Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 „Auðvitað erum við alveg þrælmontnir og ánægðir” Rætt við feður landsliðsbakvarðanna 40 þús. gestir í Skaftafelli RAGNAR Stefánsson bóndi á Skaftafelli I Öræfum sagði Morgunblaðinu í gær, að áætlað væri að um 40 þús. gestir hefðu gist I þjóðgarðinum eftir 1. júlf og fram í miðjan ágúst. Umgengnina kvað Ragnar góða hjá ferðamönn- um, en hinu væri hins vegar ekki að neita, að landið léti nokkuð á sjá þar sem mest væri gengið um. T.d. mætti nefna þar Bæjargilið og ef ekki væri að gert á þurrka- sumrum myndu myndast þar moldargötur. Ragnar kvað ferðalangana ganga talsvert um svæðið, mest þó að Svartafossi og Sjónaskeri, þar sem er hringsjá og einnig um Morsárdalinn og Skorrabrýr. Heldur kvað Ragnar hafa dregið úr ferðastraumnum eftir að ágúst gekk I garð, en þó hefðu t.d. verið um 50 tjöld á svæðinu um síðustu helgi. Gæzlu í þjóðgarðinum kvað Ragnar verða fram í september. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðisflokks- ins halda áfram um næstu helgi. Verða þá haldin þrjú mót — á Dalvík, Skjólbrekku í Mývatns- sveit og á Raufarhöfn. Dalvfk: Þar verður héraðsmót föstudaginn 23. ágúst kl. 21,00. Ávörp flytja Jón Sólnes, alþm. og Kristinn Jóhannsson, skólastjóri. Skjólbrekka, S-Þing. Héraðs- mótið í Skjólbrekku verð- ur haldið laugardaginn 24. ágúst kl. 21,00. Ávörp flytja þar Halldór Blöndal, kennari og Vigfús Jóns- son, bóndi frá Laxamýri. Raufarhöfn: Lokamótið um helgina verður á Raufarhöfn og hefst það kl. 21,00. Ávörp munu flytja Halldór Blöndal, kennari og Pétur Sigurðsson, alþm. Skemmtiatriði á héraðsmótun- um annast hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielsen, Svan- hildi og Jörundi Guðmundssyni. Hljómsveitina skipa: Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atla- son, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leik- ur fyrir dansi. „AUÐVITAÐ erum við þræl- montnir og ánægðir," sögðu þeir Þorvaldur Magnússon og Þorsteinn Eiríksson, þegar blm. Morgunblaðsins hitti þá á vellinum I gærkvöldi, þar sem þeir voru að horfa á landsleik Islands og Finnlands. Og ástæð- an var augljós, þeir tveir hafa staðið saman á vellinum I 12—13 ár og fylgzt með sonum sínum jafnaldra, sem leikið hafa saman öll þessi ár, allt frá því I 5. aldursflokki. Og í gær léku þeir saman f landsliðinu f fyrsta skipti, svo gleði pabb- anna var auðskilin. Þessir tveir leikmenn eru þeir Magnús Þorvaldsson og Ei- ríkur Þorsteinsson, sem f gær- kvöldi léku í bakvarðarstöðun- um f landsliðinu. Þeir eru báðir úr Víkingi og hafa leikið svo til óslitið saman frá þvf í yngstu flokkum félagsins. Og ætíð hafa þeir Þorvaldur og Þorsteinn verið á vellinum. „Ætli leikirn- ir séu ekki orðnir 200—300 tals- ins,“ sögðu þeir félagar. „Og ég hef séð þá alla að tveimur undanskildum. Það var f fyrra- sumar, þegar ég skrapp til Sví- þjóðar," sagði Þorsteinn. Og Þorvaldur bætti við. „Ég hef líklega séð þá alla, nema kannski 5—6 leiki.“ Og það má Framhald á bls. 31 Brenndist af völdum sprengingar í kyndiklefa Yfirkennarinn í Melaskóla, Steinar Þorfinnsson, hlaut tals- verð brunasár í gær, þegar sprenging varð f hitakatli f kjallara skólans, er verið var að brenna þar rusli. Búið var að setja pappfrsdót í ofninn og þegar Steinar kveikti í varð sprenging og eldtungur teygðu sig 'i'. úr ofninum og læstu sig í klæði hans en hann mun hafa verið búinn að setja eldfiman vökva f ofninn. Hlaut hann annars stigs brunasár í andliti og á bol. Steinar var fluttur f Landspftalann þar sem hann liggur nú, en bruninn reyndist þó nokkru minni en virt- ist í fyrstu. Maður, sem kom þarna að til hjálpar, Stefán Hannesson bifreiðarstjóri, skarst nokkuð á enni, þegar hann fór inn f kjallarann með slökkvitæki og hrasaði þar, en kjallarinn var þá fullur af reyk. Þurfti að sauma nokkur spor f enni Stefáns. Þorsteinn (t.v.) og Þorvaldur á vellinum f gærkvöldi. Ljósm. Mbl. R.Ax. Ný fullkomin fjarskiptastöð Reykjavíkurlögreglunnar l.ÖGREGLAN f Reykjavfk er nú að reyna nýtt f jarskiptakerfi, sem reiknað er með að verði komið f full not innan næstu 5 vikna. Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri sagði í viðtali við Morgun- blaðið f gær, að þetta fjarskipta- kerfi væri af nýjustu og full- komnustu gerð og með notkun þess yrði kerfi lögreglunnar mun meira lokað en verið hefði fyrir utanaðkomandi aðilum, sem hlustað hefðu á fjarskipti lögregl- unnar. Þessi tæki cru frá brezka fyrirtækinu Pye, en Landhelgis- gæzlan hefur m.a. skipt við það og t.d. mun danska rfkislögreglan vera með f jarskiptatæki frá þess- um aðilum. Með tilkomu nýju stöðvarinnar aukast til muna fjar- skiptamöguleikar lögreglunnar á stóru svæði, en aðalscndirinn verður á Skálafelli. Sigurjón sagði, að hluti tækjanna væru ókominn til landsins, en byrjað væri að kenna lögreglumönnum undirstöðuatriðin f notkun hinn- ar nýju stöðvar. Hafa selt ytra fyrir 483 millj. 1 SlÐUSTU viku seldu 22 fslenzk- ir bátar sfld og makrfl f Dan- mörku, samtals 725 lestir fyrir rúmar 22,4 milljónir kr. Meðal- verðið var 31 króna. Frá upphafi vertíðarinnar i Norðursjó 7. maí sl. hafa íslenzku bátarnir selt í erlendum höfnum samtals 18.264,2 lestir fyrir 483,5 milljónir kr. I fyrra var aflamagn- ið 19.503,3 lestir og aflaverðmætið 433.3 milljónir kr. Guðmundur RE er sem fyrr aflahæsta skipið með 1,322,4 lest- ir, verðmæti 36 milljónir kr. Loft- ur Baldvinsson EA hefur fengið 1.266.3 lestir, aflaverðmæti 33,6 milljónir kr. og Faxaborg GK er f þriðja sæti með 1.052,2 lestir, aflaverðmæti 23,6 milljónir kr. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon f gær, þegar nokkur borgarbörn voru að koma hin galvöskustu úr sveitinni. Útsýn leysir vanda ís- lenzkra Horizonfarþega FERÐASh RIFSTOFAN Utsýn hefur orðið fyrir nokkrum óþæg- indum vegna gjaldþrots brezku ferðaskrifstofunnar Horizon, en nokkrir hópar ferðafólks höfðu pantað ferðir með þeirri skrif- stofu í gegnum Utsýn. Morgun- blaðið hafði í gær samband við Ingólf Guðbrandsson forstjóra Utsýnar og innti frétta af ástand- inu, en þess má geta, að Horizon hefur notiö mikils trausts og álits í ferðamálaheiminum. Ingólfur sagði, að einn hópur Utsýnarfólks væri á Costa Brava á vegum Horizin og kvaðst Ingólfur bíða eftir skeyti frá fararstjór- anum þar. Reiknað væri með, að það fólk gæti dvalið þar áætlaðan tíma, því að Utsýn gengi f ábyrgð fyrir fólkið í stað Horizon. Þá kvað Ingólfur ýmsa aðra hópa hafa pantað með Horizon f gegnum Utsýn, en Utsýn væri nú að vinna að þvf að koma því fólki bæði til Italíu og Costa del Sol. Færi það væntanlega með áætl- unarflugi, en gisti sfðan á vegum Utsýnar. Einnig hafa orðið breyt- ingar á ferðum Islendinga vegna ástandsins i Grikklandi og hefur Utsýn sent einn hóp, sem þangað átti að fara, til Italiu í staðinn. Ingólfur sagði, að allt væri þetta til þess að auka á annrfki skrifstofunnar, en reynt yrði að leysa úr þessum óvæntu vandræð- um eins fljótt og vel og kostur væri í samráði við farþegana. Annars kvað Ingólfur feröamál- in ganga mjög vel hjá skrif- stofunni, á annað þúsund Is- lendingar dveldust nú erlendis á vegum skrifstofunnar, þar af á 6. hundrað á Costa del Sol, um 170 á Italiu auk fjöldans á Norðurlönd- um og víðar. Aðrar fslenzkar ferðaskrifstof- ur hafa ekki haft nein óþægindi vegna Horizon. 12 ára drengur fyrir togvír TÓLF ÁRA piltur, Þorvaldur Svavarsson, slasaðist alvarlega um borð I togaranum Guð- steini f fyrradag, þegar togvfr slitnaði og lenti á piltinum. Var strax haft samband við lækni og Slysavarnafélag Is- lands, en hjálparbeiðni barst til SVFl kl. 4.30 f fyrradag. Að sögn öriygs Hálfdánar- sonar erindreka SVFl var þá strax haft samband við Land- helgisgæzluna og var þyria gæzlunnar komin f loftið hálfri klukkustund sfðar. Tók þyrlan drenginn frá borði kl. 18.10, en þá var togarinn 30 sjóm. vestur af Garðsskaga. Kvað örlygur Landhelgisgæzl- una hafa brugðið mjög skjótt við, en skyggni til hjálparflugs var mjög slæmt. Miklu máli skipti að koma drengnum sem fyrst f sjúkrahús til þess að unnt væri að bjarga handlegg hans, sem hafði þrfbrotnað. Auk þess kjálkabrotnaði drengurinn og rifbein brák- uðust. Þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um Ifðan piltsins f gær var hún eftir atvikum og ekki var hann talinn f Iffs- hættu. Þorvaldur er sonur Svavars Benediktssonar skip- stjóra á Guðsteini og var þetta önnur ferðin, em hann hafði fengið að fara með togaranum. Héraðsmót S j álfstæðisflokksins •M»í' • 1 ‘ . 54» \ 1 -1 >1 <9/1 .A t 1-i / 1 itiUb ir : n 1,1 bOJ 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.