Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 2
* MORGU N BLAÐIÐ r Laugardagur 22. maí 1965 — Hófun Framihald af bls. 1 vilja fara heim til Stokkhólms. Sagði han að nazistafélagið þar, Oarlsberg-stofnunin og „Viking", leynisamtök nazista, teldu um 1250 félagsmenn, þeirfa á með- al Þjóðverja, sem flutzt hefðu til Svíþjóðar eftir heimsstyrjöldina síðari. Hefðu samtök þessi náið samband við önnur félög ný- nazista og einnig við sendiráð Egypta í Stokkhólmi. Sagði Granquist að það hefði tekið hann átta ár að vinna sig i álit hjá leiðtogum sænsku naz- Istanna. Neitar hann því að hafa þegið fé fyrir upplýsingar sínar, en segiT að eini tilgagur hans hafi verið að tryggja að starf- semi nazistanna yrði stöðvuð áð- ur en það væri um seinan. Að því er nazistaleiðtoginn Björn Lundahl sagði fyrir rétti í gær skuldar Göran Granquist Carlsberg-stofnunini 3.500,- kr. sænskar. Fékk hann fé þetta skömmu fyrir áramót og átti að annast einhver innkaup fyrir samtökin. Segir Lundahl að lítið hafi verið keypt, og Granquist farið til ísrael án þess að skila af sér. Sænska lögreglan hefur sent einn af fulltrúum sínum til ísra- els og hefur sótt um leyfi yfir- valdanna þar til að fá að ræða við Granquist. Sænska blaðið Expressen birti í dag kafla úr hótunarbréfunum, sem blaðamennirnir Michanek og Sjöquist fengu frá nazistum. Þar stendur m. a.: „Nú megið þið eiga von á meiri ofsóknum en nokkurn tíma hafa þekkzt Að vísu höfum við að vissu leyti verið afhjúpaðir, en breytingar hafa verið gerðar á forustu okk- ar. I>ið hafið verið dæmdir til lífláts á hinn hryllilegasta hátt.“ Enfremur segir í bréfunum „ bar- áttunni verður haldið áfram. Heil Hitier." Og undirskriftin er Sænski nazistafiokkurinn. Bjartsýnn á framtíð samtakanna — sagði Gunnar Guðjdnsson, nýk|örinn formaður SH MORGUNBLADIÐ átti í gær stutt viðtal við Gunnar Guð- jónsson, hinn nýkjörna for- maana stjórnar Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna. Við spurðum hann fyrst, hvað helzt væri framundan í rekstri þessara stærstu sam- taka útfiytjenda í landinu. — 1 framtíftaráætlunum okk ar eru langmerkust áformin um byggingu nýrrar verk- smiðju í Bandaríkjunum í stað hinnar gömlu verksmiðju SH í Nanticoke. Enda þótt gamla verksmiðjan hafi verið ágæt á sínum tíma, höfum við kom- izt að r.aun um, að hún er ekki lengur í samræmi við kröfur tímans. Þar að auki eru nú allir helztu keppi- nautar okkar um sölu á til- búnum fiskréttum á Banda- ríkjamarkaðium núna um það bil að reisa nýjar verksmiðjur svo að okkur er nauðsynlegt að halda vel á spöðunum til þess að verða ekki undir í samkeppninni við þá. Hinn nýafstaðni aðalfundur SH veitti sem kunmugt er stjórn samtakanna heimild til að reisa nýja verksmiðju, og verður nú brátt tekin enidan- Ieg ákvörðun um staðsetningu hennar og hvað gert verður við gömlu verksmiðjuna. — Eru nokkrar likur til þess að allir íslenzkir útflytj- endur frystna sjávarafurða sameinist um að reisa vcrk- smiðju? — Nei, ég tel það alveg úti- lokað, vegna þess að StS hef- ur nú þegar reist verksmiðju Og aðrir aðilar flytja út til- tölulega litið magn, svo að við verðum einár um að reisa nýja verksmiðju. Hvað viljið þér segja um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að útflytjendum frystra sjáv- arafurða veriö ekki fjölgað frá þvi sem nú er? — Ég er afar ánægður yfir, að komið hefur verið í veg fyrir upplausn Sörumiðstöðv- arinnar, sem við blasti um tíma. Ég hef ávallt verið hlynntur frjálsri samkeppni og frjálsri verzlun, en eigi að síður er það bjargföst sann- færing