Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 S.U.S. S.U.S. Viðskiptahagsmunir og stefn- an í utanríkismálum Miðvikudaginn 21. ágúst verður haldinn annar fundur starfshóps á vegum S.U.S. um viðskiptahagsmuni og stefnuna i utanríkismálum. Á þessum fundi verða rakin ýmis dæmi þess, hversu riki hafa beiít utanrikisviðskiptum til framdráttar pólitiskum markmiðum, hvort held- ur er i formi viðskiptalegrar einangrunarstefnu, viðskiptaivilnana eða viðskiptaþvingana. Stjórnandi hópsins er Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur. Fundurinn verður i Galtafelli, Laufásvegi 46 og hefst klukkan 20.30. Hópstarfið er frjálst öllu áhugafólki. w Utgerðarmenn Getum ennþá afgreitt þorskanet fyrir næstu vertíð, frá Austurlöndum fjær, ef samið er strax. LÆKKAÐ VERÐ. VÍFILL, umboðs- og heildverzlun. Vinnuskúr Nýinnfluttur vinnuskúr í góðu ástandi á fjórum hjólum með dráttarbeizli, upphitun og klæða- skápum. Stærð 2.30 X 6 m. til sölu. Upplýsingar í síma 84330. DVNIiOP Lyftaradekk 23x5 650x10 2 5x6 7 50x10 27x6 825x10 18x7 27x10-12 29x7 700x12 500x18 600x1 5 21x8-9 700x15 600x9 750x15 700x9 825x1 5 AUSTURBAKKI fSÍMI. 38944 Opið bréf til póst- og símamálastjórnar - frá Þórði Jónssyni á Látrum Heiðruð póst- og símamála- stjórn! Með bréfi þessu leyfi ég mér að mótmæla þeirri skerðing- ur, sem gerð hefir verið á sfma- þjónustu við Rauðasandshrepp, en þar hefir símaþjónusta verið skorin niður um tvær og hálfa klukkustund á sólarhring. Aftur á móti þakka ég það, sem kom fram í svari yðar í „Spurt og svarað“ I rfkisútvarpinu 9/8 síð- astliðinn, þar sem frá þvf var greint, að póstþjónustan, sem við höfum, yrði ekki skert, en hún er tvær ferðir í viku. Þessari skerðingu á langri og oftast mjög góðri simaþjónustu mótmæli ég af eftirfarandi ástæð- um: Hreppur okkar er strjálbýll og ekki um sléttlendi að fara milli byggða heldur yfir fjöll, sem geta verið erfið að vetrinum. Við höfum lækni á Patreksfiði Tilboð óskast I Volvo N 10, 3ja öxla, árgerð 1974. Með 17 feta stálpalli og santi paul sturtum. Ekinn 28.000 km. Skipti á nýlegum 2ja öxla bil koma til greina. Tilboð merkt: „N 10 — 1112" sendist afgr. Mbl. fyrir 31.8. Glæsileg sérverzlun á góðum stað í borginni, í fullum rekstri og með lítinn lager, til sölu. Listhafendur leggi nafn og símanúmer inn á afgr. Morgunbl. merkt „Glæsileg sérverzlun — 1491." Fasteignir Vélsmiðjunnar Kletts h/f við Vesturgötu og Vesturbraut í Hafnarfirði til sölu. Aðalhúsið er þriggja hæða steinhús, hver hæð um 220 ferm. Við hliðina á því er annað steinhús, tveggja hæða, um 100 ferm. Á baklóð er þriðja húsið, sem er um 250 ferm. að grunnfleti. Við Vesturbraut er steinsteypt íbúð- arhús, hæð, kjallari og ris. Þessar fasteignir eru staðsettar á mjög góðum stað í næsta nágrenni við höfnina. Nánari upplýsingar gefur: Fasteignasala Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10, Hafnarfirði sími 50764. ___________26600__________________ ÍSMÍÐUM ★ Höfum til sölu 2ja—3ja og 4ra herbergja íbúðir. ★ íbúðirnar eru í 3ja hæða húsi (sex ibúðir) á glæsilegum útsýnisstað í Breiðholti II. ★ íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign að mestu leyti fullgerð og afhendast í október 1975. 