Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 8
8 MOR GlfNBLAÐlÐ Wsíudagur fl. jflll 1982 Togarnrnir verða oð fá aukin veiðisvæði — eigi að vera unnt að reka þá með hagnaði, sagði borgarstjóri ■ gær Úiilokað, að BÚR geti starfað, ef einka- útgerðin getur það ekki MIKLAR deilur urffu á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í gær um verkfallið á togaraflot- anum sem nú hefur staðið í nær 4 mánuði, og bær leiðir, er fær- ar væru til lausnar bví. Við þær umræður vakti bað mikla at- hygli, að Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi kommúnista, lýsti því yfir, að gefnu tilofni frá borg arstjóra, að hann teldi ekki úti- lokað, að togaraflotanum yrðu leyfðar frekari veiðar innan fisk- veiðilandhelginnar, ef vísinda- leg rannsókn benti til, að fiski- stofninium yrði ekki stefnt í voða, þótt svo yrði, og niður- stöður hennar gæfu tilefni til að ætla, að sú ráðstöfun gæti orðið til að auka aflamagni flotans. Annars reyndi han>n og fulltrúar Framsóknarflokksins að gera sem minnst úr áhrifum hins mikla aflabrest á hina lélegu af- komu togaraflotans og kenna hama núverandi rikisstjóm, þótt Geir Hallgrímsson borgarstjóri benti á, að heildarafii togaraflot- ans var á sl. ári meira en helmingi minni en á árinu 1958. Lagði borgarstjóri á- herzlu á, að höfuðorsök rekstrar- erfiðleika togaraflotans er ein- mitt hin lélegu aflabrögð hans eftir útfærslu fiskveiðilandhelg- innar. Togaramir verða að fá aukiú veiðisvæði, ef unnt á að vera að reka bá með hagnaffi, sagði hann. Þetta á að vera hægt án þess að rýra hlut bátaút- gerðarinnar. Fiskveiðilandhelgin var ekki færð út til þess að fisk- urinn gengi íslendinigum úr greip um, heldur til þess að við gætum betur hagnýtt okkur hann. Það verður að skapa toguninum rekstrargrundvöll jafnframt því sem kjör togarasjómanna era færð til samræmis við kjör anm- arra sjómanna og'annarra starfs manna í þjóðfélaginu. Vegna þeirra krafna kommún- ista, að BÚR klyfi sig út úr sam- tökum útgerðarmanna og gentg- •ist fyTir sérstökum samningum bæjarútgerðanna um land allt við sjómenn benti borgarstjóri á, að aðstaða bæjarútgerðanma væri að því leyti algjörlega önn- ur en aðstaða einkaútgerðarinn- ar, að bæjarfélögin gætu velt halla útgerðarfélaga sinna yfir á almenning með hækkuðum út- svöram, en auðvitað ætti einka útgerðin ekki kost á slíkum úr- ræðum. Tæki húm á sig stóraukin útgjöld án þess að rekstrargrund völlur hennar yrði tryggður, blyti það að hafa í för með sér enn aukinn hallarekstur. Þess vegna hlytu slíkir sérsamningar bæjarútgerðanna að hafa hin ör- lagaríkustu áhrif á togaraútgerð- ina í lamdinu. Það væri bví álit sitt, að útilokað væri, að BÚR yrði rekin með því, að halla hennar verði með útsvörum jafn- að niður á borgarbúa. Það sé útilokað, að BÚR geti starfað, ef einkaútgerðarfyrirtæki, sem mörg hver eru rekin með hinum mesta myndarskap, geti það ekiki. Fyrir fundinum lágu nokkrar fyrirspurnir frá fulltrúuim Fram sóknarflokksins, þeim Birni Guð mundissyni og Kristjáni Bene- diktssyni um áihrif togaraverfk- fallsins og ráðstafanir til lausnar þess. Hafði borgarstjóri fal- ið forstjórum Bæjarútgerðar Rieykjavíkur að taka saman svör við þessum fyrirspurnum, sem að miklu leyti snerust um BÚR, og gerði grein fyrir þeim á fund- inum. ★ SJÓMENN GANGA EKKI ATVINNULAUSIR Fyrsta fyrirspurn framsóknar manna vair á þá leið, hvaða áihrif togaraverkfallið roundi hafa á tekjur sjómanna og verkafóiks við fiskverkun og ennifrerflur á tekjur annarra borgarbúa. Segir í svari forstjóra BÚR, að fengar líkur séu til þess, að sjómenn gangi nú um atvinnulausir þrátt fyrir verkfall þeirra á togara- flotanum, en hins vegar skuli það látið ósagt hvort tókjur þeirra séu meiri eða minni en áður. Að því er verkafólk við fiskverkun áhræri segjast þeir setla, að vinna þess hjá