Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ r Lattgardagur 22. inaí 1965 ANN PETRY: STRÆTID Gary Cap kinkaði kolli. Hann stóð gleiður með hendur á síðum, beint íramundan Bub, og glotti. Það nægði alltaf, hugsaði hann. Koma af stað áflogum og taka svo peningana af krakkanum og hvað, sem hann hefði á sér. Þannig var hægt að ræna, hvern sem vera skyldi, um hábjartan daginn. Hópurinn umkringdi blátt áfram áflogahundana, þegar þeir væru farnir að fljúgast á. Hann beið eftir Bub, sem nálg aðist hægt, og naut þess að sjá hann líta upp og sjá, að hann var genginn í gildruna. —Hæ, sagði Gray Cap glott- andi. Bub leit upp, hissa. Hann leit hægt við, og vissi alveg fyrir- fram, hvað hann myndi sjá. Já, þarna var einn til hvorrar hand- ar og tveir . . nei, þrír . . að baki honuni. Hann lét áfram og hugsaði sér að ganga beint að Gray Cap, en snúa þá snöggt við og komast inn í dyrnar. Höndinni á Gray Cap skaut út og hún greip í kragann á Bub. — Slepptu fötunum mínum, sagði Bub vesældarlega. — Hver á að gera hvað? spurði Gray Cap. Bub svaraði ekki. — Mamma þín er hóra, sagði hinn, snögglega. Bub hnykkti við. — Hvað er það? — Hann segist ekki vita, hvað það er. Bendum á hann! Gray Cap leit á fylgismenn sína. Hann veit ekki, hvað hún mamma hans er, ha, ha! — Hún er það ekki! sagði Bub í varnarskyni, því að hann þótt- ist neyddur til að andmæla, hverju, sem hinn segði um mömmu hans. — Hvað segirðu, að hún sé ekki. Og búinn að segja, að þú Nýjasta hefti ICELAND REVIEW kynnir á fræði- legan hótt íslendinginn LEIF HEPPNA. Sendið ritið vinum og viðskiptamönnum yðar erlendis. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi 50374. Kópavogur Afgreíðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, simi 40748. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, simi 1905. Auk þess að annast þjón- nstu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð vitir ekki hvað það er. Bendum á hann! Bub svaraði engu. — Mamma hans er hóra, end- urtók Gray Cap. — Gerir ijótt með karlmönnum, bætti hann við til skýringar. — Hún gerir það ekki, sagði Bub. — Og þið skulum hætta að tala um hana. — Bölvaður. . . . Drengurinn beindi höggi að Bub, en hann gat beygt sig niður svo að höggið missti marks. En þá hrinti Gray Cap honum, svo að hann missti jafnvægið og datt kylliflatur á stéttina. Hann stóð samt upp aftur og fékk þá högg á nefið. Og það fór að blæða úr því. Hinir ruddust nú allir að hon- um og tóku til að leita í vösum hans. Gray Cap kom auga á frú 45 Hedges í glugganum sínum, horf- andi á það, sem fram fór, án þess að láta sér bregða. En hann var svo ánægður yfir þessu vesældarlega fórnarlambi sínu,' sem nú var hægt að ræna, að hann æpti upp: — Já, og þú ert líka hóra- — Þú þarna, Charlie Moore! Frú Hedges hallaði sér út úr glugganúm. — Þú gerir svo vel og lætur krakkann vera! Allir litu upp til gluggans og andlitin voru ólundarleg og skuggaleg . . hatursfull. Hendurn ar teygðu sig enn í áttina til Bubs og reyndu að ná til hans. Gray Cap glápti á hana, en svaraði engu. — Enginn hreyfði sig. — Þið heyrðuð vonandi til mín, skit- seiðin ykkar, sagði hún með breiðu, viðkunnanlegu röddinni sinni. — Þið látið þennan dreng í friði. Annars skal ég hjálpa ykkur til þess. — O, svei. Hendurnar á Gray Cap héngu niður með síðunum. Drengirnir hörfuðu hægt, sneru út að strætinu og héldu sig þétt saman. Gray Cap fór seinastur. Hann sneri sér