Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 20
Fostudagur 6. júlí 1962 «e M O R C U y B L A Ð1Ð ____ Alexander FulJerton ^ Guli Fordinn |>að öllum öðrum. Jafnvel blá- ókunnugu fólki og fólki, sem ég tala annars alls ekki við. Ég hef sagt þeim allt! Tungan í mér gengur af sjálfri sér og gerir ella hundleiða á mér, og ég er viss um, að það er þéssvegna sem hér er svona manntómt í fcvöld.... En þú hefur gefið mér Von, Ted. Skál! Ská.1. Sannast að segja er hún.... Hann þagnaði Og ég sá, að bann var að reyna að stilla sig um að segja mér það. En svo hvarf einbeittnissvipurinn af honum Og í staðinn kom kjánalegt bros. Hún er í Salisbury að fæða barn.... jæja, fjanddnn hafi það, en lseknirinn sagði, að það væri betra, að hún færi þangað. .þú skilur, öll þægindi og allt þess háttar. Ég ætla að fljúga þangað um helgina, og fara með þau heim. I>að er von á þeim um það leyti. heim? Brosið varð enn kjánalegra. Já, læknirinn sagði það. Tvíbur- ar! Guð minn góður! Það sagði ég líka.. Eigum við að fá okkur einn til? Eftir tvo umganga gat ég beint falinu frá fjölskyldumlálefnum hans og að þrælasölunni. Þessi ■uppástunga Jane, að ég skyldi semja skáldsögu, hafði vakið á- huga minn, og enda þótt ég hafi alltaf þótzt hafa heldur lítið í- myndunarafl, þá hafði þessi hug- mynd gripið mig föstum tökum. Craill vissi talsvert um þetta efni og hafði sjálfur ferðazt til afskekktra staða á portúgalska svæðinu, til að rannsaka það nánar, en þegar yfirvöldin þar komust á snoðir um að hann væri blaðamaður, sökum laus- mælgi hans, og hann hafði glopr- að því út úr sér við ein- hvern embættismann yfir vdn- glasi, hvert erindi hans væri, var honum vísað, kurteislega en á- kveðið, út fyrir landamærin. Hann þekkti líka austurströnd- ina, þar sem hann hafði verið í fríi í Bagamoyo. þar sem ferill Iþrælalestanna endaði og þeim var skipað um borð í flutninga- 'skútur. Hann hafði viðað að sér mörgum smáatriðum um þetta, sem ég hafði enga hugmynd um, og nú var ímyndunarafl mitt komið á hreyfingu, svo að um munaði. Meðan hann talaði, gat ég séð þetta atlt fyrir hugar- sjónum mínum, rétt eins og ég sæi það með eigin augum, og ég var ákveðinn í því, að seinna skyldum við Jane ferðast hingað og þá ætlaði ég að semja bókina á staðnum. Ég hafði þegar hugsað mér nafnið á henni: Bagamoyo. Það er að vísu staðarnafn, en það þýðir: „Þar sem ég skil hjorta mitt eftir“. 10. Saga Teds — Vli. Ég komst ekki af stað frá Blantyre eins snemma og ég hafði vonað. Þegar ég hafði gert ráð fyrir að sleppa morgunverð- inum og leggja af stað með fyrstu birtu, hafði ég ekki tekið það með í reikninginn, að ég mundi ekki geta fengið að greiða fyrir gistinguna fyrr en af- greiðslustofan væri opnuð. Vit- anlega hefði ég átt að ljúka því af um kvöldið og þá hefði ég get- að farið hvenær sem ég vildi. Ég var samt snemma á fótum og kom dóti mínu fyrir og kynnti mér leiðina eftir körti og leiðar- 'bók. Ég fór inn í matsalinn jafn- skjótt sem hann var opnaður, gleypti í mig eitthvað af steikt- um eggjum og kaffi og flýtti mór út aftur, en ennlþá var eng- inn á fötum til að taka við greiðslunni hjá mér. Stúlkan, sem það átti að gera, var ekki 'komin fram fyrr en ég hafði kom ið öllu fyrir í bílnum. Þegar ég losnaði úr gistihús- inu, voru allar búðir opnar, svo að ég ók að bílaumboðinu og meðan verið var að fylla bílinn, fór ég inn í varahlutabúðina og keypti mér nýja viftureim til iþess að hafa með mér til vara. Nú var sólin komin vel á loft, og ég var hræddur um, að Less- ing og Jane hefðu gleypt í sig morgunverðinn í snatri, eða jafn vel verið búin að fá hann í her- 'bergið, og væru nú ef til vill til- 'búin jafnsnemma mér. En þegar ég var kominn út á veginn á thraðri ferð, sá ég ekkert til iþeirra. Ekki svo að skilja, að þetta hefði gert neitt verulega til, en ég vildi nú samt ekki láta Jane halda að ég hefði svikið loforð mitt við hana. Þau ætluðu að gista í Lilongwe, sem var aðeins tvö hundruð og fjörtíu mílur fram undan, en það var nú samt nægileg dagleið, því að vegurinn var slæmur og auk þess ferja á ieiðinni, til að tefja en til þess að komast til Kasungu, sem var áttatíu og fjórum mílum lengra. Þar var einskonar gistihús á veg um stjórnarinnar, og jáfnvel þótt ég fengi ekki