Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 7 frumlegir og frjósamir listamenn í hugmyndaorgiu „HÉR sýna sjö frumlegir og frjósamir listamenn Mætti kalla þetta hug- myndaorgiu En aðdragandi sýningar- innar er orðinn æði langur.” Þannig buðu listamenn og aðstandendur sýn- ingarinnar VETRARMYND, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu blaða- mann velkominn Tilefni sýningarinnar er að lífga upp á skammdegið, en eins og listamenn- irnir komust að orði er þetta álitinn kolómögulegur tími til sýninga, þar sem allir eru i jólastússi, en að þeirra áliti gefur það sýningunni einmitt gildi ,.í henni taka þátt hleypidómalausar manneskjur, bæði ..prófessjónalar” og ..amatörar" eins og Baltasar komst að orði Hinir frumlegu og frjósömu lista- menn eru auk Baltasars, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Bragi Hannesson, Haukur Dór, Magnús Tómasson og Ófeigur Björns- son 0 FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALEITISBRAUT 58 -60 SÍMAR-35300 & 35301 Við Ásbraut einstaklingsíbúð á 2. hæð. Við Æsufell 3ja herb. falleg ibúð á 7. hæð. Suður svalir. Frystihólf í kjallara. Mikil og góð sameign Við Framnesveg einbýlishús (steinhús) hæð og kjallari. Á hæðinni er 3ja herb. íbúð. í smiðum Við Orrahóla 3ja herb. endaibúð á 3. hæð. T.b. undir tréverk. Til afhending- ar í okt. '78. Fast verð. Góð greiðslukjör. Sölumenn Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson, Hafþór I. Jónsson hdl. „Við vonum að Vetrarmynd skapi skemmtilega tilbreytingu í svartasta skammdeginu og skemmtilega afþrey- ingu fyrir unga sem eldri Það sem gerir sýningu þessa að okkar mati mjög sérstæða er að hér sýna mjög ólíkir listamenn. sem nota m a olíuliti, vatnsliti, túss, kol, acryl, silfur, gull. leður, kopar og herta nautshúð Hugmyndin að sýningunni var sú að tefla saman sem ólikustum listgreinum og sjá hvernig þær mundu spjara sig saman Við viljum leggja áherzlu á að aflið á bak við góða myndlist er hið sama og því ættu flokkadrættir eftir stefnum ekki að eiga sér stað " Frá Ikaros til Wright-bræðra Magnús Tómasson sýnir þarna kassaverk, sem hann nefnir „sýniljóð" „Þetta er ágrip af sögu flugsins," sagði Magnús um eitt kassaverkið „Verk þessi eru hluti af sýningu minni í Gallerý Súm Ég nota vatnsliti. olíuliti, skurðlæknahníf og pappír " Einhver greip nú fram í og sagði að list Magnúsar væri mjög erfið í fram- kvæmd, þar sem verk hans væru i þremur víddum og þyrfti að reikna þau út og mæla „Það, sem ég vil segja um list mína," hélt Magnús áfram, „er að hún er skáldskapur. Ijóðræn með gam- ansömu ívafi. Þetta verk kalla ég „Sam- anburðarlandafræði", tvær kassa- myndir og likingin er Baula í Borgar- firði á annarri myndinni en hitt er Keops pýramídinn i Egyptalandi Þá eru kassamyndir minar „Ágrip af sögu flugsins" eins og nafnið bendir til Þær hefjast á Ikarosi, sem var fangi ásamt föður sinum á eynni Krít Faðir hans gerði þeim flugham úr fjöðrum Síðan er hér óður til Leonardos da Vinci, hópflug ítalanna og endar sagan á Wright bræðrum " Droplaug í Blóðbankanum Bragi Hannesson, sem hélt sina fyrstu einkasýningu á Akureyri í sumar sýnir þarna 24 vatnslita- og oliumynd- ir H :nn er bankastjóri Iðnaðarbankans og málar í