Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 3
ILauffardamir 22. ma’ 1ð<?5 MORCUNBLAÐIÐ 3 1»AÐ voru glaðlegir krakkar sem við hittum fyrir á hin- um nýja barnagæzluvelli við Bólstaðarhlið, en eins og skýrt hefur verið frá í blað- inu var hann opnaður s.l. þriðjudag. Börnin undu glöð í solinni, og það mátti vart í milli sjá, hvort hafði meira aðdráttarafl, rólurnar eða vegasöltin. í annan stað voru þau, sem kusu að dvelja í ró og næði í sandkassanum og byggja þar hallir og kast- ala eins og í ævintýrunum eða þá bara að moka sandi í tómar fötur og hella svo aftur úr fötunni. Þegar á fyrsta degi var það Rennibrautin haloi mikiú að dratlarafl eins og sja má. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) „pratt tyrir allt er betra að vera vel klædd . . . eða það finnst mömmu að minnsta kosti“. Alvarlega þenkjandi ungfrúr í sandkassanum. koma með þau á smábarna- gæzluvöll í fyrsta sinn, fá stúlk ur, sem annast gæzlu þeim í hendur sérstakar reglur um starfrækslu viðkomandi vall ar. Segir þar m.a.: „Foreldr- um er skylt að láta fylgja bömunum milli leikvallar otg heimilis og sækja þau á rétt- um tíma. Sem fyrr segir er hinn nýi barnagæzluvöllur við Bólstaðarhlíð búinn góð- um leiktækjum og kennir þar margra grasa. Má segja með nokkrum sanni, að hér sé ævintýraheimur barnanna. Það fór ekki á milli mála, að hann Ólafur, ljósmyndar- leik í sumarsól. Mjmdirnar hér á síðunni bera þess glöggt vitni. Tvær stúlkur líta eftir börn unum frá kl. 9—12 árdegis, og 2—5 síðdegis. Gert er ráð fyrir, að börnin séu á aldr- inum tveggja til fimm ára. Þegar aðstandendur barna Við heimsækjum nýjan barna- gæzluvöll við BólsfaðarhSíð ljóst að opnun þessa leikvall ar í þessum borgarhluta var tímabær, því mikill fjöldi barna dreif að. Með ört vax- andi umferð í borginni verð- ur þörfiri fyrir barnagæzlu- velli æ brýnni. I>að er foreldr um mikið öryggi að vita af börnum sínum á slíkum stöð um, fjarri umferðaskarkala. inn okkar, var vinsælasti mað ur dagsins. Óvíst er lika hvort unnt sé að fá skemmtilegra myndaefni en glaðleg börn að Börn ai leika í sumarsól SUKSIÍIMIi Þjóðnýting vinnuaflsins Þjóðnýtingaráform eiga ekkl upp á pallborðið hjá þeim þjóð- um, sem niú búa við mesta vel- megun. Iner vita, sem er, að þar er um úreltar kenningar að ræða, sem mistekizt hafa í framkvæmd að mestu eða öllu leyti, þar sem reynt hefur verið að byggja á þeim. Hugmyndin um þegnskyldu- vinnu hefur stumdum skotið upp kollinum hér á landi og á ólík- legustu stöðum. Þegnskylduvinna er raunverulega ekki annað en þjóðnýting vinnuafls, enda hefur hún verið stunduð í ríkjum, sem búa við þjóðskipulag komnvun- isma og fasisma. „Arbeit macht frei“ var vígorð nazista, þegar þeir smöluðu fólki saraan í vinnn búðir til þess að vinna „að þjóð- nýtum verkefnum“ og ræktuðu með því „þjóðlegar dyggðir". Sami söngurinn er kyrjaður í löndum kommúnista, þegar ,„sjálf boðaliðssveitir“ ungs fólks eru sendar til óræktaðra landsvæða. Áður en menn gerast talsmenn þegnskylduvinnu, ættu þeir að hugleiða, að hér er ekkert annað en þjóðnýting vinnuafls á ferð- inni, þar sem ríkisvaldið getur skipað mönnum til vinn.u eftir geðþótta á bezta tima ævi þeirra. Tvær hliðar eru þó á hverju máli, og sjálfsagt mætti finua rök, sem mælt gætu með einhvers konar þegnskylduvinnu. Njósnir Rússa 'í Bandaríkjunum Yfirmaður bamdarísku alrikis- lögreglunnar (FBI), J. Edgar Hoover, gaf út yfirlýsingu fyrir fyrir nokkru, sem mikla athygli hefur vakið. Segir hann, sem gerst ætti að vita um þessa hluti, að njósnarar séu í nánast hverri sendinefnd frá Sovétríkjunum, sem heimsæki Bandaríkin. Séu þeir bæði meðal diplómata, frétta manna, stúdenta, visimdamanna; í verzlunarsendinefndum og menningarsendinefndum. Ekkert lát hefur verið á njósnaárásum á land okkar af hálfu kommún- istaríkjanna“, segir Hoover. Þessi yfirlýsing hefur vakið at- hygrli vegna þess, að menn höifðu talið, að dregið hefði úr njósnum Sovétríkjanna í Bandaríkjunum með síbatnandi sambúð ríkjanna. Svo hefur þó ekki orðið, enda er talið, að leynilögregla Sovét- ríkjanma sé svo sterkt afl í heima landi sínu, að stjómarvöld eigi örðugt með að draga úr starf- semi hennar. Er jafnvel álitið, að leynilögreglan reyni stundum vísvitandi að spiILa sambúð Sovétríkjanna við Vesturveldin, eins og sinnépsgasárásin á vestur þýzka diplómatinm sýndi ekki alla fyrir löngu. Njósnir Rússa á Islandi Rússar hafa orðið uppvísir að njósnastarfsemi hér á landi, eins og kunnugt er. Þó að ekki ætti að vera margt til að njósna um hérlendis, hefur Rússum samt þótt taka því að reyna að stunda njósnir á tslandi. Njósnir Rússa hér munu hafa hafizt löngu fyrir seimustu heims- styrjöld, og á árunum 1928—1933 var þeim stjórnað frá West- Europa-Búro Komintems í Wil- helmstrasse í Berlín (undir nafninu Fuhrer-Verlag). Síðar fluttist stjórnán til „arkitekta- og verkfræðingafyrirtækisins“ A. Salvo & Co. úti á Vesterport í Kaupnmnnahöfn. Skyldi enginn ísledingur hafa komið þangað í heimsókn til Ottos Kuusinens, Richards Jensens, Michaels Avat- ins og Erasts Wollwebers?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.