Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. maí 1963 MORGUNBIAÐIÐ 19 Hagur Eimskipafélags íslands batnaði verulega árið 1964 HagnaSur varð tæpar 11 mllSjénir króne eftir 15,5 milljón króna afskriftir — Frá aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær HAGNAÐUR af rekstri Eimskipa félags Islands nam tæpum 11 milljónum króna árið 1964, en Þá höfðu verið afskrifaðar af eignum þess 15-5 milljónir króna. Hagnaður af rekstri skipa fé- lagsins nam 55.8 milljónum króna en 3,9 milljón króna tap varð á vöruafgreiðslu. Hagur félagsins hefur batnað verulega frá árinu 1963, en þá varð 22.8 milljón króna tap eftir 26 milljón króna afskriftir. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á aðalfundi E. i. sem haldinn var í gærdag- Fundurinn hófst um kl. 2 síð- degis og bauð formaður stjórnar . innar, Einar B. Guðmundsson, hluthafa og g.esti velkomna. Til inefndi hann Lárus Jóhannesson, fyrrum hæstaréttardómara, sem fundarstjóra. Lýsti Lárus fund- inn löglegan, þar sem aðgöngu- miðar hefðu verið afhentir fyrir Ö5.2% hlutaifjári Því næst flutti Einar B. Guð- mundsson skýrslu stjórnarinnar. í upphafi máls síns minntist hann þeirra Tómásar Jónssonar, borgarlögmanns, Ólafs Thors, forsætisráðlherra, og Thor hhors, sendiherra, og risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu þeirra- Gjaldkeri félagsins, Pétur Sig- ur'ðsson, forstjóri las upp reikn- inga félagsins og Árni G. Eggerts son flutti kveðju frá Vestur-fs- lendingum. Árni sagði m.a. að |>að hafi verið Vestur-íslending- um mikil upþörvun að fylgjast með þróun Eimskip s.l. hálfa öld og að þeir teldu sig ekki útlend- inga á íslandi, enda ættu mál- efni íslendinga hljómgrunn með al landa vestan hafs. -Þótt þeim færi fækkandi vestra, sem slitu barnsskónum á baðstofu- gólfum heima á fslandi, væri ekki ástæða til a'ð ætla að sam- skiptin við ísland héldu ekki éfram og að þau yrðu til góðs. Árnaði hann Eimskipafélagi ís- lands allra heilla og glessunar um ókomin ár- Úr stjóra féjagsins áttu að ganga Jón Árnason, PétUr Sig- urðsson, Loftur Bjarnason og Árni G. Eggertsson. Loftur Bjarnason baðst eindregið undan endurkosningu og voru honum þökkuð góð störf í þágu félags- ins. Þeir sem úr stjórn áttu að ganga, voru allir endurkjörnir nema að Halldór H. Jónsson var kosinn í stað Lofts. Samiþykkt var tillaga félags- stjórnar að greiða hluthöfum 10% afð, svo og að gefa Hjarta- vernd 200 þúsund krónur og til- laga urn breytingar á reglum um Eftirlaunasjóð og Lífeyrissjóð. í ræðu stjórnarformanns, Ein- ars B. Guðmundssonar, komu eftirfarandi upplýsingar m.a. fram: • Nýr skrifstofustjóri hefur verið ráðinn fyrir skrifstotfu Eim skip í Kaupmannahöfn í stað Á9bergs Sigurðssonar, sem skip- aður var sýslumaður í Bar'ða- strandasýslu á s.l. ári. Er það Svend Petersen, sem starfað hefur á skrifstofunni í Höfn í 37 ár- Jafnan verður séð til þess, að ís'lenzkur starfsmaður verði á Skrifstofunni í Höfn farþegum og viðskiptamönnum til aðstoðar. • Hlutafé félagsins nemur 16.807.500 krónum og þar af hafa veri'ð gefin út jöfnunarhlutabréf fyrir rúmar 12 milljónir kr. eða um 72.5%. Hluthafar eru 10.702 talsins og þar af eru aðeins um 300 hluíhafar, sem eiga hluta- bréf að nafnverði yfir 5 þúsund krcnur. • Tvö af skipum félagsins hafa verið seld úr landi, þar sem þau voru orðin gömul og dýr í rekstri- Tröllafoss, sem var 19 ára gamall, keyptur 1948 af E. f. fyrir 4.5 mililj. kr., vár seldur fyrir rúml. 10.1 milljón kr. Reykjafoss var seldur fyrir 9 milljónir kr-, en skipið var 17 ára gamalt, keypt 1951 fyrir rúmar 10 milljónir. • Eimskip hefur gert samn- inga við Álborg Værft í Dan- mörku um smíði tveggja skipa, sem geta flutt um 3.500 tonn af vörum hvort. Heildarkostnaður við hvort þeirra er um 56 milljón ir kr. Annað skipi'ð var afhent félaginu s.l. fimmtudag, en því hefur verið gefið nafnið Skóga- foss, og