fristundum sínum „Hann er amatör-bankastjóri," sagði Baltasar sem lék við hvern sinn fingur „í guðs lifandi bænum verið ekki að blanda bankastjórum inn í þetta." sagði Bragi hlæjandi „Ja, ég geri flest mín „por- Ljóð um hljóð Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir teikn- ingar og klippimyndir „Mér finnst allt- af erfitt að ræða um myndlist. Þegar ég hef lokið einni mynd, er ég búin að segja allt það, sem ég vil. Ein mynda hennar á sýningunni minnir ofurlltið á ERRO og þegar hún er spurð álits á þvi, svarar Þorbjörg: ,Ja. það er ekki svo vitlaust hjá þér Ég hefði nú ekki hugsað út i það En eins og ERRO nota ég einnig klippimyndir Tónlistin svifur yfir salinn, en að ■ ✓ íS Bragi Hannesson, Ófeigur Björnsson. Þorbjörg Höskuldsdóttir, Magnús Tómasson og Baltasar. trait" af bankastjórum og það verður nú svolitið einhæft til lengdar, þvi þetta eru allt karlmenn," sagði Balta- sar xMagnús Tómasson kvaðst þó vita um einn kvenbankastjóra, sem væri hún Droplaug i Blóðbankanum Ófeigur Björnsson gullsmiður sýnir þarna hluti, sem við fyrstu sýn líkjast skúlptúr en hann er harðákveðinn i að kalla þá „myndklæði." hálsmen, sem maður iklæðíst „Annað hvort kalla ég þetta myndklæðr eða skartmyndir " Eitt myndklæðið litur út eins og brynja og er að Ófeigs sögn mjög hentugt fyrir konur, sem eiga reykingamenn fyrir elskhuga „Svo er það skothelt lika," bætti einhver viðstaddra við. „Það er nytjasjónarmið á bak við myndklæðin min," sagði Ófeigur „Fólk hefur aldrei séð svona hluti áður, því þetta er alveg ný hugmynd, sem hefur ekki verið útfærð áður á þennan hátt, Efnin, sem ég nota eru kopar, leður, kvenhár, og kemur fram hér alveg ný afstaða gagnvart efninu." DðGUNIN myndir*fc KRISHNAMURTI heldur því fram, að frelsi sé einungis hægt að öðlast með gjörbreytingu mannsandans og að sérhver einstaklingur búi yfir afli til að breyta sjálfum sér frá rótum, ekki einhvern tíma í framtíðinni, heldur á stundinni. KRISHNAMURTI hefur aldrei glatað þeim fögnuði sem fyllti hann snemma á fjórða tug aldarinnar og það er þessi fögnuður sem hann þráir að deila með öðrum. Hann veit að hann hefur fundið lækningu við sorginni og eins og góðum lækni sæmir langar hann til að láta mannkynið njóta hennar. ÞJOÐSAGA þjngholtstræti 27 ■ Símar 13510 • 17059 sögn listamannanna sýnir Atli Heimir Sveinsson tónskáld þarna alveg nýja hlið á sér. Hann sýnir nótur. Þess utan hefur hann samið einnar klukkustund- ar tónverk fyrir sýninguna sérstaklega Nóturnar sem hann sýnir eru Ijóð um hljóð, Ijóðverk í mynd eða hljóðljóð, eins og einhver viðstaddra komst að orði en sjálfur var Atli Heimir ekki viðstaddur né Haukur Dór þegar blaða- mann bar að garði Haukur Dór sýnir þarna málverk og teikningar Klíkusýningar eru leiðinlegar. Baltasar sýnir málverk og eru þau öll ný, máluð síðastliðið hálft ár. „Allt eru þetta olíumálverk og eru þau máluð i framhaldi af sýningu minni á Kjarvals- stöðum i marz siðastliðnum. Á þeirri sýningu kom fram mikil breyting i verkum minum, eiginlega ný stefna og þá stefnu hef ég haldið áfram að þróa siðan Það hefur orðið stórt stökk i list minni síðastliðið ár, bæði í litum, tækni og uppbyggingu Þessi sýning er því gott tækifæri fyrir mig til að fá skoðun