Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 31 — Kýpur Framhald af bls. 1 Lögreglan aðgerðalaus Starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins i Nikósíu sagði, að Davies hefði staðið í hópi fólks og það hefði verið tilviljun, að hann varð fyrir skotinu, en skothríðinni var beint að skrifstofu hans og fbúð. Þegar sendiherrann féll hljóp einn ritaranna, Kýpurstúlka af grískum ættum, til hans, en við það tætti önnur kúla í sundur höfuð hennar, sagði starfsmaður- inn. Áður höfðu mótmælendur hellt bensini yfir 12 bifreiðar, sem stóðu við sendiráðsvegginn, og kveikt i. Um tíma sá varla í bygg- inguna fyrir svörtum reyk. Starfsmenn sendiráðsins báðu um lögregluvernd klukkan 8 um morgun, 4 klukkustundum áður en mótmælaaðgerðirnar byrjuðu, aðeins 30 til 40 óvopnaðir lög- reglumenn voru sendir, en þjóð- varðlið Kýpur svaraði ekki beiðn- inni. Fjöldi lögreglumanna horfði aðgerðalaus á, þegar strákar kyeiktu í bílunum á meðan aðrir reyndu að stöðva mannfjöldann og hrópuðu ,,í guðs bænum, það eru Kýpurbúar þarna inni“. Hermenn Sameinuðu þjóðanna, sem héldu strax til sendiráðsins, munduðu vopnin, en reyndu ekki Félaaslif Filadelfía Reykjavík Bibliulestur i kvöld kl. 8.30. Peter I Inchcombe talar. Allir velkomnir. I að stöðva óeirðirnar. Talsmaður S.Þ. sagði sfðar, að friðargæzlu- sveitirnar hefðu farið að beiðni um að forða „hinum særða sendi- herra“, en ekki viljað skipta sér af mótmælunum. Tuttugu mínútum eftir að óeirðirnar hófust og fólkið fór að kasta steinum að sendiráðinu og rifa niður bandaríska skjaldar- merkið, mætti þjóðvarðliðið. „Þeir fóru að skjóta upp i loftið . . . en það var aldrei skotið frá sendiráðinu," sagði talsmaður sendiráðsins. Grískur Kýpurbúi sagði, að bandarískir verðir hefðu hleypt af skotum, en sendiráðsmenn segja, að þeir hafi aðeins varpað táragassprengjum. Cleridies forseti Kýpur sleit blaðamannafundi, þegar hann frétti af óeirðunum og flýtti sér til sendiráðsins með gasgrímu fyr- ir andlitinu. Hann horfði á þegar lik Davies var borið út á börum, en á meðan dundu kúlur i veggj- um sendiráðsins, sumar þutu rétt við höfuð forsetans. Stuttu síðar sagði forsetinn: „Ég fordæmi með hryllingi þennan óhugnanlega glæp, sem gengur gegn hagsmunum Kýpur. Ég iýsi sorg minni og samúð.“ Lögreglan sagði, að engar hand- tökur hefðu farið fram vegna skotárásanna, en sjónarvottar segja, að þeir hafi séð lögreglu fást við gríska skyttu, sem tilheyr- ir Eoka-b samtökunum, sem hjáipuðu til við stjórnarbylting- una 15. júlí. Tyrkir vilja hopa Henry Kissinger sagði, að hann hefði hvatt Ecevit til að sýna meiri lipurð i samningum um Kýpur og látið i ljós þá skoðun, að Kettlingur Antik-húsgögn Fress, tapaðist frá Leifsgötu sl. Vegna flutnings eru til sölu antik- laugardag. Svart bröndóttur með húsgögn. Um er að ræða nokkur hvita bringu og lappir og hvitan borð, skápa, kommóður, skatthol blett á vinstri mjöðm. Finnandi o.fl. vinsamlegast hringið í síma Nánari upplýsingar i sima 15722 18665. millikl. 