inni, gæti ég að minnsta kosti fengið bað þar og svo gœti ég sofið í bílnum. Þann ig gæti ég skotið þeim heila dag- leið aftur fyrir mig á þrem dög- um. Það var engin ástæða til að 'halda, að þetta gæti mistekizt. Samt var það dálítið skrítið, að nú skyldi ég vera að hugsa út ráð til að komast sem lengst burt frá Jane, en bara í gær- kvöldi var ég að reikna út, hvern ig ég gæti orðið henni sem mest samferða. Yegurinn til Zomba var alls ékki sem verstur, og ég var inn- an klukkustundar frá Blantyre kominn inn í þennan staif, sem er annars höfuðstaður Njassalands og krökur af ríkisþjónum af öll- um stigum. Svo þurfti ég að kom ast yfir Shire-ána, sem ég hafði annars farið yfir eina bugðuna af daginn áður, á brú, en í þetta sinn varð ég að fara á fleka, því að þarna er áin miklu breiðari. Leiðin frá Nceu til Dedza er ekki nema fimmtíu mílur en á þeirri leið gerðist samt sitt af hverju. Það fyrsta var í sam- bandi við innlendan mann á reið hjóli. Vitanlega eru býsna mörg þúsund innlendra manna um þessar slóðir og mikil hundraðs- hluti þeirra á reiðhjól. Enda þótt ég viti, að það muni vekja reiði margra þarlendra manna og auk þess brézka verkamannaflokks- ins, þá get ég ekki%illt mig um að segja, að engínn Afríkumaður ætti að leyfa sér að hjóla nema með gangandi mann á undan sér og sá beri rautt flagg, og svo annan á eftir sér’ sem gefi hon- um bendingar um, hvernig hann skuli haga sér í sambandi við umferðina, sem á eftir honum kemúr. Ég kom fyrir langa, hæga beygju og sá þá hjólreiðamann svo sem hálfa mílú á undan mér, sem hjólaði yzt á hægri vegarbrún og fór í sömu átt og ég. Jafnskjótt sem ég sá hann, tók ég að gefa hljóð frá mér með flautunni. Þetta er nauðsynlegt, iþví að komi maður eitthvað í námunda við hjólreiðamann þar í landi, án þess að flauta, má bú- ast við, að hann sleppi stýrinú, rétti báðar hendur í loft upp og fleygi sér síðan á veginn beint framan við bílinn. Á þröngum vegi getur þetta orðið að slysi, einkum ef hjólreiðamaðurinn er svo útfarinn í þessari list sinni, að hann geti beðið með að detta alveg fram að síðasta andartaki. Ég dró úr ferðinni og flautaði jafnt og þétt. Maðurinn hélt á- fram að hjóla löturhægt, öfugu megin á veginum, og þegar ég nálgaðist hann með stuttum, reglulegum bopsum í flautuna, sá ég, að hinumegin á veginum var hópur, líklega einir. fimmtán Afríkumenn saman, og sá f-yrr- nefndi yar að skrafa við þá. Ég þóttist viss um, að nú hefði hann heyrt til mín, og það jók á þessa vissu mína, að hinir allir horfðu beint á mdg. Ég varð því að álykta, að maðurinn ætlaðí að vera áfram á sömu vegarbrún- inni, og láta mig fara framihjá. En þegar ég fór framhjá hon- um, varð það ljóst, að hann hafði alls ekki orðið mín var. Hann rak upp öskur mikið, beygði þvert inn á veginn og beint á brettið hjá mér. Ég reyndi að ihindra þetta aiugljósa sjálfsmorð með því að víkja bílnum fyrst til hægri og síðan til vinstri, en það varð til þess, að hann rann til og stakkst síðan beint á nefið í mjúka moldarhrúgu, sem þarna var skammt frá. Ég fór út og bjóst nú við að finna stórslasaðan mann. En hann var þá kominn upp á hjólið aftur og þeysti nú burt, eins og hann væri hræddur um að verða eltur. Ég kallaði til hans, Og þá sneri hann hjólinu við og kom þjótandi til mín aftur, steig af hjólinu og kastaði sér á hnén, eins og hann væri að biðja mig fyringefningar. Þetta voru ein- kennileg viðbrögð, því að um iþessar slóðir hefðu menn verið miklu líklegri til að kasta á mig grjóti. Ég sagði honum, að ég hefði fyrirgefið honum, en að hann og vinir hans yrðu að hjálpa mér til að losa bílinn. Þá brá svo við, að karlmennirnir í hópnum hxeyfðu ekki hönd né fót, en Ihinsvegar gengu konurnar á hann með þeim árangri, að inn- an skamims var hann laus og kom dnn upp á vaginn aftur. Ég spurði hjólireiðamanninn, hvort hann hefði nokkuð meitt sig, og hann fuilvissaði mig, brosandi út und- ir eyru um, að svo væri ekki. Þegar óg hafði ekið nokkrar mílur sá ég óvenju stórt tré, al- laufgað, rétt við vegarbrúnina. Þarna var hægt að fá ofurlítinn skugga, svo að ég staðnæmdist þarna og át bitann, sem ég hafði haft með mér frá Blantyre. En þegar ég var að því loknu kom- inn vel af stað, heyrði ég ein- hverja suðu í hægra framihjólinu og