Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGÚST 1974 29 BRUÐURIN SEIvÍ HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir j — Opið bréf Framhald af bls. 12 30 En það má segja, að það sé ærin refsing að burðast með þessa nafnaromsu gegnum lífið. — Greinilega hafa foreldrar yðar haft dálæti á riddurum Arthurs konungs . . . — Já, móðir mín. Alltaf móðir min. Framlag föður míns eru pen- ingarnir. Ég er feginn, að ég heiti ekki Lohengrin. — Peningarnir eru sem sagt sænskættaðir? — Tja, hvað skal segja. Talsvert er fjárfest erlendis, en megnið er í fyrirtækjum í Svíþjóð. Hefur það eitthvert gildi fyrir rannsókn- ina á morðinu, hvar mínir pen- ingar eru eða mín f jármál standa almennt? — Það hefur flogið fyrir manna á meðal, að efnahagur yðar sé ekki jafn traustur og þér viljið vera láta, sagði Christer og taldi demantana í vestishnöppunum. Hann sá, að þeir voru átta talsins. Jóakim brosti glaðlega. — Ekki undrar mig á því. Fólk hér f Skógum ber ekki takmarka- laust traust til mín. Eg hef orðið var við það. Christer brosti blíðlega á móti. — Ég held þér ættuð ekki að vanmeta fréttaþjónustuna hér. Hún er nokkuð góð. — Hvað er meira á henni að græða? — Til dæmis, að Anneli hafi ekki verið ástfangin af yður, sagði Christer. — Að Gretel hafi neytt hana til að fallast á að trúlofast yður./ Jóakim setti dreyrrauðan, en hvort það var af gremju eða öðr- um ástæðum var ekki gott að dæma um. — Neydd! Hann virtist hugsa sig um dá- litla stund og sagði síðan. — Ætli hér sé ekki tekið óþarflega djúpt í árinni. Svo bætti hann við alvörugefinn: — Hún trúði mér fyrir því, þeg- ar ég bað hana að giftast mér, að hún hefði verið ástfangin af öðr- um manni fyrir nokkrum árum. „Ég var hrifnari af honum en ég er af þér,“ sagði hún hreinskilnis- lega við mig. „En ég gat ekki fengið hann og nú er því alger- lega iokið.“ Ég hef satt að segja ástæðu til að ætla að henni hafi þótt vænt um mig. — En hvað gerðist á föstu- daginn? Sinnaðist ykkur? Jóakim, sem hafði viret einlæg- — Hann er að koma. ur þessa stuttu stund, breytti aftur um og varð á ný yfirlætis- fullur og hæðnislegur: — Góði lögregluforingi! Þvf skyldi elsk- endum sinnast! Og hvernig ætti það að geta gerzt, þegar við hitt- umst ekki. Við skildum í sátt og samlyndi á fimmtudagskvöld og á þeirri stundu virtist aðeins eitt angra Anneli. Ein af brúðarmeyj- unum hafði forfallazt. Og ég fæ ekki sannari orð sögð en þau, að ég hef ekki séð hana síðan. — Gætið að því hvað þér segið! Þér hljótið að hafa séð hana, þegar hún gekk framhjá tóbaks- verzluninni á leiðinni til Fannyar Falkman. Það kom glampi I augu Jóa- kims. — Ég var einmitt að bræða með mér, hvenær þið mynduð komast að því, að ég var um hríð alveg á næstu grösum við unnustu mína. En gallinn er sá, að ég hafði ekki hugmynd um, að hún væri í grenndinni. Og ég sá ekki, þegar hún gekk framhjá — þess ber að geta, að ég hef ekki sérlega góða sjón ef ég nota ekki einglyrnið. — Eg skil, sagði Christer kurteislega. — Og í nótt — milli klukkan hálf fjögur og sjö þá hafið þér náttúrlega sofið á yðar græna eyra? Jóakim yppti öxlum. — Já, það viíl nú svo einkenni- lega til, að ég lá á eyranu. En kannski var til full mikils ætlazt, að ég