Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGtJST 1974 '■/ Islendingar og Finnar gerðu jafntefli 2:2 f landsleik f knattspyrnu á Laugardalsveliinum f gærkvöldi. Þessa mynd tók RAX er fslendingar fögnuðu fyrra marki sfnu — þá voru aðeins 5 mínútur liðnar af leiktfmanum^Sjá bls. 30. Stjórnarmyndunarviðræður: Samkomulag um framlengingu bráðabirgðalaganna Viðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um mynd- un ríkisstjórnar halda áfram í dag. Sfðdegis í gær voru fundir í þingflokkum beggja stjórnmála- fiokkanna. Forystumenn þeirra verjast enn allra frétta af gangi viðræðnanna. Samkomulag hefur tekizt með þeim um að fram- lengja bráðabirgðalögin frá því í maí, þar sem kveðið var á um verðstöðvun og festingu kaup- gjaldsvísitölunnar. Gildistími lag- anna verður að öllum líkindum framlengdur um einn mánuð til þess að gefa tóm tii undirbúnings frekari aðgerða. Morgunblaðið hefur aflað sér upplýsinga um, að viðræðurnar hafi gengið snurðulaust. Rætt mun hafa verið um málefnasam- stöðu, en þó mun ekki hafa verið gengið frá öllum endum í þeim efnum. Umræður um skiptingu ráóuneyta viróast hins vegar vera á byrjunarstigi. Mikið malbikað á Keflavíkur- flugvelli NOKKRAR takmarkanir verða á lendingum á Kefla- vfkurflugvelli næstu daga vegna maibikunar á þver- brautinni þar, en allt áætl- unarflug á þó að mestu að geta gengið eðlilega fyrir sig. Pétur Guðmundsson fiugvallarstjóri tjáði okkur f gær, að tslenzkir aðalverktakar hefðu unnið að þvf f sumar fyrir varnarliðið að malbika þverbrautina svo- kölluðu, eða norður-suður brautina. Nú er búið að mal- bika allt nema brautarmótin þar sem brautirnar þrjár mætast, en Pétur kvað þurfa til þess 2 góðviðrisdaga. Stendur til að byrja á verkinu kl. 8 í dag ef veður leyfir, en þá eru allar vélar farnar út og á verkinu að mestu að vera lokið kl. 22 f kvöld. Fram- kvæmdinni verður frestað ef veður er ekki nógu gott, en reiknað er með að Ijúka verk- inu á næstu dögum. Næsta sumar verður slitlag aðal- brautarinnar endurnýjað. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið kallað saman til fund- ar síðdegis á miðvikudag. En flokksráðið fer með æðsta ákvörð- unarvald I Sjálfstæðisflokknum um þátttöku hans í ríkisstjórn. Umræður hefjast á Alþingi í dag um frumvarp til laga um staðfest- ingu á bráðabirgðalögunum frá því í maí. Margt virðist því benda til þess, aó samkomulag sé ekki langt undan. Alþingi mun nú taka til starfa á ný, en það hefur verið óstarfhæft síðan það var kallað saman 18. júlf sl., þar sem allt hefur verið í óvissu um myndun meirihluta ríkisstjórnar. Sveitarfélögin skortir um milljarð til að endar nái saman ÖLL STÆRRI sveitarfélög á landinu eiga nú við gffurlega rekstrarerfiðleika að etja og talað er um, að 1000 milljónir kr. vanti til að endar nái saman hjá þeim. Þessi fjárskortur sveitarfé- laganna stafar fyrst og fremst af þvf, hve hagur þeirra hefur verið fyrir borð borinn á sfðustu árum og hinar miklu kauphækkanir á þessu ári hafa raskað öllum fjár- hagsáætlunum þeirra. Magnús E. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Sambands fs- Ienzkra sveitarfélaga sagði f sam- tali við Morgunblaðið f gær, að þessa dagana væri sambandið að afla sér skýrslna um hið bág- borna ástand sveitarfélaganna og þvf væri ekki enn hægt að gefa upp neinar nákvæmar tölur um Skortur á ýmsum byggingarvörum Byggingarvöruverzlanir hættar lánsviðskiptum HCSBYGGJENDUR hafa rekið sig á það á undanförnum vikum, að vöruúrval f byggingarvöru- verzlunum er minna en áður og skortur hefur verið á sumum teg- undum. Eru þetta m.a. afleiðing- ar þeirra efnahagsráðstafana, sem rfkisstjórnin hefur gripið til f sumar. Einnig hafa þær leitt til þess, að byggingarvöruverzlanir geta ekki