Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 20. AGÚST 1974 17 16 A EKKERT ERINDI Á EVRÓPUMÓTIÐ SAGÐI ERLElNDIJR VALDIMARSSON —■ Ástæðan fyrir þvf, að ég afþakkaði boð stjórnar FRl um þátttöku f Evrópumeistaramótinu f Róm, er einfaldlega sú, að ég tel mig ekki vera nógu góðan til þess að eiga þangað erindi, sagði Erlendur Valdimarsson I viðtaii við Morgunblaðið á sunnudaginn, en Erlendur hefur tilkynntstjórn FRÍ.að hann afþakki ferðina til Rómar, en þar átti hann að keppa I kringlukasti. — Menn geta kallað þetta sérvizku I mér, ef þeir vilja, sagði Erlendur, — en málið er það, að ég hef ekkert gaman af þvf að taka þátt f móti, þar sem ég á enga möguleika. Má vel vera, að mér hefði tekizt að komast f úrslit, lágmarkið fyrir úrslitakeppnina var 58,00 metrar, en það er þó ekkert vfst. Það er lítið gaman að fara til slfks móts sem þessa upp á það að kasta aðeins þrjú köst. Erlendur kvaðst ekki kunna skýringu á þvf hvernig á þvf stæði að hann hefði ekki náð betri árangri en raun ber vitni I sumar. — En það þýðir ekkert að gefast upp, sagði hann, — ég er staðráðin f þvf að vera harðari við æfingarnar f vetur en nokkru sinni fyrr, og stefni að þvf að vera miklu betri næsta sumar, en ég hef verið f sumar. Nú orðið gerir maður sig varla gildandi á stærri mótum nema maður sé öruggur með 63—64 metra, en það er einmitt það, sem ég hafði vonazt eftir að ná f sumar. Annars er það ekkert nýtt hjá mér að áraskipti séu að árangrinum, og ég verð bara að vona að næsta sumar verði hagstæðara. Bikarmeistarar IR 1974. A myndina vantar nokkra af keppendum iR-inga, m.a. Erlend Valdimarsson og Öskar Jakbosson. IR-ingar bikarmeistarar 1974, en hörð barátta booar tvoimnr orroir»»im á botninum Eitt Islandsmet var slegið og annað jafnað f 1. deildar keppni bikarkeppni FRl, sem fram fór á Laugardalsvellinum á laugardag og sunnudag. Það var Ingunn Einarsdóttir, sem metið setti f 400 metra hlaupi, sem hún hljóp á 58,2 sek. og bætti hún þar með eigið Islandsmet f greininni um hvorki meira né minna en 8/10 úr sek. Sá er jafnaði Islandsmet var Erlendur Valdimarsson, sem þeytti sleggjunni 60,04 metra — jafnlangt og hann gerði f bikar- keppninni f fyrra er hann setti Islandsmet sitt. Kom þetta nokk- uð á óvart, þar sem Erlendur hefur verið töluvert frá sfnu bezta f sumar, en sýnir, að hann ætti að geta náð mun betri árangri f þessari grein, legði hann einhverja rækt við hana, en sleggjukastið er algjör aukagrein hjá Erlendi. Bikarkeppni FRl bauð upp á mikla spennu að þessu sinni. Reyndar ekki um sæti sigurvegar- ans — það skipuðu ÍR-ingar örugglega, eins og við hafði verið búizt, en botnbaráttan var gífur- lega hörð, og varð ekki séð fyrr en i síðustu keppnisgreininni hvaða lið félli f aðra deild. Urðu Þing- eyingar að lúta þeim örlögum, en þeir unnu sig upp úr 2. deild í fyrra. I stað þeirra munu Snæfell- ingar keppa í 1. deild að ári, en þeir unnu 2. deildar keppnina, sem fram fór á Akureyri á laugar- daginn. I Bjarni Stefánsson kemur langfyrstur f mark f 1000 metra boðhlaupinu og tryggir