Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 17
'Laugaráagur 22. maf 1985 MORCUNBLAÐIÐ 17 Greinargerð leikara í TÍMANUM síðastl. sunnudag og einnig í Morgunblaðinu á þriðjudag var vikið að Leikfé- lagi Reykjavikur á þann hátt, csem telja verður óviðkomandi hlutlausri blaðamennsku. Þessi mál hafa verið það mikið út blás in í fréttum fyrrgreindra blaða, án þess þó, að leitað hafi verið álits beggja aðila, sem siður er í svipuðum deilum, að lengur verður eigi þegjandi við unað. Af þessum sökum einkum, sé ég mig tilneyddan að taka fram eftirfarandi í sambandi við frum sýningu Leikfélagsins á leikriti Dúrrenmatts „Sú gamla kemur í Iheimsókn": Það er rétt, að ég gerði kröfur um hækkun á kaupi mínu hjá leikhúsinu Iðnó, enda er ég ekki þar fastur starfsmaður og hlýt því að gera samning fyrir hvert verkefni, sem ég tek að mér, og setti sá samningur raunar að vera frágenginn þegar æfingar hefjast. í annan stað eru allir, sem nálægt leikstarfinu koma, sammála um, að kaupið sé nú of lágt, og því ætti þessi krafa mín engan veginn að vekja þá undrun og reiði, sem reynt hefur verið að leggja henni til. í þriðja lagi má vel geta þess, að jafn- vel eftir að ég hafði lækkað kröfuna, og þó ekki gengið sam an með mér og Leikfélaginu á samningafundi, höldnum fyrst tveim dögum fyrir frumsýningu, bauðst ég til að leika hlutverk- ið, sem deilan stóð um, fram yfir frumsýningu, til að æfa mætti annan leikara í hlutverk- ið. Víst var það ónærgætni af minni hálfu að gera mér ekki betur grein fyrir því, að leik- stjóri þessa mikla verks, sem var búinn að vinna af mikilli alúð og dugnaði að æfingum í meir en 10 vikur, verandi jafn- framt formaður Leikfélagsins, hlaut því ómaklegt ónæði af samningum um kaupkröfunauð mitt, einmitt þegar síðustu og erfiðustu æfingar verksins stóðu yfir. Það kom og í ljós á fundi, sem haldinn var um miðnætti eftir aðalæfingu fyrrgreinds leikrits, að þar mættust langþreyttir menn, sem lokið höfðu dag- skammti sínum af þolinmæði. Þó varð einungis annar aðilinn til þess að svo stöddu að rjúka me<5 jafnvægisleysi sitt í blöðin. Síðar og að yfirveguðu máli hlýt ég að gera grein fyrir mínu sjónar- miði. Ég hafði lauslega haft orð á því við einn meðlim leikhúsráðs ins, að ef ég gengi fná þessu verki og ekki næðust samning- ar, þætti mér ekki ósanngjarnt, að ég fengi einhverja þóknun fyrir æfingastarfið, svo sem þrjú til fjögur þúsund kr. (þ.e. innan við 20 kr. á tímann). Ég féll þó samstundis frá þessari kröfu, því ég sá, að hún mundi ekki verka örvandi til samkomulags. Hins vegar bauð ég æfingastarfið og leik á frumsýningu kauplaust, en það var ekki þegið og látið í veðri vaka, að frumsýning mundi niður falla og mín væri sökin. Eftir þetta hringdi ég þó í leikhússtjórann og framkvæmda stjórann ,svo ekki færi milli mála hvert tilboð mitt væri: A) að ég léki á óbreyttu kaupi frumsýningu og fram yfir hana þann tíma sem nauðsyn Iegur og eðlilegur teldist til að æfa annan mann í hlut- verkið; 3) að þeir kæmu með gagntil- boð, sem ég gæti gengið að. Þeir hlustuðu á mig, en sögð- ust halda, að sýningin félli nið- ur og að formaðurinn hefði sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Þó hagaði annar þeirra orðum sín- um þannig, að mér varð það hvatning til að leita uppi for- manninn daginn eftir, ef vera kynni að ég gæti mýkt skap hans, því satt að segja óaði mér við því, að hann í reiðikasti léti það eftir lund sinni að fella nið- ur frumsýninguna. Ég fann hann þar sem hann var í óða önn að búa sig undir að leika hlutverkið sjálfur, sem frægt er orðið. Ég hvarf frá við svo búið, en þó hughægara er ég vissi sýning- unni borgið og hlutverkið í góð- um höndum. Ekki var raunar nema eðlilegt að afþakkaður væri sá frestur, sem ég hafði boðið, fyrst hann var óþarfur. Hins vegar er mér vandskilin nauðsyn þess, að trufla frum- sýningargesti á „Sú gamla kem- ur í heimsókn" með formála er vekti