17.00 og 18.00. Verkamenn óskast nú þegar. Ákvæðisvinna. Steypustöðin h. f., sími 33603. Hæð við Goðheima 160 ferm glæsiieg hæð við Goðheima. Ibúðin er m.a. 4 herb. 2 saml. stofur o.fl. Sér þvotta hús og geymsla á hæð. Sér hitalögn. Teppi. Vandaðar innréttingar. Bílskúrsréttur. Eign í sérflokki. Eignamiðlunin, Vonarstræti 12, sími 2777 7. Verksmiðjuútasla Þriggja daga útsala á ytri fatnaði kvenna kápum og jökkum, sumar- og vetrar. Eldri og nýrri gerðir aðallega í minni stærðum. Verðið ótrú- lega lágt. Verksmiðjan Max h. f., Skúlagötu 5 7. Til sýnis og sölu: Peugeot 504 árg. '73 og Willys jeep árg. '74, 6 cyl. 127 hestöfl með meyers húsi, ekinn 6 þús. km. til sýnis og sölu í sýningarsal okkar Skeifunni 1 7. Sýningarsalurmn Sveinn Egi/sson h. f., Skeifunni 1 7. hann áliti Tyrki hafa helgað sér of stórt landsvæði á Kýpur, þeir yrðu að taka meira tillit til við- kvæmni Grikkja hvað það snerti og eins varðandi stærð herliðs þeirra. Gerði hann þetta í símtali, sem hann átti við tyrkneska for- sætisráðherrann. Sagði Kissinger, að hann hefði fengið fullvissu Ecevits fyrir þvi, að Tyrkir væru reiðubúnir til að vikja af sumum þeim landsvæðum, sem þeir hafa lagt undir sig á Kýpur, en nú ráða þeir40% af svæði eyjarinnar. Kissinger sagði, að takmörk væru fyrir því, hverju hægt væri að ná með diplómatískum að- ferðum. Hann neitaði ásökunum um, að Bandaríkin styddu Tyrki og sagði: „Tyrkir fengu ekki yfir- höndina á Kýpur vegna stefnu Bandaríkjanna heldur vegna þess, að gríska stjórnin, sem var við völd á undan stjórn Kara- manlis, eyðilagði jafnvægið á milli hinna tveggja samfélaga, sem eru á Kýpur.“ Borgarastjórnin styrkist Sú ákvörðun grísku stjórn- arinnar að reka æðstu herforingja landsins úr störfum er merki um, að hún sé að styrkjast í sessi og að nú hafi Konstantin Karamanlis öll yfirráð yfir herafla landsins. Karamanljs hefur Itrekað þá skoðun sína, að Grikkir eigi ekki að taka þátt I frekari samninga- viðræðum um Kýpur, en hefur ekkert viljað segja um þá yfirlýs- ingu Bandaríkjamanna, að þeir muni hætta vopnasölu til Tyrk- lands ef um frekari vopnahlés- brot verði að ræða af þeirra hálfu. Gæzlulið S.Þ. sagði, að engir bardagar hefðu verið á Kýpur á mánudag. — Þrælmontnir Framhald af bls. 2 koma fram, að þeir hafa jafnvel fylgzt með æfingum hjá strákunum. Þeir Þorvaldur og Þorsteinn hafa stundað völlin I tugi ára, Þorvaldur var I KR og Þor- steinn i Val. Þeir fóru ekki að fylgja Víkingi að málum fyrr en synir þeirra fóru að æfa og keppa með því félagi. Magnús hefur alltaf leikið sömu stöð- una, vinstri bakvörð, en Eirík- ur var framherji allt þar til I sumar, að hann var reyndur I stöðu hægri bakvarðar með þeim árangri, að hann er nú kominn I landliðið. Þeir léku ætlð með a-liðunum i yngri flokkunum og I meistaraflokk komust þeir fljótlega er þeir höfðu aldur til, Magnús 1966 og Eiríkur 1967. Blm. hitti þá félaga Þorvald og Þorstein I hálfleik og auðvit- að sátu þeir saman I stúkunni eins og öll hin árin. Brátt hófst leikurinn að nýju og varð þá erfiðara að ná sambandi við þá félaga, enda fylgdust þeir með leiknum af lifi og sá. Þó tókst að fá hjá þeim svar við einni og einni spurningu, t.d. kváðust þeir alltaf hafa haft von um, að strákarnir ættu einhvern tima eftir að leika I landsliðinu. Og vallarferðum ætla þeir svo sannarlega að halda áfram. „Við höfum alltaf haft gaman af knattspyrnunni og því ætt- um við að hætta að horfa á hana nú, þegar strákarnir hafa náð svona langt?