Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Guðlaugur Bergmann: minni meirihluti meiri minnihluti.. ” Sunnudaginn 11. des. s.l. kvaddi sér „Heilsíðu" hljóðs hér i Morgunblaðinu einn af mætum ungum sjálfstæðismönnum, Hannes Gissurarson. Aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins er, að þar hafa menn leyfi og aðstöðu til að hafa öndverðar skoðanir, grein Hannesar undirstrikar þá stað- reynd. 1. Er ástæða fyrir ráðamenn í lýð- ræðisþjóðfélögum, að taka til- lit til úrslita skoðanakannana? 2. Er sjálfstæði tslendinga í hættu, ef við myndum óska eftir breytingu a varnar- samningnum samkvæmt skoðunum mikils mgirihluta sjálfstæðismanna í prófkjöri? VEITMINNI- HLUTINN BETUR? Rök Hannesar minntu mig væg- ast sagt á rökfærslu kommúnista, eins og þau horfa við mér. Meiri- hlutinn á ekkert að hafa að segja, því minnihlutinn veit betur. Við urðum nú áþreifanlega fyrir þess- ari meinloku, þegar 60 menn- ingarnir ákváðu að við myndum tapa tungu og menningu ef við horfðum lengur á sjónvarpið frá Keflavíkurflugvelli. Er það virkilegt, að þeir, sem tilheyra „minnihluta" Sjálf- stæðisflokksins hvað varðar skoðanir um varnarmálin, haldi að við í „meirihlutanum" höfum enga skoðun á varnarmálunum sem mark er takandi á? Það er hættulegt að vanvirða skoðanir „hins þögla meirihluta". Það hef- ur oft orðið að gráu gamni og þótt eytt hafi verið ótrúlega mörgum dálksentimetrum hér í þessu blaði til þess að breyta skoðunum þess meirihluta, þá veit ég að þær skoðanir breytast ekki nema að síður sé. Slíkur ofsa áróður hefur oftast öfug áhrif. Eðlilega geta ráðamenn ekki alltaf farið eftir kröfum fólksins þótt skoðanakannanir gefi vís- bendingu um gagnstæðan vilja fólksins, en það er mjög áríðandi fyrir einstaklinga að geta komið skoðunum sínum á framfæri ein- mitt í skoðanakönnunum. Ráða- menn verða síðan að standa og falla með sínum ákvörðunum við kosningaborðið. Ég stjórna fyrirtæki og hef oft eins konar skoðanakannanir inn- an þess, og tel þær mjög gagnleg- ar fyrir mig, fólkið og ekki síst fyrirtækið sjálft. Við Hannes erum sammála um að einstaklingurinn sé ekki tæki (eins og hjá vinstri villingum) heldur tilgangur. Við verðum að vernda rétt einstaklinganna og skoðanakannanir eru einn sá rétt- ur. Ég vil ganga miklu lengra í að vernda rétt einstaklingsins, en um það mál ætla ég að rita seinna. Lýðræði hefur galla, jafn marga galla og fólkið sem býr við það. Margir eru þeir menn sem trúa að þeim væri betur borgið undir ein- ræðisstjórn ,,góðra“ manna. Við Hannes trúum því ekki og vil ég leyfa mér að vitna í grein, sem hann skrifaði í eitt ágætasta blað sem gefið hefur verið út: Sam- vinna Vesturlanda, Sókn til Frelsis. Þar segir Hannes: Lýðræðiskerfi er umfram allt reist á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna. Kerfið; regl- ur ríkisins, er einungis til þess að tryggja frelsi þeirra án þess að fórna friðnum. Ríkisvaldið er takmarkað, það er réttar- vald. En í alræðiskerfi er rétt- ur einstaklinganna enginn, valdhafarnir ráða öllu. Þeir reyna ekki einungis að ráða athöfnum manna, „ytra“ lífi