er það væntanlegt til Reykjavíkur um miðjan júní n.k. Síðara skipið kemur væntanlega í október eða nóvember í haust- • Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um alla þá Vestur- íslendinga, sem hlut áttu a'ð stofnun Eimskipafélagsins. Var það Grettir Eggertsson, sonur Árna Eggertssonar í Winnipeg, sem á sínum tíma lagði óhemju vinnu í söfnun hlutafjár vestan- hafs, sem aðallega hefur beitt sér fyrir stofnun sjóðsins, en hann ber nafnið Háskólasjóður H.f. Eimskipafélags fslands. Eig inkona Árna heitins og börn hans gáfu EimskipafélagShlutabréf sín að upphæð 347 þúsund kr. svo 75.130 krónur í peningum til stofnunar sjóðsins. Grettir hefur síðan beitt sér fyrir þvi, að sem flest hlutabréif V-íslendinga flyttust heim án endurgjalds og hafa margir gefið bréf sín, svo nú ,miá telja hlutabréfaeign hans 530 þúsund krónur og hefur Grettir tilkynnt áð þetta ætti eft ir að vaxa. Á fundi Háskólasjóðs ins sl- þriðjudag var samþykkt að afhenda Háskóla Íslands 50 þúsund krónur og hefur háskóla ráð frjálsan ráðstöfunarrétt á fénm • Ákveðið hefur verið að láta gagngera endurskoðun fara fram á öllu tryggingarkerfi Eim- skipafélagsins. • Áform um byggingu nýs farþegaskips eru á prjónunum og hefur verfð leitað til Álborg Værft um tillögur og uppdrætti að nýju skipi og er á næstunni von á hvorutveggja. Gert er ráð fyrir, að nýtt farþegaskip, sem tæki 350 farþega, muni ef til vill kosta um 200 milljónir króna. Langan tíma mun taka að hrinda áformi um nýtt farþegaskip í framkvæmd. • Eftirlaunasjóður félagsins nemur um 7.2 milljónum kr. og lífeyrissjóður 17.5 millj- króna. Hafa 94 sjóðsfélögum verið lán- aðar 14.4 milljónir úr lífeyris- sjóðnum. • Á árinu 1964 voru vöruiflutn ingar félags'ins samtals 360 þús- und tonn, eða 33 þúsund tonn- um meiri en árið 1963. Af þessu magni fluttu leiguskip um 15 þúsund tonn. Ári'ð 1959 námu vöruflutningarnir 248 þúsund tonnum, voru 112 þúsund tonn- um minni en 1964. Talsvert dró Árni G. Eggertsson flytur kveðju frá Vestur-lslendingum á fund- inum. úr vöruflutningum á s.l. ári milli hafna erlendis, en það var vegna þess að kjötflutningar milli ír- lands og Bandaríkjanna lögðust niður- Skip félagsins sigldu sam tals 510 þúsund sjómilur á s.L ári. • Farþegar með skipum Eim- skip 1964 voru alls 7955, þar af 7193 með Gullfossi. Var þetta 1350 farþegum fleira en 1963 og hefur farþegafjöldinn aldrei ver ið meiri í sögu félagsins.- • Brúttóte'kjur eigin skipa námu 337-4 millj. en brúttóút- gjöld þeirra 281.6 milljónum, svo brúttóhagnaður nam 55.8 milljónum kr. Hagnaður af leigu skipum nam rúml. 1 milljón og þóknun fyrir afgreiðslu erlendra skipa liðlega 1.9 mlilj. kr. Brúttó tékjur 1964 námu 345 milljónum og var hagnaður tæpar 11 milljón ir. Tap var á vöruafgrei'ðslunni og nam það 3.9 milljónum. • Heildarlaunagreiðslur 1964 voru 132.4 milljónir, en voru 72-8 milljónir 1961. Gert er ráð fyrir að launagreiðslur hækki á þessu ári talsvert. • Samkvæmt efnahagsreikn ingi eru eignir við s.l. áramót 257 milljónir, en skuldir 251 milljón. Skip félagsins, 11 að tölu voru bókfærð á 72 milljónir, þar af Gullfoss á 1.7 milljón. Og all- ar fasteignir voru bókfærðar á 50 milljónir kr- • Afgreiðslumenn Eimskipa- félagsins eru samtals um 270, þar af 55 innlendir og 221 erlendir. í lok ræðu sinnar flutti Einar B. Guðmundsson vi'ðskiptamönn- um Eimskipafélagsins þakkir fyr ir ágaét samskipti, svo og stjórn-- völdum ríkis og borgar fyrir vel vild fyrr og síðar. Loks þakkaði hann starfsmönnum fyrirtækis- ins á sjó og landi fyrir þau störf, sem þeir hafa leyst al hendi Nokkur verzlunarhúsnæði eru til sölu í þessari viðskiptamiðstöð (shoppmg-ce nter) sem er i byggingu við Háaleitis- braut. — Upplýsingar gefur Sigurður Magnússon á skrifstofu okkar, Laugavegi 172. AUSTURVER H.F. Skrifstofan — Laugavegi 172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.