gæti sofið eins og sveskja. Ég heyrði þegar þér komuð um tvö leytið. Og þér fóruð á fætur um sjö leytið, þegar ég var ný- sofnaður. . . — Og hvernig vissuð þér . . . — Nú vona ég, að þér farið ekki að tala um hálsbindið mitt? Ef ég hef ekki leyfi til að velja mér það hálsbindi, sem skaplyndið býður hverju sinni, þá getið þér auð- vitað leitað eftir þeirri skýringu, að um dularfullt og yfirnáttúru- legt hugboð hafi verið að ræða. En ég held, að þér ættuð að ein- beita yður að liljublómunum. — Jæja. Svo að þér hafið beðið eftir þvl? — Að sjálfsögðu. Þér gerðuð mig forvitinn I morgun, lögreglu- foringi góður. I — Ætli það sé ekki frekar ég, ^ sem er forvitinn. Hvers vegna I völduð þér einmitt ÞESSI blóm I | búðarvöndinn? — Er það nokkuð sérlega frum- I legt. Sennilega þvert á móti. | öllum stúlkum finnst liljur ljóm- ■ andi fallegar. — Hafði Anneli sjálf gefið til I kynna, að hún vildi fá liljuvönd? Jóakim hikaði brot úr sekúndu. . — Nei, hún hafði ekki minnzt á • það. En ég vissi, að liljur eru | eftirlætisblómin hennar. — Vitið þér hvers vegna? — Hvers vegna? Nú þér eigið | við að meira að segja slíkt hljóti | að eiga sér einhverja skýringu. . Nei. Ég veit það eitt, að henni • fannst blómin falleg. Mér fannst | hún reyndar sverja sig í ætt við | þau . . . Hann dró einglyrnið upp úr I vestisvasanum og einblíndi um | stund áhugasamur á lögreglufor- ■ ingjann. — Segið mér nú eitt í fullri | einlægni. Hvað vakir eiginlega | fyrir yður? Christer sagði eins og það væri I svarið, sem hann hefði beðið | eftir: — Segið mér þá eitt, Kruse. • Hvers vegna voruð þér samt sem | áður ekki alveg viss um, að hún t myndi leggja blessun sina yfir val : yðar á brúðarvendinum? Þér I voruð ekki vissari en svo, að þér | kröfðust þess, að hún skoðaði • vöndinn daginn fyrir vígsluna j Jóakim færði sig til í stólnum | og virtist ókyrrast, en rödd hans J var jafn ópersónuleg og hæðnis- I leg, þegar hann svaraði: — Hvenær getur maður verið ■ viss I sinni sök, þegar kvenmaður ’ er annars vegar? Annan daginn | kyssir hún mann Ijúflega og i næsta dag stingur hún af frá öllu J saman. Og afleiðingarnar af þessu I öllu virðast vera, að hún er síðan | myrt. . . Christer reis upp, eins og hann J vildi gefa til kynna, að samtalinu I væri lokið. — Þetta er öldungis rétt hjá . yður. Og þér dragið þetta hnytti- I lega saman. Ég vænti þess, að þér | hljótið að skilja, hverjar afleið- | ið. Um dreifbýlisfólkið gegnir öðru máli. Ef fólkið I þéttbýlinu þarf mik- ið á síma að halda þá þurfum við það þó miklu fremur. Við höfum um margt að tala innansveitar og utan. Tíminn á morgnana áður en fólk fór til vinnu og þó einkum á kvöldin eftir vinnu var mest not- aður til simtala innansveitar og annars I persónu- og félagslegum tilgangi, sem létti mikið á þeim stutta tíma, sem hægt er að nota á margra síma línu til opinberra og atvinnulegra viðskipta. Þegar þetta allt er athugað frá þjónustulegu sjónarmiði og einn- ig haft I huga, að við dreifbýlis- fólk verðum afskipt I svo mörgum greinum opinberrar þjónustu er ekki óeðlilegt, að við gerum kröfu um að hafa þokkalega sfmaþjón- ustu og að okkur verði illa við, þegar skert er sú þjónusta, sem við höfum haft. Því óska ég þvf