Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 26
26 M01?Gí#W»f AOIÐ Laugardagur 22. maí 1965 Fyrsfa erlenda knatfspyrnuhefmsóknin: Enska atvinnuliðið Coventry leikur 3 leiki Á MOBGTJN kemur hingað *il lands enska 2. deildarliðið Coventry City og mun leika þrjá leiki á Laugardalsvellinum. Á mánudag leika þeir gegn Bikar- meisturunum K.R., á miðviku- dag gegn Islandsmeisturunum frá Keflavík og á föstudag gegn úr- vali landsliðsnefndar. Allir leik- irnir hefjast kl. 20.30. Það þykir ætíð stórviðburður hér í okkar fábreytta knatt- spyrnuheimi að fá hingað heim enskt atvinnulið og er Coventry Landsmót í stangarköstum LANDSMÓT í stangarköstum, hið annað í röðinni, á vegum Landssambands íslenzkra stang- veiðimanna fer fram þann 22. og 23. þm. (laugardag og sunnu- dag), en keppt verður eftir regl- um Alþjóða kastsambandsins. Mótið hefst við Rauðavatn kl. 2. eh. á laugardag o.g verður þá keppt í nákvæmnisköstum og flugu-lengdarköstum. Á sunnu- dagsmorgun, kl. 9, fer seinni hluti mótsins fram á túni við Gunnarshólma. >á verður keppt í lengdarköstum með kasthjóli og spinnhjóli. vafalaust nr. 2 að styrkleika þeirra ensku liða sem heimsótt hafa okkur, aðeins Liverpool er sterkara. Einnig hefir virzt svo á undanförnum árum, að strák- arnir okkar hafi orðið skarpari í leik sínum eftir að hafa leikið við gott lið í vorheimsókn og er ekki að efa að svo verður nú. Borgin Coventry var mjög hart leikin í loftárásum á stríðs- árunum enda ein af mestu iðn- aðarborgum Englands, t.d. eru flestar af stærstu bifreiðaverk- smiðjunum þar. STOFNAÐ 1883 Coventry City F.C. er stofnað 1883 undir nafninu Singers F.C., en endurskipulagt undir núver- andi nafni 1908. Veturinn 1935-6 unnu þeir sig upp í 2. deild og var bezti árangur þierra fyrir stríð nr. 4 1938. Þeir féllu aft- ur niður í 3. deild og alveg nið- ur á neðsta þrepið í 4. deild, en unnu sig fljótlega upp og hafa verið á uppleið síðan. Eftir að Jimmy Hill tók við framkvæmdastjórn félagsins, en hann var áður leikmaður hjá Fulham og formaður samtaka atvinnuknattspyrnumanna og þótti atkvæðamikill í þeirri stöðu, hefir nýtt líf færst í knattspyrnu Coventryborgar og t.d. var meðalaðsókn að heima- tslandsmðtið hefst á morgun FYRSTU leikir íslandsmótsins í knattspyrnu 1. deild árið 1965 fara fram á mongun (sunnudag). Á Njarðvíkurvelli mætast Kefl- víkingar og Akurnesingar og hefst leikurinn kl. 16.00. Dóm- ari verður Grétar Norðfjörð. liinuverðir Þorlákur Þórðarson og Eysteinn Guðmundsson. Á Akureyri mætast Akur- eyringar og Fram og hefst sá leikur einnig kl. 16.00. Dómari verður Einar H. Hjartarson. lánuverðir Róbert Jónsson og Valur Benediktsson. Beðið er eftir úrslitum leikja þessara með mikilli eftirvænt- ingu. Gaman verður að sjá hvernig íslandsmeisturunum frá Keflavík tekst á móti hinu nýja liði Akumesinga. Einnig verður gaman að sjá hvernig nýliðunum í 1. deild Akureyringa tekst til, en þeir eru eru sagðir í mjög góðri æfingu. Næstu 'leikir 1. deildar verða 30. maí. >á mætast á Laugar- dalsvellinum Valur og Akur- eyringar og 31. maí á Akranesi Akurnesingar og Fram. leikjum félagsins veturinn 1963—4 eða árið sem þeir unnu sig upp í 2. deild 28,000 manns, sem er hátt hlutfall j'afnvel mið- að við 1. deildarlið. í haust byrjaði félaigið mjög vel" keþpnistímabilið" í 2. deild og voru í efsta sæti framan af, en höfnuðu að lokum í betri helming deildarinnar, sem er ágætur árangur á fyrsta ári. 4 farastjórar og 16 leikmenn. Markvörður: Bob WESSON. Var aðalmarkvörður félagsins þegar Coventry vann sig upp í 2. deild, en í vetur keypti félag- ið Bill GLAZIER frá C. Palace fyrir 35.000 £, sem er hæsta verð gefið fyrir markvörð í Eng- landi. >ví miður getur hann ekki komið hinigað því hann brotnaði um páskana. Bakverðir: John SILLETT. Var keyptur frá Ghelsea 1962, en hann er bróðir P. Silletts og léku þeir saman í aðalliði Chelsea, sem er fátítt í enskri knattspymu. J. Sillett hefir leikið með úrvali deild- anna. Mick KEARiNS. Hefir ver- ið hjá félaginu síðan 1956 og leikið yfir 200 leiki í aðalliðinu. Hefir leikið með úrvalsliði brezka hersins. Allan HARRIS. Var keyptur í vetur frá Chelsea fyrir 30,000 £, sem er hátt verð fyrir bakvörð, enda leikið marga leiki með aðal- liði Chelsea. Framverðir: George Curtis. Miðframvörður. Fyrirliði liðsins á leikvelli. Lék fyrst með aðal- liðinu 1956 aðeins 16 ára og leik- ið yfir 300 leiki. Hefir leikið með unglingalandsliði og úrvali flughersins. Framlhald á bls. 27 Bob Wesson, markvörður, mjög traustur ieikmaður. onuie Rees, vinstri útheijL. Leikur í landsliði Wales. iViyndirnar eru frá úrslitaleiknx m í Reykjavikurmótinu í fyrrakvöld miili K.R. og Vals, sem ssuk með sigra K.R. 2—1. Sýna myndirnar aðdragandann að fyrra marki K.R. Knötturinn var gefinn utan af hægri kanti, Sigurður, markvörður Vals, missti knöttinn yfir sig til nokkurra K.R.-inga, sem áttu auðvelt með að koma knettinum í netið. Sést á myndunum hve ánægðir K.R.-ingarnir eru og einnig vonbrigðiValsmannanna, sérstaklega hjá markverðinum. (Ljósm.: Sv. Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.