Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1974 Ráðstefna um spennu- og orkuástand iarðar: Undanfarna viku hefur staðið yfir á Hótel Loftleiðum ráðstefna vlsindamanna um spennu- og orkuástand jarðskorpunnar. Þarna er komið inn á afleiðingar slfks ástands, sprungumyndun, jarðskjálfta og þessháttar. Þetta er mjög sérhæfð ráðstefna, sem er að þvf leyti merkilegt, að þarna koma f fyrsta skipti saman til ráðstefnu þeir sérfræðingar, eðl- isfræðingar og verkfræðingar, og hins vegar jarðeðlisfræðingar, sem fást við lýsingu og könnun á jörðinni. Tveir prófessorar, Jón Sólnes frá Háskóla Islands og T. Thoft-ChristensenfráÁlaborg- arháskóla, hafa skipulagt og und- irbúið þessa ráðstefnu og sjá um gang hennar. Það mun raunar hafa verið hugmynd Thoft-Christ- ensens að efnt var til hennar. Próf. P. Thoft-Christensen sagði, að hugmyndin hefði eigin- lega kviknað á jarðskjálftaráð- stefnu í Tyrklandi. Þá varð hon- um ljóst hve gagnlegt mundi vera fyrir sérfræðinga á sviði eðlis- fræði og aflfræði að hlusta hver á annan og skiptast á skoðunum, en þeir hafa aldri fyrr komið saman til slíks. Og það kemur á daginn, að allir eru sérfræðingarnir, sem eru 60 talsins, ákaflega ánægðir með árangurinn og telja ráðstefn- una mjög gagnlega. Þegar að undirbúningi kom, voru fyrst valdir sem fyrirlesarar beztu vísindamenn á þessu sviði frá ýmsum háskólum víðs vegar um heim og síðan öðrum boðin þátttaka. Fé þurfti að sjálfsögðu til að standa straum af ráðstefn- unni, sagði próf. P. Thoft-Christ ensen. Og vísindasjóður Nato veitti 26.000 dali til ráðstefnu- haldsins. Eðlilegt var að velja ráð- stefnunni stað á íslandi, bæði vegna jarðfræðilegrar stöðu landsins og einnig vegna þess, að sérfræðingur á borð við Júlíus Sólnes prófessor er hér. Kvaðst P. Thoft-Christensen, sem er stærð- fræðingur að mennt, sjá mcira um það sem snýr að spennumál- um jarðar. Ráðstefnan hefur stað-’ ið í 10 daga og lýkur 21. þ.m. Fréttamaður Mbl. hitti snöggv- ast að máli tvo erlenda fyrirlesara og heimskunna vísindamen», sinn úr hvorum væng viðfangs- efnis þessarar ráðstefnu. ( Próf. K.E. Bullen frá Sydn- ey-háskóla er kominn alla leið frá Ástralíu. Hann er orðinn fullorð- inn maður, en kvaðst ekki hafa hikað við að leggja í svo langa ferð til Islands, enda hefði hann komið hér fyrr til að skoða jarð- skjálftasvæði landsins, árið 1956. Hann er kunnur maður fyrir athuganir sínar og kenningar um gerð og uppbyggingu jarðarinnar og annarra hnatta og flytur á ráð- stefnunni 3 fyrirlestra um efni á því sviði. Hann fjallar m.a. um orku jarðskjálfta og aðspurður hvort þar væri að hafa orku, sem mætti nýta, sagði hann það hugs- anlegt en ekki á dagskrá ennþá. I öðrum fyrirlestri kvaðst próf- essorinn hafa fjallað um gerð innsta kjarna jarðarinnar, og rak- ið nýjustu hugmyndir um gerð hans. En þar telur hann af ýmsum ástæðum, m.a. samanburði við aðra hnetti, mikið vera af járni og nikkel. Þá er gert ráð fyrir, að hnötturinn sé myndaður af þrem- ur lögum, sem liggja hvert utan yfir annað. Yzta skorpan er fast efni eða berg, lagið þar undir fljótandi og innst er þá þessi þétti kjarni, sem prófessorinn fjallaði um og telur innihalda mikið af járnoxíði. Hans kenning er sú, að þar sé sérstakt oxíð, sem ekki fyrirfinnst i jarðskorpunni, að- eins inni í jörðinni. Aðspurður hvort hann væri að- eins að hugsa um Jörðina, sagði próf Bullen, að hann hefði fyrir skömmu sett fram kenningu um tunglið, sem hann, andstætt við flesta aðra, telur hugsanlega hafa Jarðskjálfta- belti í vissri fjarðlægðfrá ólgupottnum Kenning Eysteins Tryggvasonar myndazt frá jörðinni. Með þrýst- ingi í plánetunni breytist eðli hennar og þar getur fengizt nægi- leg orka til að varpa efni til tunglsins. En þetta kvað prófess- orinn of flókið til að útskýra í stuttu máli, enda héldi hann þessu ekki fram, segði aðeins, að það væri hugsanlegt. Bandaríkjamaðurinn Ronald S. Rivlin frá Leigh háskóla varð I spjalli okkar við ráðstefnugesti fulltrúi fyrir hinn hópinn.