Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Steinþór Gestsson: ,,Engin rök fyrir einstæðri ráð abreytni minnihlutans ’ ’ Upplýsingar skortir vegna breyttra f járlagaforsendna — segir stjórnarandstaðan Steinþór Gestsson, formaöur fjárveitinKanefndar Alþingis, mælti fyrir hreytinfíartillösum meirihluta fjárveitinsanefndar við fjárlaga- frumvarp ársins 1978 í Sameinuðu þingi í fyrradas, og Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra fyrir lánsfjáráætlun sama árs og fyrir- huKuðum útKjaldaniðurskurði og tekjuöflunarleiðum. t svarræðu for- manns fjárveitinganefndar kom m.a. fram, að honum hefðu engar fyrirspurnir borizt, hvorki munnlega né skriflegar varðandi fjárlaga- gerðina, sem synjað hafi verið um svör við. Engin rök hafi verið fyrir þeirri einstæðu ráðabre.vtni minnihluta fjárveitinganefndar. að skiia ekki nefndaráliti við 2ra umr. fjárlaga. Hér á eftir verður lauslega rakinn efnisþráður gagnrýni talsmanna stjórnarandstöðu í umræð- unni og svar formanns fjárveitinganefndargmanna, auk þeirra sem hér verður getið, tók þótt í umræðunni, sem stóð til kl. hálf þrjú í fyrrinótt, en ekki er rúm til að rekja mál þeirra að sinni. Umræöan hrein sýndarmennska Geir Gunnarsson (Abl) sagði m.a., efnislega: Lengi getur vont versnað varðandi fjárlagaaf- greiðslu. Minni hluti fjárveitinga- nefndar fékk engar upplýsingar fyrir aðra umræðu fjárlaganna um það, hvern veg ríkisstjórnin hyggst afgreiða fjárlögin endan- lega. Látum það vera. En það fengust heldur engar upplýsingar um, hvern veg áætla megi áhrif breyttra forsenda á einstaka út- gjaldaþætti í rekstri ríkissjóðs. Sagt er að víu í fjölmiðlum að fjárveitinganefnd hafi verið að fjalla um, hvernig brúað verði bil milli fyrirhugaðra gjalda og tekna ríkissjóðs. Þetta eru ný tiðindi fyrir mig. Þessi veigamikli þáttur fjárlagagerðar hefur ekki verið ræddur í fjárveitinganefnd sem slíkur. Við sem skipum minni hluta fjárveitinganefndar erum á einu máli um, að gefa ekki út nefndar- álit, svo sem venja hefur verið fyrir aðra umræðu, sökum upplýs- ingaskorts um veigamikla þætti í fjárlagaforsendum. Til sliks nefndarálits var enginn grund- völlur og sama gildir raunar um umfjöllun málsins nú. Þessi um- ræða er hrein sýndarmennska, ,sett á svið til að fullnægja forms- atriðum um þrjár umræður fjár- lagafrumvarps. Ég tek skýrt fram að í þessu efni er ekki að sakast við formann fjárveitinganefndar né aðra fjárveitinganefndar- menn. Samvinna við þá hefur verið góð og þakkarverð. Sérstak- lega þakka ég Steinþóri Gestssyni fyrir lipurð og tillitssemi í þeim málum, sem hann hafði aðstöðu til að leysa. Það er ekki hans sök að engin gögn hafa fengist frá ráðvilltri ríkisstjórn eða svör við fyrirspurnum, sem embættis- mönnum ber að svara. Ég hefi fyrir löngu beöið um upplýsingar um, hverjar séu nýj- ustu áætlanir um útgjöld al- mannatrygginga, miðað við breyttar forsendur frá gerð frum- varpsins. Þær upplýsingar hafa ekki fengist, þrátt fyrir það að margsinnis hafi verið eftir leitað, en hljóta hins vegar að vera eitt af grundvallaratriðum við fjár- lagagerðina. Þá hefur ríkisstjórn- in dregið of lengi að koma fram nieð nauðsynlegar upplýsingar varðandi breyttar forsendur launaliða frumvarpsins eða úr- ræði sín í aðsteðjandi fjárlaga- vanda. Þessi upplýsingaskortur hefur valdið þvi, að ekki er um annan kost að ræða fyrir minni- hluta nefndarinnar en að skila ekki nefndaráliti — sem er ein- dæmi. Síðan rakti Geir verðlagsvand- ann i þjóðfélaginu, eins og hann kemur honum fyrir sjónir. Taldi hann verðlagshækkanir innan- lands 5—6 sinnum meiri en verð- breytingar innflutningsvöru. Hann benti á erlenda skuldasöfn- un, skuldasöfnun ríkissjóðs, nýja skattheimtu, þ.