingum að mest innanstokksmuna mun vera ónýtt. Víða annars staðar er vitað Krafla á næsta ári: Engar áætlanir um fjárveitingar „ÞESSI mál eru öll í athug- un, en þar sem ekki er full- ljóst, hver framvindan verður, eru engar áætlanir nú um fjárveitingar til framkvæmda við Kröflu- virkjun á næsta ári,“ sagði Gunnar Thoroddsen, iðn- aðarráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvort ráðgerðar væru frekari Ríkisstjórn svarar bænd- um í dag „VEGNA annríkis ríkisstjórnar- innar i sambandi við fjárlagagerð og iánsfjáráætlun hefur ekki verið hægt að afgreiða málaleitan bændanna," sagði Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráð- herra, er Mbl. spurði hann í gær, hverju ríkisstjórnin ætlaði að svara tilmælum Stéttarsambands bænda um aðgerðir varðandt kjaramál bændastéttarinnar. „Málið hefur verið til meðferðar á fundi ríkisstjórnarinnar og ég reikna með því að við tökum það aftur fyrir á fundi á morgun. Að þeim fundi loknum mun ég skýra formanni stéttarsambandsins frá gangi mála," sagði ráðherrann. Halldór E. Sigurðsson kvaðst ekki vilja ræða málið frekar í gær. framkvæmdir við Kröflu eða aðgerðir til fjármögn- unar slíkra framkvæmda. um skaða og tjón af völdum þessa mikla særóts er talið nema nokk- ur hundruðum milij. króna. Það sem olli þessu mikla særóti i gærmorgun var fyrst og fremst, að saman fóru kröpp lægð og stór- straumsflóð, en stærsti straumur í 20 ár var þann 12. des. s.l. t fyrra- kvöld sendu veðurfræðingar út aðvörun um flóðahættu á Suður- og Suðvesturlandi og er það í fyrsta skipti, sem það hefur verið gert. Þá var ljóst, að mikil flóð- hætta var fyrir hendi, þar sem stórstrauinur var, 955 millibara kröpp lægð var að koma irin yfir landið, en við svo lágan loftþrýst- ing hækkar yfirborð sjávar mikið. Mestur sjógangur var á Stokks- eyri, en þar fóru fjórir bátar á land, þrír upp í fjöru og einn hafnaði á bryggjunni. Þrír bát- anna, þ.el þeir sem fóru upp í fjöru, eru frá Stokkseyri. Þeir eru allir kringum 50 rúmlestir, og er tryggingafé þeirra um 100 millj. kr. Fjórði báturinn, Bakkavík frá Eyrarbakka, stóð hins vegar á hafnarbryggjunni þegar fjaraði, en hann er mikið skemmdur eins og hinir bátarnir þrír. Þá fyllti kjallara húsa á Stokkseyri, og af þvi hlauzt nokkurt tjón. Bílar sem voru nálægt sjávarbakkanum flutu inn að þorpinu. Stór skurð- grafa sem stóð á sjávarbakkanum sogaðist hins vegar niður i fjöru, hafnaði á hvolfi og er stór- skemmd ef ekki ónýt. Á Eyrar- bakka urðu mestar skemmdir á sjóvarnargarðinum, auk þess sem sjór flæddi inn í hús. Þá fór timb- ur fyrir 5—6 millj. kr„ sem nota Framhald á bls. 18 9. skákin fór í bið Sjá á bls.: 14 NlUNDA skákin í einvígi þeirra Korchnois og Spasskys i Belgrad var telfd í gær. Skákin fór í bið eftir 41 leik og virtist staða Korchnois, sem hafði hvítt, þá betri. Staðan í einvíg- inu er nú þannig að Korchnoi hefur hlotið sex vinninga gegn tveimur vinningum Spasskys. Biðskákin verður tefld í dag og tíunda skákin á morgun. Síokks^rarbátaenir þrfr. . scim' lerfTtf iiPiií-OöMi h<íf!í- mor'fuiii, v«ru aótíftis stuin- snar frá n«M>slu húsum á 'Stokk.sej*^ er þHr - ‘gtfpV" Nokkur hundruð milljóna kr. tjón 1 særótinu í gær 15 bátar fóru á land í Grindavík og á Stokkseyri Ljósm. Mbl.: Friðþjófur km á land upp Borgarevri. Eyjafjöllum. 14. des. Sjór gekk tvo f MORGUN gekk hér yfir ofsa- veður af austri og sfðan suð- vestri. Þá varð sá fágæti aiburð- ur, að sjór flæddi um allt á bænum Yzta-Bæli sem er um 2 kílómetra frá sjó. Er Svein- björn, hóndi á Yzta-Bæli, kom út á hlað í morgun var þar allt á floti í kringum íbúðarhúsin. Ekki varð tjón á gripum, þar sem ærhús eru byggð á svoköll- uðum Bæjarhóli, sem stendur nokkru hærra en umhverfið. Nokkurt tjón varð á girðingum, sem færðust úr stað, svo og er töluvert verk að hreinsa allt það þang, leir og drullu sem barst um allt. Markús Ein aldan braut þennan járnbenta steinvegg í húsi Hásteins á Stokkseyri. Frumvarp um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum: Skattgj aldstekjumark hjóna 3,1 milljón kr. Hækkar um 186 þús. kr. við hvert barn á framfæri LAGT hefur verið fram á alþingi frumvarp til laga um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, en í sfðara tilfellinu er m.a. um að ræða hækkun á flugvallargjaldi um helming f 3 þúsund krónur og að innheimt verði 2% leyfisgjald af ferðagjaldeyri í stað 1% áður. Gert er ráð fyrir að frumvarp þetta færi rfkissjóði aukin fjárráð á næsta ári sem nemur 1.5 milljarði króna. I 1. grein frumvarpsins eru til- tekin þau tekjumörk sem skyldu- sparnaðurinn nær til en sam- kvæmt því skulu þeir einstakling- ar sem hafa yfir 2:4 milljónir króna skattgjaldstekjur á árinu 1977 leggja fram 10% af því sem fram yfir er, og hafi þessir aðilar börn innan 16 ára aldurs á fram- færi sínu hækkar þetta mark um 186 þús. krónur fyrir hvert barn. Á sama hátt greiða samsköttuð hjón og samskattað sambýlisfólk, sem hafói yfir 3.1 milljón kr. skattgjaldstekjur á árinu 1977, 10% af þvf sem fram yfir er. Þetta mark hækkar þó einnig um 186 þús. krónur fyrir hvert barn. Sérstök regla er sett fyrir sér- sköttuð hjón þannig að hjá hvoru Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.