“ sögðu þeir félag- ar. Þegar hér var komið sögu sá blm., að bezt var að láta þetta gott heita, stakk á sig blýanti og blaði og óskaði þeim félögum til hamingju með þennan hátíðis- dag í lífi þeirra. Þeir gátu vissu- lega verið ánægðir með árang- ur strákanna sinna og alls ís- lenzka liðsins. — íþróttir Framhald af bls. 30 Virkunen, Aki Heiskanen, Juoko Suomalainen. Dómari: T. R. Kyle frá Skotlandi — dæmdi yfirleitt vel, en vel má vera að dómur hans, er Finnarnir skoruðu annað mark sitt hafi verið hæpinn. Línuverðir: Rafn Hjaltalín og Eysteinn Guðmundsson. Áhorfendur 3263. — stjl. - Nýr varaforseti Framhald af bls. 1 Ronald Reagan ríkisstjóri í Kali- forniu. Það hefur hins vegar spillt möguleikum Bush að því er hald- ið er, að hann hafi fengið 10.000 dollara úr leynisjóðutn Hvita hússins, þegar hann var í fram- boði fyrir repúblikana í kosn- ingum til öldungadeildarinnar i Texas fyrir fjórum árum en tap- aði. Ráðunautar forsetans sögðu um helgina, að Ford hefði ekkert lát- ið uppi um, hvern hann viidi helzt i varaforsetaembættið, en Rocke- feller er sá eini, sem forsetinn hefur sagt opinberlega að komi til greina. Nokkrir ráðunauta Fords for- seta hafa lika beitt sér fyrir því, að Rockefeller verði fyrir valinu, enhannsagði afsér embætti rikis- stjóra í New York i fyrra og hafði þá gegnt því starfi i fjórtán ár. Hann hefur siðan búið sig undir fjórðu tilraun sína til þess að verða tilnefndur forsetaframbjóð- andi repúblikana — í kosningun- um eftir tvö ár. Rógsherferð. Ford minntist á Rockefeller vegna tilraunar, sem ráðunautar hans sögðu, að hópur hægri manna hefði gert til þess að ófrægja Rockefeller, en sú tilraun fór út um þúfur og þeim tókst ekki að eyðileggja möguleika hans á því að verða útnefndur varaforseti. Blaðafulltrúi Fords, Jerald F. Terhorst, sagði: „Ford forseti hef- ur tjáð mér að sá möguleiki hafi verið athugaður, og sé enn i at- hugun, að Rockefeller fyrrver- andi ríkisstjóri verði tilnefndur varaforseti." Hvíta húsið neitaði þvi að fengnum upplýsingum Leon Jaworskis saksóknara í Water- gatemálinu, að nokkuð væri hæft i ásökunum um, að Rockefeller hefði greitt glæpamönnum fé til þess að trufla landsþing demókrata 1972. Einhver „hr. Long“ hringdi til Hvita hússins og bar fram ásökun- ina. Sama ásökun barst seinna frá mörgum öðrum mönnum. Ráðu- nautar Fords forseta telja, að hér sé um að ræða „hægri sinnaða öfgamenn", þótt ekki sé vitað til þess að þeir standi i tengslum við nokkur kunn samtök. „Long“ sagðist hafa undir höndum afrit af skjölum, er hefðu eitt sinn verið i eigu samsæris- mannsins E. Howard Hunts, sem hefur verið dæmdur fyrir þátt- töku í Watergatemálinu, og ættu að sýna að ásökunin væri rétt. Rannsókn Jaworskis leiddi ekkert slíkt í ljós. Þeir, sem leggja að Ford að tilnefna Rockefeller, benda á langa reynslu hans í landsmálum og málum New York-rikis. Þeir segja, að með vali hans myndist heppilegt jafnvægi milli hans og Fords, bæði landfræðilegt og hug- myndafræðilegt. Auk þess muni val hans gera Ford kleift að koma í veg fyrir bollaleggingar á fyrstu vikum hans i embætti forsetaefni repúblikana 1980, en það verði erfiðara ef yngri maður verði fyrir valinu. Hvað um Morton? Rogers Morton innanrikisráð- herra, fulltrúi Bandarikjanna á hátiðinni á Þingvöllum I siðasta mánuði, getur komið til greina. Morton hefur setið í nefnd fjögurra ráðgjafa, sem hefur aðstoðað Ford við endurskipu- lagningu starfsliðs Hvíta hússins. Tveir menn auk Mortons í nefnd- inni hafa þótt koma til greina i varaforsetaembættið, þeir Donald Rumsfeld, sem er ofarlega á blaði, og William Scranton, sem eitt sinn var varaforsetaefni. Fjórði maðurinn í nefndinni er John O. Mersh þingmaður frá Virginia. Vikuritið Time telur Morton komatilgreina