á m. tvöföldun sjúkratryggingagjalds, niður- skurð í fjárveitingum til sam- félagslegra aðgerða o.fl. Hér væru dæmi þess vanda sem stjórnar- stefnan hefði fætt af sér. Þá ræddi Geir ýmsa fjárlagaliði, er snerta staðbundin mál í kjördæmi hans, einkum varðandi hafnarmál og skólamál. Geir lauk máli sínu svo: „Ég ítreka mótmæli mín og okkar minnihlutamanna í fjárveitinga- nefnd gegn þeim vinnubrögðum, sem hæstvirt rikisstjórn hefur viðhaft við afgreiðslu fjárlaga, sem óstjórnin i efnahagsmálum hefur komið ríkissjóði í, en ætlast til þess á sama tíma, að fjárlaga- frumvarpið sé tekið til 2. um- ræðu.“ Fjárveitinganefnd hefur veriö sniðgengin Sighvatur Björgvinsson (A) sagði m.a. að þingflokkur Alþýðu- flokksins hefði einróma tekið ákvörðun um að standa ekki að nefndaráliti í fjárveitinganefnd, vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum. „Að vísu er þetta ekki í fyrsta sinn, sem til 2. umr. ér gengið án þess að vitað sé um hugmyndir eða tillögur stjórn- valda um meginatriði þeirra fjár- lagagerðar. Slíkt hefur margoft gerzt áður, þó ekki sé til fyrir- myndar. Þetta er nánast frekar orðin regla en undantekning.“ Hins vegar hefur það ekki gerzt áður að fjárveitinganefnd sé ókunnugt um umfang þess vands, sem fólginn er í því að koma fjárlögum saman. Fulltrúar ríkis- valdsins hafa neitað fjárveitinga- nefnd um stíkar upplýsingar þeg- m AIÞinGI Geir Gunnarsson Karvel Pálmason. ar nefndarmenn hafa óskað eftir þeim. S. Bj. gagnrýndi þá þróun, sem hann taldi vera í störfum Al- þingis. Þingmenn ættu að fjalla um vandamál þjóðarinnar í um- boði hennar. Þegar stjórnarmynd- un væri lokið hverju sinni mætti heita að verkefnum þingmanna væri lokið. Þeir gegna síðan nán- ast hlutverki handauppréttara — meðan aðrir stjórna landinu í þeirra nafni. Þegar svo er komið að hæstvirt ríkisstjórn og embætt- ismannavaldið virða ekki fjárveit- inganefnd þess að fá nauðsynleg- ar upplýsingar um eðli og umfang viðfangsefna hennar, þá getur Al- þingi sem stofnun ekki gegnt hlutverki sinu lengur — eins og til er ætlazt. Þegar síðasti fundur nefndarinnar var haldinn sl. laug- ardag hafði nefndinni ekki enn borizt nein frásögn af því, hvert umfang vandans væri, sem við var að etja við fjárlagaafgreiðs)- una, né hvaða hugmyndir ríkis- stjórnin hefði um lausn hans. Það hefði því litlu breytt, varðandi fjárlagadæmið, þótt þingmenn hefðu verið sendir heim að lok- inni þingsetningu í haust og ekki kvaddir til starfa við undirbúning fjárlagagerðar fyrr en á miðviku- dag, fimmtudag í síðustu viku. Það er ekki fyrr en í nefndaráliti meirihluta fjárveitinganefndar sem fram kemur, svo mér sé kunnugt, „að útgjaldahlið fjár- laga hækki um fulla 17 milljarða vegna kauphækkana 1. desember o.s.frv.“ Það er ekki annað en hneyksli þegar framkvæmdavaldið og handhafar þess neita Alþingi og nefndum þess um upplýsingar um viðfangsefni, sem löggjafanum er ætlað að leysa. S. Bj. ræddi síðan starfshætti Alþingis almennt, ríkisfjármál, stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og taldi að tillaga 2ja þingmanna Sjálfst.fl. um samdrátt i fjármálakerfi væri hörð gagnrýni á stjórnarstefnuna. Þá ræddi SBJ lánsfjáráætlun og leitaði eftir, hvað þau stjórnar- frumvörp væru á vegi stödd, er fjalla ætti utti aðhald í ríkisfjár- Sighvatur Björgvinsson. Steinþór Gestsson. málum, og boðuð væru í formála lánsfjáráætlunar. Sighvatur ræddi að lokum breytingartill., sem hann er flut- ingsmaður að, er snerta sérmál i kjördæmi hans, einkum hafnar- framkvæmdir. Vinnubrögð gagnrýnd Karvel Pálmason (SFV) gagn- rýndi harðlt^* vinnubrögð í sam- bandi við fjárlög og lánsfjáráætl- un. Það er beinlínis óvirðing við Alþingi að halda þannig á málum, eins og hér hefur verið gert, sagði þingmaðurinn. Ríkisstjórnin ber höfuðábyrgð á því, hvern veg upplýsingum hefur verið haldið fyrir þingmönnum. Og það er orð- ið vafamál í mínum huga, hvort við í raun og veru búum við þing- ræði, eins og að málum öllum hefur verið staðið á undanförnum árum. K. Pá. sagði gjaldaliði fjárlaga þurfa að hækka um 17 