KR áframhaldandi rétt til þátttöku f 1. deildar keppninni. Ragnhildur Pálsdóttir — yfirburðasigurvegari f 800 metra hlaupi. Þegar stangarstökki og 1000 metra boð- hlaupi var ólokið, var staðan á botninum sú, að KR-ingar voru neðstir með 73 stig, en HSK og HSÞ voru með 74 stig. Vitað var nokkurn veginn um hver úrslit í stangarstökki yrðu, og Ijóst, að allt myndi velta á þvf hvernig boðhlaupið færi. Og í því var gífurleg barátta. KR-ingar tóku snemma forystu, og voru hinir öruggu sigurvegarar og björguðu sér þar með frá fallinu, en í hlaupinu stóð baráttan milli HSK og HSÞ. Vegnaði HSK þar betur, enda tekið á öllu, sem til var. Hinn kunni og ágæti íþrótta- maður sambandsins, Guðmundur Jónsson, sem hljóp lokasprettinn fyrir sveit sfna, var t.d. svo ör- magna er hann kom í markið að þar hné hann niður. Þetta var sannarlega barátta sem sagði sex! Nöturlegt var fyrir Þingeyingana að falla, þar sem það hefur senni- lega verið fyrir hreinan klaufa- skap. Sendu þeir engan keppenda f 800 metra hlaup kvenna, en höfðu þó haft fyrir þvf að sækja stúlku norður sérstaklega fyrir keppni í þeirri grein. Sú var þó ekki betur á verði en svo, að hún stóð og var að ræða við stöllur sínar þegar hlaupið hófst. Þrjú stig í þeirri grein hefði þýtt áframhaldandi rétt HSÞ til keppni í 1. deild. Keppni í flestum mótsgreinum var annars hin skemmtilegasta, og eftir atvikum verður ekki annað sagt en að árangurinn hafi verið allgóður. Sá íþróttamaður, sem þarna vakti einna mesta athygli var hinn ungi sprett- hlaupari úr Armanrii, Sigurður Sigurðsson. Sigurður er aðeins 16 ára að aldri, og án tvfmæla er hann einn efnilegasti frjáls- íþróttamaður, sem fram hefur komið hérlendis um árabil — sannkallað náttúrubarn. Hann veitti Bjarna Stefánssyni mikla keppni bæði í 100 og 200 metra hlaupunum, og varð Bjarni reyndar að taka verulega á á endasprettinum f síðarnefnda hlaupinu til þess að sigra. Bjarni, sem hafði verið á næturvakt f lögreglunni aðfararnótt laugar- dagsins var ekki vel fyrir kall- aður, en það skyggir þó ekki á ágæta frammistöðu Sigurðar, sem setti nýtt sveina- og drengjamet í þessari grein með því að hlaupa á 22,2 sek. I 400 metra hlaupinu bætti svo Sigurður sveinametið með því að hlaupa á 51,2 sek. Aberandi var f keppninni hversu breiddin var lítil hjá félög- unum og samböndunum, sem sendu lið til keppni. Það var aðeins IR og UMSK, sem segja má að hafi átt í fullskipuð lið. Hin félögin urðu að tefla sama mann- inum fram í margar greinar. Þannig voru það þeir Bjarni Il E ígunn setti rlendur ia: i met í 41 fnaði sle )0m ffffiul U ka lau IStl pi, netið. 