sem varaforseta þar sem þingleiðtogar geti auð- veldlega sætt sig við hann og engin vandkvæði verði á þvi að þingið staðfesti skipun hans. Morton var þingmaður Mary- lands, þegar áhrif Fords voru sem mest i fulltrúadeildinni og vinátta þeirraernáin. Hann var formaður landstjórnar Repúblikanaflokks- ins 1969 til 1971. Time segir, að hann sé ihaldssamur, en eigi fáa óvini, hvort heldur er í röðum repúblikana eða demókrata. Meðal þeirra manna, sem Timc telur koma til greina, eru einnig Melvin Laird, Elliot Richardson, Albert Quie, Ronald Reagen, Mark Hatfield, Scranton, Charles Percy og Charles Goodell. — Sveitarfélögin Framhald af bls. 32 sveitarfélögunum I gifurlegan vanda og myndi hann fara vax- andi á næstunni ef ekkert yrði að gert. Vandamálið væri mikið hjá öllum þéttbýlissveitarfélögunum, það væri ekkert, sem stæði upp úr. — Skortur Framhald af bls. 32 bakkanum, en getum ekki leyst þær út,“ sagði Hjörtur. „Get ég nefnt sem dæmi, að bara mitt fyrirtæki á milljónir króna í Seðlabankanum, sem þar hafa verið frystar vegna 25% innborg- unarskyldunnar." Sagði Hjörtur, að skortur væri á ýmsum nauð- synlegum tækjum, þannig gæti J. Þorláksson og Norðmann t.d. ekki annað eftirspurn eftir hreinlætis- tækjum, eins nauðsynlegur hlut- ur og þau eru í hverri ibúð. Sama má segja um fleiri tegundír. Mun vera sömu sögu að segja hjá öðr- um byggingarvöruverzlunum. Einu viðskiptavinirnir, sem nú fá lánað hjá byggingarvöruverzl- unum, eru fastir viðskiptavinir, sem eiga við þær mikil viðskipti. Áður gátu t.d einstaklingar feng- ið byggingarvörur með greiðslu- fresti, en nú hafa verzlanirnar alveg tekið fyrir það. Þetta hefur haft slæmar afleiðingar fyrir marga húsbyggjendur, sem e.t.v. hafa treyst á greiðslufrest á með- an þeir voru að biða eftir lánum og annarri fjármagnsfyrir- greiðslu. — Gagnfræða- skóli Framhald af bls. 4 gagnfræðaskólans og þakkaði gefendum rausnarlega gjöf, sem er stórt framlag til aukn- ingar tækjakosti skólans. Við þetta tækifæri minntist skóla- stjóri Jóns Þ. Björnssonar, sem var á sínum tima meðal fremstu skólamanna landsins og mun svo verða talinn á spjöldum sögunnar. Að afhendingu lokinni bauð bæjarráð Sauðárkróksbæjar til kaffidrykkju að Hótel Mæli- felli. Undir borðum flutti for- maður skólanefndar, Guðjón Ingimundarson, ræðu, þar sem hann minntist Jóns Þ. Björns- sonar sem borgara á Sauðár- króki og starfa hans i þágu staðarins á ýmsum sviðum. Svo og þakkaði Guðjón gefendum hlýhug þeirra og ræktarsemi við heiinabyggð, sem hin veg- lega gjöf bæri vott um, jafn- framt því að heiðra minningu föður þeirra. — jón. — 1500 millj. Framhald af bls. 32 má ætla, að tap frystingar fyrri helming þessa árs nemi um það bil 500 millj. kr., miðað við fram- leiðslukostnað og markaðsverð i dag má ætla, að tap frystingar nemi á ársgrundvelli um 1500 millj. kr. Af þessum ástæðum eru mörg frystihús nú að stöðvast vegna greiðsluerfiðleika og er þvi áríð- andi, að nú þegar verði gerðar þær ráóstafanir í efnahagsmálum, sem tryggi rekstursgrundvöll sjávarútvegsins. Með tilliti til rekstrartaps frystihúsanna það sem af er þessu ári og einnig með hliðsjón af þvi, að útflytjendur hafa verið látnir bera tap á birgðum við gengis- hækkanir, þá telur stjórn S.H. það réttlætismál, að útflytjendur njóti þeirra hækkana á birgðum, sem kynnu að koma fram við gengislækkun."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.