Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 14
J zj. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGÚST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Iandgræðsla ríkisins i og landbúnaöarráðu neytið hafa ákveðið að kaupa eina af DC-3 vélum Flugfélags íslands í því skyni að nota hana við landgræðslu. Landgræðsl- an hefur þá eignazt tvær flugvélar af þessari gerð, en eins og kunnugt er gaf Flugfélagiö slíka vél á sín- um tíma, og atvinnuflug- menn hafa flogið henni í sjálfboðavinnu. Þessi kaup eru ánægjulegur vottur um þá miklu sókn, sem nú er hafin til þess að stemma stigu við gróðureyðingu í landinu. Flugvélar þessar eru afkastamiklar og sér- fræðingar telja þær einkar hentugar til starfsemi af þessu tagi. Mikið verk er óunnið i þessum efnum og því eiga flugvélar þessar væntanlega eftir að koma að góðum notum og vinna mikið og heilladrjúgt starf. Alþingi minnist sem kunnugt er 1100 ára af- mælis byggðar í landinu með því að samþykkja ályktun um landgræðslu og gróðurvernd á árunum 1975 til 1979. Þar er gert ráó fyrir, að 1000 milljón- um króna verði varið til þessara verkefna næstu fimm ár. Undanfarna ára- tugi hefur verið unnið gífurlega mikið starf við ræktun lands, landgræðslu og skógrækt. Þar hafa margir lagt gjörva hönd að verki. Ríki og sveitarfélög hafa unnið að þessum verk- efnum ásamt miklum skara einstaklinga og félaga. Arangurinn af þessu starfi sýnir bezt, hversu brýnt er að halda áfram og hætta ekki við hálfnað verk. Helztu þættir áætlunar- innar, sem samþykkt var á Alþingi, eru gróðurvernd og landgræðsla, sem fellur undir starfsemi Land- græðslu ríkisins, skógrækt og rannsóknir vegna skóg- ræktar og rannsóknar- áætlun, sem fjalla mun um þær rannsóknir, sem brýn- ast er að efla á sviði gróðurverndar, land- græðslu og landnýtingar. í greinargerð með ályktun Alþingis segir, að markmið landgræðslu og land- nýtingar séu þessi: „Stöðva uppblástur, sandfok og aðra jarðvegseyðingu, koma gróðurnýtingu í byggðum og óbyggðum í það horf, að gróðri fari fram. Hlynna að skóglendi og tryggja, að það gangi ekki úr sér. Leggja grund- völl að nýjum skógum til fegrunar, nytja, skjóls og útivistar. Græða örfoka og ógróið land, sem æskilegt er, að breytist í gróður- lendi. Efla rannsóknir og tilraunir á þessum sviðum, þannig að það, sem gert er, hvíli á traustum grunni." Samstarfsnefnd hefur þegar verið skipuð til þess að efla samvinnu þeirra stofnana, sem hafa munu með höndum framkvæmd þessarar áætlunar. Þá hefur dvalið hér sænskur sérfræðingur frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna til þess að undirbúa einn þátt þessa mikla verks. Þar er um að ræða söfnun og prófun innlends fræs, sem fara mun fram á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Sand- græðslu ríkisins. Alls er ráðgert að verja 10 milljón- um króna til þessa verk- efnis, og tækniaðstoð Sam- einuðu þjóðanna hefur þegar lagt fram 47.500 dali í þessu skyni. Sérfræðingur Matvæla- > og landbúnaðarstofnunar- ínnar hefur að undanförnu únnið með sérfræðingum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins að gerð fimm ára áætlunar, sem miðar að því að koma á fót fram- leiðslu á nægjanlegu magni af harðgerðu og fljótvöxnu grasfræi til notkunar við uppgræðslu og ræktun. Þessar tillögur miðast við fimm ára áætl- un, en gert er ráð fyrir, að hana megi framlengja um önnur fimm ár. Ákveðið er að tilraunastöðin á Sáms- stöðum verði aðalmiðstöð fræræktunarinnar, en á til- raunastöðvum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á Möðruvöllum og fleiri stöðum úti á landi verði nánar kannað, hvar unnt er að framleiða grasfræið. Þessi starfsemi miðar ekki einvörðungu að því að framleiða fræ fyrir ræktað land heldur einnig til upp- græðslu á örfoka landi. Þetta eru fyrstu skrefin, sem stigin hafa verið til þess að hrinda í fram- kvæmd þeirri miklu áætlun, sem Alþingi sam- þykkti á Lögbergi í tilefni þjóðhátíðarinnar. Víst er, að þær fræræktunartil- raunir, sem nú er verið að hefjast handa um, eru ein af undirstöðum gróður- verndar- og landnýtingar- áætlunarinnar. Þess vegna skiptir miklu, að hér sé vel að verki staðið. Allt bendir til þess, að þessi málefni verði tekin traustum tökum. Það starf, sem nú er verið að hefja, er vísir að því, sem koma skal. Landgræðslu- og gróður- verndaráætlunin var sam- þykkt í því skyni að gjalda skuldina við landið. Því ber að fagna, að nú þegar skuli þess sjást merki, að hástemmd loforð á hátíðar- stundu verða smám saman að veruleika með þrotlausu starfi. Að gjalda skuldina við landið eftir William Robbins „VIÐ höfum enga afsökun fyrir því að komast nokkurn tíma í þá aðstöðu að eiga ekki nóg matvæli," saði Tom