7 Stefánsson og þó einkum Vil- mundur Vilhjálmsson og Stefán Hallgrfmsson, sem komu KR með heilli há í gegnum þessa keppni, og hjá HSK og HSÞ hvíldi mikill þungi á þeim Guðmundi Jónssyni og Jóni Benónýssyni. Sá síðar- nefndi er mikill fþróttamanns ,,típa“ en virðist því miður aldrei hafa náð sér í þá æfingu, sem þarf til afreka. Bikarkeppnin var raunverulega þrfskipt. Keppt var sérstaklega um bikar í kvennagreinum, og hann unnu Armannsstúlkurnar, hlutu 54 stig. UMSK varð í öðru sæti með 45 stig, IR f þriðja sæti með 44 stig, HSÞ f f jórða sæti með 39 stig, HSK f fimmta sæti með 31 stig og KR f sjötta sæti með 12 stig. I bikarkeppni karla hlaut ÍR flest stig: 91, KR varð í öðru sæti með 72 stig, UMSK hlaut 70 stig, Armann 53 stig, HSK hlaut 48 stig og HSÞ 38 stig. Heildarúrslit f keppninni urðu því þau, að ÍR-ingar hlutu 135 stig og unnu til bikarsins þriðja árið í röð, UMSK varð í öðru sæti með 115 stig, Armann í þriðja sæti með 107 stig, KR f fjórða sæti með 84 stig, HSK í fimmta sæti með 79 stig og HSÞ rak svo lestina með 77 stig og fellur niður f aðra deild. Upp í 1. deild kemur hins vegar HSH sem sigraði 2. deildar keppn- inni, sem fram fór á Akureyri á laugardaginn, en nánar verður sagt frá henni f blaðinu síðar. Ingunn stigahæst Ingunn Einarsdóttir úr IR var sá einstaklingur sem flest stig hlaut f Bikarkeppni FRl um helg- ina. Hlaut Ingunn samtals 25 stig, sigraði f fjórum greinum og varð sjötta f fimmtu greininni. Auk þess átti Ingunn góðan hlut að máli þeirra stiga, sem iR-sveitin fékk f boðhlaupinu. Sýndi Ingunn mikla yfirburði f spretthlaup- unum, og hljóp t.d. 400 metra hlaupið sérstaklega skynsamlega og glæsilega, enda árangurinn eftir þvf — nýtt Islandsmet. Ing- únn er nú greinilega f betri æf- íngu en nokkru sinni fyrr, og er vonandi að þessi efnilega stúlka haldi áfram á sömu braut. Hún á alla möguleika á að komast f fremstu röð, ef svo heldur sem horfir. Lára Sveinsdóttir, Ármanni, hlaut næst flest stig af konunum, eða 22 talsins, auk þess sem hún var f boðhlaupssveit Ármanns, sem jafnaði Islandsmetið f 4x100 metra boðhlaupinu með þvf að hlaupa á 50,3 sek. Auk Láru voru f þeirri sveit þær Ása Halldórs- dóttir, Sigrún Sveinsdóttir og Erna Guðmundsdóttir. Skiptingar þeirrar sveitar voru með miklum ágætum — betri en tftt er hjá fslenzkum boðhlaupssveitum. Stigahæsti einstaklingurinn f karlakeppninni var Stefán Hallgrfmsson, KR, sem hlaut samtals 23 stig. Voru þetta erfiðir dagar hjá Stefáni sem varð að hlaupa frá einni grein til annarr- ar, — nánast var um hálfgerða tugþraut hjá honum að ræða. Stefán sigraði þó ekki nema f einni grein, 110 metra grinda- hlaupinu, en auk þess keppti hann f kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, hástökki og var f báðum boðhlaupssveitum KR, sem sigruðu f boðhlaupunum. 1 þeim kom nýr hlaupari við sögu: Björn Blöndal, fþróttafrétta- maður Alþýðublaðsins, sem reyndar er kunnur handknatt- leiksmaður f KR, var drifinn f keppnisbúninginn og tók hann þátt f báðum boðhlaupunum með KR-sveitinni og stóð sig með miklum ágætum. Er þetta fyrsta keppni Björns í spretthlaupum. lslandsmeistarar FH f útihandknattleik 1974, ásamt þjálfara sfnum, Birgi Björnssyni. FH útimeistari í 17. skipti EINS OG fram kom f laugardags- blaðinu, lauk úrslitaleik FH og Hauka f Handknattleiksmóti ts- lands utanhúss kvöldið áður 15:12 FH f vil. Þetta mun vera 17. úti- meistaratitillinn, sem fellur FH- ingum f skaut. Og eins og menn muna eflaust varð FH einnig