þann er fæst við aflfræði fastra efna, enda stærðfræðingur að mennt. Hann ræddi á ráðstefnunni um spennu- ástand í föstu efni, en hann kvað of flókið að skýra frá sinu erindi i stuttu máli. Talið barst að jarðskjálftum og Rivlin sagði, að hugmyndin að ráðstefnunni væri í rauninni að athuga þau öfl, sem gætu verið verkfæri til rannsókna á jarð- skjálftum. Þarna væri safnað fróðleik, sem gæti komið að góð- um notum fyrir aðra vfsinda- menn. Verið væri að fjalla um efni þau, sem gætu komið jarð- skjálfta af stað. Um það hvort einhverjar nýj- ungar hefðu komið fram á þessu sviði á ráðstefnunni, sagði hann, að um það væri erfitt að segja. Ymsar hugmyndir kæmu fram, sem ætti eftir að athuga nánar og vinna úr. Sumar reyndust svo not- hæfar, en aðrar hyrfu aftur. Eysteinn Tryggvason, prófessor við Tulsaháskóla, flutti tvö erindi á ráðstefnunni og liklega þau, sem við höfum mestan áhuga á og möguleika til að skilja. Annað erindið var um berg- spennuna í landinu með tilliti til þess uppstreymis, sem er i jörð- inni undir landinu. Það kallaði Eysteinn efnið sem hann vissi lítið um. Þó útskýrði hann, að sú orka, sem þarf til að flytja jarðflekana, samkvæmt kenningunni um fljót- andi jarðarskildi á yfirborði hnattarins — stafaði frá ólgu í iðrum jarðar. Tiltölulega heitt ef.ni kemur upp innan úr jörðinni og breiðist út undir jarðskorp- unni, en svolftið af því kemur þó alla leið i gegn með eldgosum. Eitt slíkt uppstreymi er undir Is- landien þettageristlíklegaekki á fleiri en um 10 stöðum á jörðinni. Þetta útstreymi er seigt, líklega líkara asfalti en vatni, og það veldur bergspennu i allar áttir. Einnig veldur það tognun yfir ólgupottinum, en aftur á móti samþjöppun utan við. Þar sem samþjöppun er, er líklegt að verði jarðskjálftar, en ekki á svæðinu yfir ólgupottinum. Þeir geta að vísu orðið þar, en aldrei stórir. Sé Island tekið inn i myndina, sagði Eysteinn, þá er einn slíkur ólgu- pottur undir miðju landi, segum Sprengisandi, en tognunin kemur þá á mjóu belti utar eða á belti, sem liggur um Reykjanes og Norðurland og þar eru einmitt jarðskjálftasvæði. Þetta verður í 130—140 km fjarlægð frá miðj- unni. Og Eysteinn bætti þvi við, að eftir að hann skrifaði þessa kenningu hefðu einmitt komið jarðskjálftar í Borgarfirði, á þessu belti. — 1 mínu einfalda módeli geri ég ekki ráð fyrir afbrigðum, eða óreglu, sem á þessu verður, þar sem plötuskilin liggja um Island og allar sprungur hafa sömu stefnu. Plöturnar flytjast bara í tvær áttir og trufla þetta. Til dæmis virðast ekki vera skjálftar á Austurlandi í þessari fjarlægð frá miðjunni, en aftur á móti nokkuð á Vesturlandi. Mestir eru þeir þó á Suður- og Norðurlandi. Hitt erindi Eysteins á þessari ráðstefnu stendur i sambandi við mælingar á missigi, sem hann hef- ur verið að gera í 8 ár. Hann hefur mælt sprungukerfin í sam- bandi við jarðskjálfta. Og í þessu erindi tók hann einkum tvo mæl- ingastaði, í Vogahrauni og í Búr- fellsgjá. I Vogahrauni mældi hann í sprungu jarðskjálfta, sem hafði áhrif á sprunguna i 25 km fjarlægð. Þegar jarðskjálftar verða, þá ganga til sprungur, og geta verið býsna langar. Þetta sést ekki í landslaginu, en verður að mælast með föstum punktum. Þarna var þetta um 1 sm mis- gengi. Með þessu sýndi Eysteinn fram á, að misgengi i sprungum er meira áf völdum jarðskjálfta en gert hefur verið ráð fyrir. Og með mælingum hefur hann fundið, að slík hreyfing er í-beinu sambandi við jarðskjálfta og að hún heldur áfram. Svignunin í berginu færist síðar lengra út. Eftirverkanir geta haldið áfram í ár eftir jarð- skjálftann, því bergið tekur lang- an tíma að ná jafnvægi. Að lokum sagði próf. Júlíus Sól- nes okkur, að það, sem fyrir sér vekti með að fá þessa ráðstefnu hingað, væri að grípa hvert tæki- færi til að fá sérfræðinga á borð við þessa til landsins vegna efl- ingar verkfræði- og raunvísinda- deildar Háskóla Islands. Á þenn- an hátt næðust tengsli við erlend- ar vísindastofnanir og áhrifa- menn þar. Þeir kæmu til landsins, kynntust Háskólanum og þvi, sem verið er að gera hér, og við það yrði aðstaðan allt önnur fyrir ís- lenzka háskólamenn, ef þeir leit- uðu til þessara stofnana. Þetta væri mjög mikilvægt. Auk þess væri varla hægt að hugsa sér upp- lagðari vettvang fyrir ráðstefnu, sem fjallar um jarðeðlisfræðileg vandamál en tsland. Virtist samdóma álit þeirra, sem við hittum, að svo væri og ráðstefnan hefði gefið mjög góða raun. Eysteinn Tryggvason P. Thoft-Christensen Ronald S. Rivlin Júlfus Sólnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.