mín, að útflutnings- verzlun tslendinga eigi að vera á sem fæstra hödum. Þá tel ég það vera óréttmætt að vissu Ieyti, að aðrir aðilar geta nú fengið að flytja út frystan fisk og þannig fengið að njóta uppskerunnar af allri hinni gífurlegu kynningar- og auglýsingastarfsemi, sem Sölu miðstöðin hefur gengizt fyrir frá því að hún var stofnuð 1942. Hins vegar viðurkenni ég það, að aðilar, sem hafa minna magn að selja heldur en við, get.a á stundum fengið hærra verð fyrir sína vöru með því t. d. að hoppa inn á markað- inn með sitt litla magn þegar fiskskortur er. Við verðum hins vegar að selja á nokkurn veginn föstum verðum og höf- um það mikið magn, að okkur er ókleift að stunda slík.a spá- kaupmennsku. — Það hefur komið fram oft að udanförnu, að hagur frystihúsanna sé ekki sem beztur um þessar mundir. Teljið þér líkur á vaxandi Gunnar Guðjónsson gengi sölusamtaka ykkar við slíkar aðstæður? — Út af fyrir sig er ég bjart sýnn á framtíð Sölumiðstöðv- arinar sem slíkrar. Frysti- húsin sjálf eiga hinra vegar í miklum erfiðleikum og eftir allar þær hækkanir, sem orðið hafa á framleiðslukostnaði þeirra undanfarin ár, er raun- verulega brostinn grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Samt hafa frystihúsin getað sparað mik- ið með bættri og aukinni viirmuhagræðingu, en þá er það að athuga, að ekki er ávallt auðvelt að koma við nauðsynlegri vinnuhagræð- ingu t. d. í gömlum húsakynn- um. Frystihúsunum hefur einnig reynzt ómögulegt að fá lán til að kosta vinnuhagræð- ingu, en þó mundi slíkt eitt ekki nægja. Frystihúsin þurfa að geta eigniazt eigið fjármagn til þeirra hluta og til að endur nýja vélkost sinn, ef ekki á að verða um stöðnun i þess- um iðnaði að ræða. Þess má þó geta í þessu sambandi, að nokkur hækkun hefur orðið á framleiðsluvörum okkar á erlendum mörkuðum, enda væru nú öll frystihús í land- inu komin á vonarvöl að öðr- um kosti. — Er ekki stöðugt unnið að öflun nýrra markaða á vegum Sölumiðstöðvarinnar? — Jú, að sjálfsögðu erum við alltaf að leita fyrir okkur um nýja markaði. Við leit- umst við að tryggja okkur bæði nýja viðskiptiavini svo og ný viðskiptalönd. Með því dregur úr þeirri áhættu, sem alltaf hlýtur að vera samfara þvi að einskorða sig um of við einn eða fáa markaði. — Ég vil svo að lokum taka það fram, að mér er vissulega mikill vandi á höndum að setjast i sæti Elíasar heitins Þorsteinssonar sem formaður Sölumiðstöðvarinnar, slíkur ágætismaður og með eindæm- um farsæll sem h.ann. var í öllu starfi sínu fyrir þessi sam tök. Stofnun Surtseyjarfélags Hefur sænska lögreglan hafið rannsókn á þessum hótunum og öðrum, sem henni er kunnugt um. > Sex samstarfsmenn Björns Lundahls hafa að undanförnu setið í gæzluvarðhaldi í Stokk- hólmi. Fór ríkissaksóknarinn, Bertil Österberg, fram á að þeim yrði haldið enn í fimm daga meðan verið væri að afla frekari upplýsinga. En rétturinn leit svo á að áframhaldandj gæzluvarð- hald værí ekki heimilt, og var mönnunum sex sleppt síðdegis í dag. EEdur í Skátaheimilmu UM kl. 18:15 í gærdag kom upp eldur í skúrbyggingu milli tveggja bragga Skátaheimilisins í Reykjavík. í skúrnum voru geymdir gamlir hjólbarðar og annað rusl. Mikill reykur varð af þessu og fyllti báða braggana. — Slökkviliðinu tókst þó að slökkva eldinn á skömmum tíma og munu skemmdir vera mjög litlar. SKÖMMU eftir að Surtseyjargos hófst, mynduðu vísindamenn í jurðvísindum og líffræði, sem störfuðu að Surtseyjarrannsókn- um, með sér nefnd, Surtseyjar- nefnd, til samræmingar á rann- sóknum í Surtsey. Starf þessarar nefndar hefur síðan smám