ínn- anhússmeistari á s.l. vetri. Leikur FH og Hauka var sveiflukenndur, t.d skoruðu Haukarnir 5 sfðustu mörk fyrri hálfleiksins og höfðu yfir 6:3 f hálfleik, en FH-ingar skoruðu svo 7 fyrstu mörkin f s.h. og eftir það var aldrei vafi um það hvort liðið færi með sigur af hólmi. Nokkur harka var f leikn- Úrslit í einstökum keppnisgreinum FYRfU DAGUR: 200 METRA HLAUP: Bjarni Stefánsson, KR Sigurður Sigurðsson, A Elfas Sveinsson, fR Trausti Sveinbjörnss., UMSK Jón Benónýsson, HSÞ Jón H. Sigurmundss., HSK 800 METRA HLAUP: Ágúst Ásgeirsson, IR Vllmundur Vilhjálmsson, KR Einar óskarsson, UMSK Arnór Erlingsson, HSÞ Helgi Ingvarsson, HSK ólafur óskarsson, Á Gestur: Simons, Bretlandi 3000 METRA HLAUP: Sigfús Jónsson, IR Erlingur Þorsteinss., UMSK Leif österby, HSK Jón Illugason, HSÞ Rúnar Gunnarsson, KR 4x100 METRA BOÐHLAUP: Sveit KR Sveit UMSK Sveit Ármanns Sveit |R Sveit HSK Sveit HSÞ HÁSTÖKK: Karl West Fredreksen, UMSK Elfas Sveinsson, IR Stefán Hailgrfmsson, KR Þráinn Hafsteinsson, HSK Stefán Jóhannsson, Á Sigfús Haraldsson, HSÞ LANGSTÖKK: Friðrik Þór Óskarsson, IR Guðmundur Jónsson, HSK Vilmundur Vilhjálmsson, KR Helgi Hauksson, UMSK Jón Benónýsson, IISÞ Valbjörn Þorláksson, A sek. 22,2 22,2 23.1 23,8 24.1 24.2 mfn 1:55,9 2:03,7 2:06,3 2:10,2 2:15,3 2:27,6 1:58,2 mfn 8:39,6 9:23,0 9:57,2 9:45,8 10:14,2 sek 44,0 45,0 45,7 45,7 46,0 48,1 metr. 1,95 1,95 1,85 1,75 1,70 1.50 metr. 6,93 6,69 6,56 6.51 6,32 6,22 KÚLUVARP: Erlendur Valdimarsson, ÍR Guðni Halldórsson, HSÞ Stefán Hallgrfmsson, KR Guðni Sigfússon, A Hrafnkeil Stefánsson, HSK Guðmundur Jóhannesson, UMSK SPJÓTKAST: Óskar Jakobsson, iR Ásbjörn Sveinsson, UMSK Stefán Hailgrfmsson, KR Stefán Jóhannsson, Á Þráinn Hafsteinsson, HSK Sígfús Haraldsson, HSÞ Gestur: Snorri Jóelsson, IR SLEGGJUKAST: Erlendur Valdimarsson, IR óskar Sigurpálsson, Á Þórður B. Sigurðsson, KR Guðni Halldórsson, HSÞ Guðmundur Jóhannesson, UMSK Hrafnkell Stefánsson, HSK KONUR: 100METRA HLAUP: Ingunn Einarsdóttír, IR Lára Sveinsdóttir, A Bergþóra Benónýsdóttir, HSÞ Hafdfs Ingimarsdóttir, UMSK Sigríður Jónsdóttir, HSK 400METRA HLAUP: Ingunn Einarsdóttir, tR Sigrún Sveinsdóttir, A Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK Ragna Erlingsdóttir, HSÞ Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK Svandfs Sigurðardóttir, KR 4x100 METRA BOÐHLAUP: Sveit Ármanns Sveit HSÞ Sveit IR Sveit HSK Sveit UMSK metr. 16.55 15,60 13,89 13.68 12,49 12,38 metr. 66.25 61.75 56.76 55,43 52.26 50,41 62.68 metr. 60,04 51,46 46,22 39,14 31.56 18,45 sek. 11.9 12.5 13,0 13.1 13,3 sek. 58.2 61.5 62.9 63,0 63.8 68.5 sek. 50.3 52.4 52.9 54.5 54.6 HÁSTÖKK: Lára Sveinsdóttir, Á Kristfn Björnsdóttir, UMSK Guðrún Ágústsdóttir, HSK Björk Eirfksdóttir, tR Jóhanna Ásmundsdóttir, HSÞ Svandfs Sigurðardóttir, KR KtlLUVARP: Ása Halldórsdóttir, A Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ Guðrún Jónsdóttír, KR Sigrfður Skúladóttir, HSK Ingunn Einarsdóttir, tR SPJÓTKAST: Arndfs Björnsdóttir, UMSK Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ Guðrún Jónsdóttír, KR