T. Dechant, forscti bandarísku bændasam- takanna í blaðaviðtali. Landbúnaðarsérfræðingar bæði utan og innan ríkisstjórn- arinnar eru sammála um, að bandarískir bændur muni allt- af framleiða meira en nemur neyzlu í Bandaríkjunum, nema einhver ófyrirsjáanleg óhöpp komi fyrir. Samt eru flestir þeirra einnig sammála um, að matvælaskortur geti orðið í Bandarfkjunum. \ Hvort svo getur orðið, veltur á ákvörðunum ríkisstjórnarinn- ar og vekur um leið spurningar um stefnu hennar: Eiga út- flutningsdyr Bandaríkjanna alltaf að standa upp á gátt? Að hve miklu leyti á rlkasta þjóðin að hlaupa undir bagga með þeim, sem eru fátækir og svang- ir í heiminum? Þarf ríkisstjórn- in að safna kornbirgðum, til þess að Bandaríkin séu örugg um að hafa nóg handa við- skiptavinum sínum? Miðpunktur allra slikra spurninga er staðreynd, sem al- mennt er viðurkennd. Eins og ástandið er f heiminum í dag, þá er ekki nóg að framleiða næg matvæli fyrir Bandaríkja- menn eina, vegnaþessað fyrir þjóðir bæði ríkar og fátækar, sem ekki framleiða næg mat- væli, eru Bandaríkin orðin stærsti söluaðilinn. Síðastliðið ár þurfti heimur- inn að reiða sig á að Bandaríkin framleiddu 44% af öllu hveiti og helminginn af öllu korni til skepnufóðurs. A hinn bóginn þurfti banda- rískur landbúnaður að reiða sig á markaðsmöguleika erlendis fyrir þrjá fjórðu af hveitifram- leiðslu sinni, helming af soya- baunaframleiðslunni og þriðj- ung af kornframieiðslunni. „Matvæli eru völd,“ sagði Earl L. Butz, landbúnaðarráð- herra, í blaðaviðtali og vakti athygli á þeirri stjórnmálalegu aðstöðu, sem þörfin fyrir korn þeirra hefur skapað Bandaríkj- unum. En hann lagði einnig áherzlu á hlutverk landbúnað- arvöruútflutnings til að koma í veg fyrir óviðráðanlegan verzl- unarhalla. Verzlun Bandarikja- manna með landbúnaðarvörur nam 9,3 milljörðum dala á sfð- asta ári. Þrátt fyrir landbúnaðar- möguleika þessa lands var nærri orðinn skortur á grund- vallarfæðutegund, soyabaun- um, á síðasta ári, og líklega hefði orðið skortur, ef rikis- stjórnin hefði ekki tekið i taum- ana og minnkað útflutning á þeim. Bakarar hafa sagt á þessu ári, að það gæti komið að því, að þjóðin yrði uppiskroppa með hveiti. Jafnvel nú þegar bændur eru að byrja að vinna að metupp- skeru á hveiti — það er búizt við, að hún gefi af sér tvo milljarða skeppa — og þegar búið er að sá mesta magni af korni, sem nokkurntíma hefur verið sáð, þá bíða kornsalar taugaspenntir eftir hverri nýrri yáætlun um, hve uppskeran verður stór. Hvað korni viðvfk- ur, þá áætlar landbúnaðarráðu- neytið, að uppskeran verði 6,4 milljarðar skeppa, um það bil 750.000 fleiri en f metuppskeru síðasta árs. Hve miklar birgðirnar verða er svo viðkvæmt mál. og bilið á milli þess, sem er nóg og ekki nóg, er svo mjótt, að hvert nýtt atriði, sem kemur fram, kemur af stað hringrás á matvæla- mörkuðum. Vegna þess að korn er grund- vallarfæðutegund fólks — það er aðalefni brauðs, kornmatar og grundvöllur fyrir kjötfram- leiðslu — þá koma breytingar á markaðsverðinu mjög niður á almennum borgurum, hafa áhrif á, hvað miðstéttarfólk hefur á borðum og skera úr um, hvort hinir fátæku geta borðað það lámarksmagn sem þeir þurfa. Þetta mál er jafnviðkvæmt og raun ber vitni vegna stefnu rík- isstjórnarinnar í matvælamál- um, bæði fyrr og nú, eða eins og sumir hagfræðingar og stjórn- málamenn segja, vegna stefnu- leysis f þessum málum. „Við höfum stefnu á mat- vælamálum — og stefnum hátt,“ sagði yfirhagfræðingur landbúnaðarráðuneytisins, Don Paarlberg. Butz vlagði einnig áherzlu á þetta. Aður fyrr hefði frjálst mark- aðskerfi leitt til mikilla um- frambirgða og verðfallls. Nú eykur það aðeins á áhyggjur, sem margir hagfræðingar og neytendur hafa af því, hvort nægilega miklar birgðir verða fyrir hendi. Þegar uppskeran hófst á þessu ári, áttu Bandaríkjamenn eftir 26 daga birgðir f vöru- húsum; lítið, ef skortur hefði verið. Rfkisstjórnin vonast til að eiga helmingi meira á næsta ári, en það er einnig álitið of lítið. „Jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar á matvælum í heiminum er mjög valt,“ sagði Lester R. Brown, hagfræðingur við Overseas Development Council, sem er rannsókna- félagsskapur einkaaðila. „Slæm uppskera i einhverju meirihátt- ar framleiðslulandi mundi ekki aðeins verða fjárhagslegt áfall, heldur mundi það vera olía á verðbólgubálið." Uppskerubrestur í Sovétríkj- unum árið 1972 varð til þess, að Sovétmenn keyptu upp einn fjórða af hveitiuppskeru Bandaríkjanna. Margir hag- fræðingar hafa kennt þeim kaupum um, hve birgðir hafa verið naumar og einnig hafa þeir kennt þessu um verðbólg- una á tveim síðastliðnum árum. (Þýð.: J.Þ.Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.