þeirra, heldur einnig hugsun þeirra, „innra“ lífinu. Ríkis- valdið er ótakmarkað, það er geðþóttavald. Kalla má lýð- ræðiskerfi „opið", frelsi er til mannlegra samskipta, skoðanaskipta og viðskipta, en alræðiskerfi „lokað“. Þetta eru vel skrifuð orð og nú er að þora að standa við þau þótt vilji meirihlutans stangist á við skoðanir Hannesar. Spurningar þær sem lagðar voru fram fyrir kjósendur í prófkjörinu voru ákveðnar af kjörnefnd Sjálf- stæðisflokksins sem við Hannes berum vonandi fullt traust til. Ekkert er komið fram um það að spurningar þessar hafi verið vill- andi eða óljóst orðaðar. Meirihlut- inn samanstendur af frjálsum einstaklingum með ekki síður ákveðnar skoðanir á sínu máli en minnihlutinn. í lýðræðiskerfi er ekki hægt að mínum dómi að fara eftir öðru en höfðatölu nema óbil- gjarn minnihluti taki réttinn af einstaklingnum. Hvor hópurinn hefur svo rétt fyrir sér. Það fer eftir úr hvaða hópi spurt er. ER SJÁLFSTÆÐI ÍSLENDINGA I HÆTTU? Þá komum við að hinu atriðínu sam oftast er tuðað á af hinum Guðlaugur Bergmann háværa ,,minnihluta“. Ég er mik- ill þjóóernissinni, svo mikill að mér blöskrar stundum sjálfum, en þetta kjaftæði um landsleigu og landssölu er komið út í hreina móðursýki. Við hvað eru menn svona hræddir? Island og Banda- rikin eru frjálsar og fullvalda þjóðir. Ég sé ekki eina einustu ástæðu til að hræðast tap á sjálf- stæði okkar og þjóðarstolti þótt við gerðum „góðan“ varnar- samning við Bandaríkin. Það sær- ir áftur á móti þjóðarstolt mitt að hafa Bandaríkjamenn sem eins konar herraþjóð þarna úti á Mið- nesheiði og að vita til þess að við séum svo miklir „bjálfar" að við getum ekki gert almennilega samninga við aðrar þjóðir, án þess að fá eins konar móðursýkiskast af misskildum þjóðarrembing. Lítum nánar á málið. Við höf- um gert gagnkvæman varnar- samning við Bandarikin. Sam- kvæmt honum hafa þau tekið að sér að verja landið og þá auðvitað fyrst og fremst fólkið í landinu. Ég er ekki sérfræðingur í varnar- málum, en tel samt fullvíst að erfitt muni reynast að verjaþetta fólk sem vel fari án fullkomnara samgöngukerfis. Island er stórt land og strjálbýlt, það yrði mjög dýrt fyrir okkur að fjármagna við- hlítandi samgöngukerfi. Við semjum við Bandaríkin um að þau hjálpi okkur við þessar fram- kvæmdir svo þeir geti staðið við sinn hluta upphaflega samnings- ins að því marki sem telja verður þeim skylt að gera. Er þetta leiga, leigugjald eða landssala, og er hætta á því að við töpum sjálfstæði okkar við slíkan samning? Við höldum áfram að semja. Varnarliðið noti sama gjaldmiðil og við, borgi sömu skatta og skyld- ur og við, fái ekki að flytja inn aðrar neysluvörur en Islendingar sjálfir, annað yrðu þeir eðlilega að kaupa á Islandi o.s.frv. Er þetta leiga, leigugjald eða landssala, og er hætta á því að við töpum sjáifstæði okkar við slíkan samning? Mér er ómögulegt að skilja þetta tal um leigu, leigugjald eða landssölu. Gæti verið að þessi orð hafi hvergi sést á prenti nema í Morgunblaðinu og þá komið frá þessum háværa ,,minnihluta“? Sömuleiðis er þetta tal um að setja verðmiða á landið út í