Ölöf Óiafsdóttir, A Björk Eirfksdóttir, IR Þórdís Rúnarsdóttir, HSK SEINNI DAGUR: 100METRA HLAUP: Bjarni Stefánsson, KR Sigurður Sigurðsson Á Elfas Sveinsson, IR Karl W. Fredreksen, UMSK Jón Benónýsson, HSÞ Guðmundur Jónsson, HSK 400METRA HLAUP: Vilmundur Vilhjálmsson, KR Sigurður Sigurðsson, A Gunnar P. Jóakimsson, tR Guðjón Rúnarsson, HSK Trausti Sveinbjörnsson, UMSK Arnór Erlingsson, HSÞ 1500 METRA HLAUP: Sigfús Jónsson, IR Markús Einarsson, UMSK Helgi Ingvarsson, HSK Jón Illugason, HSÞ Kristján Magnússon, A metr. 1,60 1,55 1,45 1,45 1,45 1,45 metr. 9,93 9,85 9,68 9,31 9,18 9,10 metr. 31,12 30,06 29,98 28.30 24.30 20,46 sek. 10,9 11,0 11,6 11.7 11.8 11,8 sek. 50.4 51,2 52.5 53,0 53.6 54,4 mfn. 4:03,3 4:25,3 4:27,5 4:40,6 4:45,3 5000 METRA HLAUP: mín. Ágúst Asgeirsson, iR 14:52,4 Jón H. Sigurðsson, HSK 15:59,8 Gunnar Snorrason, UMSK 16:22,6 Kristján Magnússon, Á 19:16,8 110 METRA GRINDAHLAUP: sek. Stefán Hallgrfmsson, KR 15,1 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 15,9 Valbjörn Þorláksson, A 15,9 Elfas Sveinsson, tR 16,2 Jón Benónýsson, HSÞ 17,3 Guðmundur Jónsson, HSK 18,2 1000 METRA BOÐHLAUP: mfn. Sveit KR 2:00,3 Sveit tR 2:05,4 Sveit HSK 2:08,0 Sveit UMSK 2:08,6 SveitArmanns 2:10,9 Sveit HSÞ 2:11,2 STANGASTÖKK: metr. Guðmundur Jóhannesson, UMSK 4,10 Stefán Hallgrfmsson, KR 4,10 Valbjörn Þorláksson, A 3,60 Sigurður Kristjánsson, IR 3,40 Jóhann Sigurðsson, HSÞ 3,30 Róbert Matzland, HSK 3,30 ÞRlSTÖKK metr. Friðrik Þór Óskarsson, IR 14,20 Helgi Hauksson, UMSK 13,87 Jason tvarsson, HSK 13,36 Vilmundur Vilhjálmsson, KR 13,30 Stefán Jóhannsson, A 12,33 KRINGLUKAST: metr. Erlendur Valdimarsson, IR 55,56 Guðni Halldórsson HSÞ 45,50 Þorsteinn Alfreðsson, UMSK 41,00 Þráinn Hafsteinsson, HSK 42,00 Guðni Sigfússon, Á 37,32 Stefán Hallgrfmsson, KR 32,72 KONUR: 200 METRA HLAUP: Ingunn Einarsdóttir, ÍR Erna Guðmundsdóttir, Á Ragna Erlingsdóttir, HSÞ Hafdfs Ingimarsdóttir, UMSK Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK Guðrún Jónsdóttir, KR 800 METRA HLAUP: Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK Sigrún Sveinsdóttir, Á Ingibjörg ívarsdóttir, HSK Björk Eirfksdóttir, ÍR 100 METRA GRINDAHLAUP: Ingunn Einarsdóttir, IR Lára Sveinsdóttir, Á Ragna Erlingsdóttir, HSÞ Unnur Stefánsdóttir, HSK Kristfn Björnsdóttir, UMSK LANGSTÖKK: Lára Sveínsdóttir, A Hafdfs Ingimarsdóttir, UMSK Asta B. Gunnlaugsdóttir, IR Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK Bergþóra Benónýsdóttir, HSÞ Guðrún Jónsdóttir, KR KRINGLUKAST: Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ Ásta Guðmundsdóttir, IISK Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK Sigrfður Eirfksdóttir, ÍR ólöf Ólafsdóttir, Á Guðrún Jónsdóttir, KR sek. 25.8 26,4 27,6 28,3 29,0 34.8 mfn. 2:19,4 2:26,2 2:28,0 2:59,1 sek. 15,0 15,5 17,3 18,9 18,9 metr. 5,43 5,25 4,82 4,75 4,75 4,07 metr. 29,94 28,64 26,06 25,82 23,80 23,36 um eins og búast mátti við f leik þessara tveggja liða úr Hafnar- firði. Vegna þess að tvíframlengja varð leikinn um 3. sætið, sem fram fór á undan, hófst