þegar ég aðgætti nánar, sá ég, að það var orðið vindlaust. Ég flýtti mér að ná í það sem til þurfti til að bæta úr þessu, því að sízt af öllu vildi ég, að gutli Fordinn næði í mig, með Lessing við stýrið, því að þá mundi Jane halda, að ég hefði tafið fyrir mér viljandi. Ég var orðinn mörgum kluikkustundum á eftir áætlun — ekki einu sinni kominn til Dedza, en þaðan voru * X- * GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Þetta var viðburðarrík nótt, Geisli. Fyrst var Rafheila-mynd- sjánni stolið á læknisfræðisýning- unni.... Síðar var Tamik, eld- flaugavísindamanninum frá Aspen, rænt! ð versta er að ég hef ekki hugmynd um hvernig þessir glæp- ir voru drýgðir. Og samt.... hef ég það á tilfinningunni að það sé sam- band á milli þeirra. svo hundrað og fimmtíu míluir til Kasungu. Ég kom hjólinu á, og kom öllu í lag. Nú hafði ég ekki efni á að springa hjá mér oftar, því að ég hafði efcki fleiri' varahjól. Ég fékk að vita f Dedza, að viðgerðin á því tæfci' minnst hálftáma, svo að ég gekk til gistihússins, komst þar í bað og spurði hvort ég gæti fengið þar nokkrar brauðsneiðar með mér. Stúlkan lofaði að gera hvað hún gæti og ég fór inn í barinn til að skola rykið úr kverikunum. Það hefði nú verið ögn betra að sitja í mjúku stólunum í setustof unni, en þar gat ég átt á hættu að hitta Lessing. Þegar ég ætlaði inn í afgreiðslu stofuna aftur ti'l að vitja um brauðið, datt mér í hug, að betra væri nú að komast að því, hvort Lessing og Jane væru raunvenu- lega komin. Ég gægðist því út um framdymar, og — viti menn — þarna stóð guli Fordiinn hinu megin á malbikaða bílastæðinu, Hann sýndist manntómur og leit út eins Og búið væri að ganga frá honum fyrir nóttina. Lessing hefði heldur ekki skilið hann þarna eftir nema hafa fyrst tekið farangurinn út úr honum, og þar af gat ég ráðið, að nú væru þau inni í gistihúsinu. Ég flýtti mér því yfir bílastæðið og veginn tiil verfcstæðisins. Úr því að ég hafði sloppið við að hitta Lessing, var óg feginn, að ég hafði stanzað þa*na og fengið þessa viðgerð, því að ekfci var að reiða sig á, að noikkurt almennilegt verkstæðd -------’ h næstu grösum. ‘ Ég var ekfci kominn nema þrjá tíu mílur í áttina til Kasungu, þegar ég var örðinn svo syfjað- ur, að það gat varla verið hættu- laust að halda lengra áfram. Og SHUtvarpiö Föstudagur 6. júlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — T6n- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilik. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistar- efni). 18.30 Ýmis þjóðlög. — 1845 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Frægir hljóðfæraleikarar; IVs Edwin Fischer píanóleikari. 21.00 Ljóðmæli eftír Guðrúnu Jóhanns dóttur frá Brautarholti (Skáld- konan og Þorsteinn Ö. Stephen- sen flytja). 21.20 Slavneskir dansar eftir Dvorálc (Tékkneska fílharmoníusveit- in leikur; Vaclav Talich stjórn- ar). 21.30 Útvarpssagan: „Skarfaklettur** eftir Sigurð Helgason; IV. Pétur Sumarliðason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson** eftir Þorstein Þ. I>orsteinsson; III. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Tónaför um víða veröld; — fyrsti áfangastaður: Vínarborg (Þorkell Helgason og Ólafur Geirsson). 23.15 Dagskrárlok. Laugardagur 7. júlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir, 16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — t»etta vil ég heyraj Elísabet Jónsdóttir velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar 1 léttuan tón. 18.55 TUkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Upplestur; „Hólmgangan‘% smá saga eftir Alexander Púskin (Jón Aðils leikari). 20.30 Frá Grikklandi: Sigurður A* Magnússon rithöfundur kynnir gamla tónlist og nýja. 21.15 Leikrit: „Maðurinn, sem ekikl vildi fara tU himna'* eftir Fran- cis Sladen-Smith, 1 þýðingn Áma Guðnasonar. — Leikstjórl Lárus Pálsson. Leikendur: Ind- riði Waage, Margrét Guðmunds- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Æv- ar R. Kvaran. EmUía Jónsdóttir, Helga Valtýsdóttifl, Arndi* Björnsdóttir, Guðbjör^ Þor- bjarnardóttir, Valúr Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephensen og Gísli Alfreðsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlolt,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.