samtimamanna minna á þeirri þróun, sem orðið hefur, og eínnig gefur hún mér tækifæri til að sjá hvar ég stend meðal annarra listamanna " Þorbjörg Höskuldsdóttir bætir því við að oft séu listamenn lengi að jafna sig eftir stórar sýningar og allir þeir, sem taka þátt i VETRARMYND, hafi sýnt á þessu ári. Því hafi svona sýning góð áhrif á starf hvers listamanns og auk þess gefi hún fólki tækifæri til að fylgjast með reglulega „Við viljum skapa aukna breidd i listinni," segja þau „Klikusýningar eru leiðinlegar, einhæfar og alltof oft end- urteknar Að sjálfsögðu geta sýningar þar sem líkir listamenn sýna verið ágætar þegar verið er að kynna nýja strauma í listinni. Baltasar hefur orð á því að hverjum listamanni fylgi ákveðinn hópur Á VETRARMYND komi nú fólk, sem sæk- ir yfirleitt Gallerý Súm, þ e aðdáendur M :gnúsar Tómassonar Þá komi þarna fólk sem fari á sýningar á Kjarvalsstaði eða í Norræna húsið, en yfirleitt eru þessir hópar ólikir og þarna muni þeir nú mætast Að samspilið kveiki neista í hugum fólks Talið héfur nú borist að öðru. Magnús minnist á greftrunarsiði i Ameriku og einhver segir að lík, sem grafist hafi i eyðimerkursandi i Egypta- landi hafi varðveitzt miklu betur en þau, sem hafi verið smurð I einni kassamynd Magnúsar „Ágrip af sögu flugsins" er uppstoppaður fugl Hann stoppaði fuglinn ekki upp sjálfur held- ur fór með hann á Náttúrugrípasafnið Hins vegar hefur afi hans beðið hann um að stoppa sig upp þegar hann deyr „Það gæti flokkast undir islenzka nytjalist," segir einn viðstaddra og bætir við hvort Morgunblaðið geti ekki komið þvi á framfæri að ríkisstjórnin niðurgreiddi myndlist, sérstaklega á svona timum þegar harðna tæki í ári. Að lokum sögðu hinir frumlegu og frjósömu listamenn að þeir vonuðu að fólk kæmi til að skoða sýningu þeirra, skoða verkin án allra hleypidóma og athuga hvort samspil hinna óliku list- greina kveikti ekki einhvern neista i hugum þeirra — h.Þ. Krishnamurti leysir upp Stjörnufélagid í Ommen 1929 Tveggja herbergja íbúð Til sölu er mjög góð tveggja herbergja íbúð á 5. hæð við Asparfell. Suðursvalir. Útborgun 5 millj. skiptanleg. Höfum kaupanda að góðri 2—r3 herbergja íbúð í Vogunum, Heimunum eða grennd. Góð útborgun í boði. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl. Hafnarstræti 11. Símar 12600 og 2 1 750. Utan skrifstofutíma 4 1028. Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Jólafagnaður Verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, laugardaginn 17. des. '77 og hefstkl. 14.00 (Kl. 2.00 e.h.) Dagskrá: Kórsöngur: Karlakór Reykjavíkur, stjórnandi Snæbjörg Snæbjargardóttir. Einsöngur: Margrét Halldórsdóttir, við hljóðfærið: Sigfús Halldórsson tónskáld. Ljóð Drífu: Geirlaug Þorvaldsdóttir les. Jórunn Viðar leikur á pianó. Dans: Nemendurfrá Dansskóla Sigvalda. Tvisöngur: Hlíf Káradóttir og Sverrir Guðmundsson, við hljóðfærið: Gróa Hreinsdóttir. Helgileikur: Nemendur frá Vogaskóla, stjórnandi: Þor- steinn Eiríksson, prestur: síra Þórir Stephensen. Almennur söngur, við hljóðfærið Sigríður Auðuns. Kaffiveitingar. ^Reykvíkingar 67 ára og eldri velkomnir ISI Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar ^ lO 'V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.