úrslita- leikurinn mun seinna en til stóð, og mátti ekki tæpara standa, því undir lokin var mjög farið að bregða birtu. Leikurinn gekk frekar rólega fyrir sig til að byrja með. FH komst f 2:0 og 3:1, en þá snerist dæmið alveg við. Hauk- arnir, sem virtust óöruggir í byrj- un, náðu sínum langbezta leik- kafla og skoruðu 5 síðustu mörkin og var staðan í hálfleik 6:3 þeim í vil. Skoraði Hö.rður Sigmarsson 4 markanna. Töldu menn, að Hauk- arnir stefndu þarna hraðbyri að sínum fyrsta utanhússmeistara- titli, en svo reyndist ekki vera. Allt fór I handaskolum hjá þeim í byrjun s.h., á sama tíma og FH- ingarnir náðu sér verulega á strik. Skoruðu þeir 7 fyrstu mörk hálfleiksins og breyttu stöðunni f 10:6 sér í hag. Upp frá því var aldrei spurning um hvort liðið hreppti titilinn, þó svo að Hauk- unum tækist einu sinni að minnka muninn niður í eitt mark, 11:10. Lokastaðan varð 15:12. Mörk FH: Arni Guðjónsson 5, Ölafur Einarsson 4, Sæmundur Stefánsson 2, Gunnar Einarsson 2(1 v), Jón Gestur Viggósson og örn Sigurðsson eitt mark hvor. Mörk Hauka: Hörður Sigmars- son 5(4 v), Sigurgeir Marteinsson 2, Sturla Haraldsson 2, Stefán Jónsson, Guðmundur Haraldsson og Logi Sæmundsson eitt hver. Beztu menn FH voru tvímæla- laust „gömlu mennirnir" Arni og Hjalti (sem þarna varð útimeist- ari í 16. skipti). Arni átti stórleik á lfnunni og var markhæsti maður liðsins, líklega í fyrsta skipti á sfnum ferli. Hjalti varði mjög vel I seinni hálfleik, á mikilvægum augnablikum. Þá er ástæða til að nefna Ölaf Einarsson, sem var drjúgur í s.h. Lið Haukanna átti slæman dag að þessu sinni, það er helzt ástæða til að hæla Gunnari Einarssyni markverði, sem varði oft á tíðum mjög vel. En undir stjórn Viðars Símonarsonar ættu Haukarnir að geta orðið sterkir í vetur. Leikurinn bar þess greinileg merki, að leikmenn voru æfinga- litlir. Voru öll liðin f mótinu með því marki brennd, að sögn. Af þeim sökum verða útimótin einatt hálfgerðir vandræðagripir og lítt áhugaverð. __^ Fram í 3. sæti ÞAÐ lenti f hlut gömlu keppi- nautanna Fram og Vals að leika til úrslita um 3. sætið f utanhúss- mótinu. Og eins og svo oft áður var um að ræða hörkuuppgjör, sem lauk með sigri Fram, 27:25, eftir tvfframiengdan leik. I hálfleik var staðan 11:11 og 20:20 eftir venjulegan leiktfma. Þá var framlengt í 2x5 mínútur, en ekki tókst betur til en svo, að enn var jafnt 24:24. Var þá enn framlengt um 2x5 mínútur og þá loks kom endaspretturinn hjá Fram, sem tryggði sér þar með sigur og hlaut að launum lftinn silfurbikar. Guðmundur Sveins- son átti stórleik í liði Fram, skor- aði 17 mörk. Of snemmt er þó að spá nokkru um hvort þarna hafi framarar fengið arftaka Axels Axelssonar. Mörk Fram: Guðmundur Sveinsson 17 (7 víti), Hannes Leifsson 4, Arnar Guðlaugsson 3, Pétur Jóhannsson 2 og Sveinn Sveinsson eitt mark. Mörk Vals: Gisli Blöndal 11 (4 víti), Jón Pétur 6, Þorbjörn 4, Jón Karlsson 2, Gunnsteinn Skúlason og Bjarni Guðmundsson eitt hvor. Guðmundur Sveinsson — mörk f einum leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.