Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1974 4 SÍOUR Strákarnir 13. flokki fá líka sitt Norðurlandamót Leeds United — ensku meistararnir frá f fyrra byrjuðu ekki vel að þessu sinni. Mynd þessi var tekin f fyrra er Trevor Cherry, einn af leikmönnum Leeds var að skora framhjá Ray Ciemence, markverði Liverpool, en Liverpool varð f öðru sæti f ensku keppninni f fyrra. t sfnum fyrsta leik f deildinni í ár, mátti Liverpool þakka fyrir sigur f ieik sfnum gegn Luton Town. Meistararnir fengu skell A FUNDI, sem forystumenn í knattspyrnusamböndum Norður- landa héldu fyrir nokkru í Kaup- mannahöfn, var meðal annars ákveðið að koma á Norðurlanda- móti fyrir stráka í Finnlandi 1975. Hefur Island ekki áður tekið þátt i landsleikjum pilta á þessum aldri, en miðað er við, að aldur leikmanna verði frá 14—16 ára. Munu öll Norðurlöndin taka þátt í þessu móti og mjög líklega sjötta landið, sem jafnvel gæti orðið V- Þýzkaland. Þá var einnig ákveðið að halda námskeið fyrir þjálfara og knatt- spyrnuleiðtoga í Svíþjóð nú f haust. Yrði það námskeið byggt á reynslu Svía og skýrslum um HM f knattspyrnu. Á fundinum mættu einnig fulltrúar frá norrænum sjónvarpsstöðvum, að fslandi undanskildu, og var rætt um íþróttir í sjónvarpi, auglýsingar og fleira. Fyrir ísiands hönd sátu fund þennan Ellert Schram, Bjarni Felixson og Friðjón Friðjónsson. Urslit f 1. umferð ensku deildarkeppninnar, sem fram fór á laugardaginn, urðu á nokkurn annan veg en við var búizt, eins og reyndar kemur stundum fyrir f upphafi keppnistfmabilsins. Það, sem einna mest kom þó á óvart, voru hrakfarir meistaranna, Leeds United, f leik liðsins við Stoke City, sem fram fór á heimavelli sfðarnefnda liðs- ins. Meistararnir áttu enga mögu- leika f þeim leik og urðu að sætta sig við það að sækja knöttinn þrisvar f eigið net, án þess að geta svarað fyrir sig. Stoke þótti Ieika þennan leik mjög vel og sótti nær látlaust frá upphafi til enda. Var liðið næsta óheppið að skora ekki mark f fyrri hálfleik, en þá tókst Ledds að hrinda öllum stórsókn- unum — sumum reyndar á sfðustu stundu. En í seinni hálfleik var þess ekki lengi að bíða, að knötturinn lægi í netinu. Þegar á 5. mfnútu skoraði Mahoney og seinna í leiknum bæftu þeir Greenhoff og Ritchie mörkum við. 3:0 fyrir Stoke. Góð byrjun hjá liðinu, sem fáir búast við miklu af í vetur, en á sama hátt dapurlegt upphaf hjá meisturunum. Það verður þó að segja þeim til afsökunar, að í lið þeirra vantaði tvo af þeim leik- mönnum, sem hvað mestan svip hafa sett á framlinu þess undan- farin keppnistimabil, þá Alan Glarke og Norman Hunter. Nýliðarnir í 1. deild: Middles- brough, Carlisle og Luton Town stóðu vel fyrir sínu f þessari fyrstu umferð. Liðið hans Charltons, Middlesbrough, sem sigraði með yfirburðum i 2. deildar keppninni i fyrra, lék nú á útivelli gegn Birmingham, lið- inu, sem tókst á síðustu stundu að bjarga sér frá falli í fyrra. Og ekki var að sökum að spyrja. Middles- brough átti til muna meira í leikn- um og sigur þess 3—0 var fylli- lega verðskuldaður. Leikur þessi þótti annars dæmigerður fyrir Middlesbrough, sem tekur ekki mikla áhættu í leik sínum. Byggir á sterkri vörn, en reyn- ir síðan skyndihlaup, sem mikil hætta er af. Staðan í hálfleik var 2—0 fyrir Middlesborough og voru það þeir Foggon og Hickton, sem mörkin skoruðu, og í seinni hálfleik skoraði Foggon svo annað mark fyrir lið sitt. Carlisle lék einnig á útivelli og mætti hinu þekkta og ágæta liði Chelsea, sem að margra dómi á góða möguleika þá að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistara- titilinn í ár. Carlisle hafði hins vegar góð tök á þessum leik, og þegar á 2. mínútu tókst Green að skora fyrir lið sitt. I seinni hálf- leik skoraði svo O’Neill fyrir Carlisle og urðu úrslit leiksins því 2—0 fyrir Carlisle. Luton Town fékk hið frábæra lið Liverpool í heimsókn og var leikurinn mjög fjörugur og skemmtilegur. Bæði liðin léku djarfan sóknarleik, og mörkin voru alltaf að komast i hættu, sérstaklega mark Liverpool, en leikmenn Luton sýndu oft mikla hugkvæmni er þeir prjónuðu sig í gegnum vörn bikarmeistaranna. Á 30. mínútu leiksins skoraði Butlin fyrir heimamenn með skalla, en fyrir hálfleik tókst Smith að jafna fyrir Liverpool. 