athygli þeirra sérlega á því hvernig farið er að því að hlaupa inn í hlutverk með litlum fyrirvara. Blaðaskrifin, sem síðan eru orðin, eru mér enn óskiljanlegri og verða svo líklega um sinn. Erlingur GÍslason, leikari. P.S. Ennfremur má benda á að frá sjónarhóli leikara, sem ekki er fastráðinn, hafa launagreiðslur frá Leikfélaginu haldist óbreytt ar frá því um 1930, þá kostaði aðgöngumiði ca. 4,50, en kaup leikara kringum 20—25 krónur. — í dag er miðaverðið kr. 110,00 en kvöldikaupið kr. 550,00 sem rifizt er um. Þ.e. fimmfalt að göngumiðaverð eins og árið 1930. — Vinur hafsins Frarnh. af bls. 15 hinnar alræmdu einokunarverzl- unar. f grundvallaratriðum fjall- ar söguþráðurinn sem sagt um það gjörræði, sem einnig var ís- lands á þeim tíma. Persónulýs ingar hennar eiga við nútímann og um alla framtíð, þótt hér sé um sagnfræðilega skáldsögu að ræða. Illmennin eru ekki algjörir djöflar og hinir góðu hafa sína galla, eru ekki algjörir englar. Með þessu eykst ekki aðeins hið ytra og hið innra sannleiksgildi verksins heldur verður það einnig meira spennandi. Aðalsöguhetjan er Daninn Ped er Börresen, sem er orðinn prest' ur í Þórshöfn. Hann kemst fljót- lega að því, að það er ekki -allt með sóma í hinu vanrækta sam- félagi. Hann er ekki lengi að komast að raun um, að hann muni taka málstað þeirra, sem ó- rétti eru beittir. Og hann ávinnur sér þegar fjandmenn meðal hins spillta hóps, sem reynir að lóta eins illt af sér leiða og honum er unnt. Nokkrir þeirra geta þó ekki þolað hvern annan inn byrðis og fréttir um óstjórnina berast til æðri staða í Kaup- mannahöfn. Uppreisnareldurinn, sem nærzt hefur í leynum, brýzt út. Peder Börresen er um margt líkur hinum ágæta presti Lucas Ðebes, þótt hann sé ekki fyrir- myndin, en skrifa hans um Fær- eyjar er unnt að njóta með mik- illi ánægju enn þann dag í dag. Heinesen hefur skrifað hina nýju bók sína með yfirbragði mállíkinga. Hann notfærir sér latínuskotin orðatiltæki á sama hátt og prestar og aðrir lærðir menn gerðu fyrir 300 árum. At- burðirnir gerast hver á fætur öðrum. Bókin er saman sett úr mörgum þráðum, sem allir eru samofnir í einn. Spennan helzt til síðustu blað^íðu. „Hin góða von“ er í formi sendibréfa. Peder Börresen skýrir vini sínum og starfsbróður í Noregi frá því sem á dagana hefur drifið. Einstöku sinnum vitnar hann í dagbók sína. Eins og í -öðrum bókum Heinesens er hér einnig fjallað um árstíðirnar, hafið og geim- inn, veðráttuna, hrörnun og þroska. Skáldsögur Heinesens hafa ver ið þýddar á fjölmörg tungumál. Svo mun einnig verða um „Hin góða von“. Hún er samt sú af skáldsögunum, sem erfiðast er að þýða, því skáldið hefur viljað endurskapa liðinn tíma fyrir nú- tíðina og um alla eilífð með mál- líkingum sínum. Þetta er ekki að eins bók um sora einokunarverzl- unarinnar heldur um hina eilífu Tveir bifreiðaárekstrar í GÆR um hádegisbil varð all- harður árekstur á mótum Miklu- brautar og Grensásvegar. Fólks- bifreið á leið austur Miklubraut var sveigt til hægri og í veg fyrir aðra fólksbifreið, sem var á vest- urleið. Við áreksturinn gekk fram hurð annarrar bifreiðarinnar inn með þeim afleiðingum, að öku- maður meiddist á síðu. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna, en meiðsli hans voru ekki talin al- varleg. Þá varð annar mjög harður árekstur um kl. 11 á mótum- Miklubrautar og Lönguhlíðar. Varð það með þeim hætti, að bif- reið var ekið vestur Miklubraut og yfir gatnamótin á rauðu Ijósi, að því er talið er. í sömu andrá var annarri bifreið einnig ekið inn á gatnamótin, og var sú bif- reið á leið norður Lönguhlíð. Skullu bifreiðarnar saman af miklum krafti, og valt sú fyrr- nefnda á hliðina og síðan á götu- ljósin, sem brotnuðu niður við höggið. Ekki urðu nein slys á íólki er þetta óhapp vildi til. baráttu milli hins réttláta og rangláta, milli góðs og ills. Enn erfiðara er að sjálfsögðu að þýða ljóð hans, en það verður að