dreifbýlisfólki innilega til hamingju, sem fengið hefir að einhverju leyti bætta símaþjónustu við þessar síðustu aðgerðir, en harma það og mót- mæli þvi, að það skuli gert á þann hátt að skerða símaþjónustu ann- ars dreifbýlisfólks, því að þess var engin þörf. Aukin þjónusta við þéttbýlissvæðin, sem orðið hefir með sjálfvirka símanum má ekki verða til þess að skerða þjón- ustuna við dreifbýlissvæðin á ein- um eða neinum stað. Póst- og símamálastjórnin alveg sérstaklega þarf að fara að gera sér það ljóst, að fólkið úti I dreif- býlinu telur sig líka vera fólk, líka Islendinga, sem eigi nokkurn rétt á að njóta þeirrar þjónustu, sem það opinbera veitir, og við erum svo sannarlega þakklát henni, þegar hún virðir þennan rétt okkar. Ég tel að það mundi til mikilla bóta fyrir báða aðila ef póst- og símamálastjórnin hefði náið samband við fólkið sjálft á svæðunum, þegar fyrirhugaðar eru breytingar á þjónustunni. 1 flestum málum eru margar leiðir að sama marki svo sjálfsagt er að velja í samráði við fólkið, sem á að búa við breytinguna. Virðingarfyllst, Látrum 11/8 1974. Þórður Jónasson. VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 1 0-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Sauökindin og mannkindin Jón B. Olafsson skrifar 14. þ.m.: „Það er nú mikið í tízku að kenna þeim gamla lífgjafa þjóðar- innar, sauðkindinni, um alla gróðureyðingu landsins, og étur þar hver upp eftir öðrum. I dag er einhver svona speking- ur að gera athugasemd við áskor- un Náttúruverndarráðs til ferða- manna um að ganga vel um land- ið, því að auðvitað er það sauð- kindin, en ekki mannskeppnurn- ar, sem dreifa plasti, bréfarusli og niðursuðudósum um landið, og þá fyrst og fremst fegurstu gróður- reiti þess, sbr. Bolabás og aðra sambærilega staði, svo sem Þórs- mörk, Landmannalaugar og Laugarvatn. Það er víst móðgandi að átelja ökumennina, sem böðlast áfram á blikkbeijum sínum inn á við- kvæmustu gróðurblettina til að finna gott tjaldstæði eða stað til að matast á og spæna svo upp jarðveginn og ryðja um koil vesöl- um trjágróðri. Ég hef ferðast mikið um landið s.l. tvö ár, og hef ég Iagt mig fram um að athuga þessa hluti. Tel ég engan vafa á því, að mannskepn- an ásamt blikkbelju sinni er orðin hættulegri gróðri landsins en sauðkindin, þótt vitanlega sé hun enginn ongill í þeim efnum. Sá er þó munurinn, að manneskjurnar eru, eða eiga að vera, útbúnar með sæmilega þroskaðan heila, en sauðkindin ekki, og verður m.a. af þeim sök- um vart talið stórmannlegt af um- ferðarsóðunum að skjóta sér á bak við hið ágæta nytjadýr þjóð- arinnar. Líklega er það blaðamaður Mbl., sem svo bætir við áður- nefnda grein þeirri athugasemd, að það sé „grátbroslegt" að menn skuli kvarta undan morðum á sauðkindum á vegum landsins. Má þá ekki líka segja hið sama um önnur bílslys? Sjálfur kom ég þar að I sumar, sem helsært lamb lá á þjóðveginum og beið dauða síns eftir aó einhver dánumaður hafði ekið á það og stungið svo af án þess að gera nokkrar ráð- stafanir, enda þót örskammt væri til næsta bæjar. Hefir honum vafalítið fundizt þetta broslegur atburður, en það fannst mér ekki. Og vel á minnzt, blaðamaður sæll, eru kannski bæði menn og málleysingjar réttlausir