að Bub og sagði: — Svo að þú færð aðra til að berjast fyrir þig! Ég skal ganga frá þér. Ég skal ná í þig þegar þú ferð heim úr skólanum og ganga al- mennilega frá þér. — Nei, það skaltu einmitt ekki, Charlie Moore. Ef þessi drengur kemur úr skólanum rifinn og tættur, þá veit ég hverjum það er að kenna. Þú platar mig ekki, kall minn. Hann hörfaði undan þessu hörkulega augnatilliti hennar. — O, mamma hans er hóra, og það ert þú líka, tautaði hann. Það var vesældarleg ögrun, og hann sagði það ekki hátt, en hann varð að segja það, af því að hinir stóðu þarna á stéttinni. Þeir höfðu hendur í vösum og störðu upp eftir götunni, eins og þeim væri alveg sama um þetta, en hann vissi alveg, að þeir hlust- uðu, af því að Það skein út úr öllum letilegum andlitunum. — Hafðu þig héðan burt, Charlie Moore, sagði frú Hedges. — Og vertu ekki hérna á ferð- inni meira en þú þarft. Frú Hedges var kyrr á glugg- anum og handleggirnir hvíldu á gluggakistunni. Hún og Bub horfðu lengi hvort á annað. Þ'ns var eins og þau ættu þögult sam tal . . . skildu hvort annars þján- ingar og vorkenndu hvort öðru, og það var einsog hún lofaði að gleyma þessu atviki og minnast aldrei á það framar. Drengurinn sýndist afskaplega lítill í saman- burði við risavöxt konunnar. Blóð lak úr nefinu á honum, fjólublátt á dökku andlitinu. Hann skalf rétt eins og honum væri kalt. Allt í einu litu þau hvort af öðru, rétt eins og eftir samkomu lagi. Frú Hedges beindi athygli sinni að strætinu. Bub gekk inn í húsið og blés blóðbólur með nefinu. Hann var hræddur. Hann tók að rannsaka þennan ótta sinn, þar sem hann stóð í forstofunni. Það var eins og eitthvað hefði náð taki á honum og vildi ekki sleppa honum aftur, og hvað sem það nú var, þá kom það honum til að skjálfa. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það væri af því að hann hafði bæði logið og lent í áflogum á einum og sama degi. En hann hefði alls ekki getað komizt hjá áflogunum. Hann gat ekki liðið neinum að tala þannig um móður sína. Hann barði á kjallarahurðina undir tröppunum. Hann skalf enn af hræðslu og æsingi. Þungt og hægt fótatak húsvarðarins, sem nálgaðist, var einskonar ógnun. Þegar Jones opnaði dyrn ar, fór hann með honum niður stigann, níður í kjallarann. Þegar hann var kominn niður á neðstu tröppuna, var honum farið að líða betur. Hann af- henti húsverðinum alltaf bréfin þarna. Hitinn þarna var þæg'ilegur og vinalegur. Píptirnar, sem lágu uppi undir lofti, þaktar skít, ljósaperurnar í málmhykjum, hrúgurnar af kolum, gljáandi svörtum í hálfdimmunni, hver einkennilegur þefur þarna í kjall aranum, gerði hann að einskon- ar ræningjabæli. Og svo var svo rúmgott hérna niðri. Hann losnaði smám sam- an við óþægindin, sem það hafði valdið honum að heyra svona talað um hana mömmu sína. Að- eins orðin, sem höfðu komið út úr munninum á Grey. Cap urðu kyrr í huga hans. Þetta hérna var raunverulegt. Hitt var bara ljótur draumur. Og að fara heim úr skólanum í þögla, tóma stofu var heldur ekki raunverulegt. Þetta stóra hlýja rúm var staðurinn þar sem hon- um fannst hann vera heima hjá sér. Vörður var spæjaraforinginn og hann sjálfur, Bub, var aðal- aðstoðarmaður hans. Hann lyfti hendi í kveðju skyni. — Gerðu svo vel, kafteinn, Hann dró samanvöðluð bréfin úr vasanum. Húsvörðurinn hélt þeim laus- lega í vinnulúinni hendinni. — Ég fæ þau yfirvöldunum á morg- un. Hann leit á Bub með for- vitni. — Hefurðu