milljarða vegna breyttra fjárlagaforsendna. Þessar breyttu forsendur leiða einnig af sér 10 milljarða króna tekjuaukningu. Hvernig á að brúa þetta bil, sam þá er eftir. Um það lesum við í blöðum — vegna vönt- unar nauðsynlegra upplýsinga eftir þinglegum leiðum. Ég er þvi ekki his$a á því þó að minnihluta- menn í fjárveitinganefnd hafi tekið ákvörðun um að standa að málum eins og þeir hafa gert. K; Pá. vék og að hafnaáætlun, sem lögð var fram í haust en hefur ekki verið rædd. Með þeim ónógu fjárveitingum, sem fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir til hafnargerðar, hafi hafnaáætlunin verið gerð að ómerku plaggi, áður en hún kemur til umræðu. Síðan ræddi Karvel framkvæmdaþörf fiskihafna almennt sem og ein- stakra hafna í kjördæmi hans, þar sem aðstæður væru ófullnægj- andi. Einnig vék hann að nokkr- um breytingartillögum við fjár- lagafrumvarpið, sem hann hefur flutt eða er meðflytjandi aö. Engin rök fyrir ein- stæðri ráóabreytni Steinþór Gestsson (S) vék m.a. að „þeim ástæðum, sem talsmenn minnihluta fjárveitinganefndar telja liggja til þess, að þeir koma sér hjá því að skila nefndaráliti við 2ra umræðu fjárlagafrum- varps“. Ég hefi átt sæti í fjárveitinga- nefnd sfðan 1971. Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi legið fyrir við 2. umræðu upplýsingar frá stjórnvöldum um endanlegar tölur á tekju- og gjaldahlið fjár- laga. Ég vil minna á það að hinn 12. des 1973 fór fram 2. umræða um fjárlög fyrir árið 1974. Þá sagði Geir Gunnarsson sem for- maður f járveitinganefndar: „Ég held, að hverjum sem með stjórn fer, verði ávallt mjög erfitt að sjá við 2. umr„ hvernig mál ráðast, svo að unnt sé að slá fastri tekjuhlið fjárlaganna og flytja við 2. umr. brtt. í samræmi við það. Einkum á þetta við þau ár, sem nýir kjarasamningar eru gerðir.“ Þetta m.a. tel ég sýna það að líkt sé staðið að verki nú og verið hefur um langt árabil. Hins vegar verð ég að mótmæla því að for- maður fjárveitinganefndar hafi neitað um umbeðnar upplýsingar nú. Hvorki hefur skriflega né munnlega verið farið fram á það við mig að fá hagsýslustjóra til þess að gefa upplýsingar um áhrif launahækkana á gjaldahlið frum- varpsins. Það hlýtur að vera mis- minni hjá þeim, sem slíku halda fram. Ég vísa þessum ummælum algerlega á bug. Þá hefur því verið látið því Iiggja að margt væri óunnið við þetta frumvarp við 2. umræðu. Sagt að óeðlilegt væri að tala um eðlilega afgreiðslu málsins fyrir jólaleyfi. Mig langar enn — til samanburðar — að vitna í orð Geirs Gunnarssonar, þá form. fjárveitinganefndar, 12. des. 1973, við 2. umræðu fjárlaga þá. Ég tel að ekki sé alls ólíku saman að jafna að þvi er varðar vinnu- brögð og tímasetningu. Hann sagði: „Af ákvörðunum um fjárveit- ingar, sem bíða 3. umr„ má nefna útgjöld vegna launahækkana 1. des. sl„ hækkanir, sem tilkynntar hafa verið á lífeyrisbótum, og væntanlegar breytingar dag- gjalda sjúkrahúsa og þar með út- gjalda sjúkratrygginga. Auk þess má nefna ýmis önnur mál, sem óafgreidd eru hjá n„ svo sem hús- næðismál Tækniskólans, sem ég vænti að fái jákvæða lausn við endanlega afgreiðslu fjárlaga. Einnig má nefna málefni Orku- stofnunar, sem eru þjóðinni sér- staklega mikilvæg nú vegna nýj- ustu viðhorfa í orkumálum, eins og ég áðan greindi. Þá má nefna málefni Ríkisútvarpsins. sem ég tel að afgreiða verði með öðrum hætti en gert er í frv. Og sam- þykkt heimildagreinar bíður 3. umr. að venju.“ Niðurstaða min er sú að engin rök hafi verið fyrir þeirri ein- stæðu ráðabreytni hv. minnihluta fjárveitinganefndar, að skila ekki nefndaráliti. Þar er brotin hefð og algerlega að ástæðulausu. Að loknu svari formanns fjár- veitinganefndar héldu umræður áfram. Þingmenn mæltu fyrir ein- stökum breytingartillögum og tóku þátt í þeim skoðanaskiptum, sem framangkeind frásögn gefur lítillega innsýn i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.