'Á’ Hægt er að fá keypta hlutdeild í bílageymslu húsi og afhendist það fullgert. ★ Teikningar á skrifstofunni. ★ Byggingaraðili: Birgir R. Gunnarsson s.f. •jf Teiknað af Kjartani Sveinssyni. FASTEIGNAÞJÖNUSTAN 'Sy SÍMI2 66 00 og vildum gjarnan hafa við hann sem greiðast símasamband mest- an hluta sólarhringsins, ef á þarf að halda. Þetta er kannski til of mikils mælzt af útnesjafólki, en þetta er nú samt svona. Þá er þessi sveit ekki ómerkur hlekkur í samgöngu- og öryggis- kerfi landsins. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar, en hér hefir að mínum dómi einn hlekkur verið skertur af opinberum aðila, þvf miður. A Bjargtöngum er að ég ætla að flestra dómi þýðingarmikill radó- óviti og ljósviti og auk þess tveir aðrir ljósvitar í hreppnum. I Sandodda við Sauðlauksdal er þýðingarmikill flugvöllur fyrir stórt svæði. Tvær veðurathugun- arstöðvar, sem senda veðurathug- anir oft á sólarhring, eru I hreppnum og fleiri opinber þjón- usta. öll er þessi þjónusta dauð og lítils virði án sfmaþjónustu beint eða óbeint. Betri símaþjónusta þýðir því meira öryggi, minni símaþjónusta minna öryggi. Hér við strendur þessa hrepps hefur orðið fjöldi skipsskaða fyrr og síðar, sumir með miklu mann- tjóni, aðrir ekki. Flugvél hefir einnig farizt hér á fjalllendinu, svo alls má vænta f óhöppunum. En strand brezka togarans Dhoon 12/12 ’47 undir Látrabjargi skap- aði hér tímamót í öryggismáluin, fólk fann þá verulega fyrir því, hversu fátækleg símaþjónustan var við þessa útkjálkasveit og um f jærksiptatæki var ekki að ræða. Úr þessu var bætt á næstu árum á stórmannlegan hátt af þáver- andi ráðamönnum þessara mála. Sími kom á hvert heimili í hreppnum, sem vildi hann, það voru svo til allir, og við vorum f símasambandi frá 8.30 að morgni til 23.00 að kveldi. Allar smástöðv- ar í hreppnum voru þurrkaðar út og alir höfðu bein samband við Patreksfjörð. Þetta var tvimæla- laust gert vegna þeirrar reynslu, sem fékkst við Dhoon-strandið og sem viðurkenning á þvf starfi, sem þar var unnið. En síðan eru nú að verða 27 ár svo þeirra áhrifa gætir ekki lengur sem von- Iegt er. Segja má, að tími sé til kominn að taka það, sem þá var veitt, ef taka skal. Nú höfum við að vísu samband við Reykjavík eftir að Patreks- fjörður fer út varðandi veður- skeytasendingar og neyðarþjón- ustu, en þeirri þjónustu er því miður ekki alltaf að treysta eftir að Patreksfjörður fer út. Það þekkjum við bezt, sem þurfum að senda veðurfregnir. Það er mörg nóttin sem sambandslaust er þar til Patreksfjörður kemur aftur inn. Sú nótt gæti orðið einhverj- um löng að að mfnum dómi slæm ráðstöfun að lengja hana um tvær og hálfa klukkust. Framanskráð er varðandi ör- yggishlið þessa mál, en ég vil einnig víkja að félags- og persónu- legri hlið þess. Símaþjónusta er mjög dýrmæt þjónusta fyrir okkur dreifbýlis- fólk og þeim mun dýrmætari sem byggðin er afskekktari. Þetta virðist þéttbýlisfólk eiga erfitt með að skilja, sem getur nú eftir að sjálfvirki síminn kom lyft sím- tóli sfnu hvenær sem er sólar- hringsins og fengið samband við aðra sjálfvirka síma eftir vild. Við í dreifbýlinu erum aftur á móti mörg um sömu simalínuna, kannski 10 símar eða fleiri, og með takmarkaðan símatfma. Þarna er stórkostlegur munur á, en engum dytti í hug að skerða þessa þjónustu við þéttbýlisfólk- Framhald á bls. 29. AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.