verið að slást? spurði hann. Bub þurrkaði sér um nefið með jakkaerminni. — Já, víst, sagði hann, — og ég hafði betur. Hinn strákurinn var allur í klessu. Tvö glóðaraugu. Og hann missti eina tönn. Framtönn. — Gott, sagði Jones. En í huga sínum sagði hann, að strákarnir hefðu átt að kála bolvuðum grís- lingnum. — Á ekki að setja þessi bréf, sem ekki eru þau réttu, aftur í kassana. — Jú, samþykkti Jones. Hinir karlarnir setja þau aftur. — Svo? sagði hann og honum létti. — Hefurðu náð í nokkra af bófun- um ennþá? — Nei, en þetta kemur. Það tekur dálítinn tíma. Hafðu engar áhyggjur af því. Þeir ná áreiðan- lega í þá. — Ég held ég verði að vinna svolítið meira, sagði Bub. Það er langt þangað til mamma kemur heim. Strætið var skárra en þessi leiðinlega stofa uppi. Og hann skyldi hafa vel auga með Gray Cap og óaldarflokki hans. Hann ætlaði ekki að renna beint á þá eins og áðan. — Það er gott, sagði Jones. — Wí duglegri sem þú ert, því vjótar nær löggan í bófana. 15. kafli. Min kom út úr íbúðinni og hélt fast á brúnum böggli undir hendinni. í honum voru vinnu fötin hennar, upplitaður inni- kjóll og slitnir gamlir skór, sem hæfðu líkþurnunum hennar. Hún staðnæmdist áður en út á götuna kom til þess að líta til himins. Hann var blýgrár og ólundarleg- ur og þungbúinn. Stormský, sem voru enn dekkri þutu eftir hon- um. Hún hleypti brúnum. Nú mundi rigna eða snjóa, því að veðrið var svo kaldranalegt og það var eins og hún fyndi snjó- þef af því. Strætið var þögult. Það var dimmt. Það var rétt svo, að hún sæi húsin binumegin. Hún ætti svo sem að vera orðin vön þess- ari morgundimmu, en það var hún bara ekki. Það olli henni einhverrar innvortis vanliðunar og hún hélt áfram að líta til beggja hliða og hlusta eftir hljóð um og rýna eftir þöglu húsunum meðan hún færði böggulinn und- an öðrum handleggnum og undir hinn. Það var útlitið fyrir snjó, sem gerði henni þessa vanlíðan. í fyrravetur höfðu þeir verið fleiri morgnanir, þegar "himinn- inn var dökkblár og sólin stafaði ljósrauðu skini yfir strætið. Hún hafði þá verið full ánægju, af því að hún var laus við áhyggjur út af húsaleigunni, og var meira að segja að leggja fyrir aura fyrir fölsku tönnunum og kaupa ýmislegt smávegis til að gera íbúðina hjá Jones vist- legri. Hún leit á dimma grámann í loftinu og hugsaði til þessa veð- urs, sem hafði gert þennan vetur einhvern þann lengsta, sem hún hafði haft af að segja. Og það var Jones að kenna. Því að hún var því svo sem alvön að fara til vinnu í myrkri og koma ekki heim fyrr en í myrkri, en hún hafði ekkert sett það fyrir sig fyrr en þessi breyting fór að verða á honum Jones. Þessi breyting á honum, hafði gert íbúðina að óviðkunnanleg- Um og leiðinlegum stað. Þessi stöðuga vonzka í honum, og þessi ólundarlega þögn hafði fyllt stof- una, þangað til hún var orðin eins og bakaraofn . . . lítið og algjörlega innilokað rúm, þangað sem aldrei náði neinn sólargeisli. Þetta- hafði nú gengið svona vik- um saman, og henni fannst hún ekki mundu geta þolað það öllu Iengur. Hann hafði ekki verið almenni- legur nema rétt þarna, þegar hann fékk höfuðverkinn. Þá hafði hann talað við hana allt kvöldið og komið til hennar við uppþvott inn og þurrkað diskana eftir því sem hún þvoði þá, og svo síðar hafði hann í fyrsta skipti beðið hana að gera sér greiða. Þegar hún fór út til að láta smíða lykilinn fyrir hann, hafði hún verið gripin sælukennd. Hún beið