hött. Stærstur er sá verðmiði sem hangir um háls hvers einasta mannsbarns á Islandi vegna lélegrar fjármálastjórnar sem hefur komið okkur i óheyrilegt skuldafen. Ef til vill eru þessir verðmiðar svo háir vegna þess að þeir pienn sem sjá um samnings- gerð fyrir þjóðarskútuna eru alls ekki starfi sínu vaxnir. Að lokum skora ég á alla þá sjálfstæðismenn sem tilheyra meirihlutanum að Iáta „minni- hlutann" aidrei kúga sig í þessu máli né neinu öðru máli. Þjóðleikhúsið: Valdalaust fólk og Salka Valka Danshöfundur: Marjo Kuusela Tónlist: Kari Rydman Ballett: Valdalaust fólk og Salka Valka. Danshöfundur: Marjo Kuusela. Tónlist: Kari Rydman. ÞAÐ mátti lesa það i dagblöð- um_ borgarinnar að von væri á góðum gestum til Þjóðleikhúss- ins. Þessir góðu, kærkomnu gestir voru Raatikko- dansflokkurinn frá Finnlandi. Eins og segir í leikskrá var flokkurinn stofnaður fyrir 5 ár- um og er það undravert hvað hann hefur náð góðum árangri á svo stuttum tíma. Dansararn- ir eru allir frábærir listamenn. Sýndir voru tveir ballettar, Valdalaust fólk, gerður eftir sögu Váinö Linna, (Undir Pól- stjörnunni) og Salka Valka eft- ir Halldór K. Laxness. Marjo Kuusela samdi báða ballettana við tónlist eftir Kari Rydman. Kuusela sem einnig er dansari í flokknum sýndi með samningu ballettanna hve mikilhæf lista- kona hún er. Leikdansarnir eru samdir í nútimastíl sem við hér á norðurhjara sjáum ekki of mikið af. Verður undirrituð að viðurkenna að ekki er alltaf auðvelt að vera með á nótunum þegar um nútímaballett er að ræða, en í þetta sinn var það ekki. Efnið komst allt til skila. Óþarfi er að rekja efnið hér því það er öllum kunnugt. Fyrra kvöldið dansaði flokk- urinn Valdalaust fólk. Þar mátti sjá fjöruga dansa, alvar- lega dansa, þjóðdansa og fólk við vinnu og skemmtan. Maria Wolska og Tommi Kitti döns- uðu þar aðalhlutverkin. Þau sýndu frábæra danstækni, allt í senn, mýkt, styrkleika, fallegar linur og góðan látbragðsleik. Hápunktur ballettsins var þó tvímælalaust síðasta atriðið. Nefnist það, „í fangabúðunum“ sem sýnir konur bíða eftir að dauðadómi yfir þéim sé fram- fylgt. I þessu atriði sýndu (kven-) dansararnir frábæran leik og fullkomið vald yfir hreyfingunum. Síðara kvöldið var svo Salka Valka á dagskrá. Einnig var þetta mjög vel saminn leikdans en var ívið langdreginn seinni hlutinn. Maria Wolska var aft- ur í aðalhlutverki. Hún er frek- ar lágvaxin kona en maður hef- ur alltafímyndað sér Sölku af stóru gerðinni. Þrátt fyrir þessa annmarka dansaði Wolska hlutverkið framúrskar- andi vel. Oili Aaltonen túlkaði hlutverk sitt sem Sigurlina af mikilli innlifun. Reija Tuomi var mjög góður sem Steinþór. Tommi Kitti var í þrem hlut- verkum, sem Guðmundur, Jó- hann Bogesen og Kviajukki og enn sýndi hann hve fjölhæfur dansari hann er. Aarne Máylá sem Arnaldur, leysti hlutverk sitt mjög vel af hendi. Hann er enn mjög ungur en er nú þegar afar góður dansari. Tónlistin átti vel við söguna og var mjög áheyrileg. Listafólkinu var mjög vel fagnað í lokin og hafi þeir inni- lega þökk fyrir komuna. Irmy Toft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.