ger- ast. Einnig sem ljóðskáld er hann meðal hinna mestu i heiminum — í ætt við ljóðskáld sem írann Yeates og Frakkann Perse. Þessi tónlistarunnandi Færeyingur á einnig margt sammerkt með Mozart, eftii’lætistónskáldi sínu, og Jörgen-Frantz Jacobsens. Á maður að telja það tákn- rænt, að hann hefur byggt hús sitt hátt yfir bænum og hafinu? Þaðan sér hann yfir bæinn, sem hann þekkir betur en nokkur annar, og út yfir Nolsöfjord og langt út á Atlantshafið. Horfi hann út um aðra glugga í húsi sínu sér hann til austurs og norð- urs: fjallstinda og heimshaf. Jeg ved et land hvor vinterdagen over havet er som skumringen mellem gamle grave. Sá er jeg hjemme igen. Mælken smager af hö og törverög. Kedlen syder sagligt over ilden. Udenfor synger. ubegribeligt mange millioner tons af vand. Udenfor jager vinterstærenes aftenkáde flokke. Fárene gár til hvile pá fjeldet med dug og nordlys í pelsen. (Ég þekki land / þar sem vetrar- dagur á hafinu / er sem húmið milli gamalla grafa / — Svo er ég heima á ný. / Mjólkin ber keim af heyi og móreyk. / Ketill- inn suðar hljóðlega yfir eldin- um. / Úti niða / óskiljanlega margar milljónir tonna af sjó. / — Úti þjóta um flokkar kvöld- glaðra vetrarstara. / Féð fer til hvílu á fjallinu / með dögg og norðurljós í reifum). Eins og á tímum faraósins Pepi fyrsta stendur hegrinn enn við ströndina í sömu stöðu og á sama stað. Hafdjúpið og golan gefur tímans gesti hugboð um eitthvað, sem er eilíft, á meðan kynslóðir koma og fara. Skáldið þekkir gröf hvor græsset hjemligt hvisker med mulm og evighed í mælet. (Þar sem grasið hvíslar værðar- lega / og myrkur og eilífð felst í mæli þess). Poul P. M. Pedersen. Slæm spretta vestra ísafirði, 21. maí. VORIÐ hefur verið mjög kalt hér um slóðir og þurrviðrasamt og gólfar mikið. Sauðburður er fyrir nokkru hafinn og gengur yfirleitt vel, en gróðri fer held- ur lítið fram, vegna kuldans. Eru bændur uggandi um að lítil spretta verði í sumar, ef ekki hlýnar brátt í veðri. Vegir eru nú hvarvetna færir á Vestfjörðum og hafa komið heldur sæmilega undan vetri, þótt á nökkrum stöðum hafi runnið úr, en byrjað er á lagfær ingum vegarma. Þorskafjarðar- heiði mun vera orðin sæmilega vel fær og hefur Djúpbáturinn Fagranes þegar flutt nokkuð á annan tug 'bíla milli ísafjarðar og Ögurs, báðar leiðir. Hefjast þeir bílaflutningar miklu fyrr en þekkzt hefur áður. Vöruflutning ar með bílum eru enn ekki hafn ir, enda mun vegurinn yfir Þing mannaheiði enn ekki kominn í nógu gott ástand fyrir svo þunga bíla og sama mun að segja um veginn á Kollafirði og víðar' í A-Barðastrandarsýslu. Tveir stór ir flutningabílar frá þeim Gunn- ari og Ebenezer, sem annast mest alla flutninga á landi milli Reykjavíkur og ísafjarðar, fóru héðan tómir í morgxin suður og vonast þeir félagar til að fá fljót lega leyfi til að hefja flutninga. Miklar annir eru jyi hjá skipa smíðastöð M. .Bernharðssonar, enda mestallur vestfirzki flotinn í vorhreinsun og’ viðgerð, auk nokkurra aðkomubáta. H. T. NÝJUM BlL. A K/Ð SJALF Hlmenna bifreiðaleigan hf. Klapparstíg 40. — Simi 13176 ★ Hringbraut 106. — Siml 1513. * ______a£S Suðurgata 64. — Sími 1110 að auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. MAGNUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190-21185 eftirlokun simi 21037 J===*0IIA1£/GAM ER ELZTA REYNDASTA OC ÓDÝRASTA bílaleigan í Reykjavik. Sír ni 22-0-22 B . BÍLALEIGAN BÍLLINN' 1 RENT-AN - ICECAR r SÍMI 188 33 BILALEIGAN BltLINN RENT-AN - ICECAR Sl'MI 188 3 3 LITLA bifreiðoleigun Ingólfsstræti 11. VW 1500 - Volkswagen 1800 BÍLALEIGA Goðheimar 1. Consul Cortina — Zephyr Volkswagen. sllVll 37661 Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútaf pústror o. ÍL varahiutir margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJ6ÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórsliamri við Templarasund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.