þolinmóð meðan maðurinn var að fitla við málmstykkið, sem átti að lokum að koma út úr vélinni hjá honum sem lykill, því að hún var viss um, að Jones mundi koma upp í til hennar um kvöldið, og sofa aftur hjá henni. Það var nú eitt í viðbót. Enda þótt íbúðin væri alltaf að minnka, hafði rúmið hennar allt- af stækkað og stækkað, þangað til hún lá í þessari miklu víð- áttu . . . alein. Það var ekki rétt, að kona svæfi svona ein, nótt eftir nótt, og það var ekki al- mennilegt, að rúmið skyldi teygja sig svona í aliar áttir burt frá henni. En þegar hún svo kom aftur með lykilinn, sagði hann, að höf- uðverkurinn væri enn svo slæm- ur, að hann yrði að sofa inni 1 stofunni áfram. Næsta dag hafði hún flýtt sér heim úr vinnunni og hlakkað til endurtekningar 4 þessu skemmtilega kvöldi, og þá hafði hann verið vitlaus af vonzku, svo að hún mátti gera svo vel að halda sig í svefnher- berginu og loka að sér, og heyra bölvið í honum gegn um lokaða hurðina. Hann virtist verða ennþá reið- ari við að heyra til sjálfs sín og eftir því sem mínúturnar drött- uðust áfram, fór hann hríðversn- andi, svo að hún hélt, að hann ætlaði að springa af vonzku. Hún settist á rúmið undir kross- inum og stakk hendinni í vas- ann þar sem hún geymdi vernd- arduftið frá spámanninum. Kannski ætti hún að fara aftur til spámannsins Nei. Hann gat víst ekki gert meira en hann var búinn að. Hann hafði varnað því, að hún yrði rekin út, og Jones mundi ekki reka hana, en nú var það hún sjálf, sem vildi ekki vera þarna lengur. Hún deplaði augunum við þessa hugsun. Hugurinn hopaði á hæl fyrir henni, en nálgaðist hana svo aftur . . . hægt og hægt. Jú, víst var það satt. Hún vildi ekki vera lengur hjá honum. Þótt undarlegt væri, var það ekki nema satt. Og þetta var ekki' nema sönnun þess, hvernig lagleg kona gat verið örlagavaldur fólks, sem hún þekkti einu sinni. Því að ef Jones hefði ekki séð frú Johnson, hefði hún sjálf, — Min — látið sér lynda að vera þarna til eilífðar nóns. En nú var ekki annað gera en fara eitthvað annað og setjast þar að. Jones hafði aldrei verið sami maður eftir að frú Johnson flutti í húsið, og hann varð helmingi verri eftir kvöldið, þegar hann reyndi að draga hana niður í kjallarann. Yfirleitt var hann svo vondur síðan, að það að búa með honum var eins og að vera lok- uð inni í búri með bandóðu villi- dýri. Og verst var það, að hann leit aldrei á hana lengur. Hún hefði getað þolað þennan þegjandahátt hans, af því að honum var hún orðin vön, og hefði meira að segja ef til vill getað vanið sig við þessa reiði, sem sí og æ sauð niðri í honum, en það, að hann leit ekki á hana, særði stolt henn ar og fyllti hana blygðun. Það var rétt eins og hann væri alltaf að segja henni, að hún væri svo mikil ófreskja, svo ljót, að hann þyldi ekki að líta hana augum, svo að þau fóru alltaf framhjá henni og í kring um hana, en stönzuðu aldrei við hana. Þetta var meira en nokkurri mann- eskju væri bjóðandi. Já, hún gæti flutt eitthvert annað. Það skyldi ekki verða hér í götunni og hún ætlaði alls ekki að segja honum, hvert hún flytti, eða þegar hún flytti. Hún leit enn til himins. Hún ætlaði að reyna að koma dótinu sínu einhvers- staðar fyrir, áður en hann færi að snjóa. Frú Hedges mundi út- vega henni mann með handkerru. Hún leit út á götuna. Þessi gata var einhvernveginn ekki ákjósEtn legur staður að búa á, því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.