Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 28
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 115. tbl. — Laugardagur 22. maí 1965 AF hvaða framkvæmdum er þessi mynd? Morgunblaðið mun skýra frá því á morgun. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðss.) Hótað sviptingu vínveitingaleyfis Þjóðþingi Dana verði færðar þakkir BISKUPINN yfir íslandi hefur beðið Morgunblaðið að koma þeirri ósk á framfæri við presta og söfnuði landsins, að við guðs- þjónustur bænadagsins (á morg- un) verði afgreiðslu danska Þjóð þingsins á handritamálinu með þakklæti minnzt, þar sem sú af- greiðsla er fordæmi og 'fyrir- mynd um það, hvernig ágrein- ingsmál milli þjóða leysast, þeg- ar drengskapur ræður, sanngirni og góðvilji. Hunnes Kjnrtonsson sendiherrn FYRIR nokkru tók ríkisstjórnin þá ákvörðun, að skipaður skyldi sérstakur sendiherra fyrir ísland hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Utanríkisráðuneytið hefur nú skipað Hannes Kjartansson, sem undanfarin ár hefur verið aðal- ræðismaður íslands í New York, til þess að vera sendiherra ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum og afhenti hann aðalframkvæmda stjóra þeirra embættisskilríki sín binn 20. maí. Hannes Kjart- ansson mun verða áfram aðal- reeðismaður íslands í New York. (Frá Utanríkisráðuneytinu) SKÝRT var í Mbl. í gær frá deilu þeirri, sem risið hefur vegna nýrrar verðskrár, er þjón ar hafa innleitt á veitingahúsum, án samþykkis veitingamanna, þar sem þeir telja 18 sjússa í hverri flösku áfengis í stað 18,75 eins og taldir eru vera í verðskrá ÁTVR. Öll stjórn Félags veitinga- og gistihúsaeigenda og lögfræðing- ur þess eru á fundi í Finnlandi, en Halldór Gröndal, veitinga- maðirr í Nausti, skýrði M'bl. svo frá í gær, að nú hafi borizt bréf frá dómsmálaráðuneytinu þess efnis, að lögreglustjóranum í Reykjavík hafi verið falið að auka eftirlit með veitingastöðun um. Ef þeir fari ek'ki eftir sett- um reglum, verði veitingastað- irnir, auk þess sem kært verði á venjulegan hátt til saksóknara ríkisins, sviftir framlengingar- leyfinu á föstudögum og laugar- dögum (til kl. 1), eða sviptir vínveitingaleyfi, samkvæmt 5. málsgrein 12. greinar áfengislag anna frá 1954 (svipting vínveit- ingaleyfis í minnst einn mánuð). Þjónar sitja fast við sinn keip og selja enn á nýja verð- inu. Fundur verður haldinn í félagi veitingamanna kl. 2 í dag og verður þá ákveðið, hvað gera skuli. Getur svo farið, að veit- ingamenn loki börum sínum og selji aðeins mat og létt vin í heilum flöskum, unz mál þetta er til lykta leitt, af ótta við að missa vínveitingaleyfið. Eimskíp tekur upp aftur út- gáfu almanaks EINAR B. Guðmundsson, stjórnarformaður Eimskipa- félag íslands, lýsti því yfir á aðalfundi félagsins í gær, að gert væri ráð fyrir því, að taka upp á nýjan leik útgáfu almanaks félagsins, þar sem komið hefði í ljós, áð mjög margir sakni þess. Félagsstjórnin tók þá á- kvörðun á sl. ári að gefa ekki út almanak fyrir árið 1966, enda var útgáfukostnaðurinn mjög mi'kiKl, nam hundruðum þúsunda króna árlega. ÞA® hörmulega slys varð í Stöðvarfirði í fyrradag, að 19 ára piltur, Ingimundur Sverris- son, varð fyrir voðaskoti og beið þegar bana. Ingimundur hafði farið í báts- ferð ásamt tveimur félögum sín- um út á fjörðinn. Höfðu þeir haglabyssu meðfei'ðis og fóru tveir piltanna í land skammt fyrir innan k únið til að huga að fuglum. lngimundur hélt á byssunni. Félagi hans, sem sneri sér í aðra átt, heyrði allt í einu skot, og .er hann leit við, sá hann Ingimund hníga niður. Mun Ingimundur sennilega hafa rek- ið niður skepti byssunnar, hlaup in snúið upp og skoti'ð farið í Sáttðfuridur FUNDUR var í gær haldinn með sáttasemjara ríkisins milli samn inganefndar verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi ann- ars vegar og fulltrúa Vinnuveit- endasamlbands ísla'nds og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna hins vegar. Voru þetta byrjunarumræður með sátta- semjara og stóðu frá kl. 5,til 7. Sáttasemjari hefur boðað annan fund kl. 8,30 á mánudagskvöld. Drengurinn rænulítill JÓN Heiffar Reynisson, 6 ára gamli drengurinni, sem fannst meffvitundarlaus á Mýrargöt- unni sl. þriffjudag, var enn rænu- litill á sjúkrahúsi eftir hádegi í gær, aff því er Kristján Sig- urffson rannsóknarlögreglumaffur tjáði blaðinu í gær. Ekki hefur enn tekizt aff fá úrþví skoriff meff fuliri vissu, hvernig hann slas- aðist, en> þó er taliff, aff hann hafi farið upp á bílpall og falliff þaðan, án þess aff ökumaður veitti því athygli. höfuð honum. Læknirinn taldi hann hafa dáið samstundis- Ingimiundur var elztur sjö barna hjónanna Ljósbjargar Guðlaugsdóttur og Sverris Ingi- mundarsonar að Bræðraiborg í Stöðvarfirði. 12-15 millj. kr. til hafnar- framkvæmd^ Akranesi 21. mai SAMÞYKKT var fyrir sk ijmmu í bæjarráði að reisa nýtt íþrótta hús hér í bæ. Á að hefja bygg- inguna í súmar og mun húsið standa á lóð barnaskólans við Vesturgötu. Þá hefur bæjarráð einnig sam þykkt að láta vinna fyrir 12 til 15 milljónir króna í höfninni hér í sumar. Ýmsar leiðir hafa verið til athugunar uim hafnarfram- kvæmdir, en efst á baugi er tal ið að sé að breikka aðalhafnar- garðinn um helming og byggja háan skjólgarð að utanverðu, svo otg dýpka höfnina. Oddur. Frá aðalfundi Eimskipafélags tslands. Einar B. Guðmundsson, formaður stjórnarinnar, flytur ekýrslu sína. Næstur honum er Óttarr Möller, forstjóri, og þvínæst Pétur Sigurðsson. Sjá frétt á bls. 19. — (Ljósm.: Ól. K. M.) Piltur bíður bana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.