lengur lánað andvirði byggingarvara eins og áður, held- ur verður að greiða vörurnar út f hönd. Hefur þetta að sjálfsögðu haft slæmar afleiðingar fyrir marga húsbyggjendur. „Jú það er rétt, við höfum alveg orðið að taka fyrir lánastarfsemi,“ sagði Hjörtur Hjartarson fram- kvæmdastjóri J. Þorláksson & Norðmann hf í samtali við Mbl. f gær. Hjörtur er gjörkunnugur málum byggingaverzlunarinnar. „Ástæðurnar eru fjölmargar. Miklar erlendar hækkanir, 17—18% gengisfelling frá ára- mótum, 25% innborgunarskyld- an, söluskattshækkun auk stór- minnkaðrar fyrirgreiðslu bank- anna á sama tima. Ástandið er vægast sagt mjög slæmt.“ Þá hafa fyrrgreind atriði orðið til þess, að vöruúrval byggingar- vöruverzlana hefur minnkað frá því sem áður var. Vörurnar liggja í vöruskemmum, en verzlanirnar geta ekki leyst þær út nema að litlu leyti vegna þess að fé skortir. „Við eigum talsverT af vörum á Framhald á bls. 31 fjárþörfina, talan 1 milljarður væri sennilega ekki fjarri lagi og almennt talað stæðu sveitarfélög- in illa að vfgi. — Ástæðan fyrir því að allar fjárhagsáætlanir eru farnar úr böndum hjá sveitarfélögunum er fyrst og fremst þróunin hér innanlands. Tekjur þeirra eru mjög bundnar og hækka engan veginn f samræmi við verðbólg- una. Þá var sveitarfélögunum meinað að hækka útsvarsstigann um 1%, þ.e. úr 10 til 11% á þessu ári, sagði Magnús. Hann sagði ennfremur, að mörg sveitarfélaganna hefðu reynt að draga úr framkvæmdum eftir mætti, en oft væri erfitt um vik, þegar um væri að ræða lögbundn- ar framkvæmdir og samnings- bundnar framkvæmdir við verk- taka. Þetta allt hefði komið Framhald á bls. 31 Sjöföld umferð í Öræfasveit í júlí 14100 bílar fóru þar um Umferðin faldaðist í júli um Öræfasveit miðað við S' sjö- 1500 millj. kr. tap á frysti- húsunum á ársgrundvelli mánuði sl. tvö ár að sögn Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra. Fóru þá 470 bílar þar um báðar leiðir á dag, eða um 14100 bílar á mánuði. Aðspurður um ástand vega eftir sumarumferðina svaraði vega- málastjóri, að þurrkarnir i sumar hefðu valdið því, að ekki hefði verið hægt að hefla vegina eins og æskilegt hefði verið, en heldur kvað hann ástandið fara batnandi NU er talið, að tap á frystihúsum landsmanna miðað við ársgrund- völl sé um 1500 millj. kr. Tap frystihúsanna fyrri helming þessa árs nam um 500 milij. kr„ en ástandið fer sífellt versnandi. Að sögn Guðmundar H. Garðars- sonar blaðafuiltrúa hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hefur verðið á fiskblokkinni verið um 60 cent f Bandarfkjunum að undanförnu og ekkert bendir til hækkana á næstunni, en yfirleitt er Iftið hægt að spá um framtfðar- horfur á markaðnum vestra. Stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna kom saman til fundar þann 16. ágúst sl. og þá var gerð svohljóðandi samþykkt vegna rekstrarerfiðleika frysti- iðnaðarins: „Undanfarna mánuði hafa frystihúsin verið rekin með vax- andi tapi. Margt hefur stuðlað að þessari óheillaþróun og má þar nefna óraunhæfa kjarasamninga f Iok febrúar, miklar hækkanir á allri þjónustu í kjölfar þessara samninga, farmgjaldhækkun, verulega lækkun útflutnings- verðs á framleiðslu frytihúsanna og einnig á fiskimjöli, sem leitt hefur til mikillar lækkunar á úr- gangi frá vinnslunni. Á móti þessu kemur það gengis- stig, sem orðið hefur frá áramót- um, en það hefur engan veginn nægt til að bæta upp þessi áföll og Framhald á bls. 31 eftir að ýra tók úr lofti annað veifið. Þó kvað hann nokkrar skemmdir hafa orðið vegna þurrkanna umfram það venju- lega, vegna þess að þegar allt ryk væri fokið úr vegunum væri aðal- lega grjót eftir. „Svo einfalt er það,“ sagði hann, „rykið er bindi- efnið í veginum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.