1 seinni hálfleik náði Liverpool betri tökum á leiknum, en gekk lftt gegn hinum baráttugiöðu leik- mönnum Luton. Var það ekki fyrr en skammt var til leiksloka, að Steve Heighway tókst að skora fyrir Liverpool og reyndist það vera sigurmark leiksins. Úlfarnir unnu sigur i viðureign sinni við Burnley, en leikur þessi fór fram á heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn sókndjarfi leik- maður Úlfanna, John Richards, skoraði fyrir lið sitt þegar í upp- hafi leiksins, en skömmu siðar tókst Hakin að jafna fyrir Burnley. Eftir þetta var leikurinn nokkuð þófkenndur, og mikið um, að leikmenn sendu knöttinn til mótherja eða út af vellinum. „Sumarléyfisknattspyrna” eins og ensku blöðin orða það. Skömmu fyrir lok hálfleiksins tókst Palmer að ná aftur forystu fyrir Wolves, og fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik, þar sem seinni hálfleikurinn var jafn- vel enn óburðugri en fyrri hálf- leikurinn. Jafntefli verð 1:1 i leik Sheffield United og Queens Park Rangers, en sá leikur fór fram i Sheffield. Þessi leikur þótti einnig heldur slakur, og áhorf- endur bauluðu hvað eftir annað á leikmenn, er þeim urðu á mistök. Cammack skoraði fyrir Sheffield í fyrri hálfleik, en Franics jafn- aðfyrir Q.P.R. í seinni hálfleik. Jafntefli varð einnig í leik Everton og Derby County, en sá leikur fór fram á heimavelii Ever- ton í Liverpool. Ekkert mark var skorað í leiknum, enda lögðu bæði liðin aðaláherzluna á varnarleik. West Ham United — liðið, sem tókst að bjarga sér með góðum endaspretti frá falli í 2. deild i fyrra, byrjaði ekki gæfulega að þessu sinni. Leikmenn þess voru oft sem hreinustu „statistar” i leiknum við Manchester City, og City-sigurinn 4:0 var sizt mikill. Mörk City gerðu: Rodney Marsh tvö, Doyle eitt og Tuert eitt. City þótti leika þennan leik allvel, en ekki þykii þó mikið að marka þennan yfirburðasigur liðsins — West Ham liðið er sagt of lélegt til þess að unnt sé að leggja mæli- kvarða á getu Manchesterliðsins. Arsenal vann svo 1:0 sigur í leik sinum við Leicester City og var það Brian Kidd, sem markið skoraði um miðjan seinni hálf- leik. 3:2 urðu úrslit í fjörugum leik Newcastle og Coventry, sem fram fór á heimavelli Newcastle. Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Newcastle og var það Kennedy, sem markið skoraði. í seinni hálf- leik skoraði MacDonald og Howart fyrir Newcastle en Brian Anderson skoraði tvívegis fyrir Coventry. Leikur Tottenham Hotspur og Ipswich Town þótti heldur ekki bjóða upp á mikil tilþrif. Senni- lega verður þetta erfiður vetur hjá Tottenham, en mjög lítil endurnýjun hefur orðið hjá liðinu að undanförnu, og þeir leikmenn, sem verið hafa máttarstólpar þess, eru nú farnir að láta á sjá. Ipswich sigraði í leiknum í Lundúnum 1:0 og var það David Johnson, sem markið skoraði í seinni hálfleik. Þrjár stórsölur I SlÐUSTU viku voru þrfr af þekktari leikmönnum enskrar knattspyrnu sfðustu ára seldir frá félögum sínum. Derby keypti Francis Lee frá Manchester City fyrir um 20 milljónir króna. Asa Hartford var seldur frá VBA til Manchester City fyrir tæpar 50 milljónir. Loks var svo Liver- pool-leikmaðurinn Larry Lloyd seldur til Cowentry fyrir rúmlega 50 milljónir. Það er athyglisvert, að Manchester City hefur síðustu níu mánuði eytt sem nemur 120 milljónum íslenzkra króna f nýja leikmenn. Asa Hartford, nýjasta fjárfesting félagsins, var fyrir þremur árum næst- um kominn til Leeds er í ljós kom, að hann er með hjarta- galla. Rifti Leeds þá samning- unum og Hartford hefur Ieikið með West Bromvich síðan. Ekki hefur hann kennt sér nokkurs meins og jafnan verið einn bezti leikmaður WBA. Um Francis Lee er það að segja, að hann hefur leikið með City síðan 1967 og var með enska landsliðinu f Mexico 1970. Þessa skemmtilegu golfmynd tók RAX á goifmeistaramóti tslands sem fram fór um helgina. Mótið var hið skemmtilegasta. Islenzkir goifmenn leggja senn út f stærsta verkefni sumarsins — Norðurlanda- mótið sem að þessu sinni verður háð hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.