sam- an aukizt. Nefndin hefur m.a. gert áætlun um forgangsrann- sóknir í Surtsey og gefið út skýrslu um þær rannsóknir, sem framkvæmdar voru á árinu 1964. Jafnframt hefur mjög vaxið áhugi m.a. erlendis, fyrir aukn- um rannsóknum í Surtsey og á öðrum skyldum landssvæðum á íslandi, ekki sízt fyrir líffræði- legum rannsóknum. Með tilliti til þessa aukna áhuga og þeirra möguleika til eflingar jarðvísinda og líffræði- rannsókna, sem skapazt þafa, var stofnað, fimmtudaginn 20. þ.m. Surtseyjarfélagið, í þeim til- gangi að efla rannsóknir í jarð- vísindum og líffræði í sambandi við Surtsey og á íslandi almennt. í'élagið sjálft annast ekki rann- sóknarstörf, en skal leitast við að efla og samræma rannsóknir á ofangreindum sviðum, m.a. með því að afla fjármagns og veita styrki til einstaklinga, stofnana eða verkefna. Stofn- endur voru íslenzkir vísinda- og áhugamenn á sviði líffræði og jarðvísinda, sem starfað hafa við Surtseyjarrannsóknir. Á stofnfundi voru kjörnir í sttjórn félaigsins: Steingrímur Hermannsson, formaður, og þeir Aðalsteinn Sigurðsson, Eyþór Einarsson, Finnur Guðmundsson, Guðmundur Sigvaldason, Sig- urður Þórarinsson og Þorbjörn Sigurgeirsson, og til vara Guð- mundur Pálmason, Sturla Frið- riksson og Unnsteinn Stefánsson. Framhald á bls. 27 ísafirði, 21. maí. í MAÍBYRJUN hófust fram- kvæmdir við nýjan flugvöll á Patreksfirði, sem verður annar fullkomnasti á Vestfjörðum. — í hinni nýju samgönguáætlun Vestfjarða voru veittar 6,8 millj. króna til þessa mannvirkis. Flug völlurinn er lagður á Sandodda Eámskip ( gefur 200 | | þús. kr. til 1 Hjarta- verndar \ AÐALFUNDUR Eimskipafé- í i lags íslands, sem haldinn var i § í gær, samþykkti að félagið § i gefi Hjartavernd 200 þúsund i !. krónur. i i Stjórn Eimskip lagði upp- i i haflega fram tillögu um að i i gjöfin næmi 100 þúsund krón i i um, en Egill Vilhjálmsson bar i i fram þá breytingartillögu að 1 i hún yrði tvöfölduð og var það ; i eindregið stutt. i Fyrir tæpum 11 árum sam- i = þykkti stjórn E- í. samkvæmt i i málaleitan frá Jóhanni Sæ- i i mundssyni, prófessor, sem nú i i er látinn, að gefa 50 þúsund i i krónur til greiðslu kostnað- i i ar við öflun tækja til hjarta- i i og blóðrásasjúkdóma. Ekki i | varð frekar aðhafzt í málinu i i þá, þar eð prófessor Jóhann f = andaðist nokkru síðar. Patreksfjarðar, en skammt frá hinum nýja velli er eldri flug- braut, sem lögð verður niður. 3. maí hófst vinna við að ryðja upp flugbrautinni. Gekk það verk mjög vel og er því nýlega lokið, enda þarna eingöngu sand hólar. Aðalflugbrautin verður 1400 til 1500 metra löng og um 50 metra breið. Liggur h.ún soiu EJármálaráð- herra á klúbh- fundi Heim- dallar í dag KLÚBBFUNDUR HEIMDALL- AR vekður í Sjálfstæðishúsinu í dag. Húsið verður opnað kl. 12 30 en fundurinn hefst kl. 13. Á fundi þessum mun hinn ný- skipaði fjármálaráð'herra, Magnús Jónsson frá Mel, ræða um fjármál ríkisins. Heimdallarfélagar eru hvattir til þess að fjölsækja fundinn og taka með sér gesti. næst frá austri til vesturs. Þver- braut er orðin um 540 metra löng og um 30 metra breið. Talið er að aka þurfi geysimiklum ofaníburði á völlinn eða um 35 til 40 þús. rúmm. Mun því verki varla verða lokið fyrr. en seint í haust. Jafnframt þessum framkvæmd um við flugvallargerðina, hefur verið unnið að endurbótuim á veginum frá Patreksfirði inn á flugvöll. H. T. Unnið að slökkvistarfinu við Skátaheimilið (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) hjá Sauðlauksdal sunnan megin Fullkominn flugvöllur á Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.