á þjóð- vegunum, þegar ákaflyndir öku- þórar þurfa að komast leiðar sinnar? Og hver er orðin afstaða upp- fræðara þjóðarinnar I fjölmiðlun- um til lífsins, sbr. áðurnefnd skrif? Þökk fyrir birtinguna. Jón B. Olafsson." Bréfritari virðist hafa misskilið orð þess, sem ritaði bréfið, sem vitnað er til, og einnig athuga- semd blaðamannsins við það. Það var verið að gagnrýna breytni eigenda þess sauðfénaðar, sem látinn er vafra hirðulaus urn allar jarðir, sér og öðrum veg- farendum til ógagns I umferðinni. Velvakandi getur vel tekið undir orð Jóns um það, að margir ferðamenn gangi skammarlega um, bæði þar sem tjaldað er og ekið um, en um leið og herferð er farin gegn slikum slóðum, er ekki síður vert að vekja athygli á sam- vizkuleysi þeirra, sem reka sauðfé sitt út á guð og gaddinn, sem I þessu tilviki eru þjóðvegirnir. Vert er að itreka það, að engum finnst „grátbroslegt", þegar skepnur eða annað kvikt liggur I blóði sinu. Hins vegar getur það verið „grátbroslegt“, þegar þeir, sem bera ábyrgð á þessum mál- leysingjum furða sig einhver ósköp á þvi, að þeir fari sér að voða á þjóðvegunum, enda þótt varúð ökumanna sé vitaskuld ábótavant i mörgum tilvikum. 0 Dönsk hjón vilja kynnast íslenzkum hjónum Jafnan berst mikið af bréfum til blaðsins frá fólki, sem óskar eftir að komast i kynni við hugsanlega sálufélaga sina hér á landi. Oftast fylgja þessum bréf- um óljósar upplýsingar, en til gamans má þó geta þess, að það heyrir til undantekninga, ef við- komandi safnarekki frimerkjum. Hér höfum við bréf frá dönsk- um hjónum, sem okkur finnst ástæða til að birta í heild: „Eftir að hafa lesið fjölmargar greinar i dönskum blöðum í til- \-efni 1100 ára afmælis íslands- byggðar hefur áhugi okkar á landinu vaknað að nýju, áhugi, sem einkum beinist að þvi að kynnast landinu betur og takast þangað ferð á hendur, áður en langt um liður. Þess vegna langar okkur til að grennslast- fyrir um, hvort ekki séu íslenzk hjón haldin sams kon- ar fróðleiksþorsta gagnvart Dan- mörku, þannig að við gætum skrifast á og síbar, ef unnt væri, skipzt á heimsóknum. Við erum tiltölulega nýgift hjón. Betri helmingurinn Eva — er 27 ára og hinn helmingurinn — Niels — er 30 ára. Eva lýkur magisterprófi i dönsku við Kaup- mannahafnarháskóla eftir um það bil eitt og hálft ár, og hefur hún tekið leikfimi sem aukafag. Niels íauk kanditatsprófi i við- skiptafræðum frá Verzlunar- háskólanum i Kaupmannahöfn fyrir ári og starfar nú við skipu lagningu og áætlanagerð. í frístundum lesum við talsvert, leikum badminton, förum í gönguferðir úti ■ í guðs grænni náttúrunni og umgöngumst vini og kunningja, auk þess sem Niels hefur áhuga á skútum og skipum. Við eigum engin börn, enn sem komið er, en erum nú farin að velta því fyrir okkur að gera eitt- hvað í málinu." Bréfinu lýkur svo á þeim orð- um, að þeirn væri þægð í því, að reynt væri að koma þeim í sam- band við einhverja, sem hefðu áhuga á kynnum við þau. Utanáskriftin er: Eva og Niels Kjærsgaard Johansen Byhöjen 1 Vanlöse, Köbenhavn. LIOS & ORKA Stækkunar- lamparnir komnir LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL lios & ORKA Siiðurlandsbraut 12 sínii S4488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.