BÚR hafi verið jafnari á þessu ári en mörg undanfarin ár. Ástæðan til þess sé stóraukin fisverkup, svo og að fleiri bátar en áður hafi lagt upp afla sinn hjá BÚR. í>á upplýsa forstjórar BÚR, að miánaðarleg útgjöld við 7 togara BÚR, sem eru í verkfalli og fisk- verkunarstöðvar hennar meðan verkfallið stendur nemi u. þ. b. kr. 824.500,00. ■k VIÐRÆÐUR VIÐ RÍKISSTJÓRN OG SÁTTASEMJARA í þriðju fyrirspurn þeirra Björns Guðmundssonar og Krist- jáns Benediktssonar var spurt, hvað bæjarútgerðin og borgar- stjóri hafi gert til lausnar tog- araveHkfaUinu. Þeirri fyrirspurn svara forstjórar BÚR á þeissa leið: „Sem svar við þessum lið viljum vér geta þess, að engin ein togaraútgerð getur tekið sig út úr, þar sem um samninga er að ræða, en Bæjarútgerð Reykja- víkur befur átt fulltrúa í samn- ingsnefnd, og hefur hann verið á ölkim sáttafundunum og auð- vitað lagt sitt til málanna og reynt á allan hátt að leggja það til þeirra, sem honuim hefur fund izt vænlegast til Sátta hverju sinni“. Við þetta bætti borgar- stjóri því, að bæði hann og for- stjórar BÚR hefðu átt viðræður við ríkisstjóm og sáttasemjara um lausn verkfallsins og fram- tíðarrekstrargrundvöll togaraflot ans. ★ V-STJÓRNIN SIGLDI ÖLLU í STRAND 1 ræðu, sem Guðmun<Jur Vig- fússon (K) flutti við upþhaf um- ræðnanna, hafði hann gert nokk- urn samanburð á nýtingu fram- leiðsluafla þjóðfélagsins í tíð Vinstri stjórnarinnar og í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Hafði hann komizit svo að orði, að vinstri stjórnin hefði álitið það höfuðhlutverk sitt að halda fram leiðslutækjunum gangandi, en á valdatíma ríkisstjórnar Ólafs Tbors hefði hins vegar rífct sam- dráttur og stöðvun. Af þessu til- efni benti Geir Hallgrímsson borgarstjóri á, að vinstri stjórn- inni hefði aðeins tekizit ,,að,halda framleiðslutækjunum gangandi" með stórkostlegum halla og gíf- urlegum erlendum lántökum, sem hefðu verið orðnar svo mikil- ar, að við hefðum þurft að greiða meira en 10% af þjóðartekjun- um í vexti og aflx>rganiir á ári hverju. Þrátt fyrir þetta hefði allt verið að komast í strand, (þegar vinstri stjórnin hrökklað- ist fflá völdum. Það gengi því nán ast kraftaverki næst, hvað hægt hefði verið að gera til viðreisn- ar efnáhagslífi landsins í tíð nú- verandi ríkisstjórnar þrátt fyrir hinn hrapalega viðskilnað vinstri stjórnarinnar. ★ AFLI TOGARANNA MEIRA EN HELMINGI MINNI Á SL. ÁRI EN 1958 Varðandi toga.rana sérstak- lega benti borgarstjóri á, að taka yrði með í reikninginn, að út- færsla fiskveiðilögsögunnar hefði haft stórkostleg áhrif á aflamagn þeirra, eins og sjá mætti af því, að afli þeirra á sl. ári hefði verið meira en helmingi minni en afli þeirra á árinu 1958. Engum ætti því að geta dulizt, að það er einmitt hinn uggvænl-egi afla- hresitur togaranna, sem er höfuð- orsök þess, að ekki hefur fekizt að leysa deilu útgerðarmanna og sjómanna. Og borgarstjórn Reykjavíkur verður að horfast í augu við þá staðreynd, sagði borgarstjóri, að Bæjaxútgerð Reykjavíkur tapaði á árinu 1960 um 14 millj. kr. og aftur á sl. ári tæpum 10 millj. kr. Vandinn sem við blasti væri sá, að ekki væri unnt að reka tog- arana með þeim aflabrögðum, sem verið hafa á undanfömum árnrn. Síðan rifjaði Xx>rgarstjóri upp, að á sl. ári hefðu tog- arar landsmanna aðeins veitt 72.377.782 kg, en á árinu 1958 hins vegar 199.145.227 kg, en síð- an hefur afli þeirra farið minnk- andi með ári hverju. Á árinu 1958 nefðu togarar BÚR veitt 40.314.573 kg, en á sl. ári aðeins 17.542.823 kg. í þessum stað- reyndum er að leita orsakanna til þess, að togararnir liggja nú bundnir við bryggju sagði borg- arstjóri. Þar er hvorki við ríkis- stjórn eða togaraeigendur að ■sakast. ir ÞRJÁR LEIÐIR HUGSANLEGAR Þessu næ®t minnti borgar- stjóri á, að komið hefði fram á Alþingi í vetur, að í raun og veru væri aðeins um 3 leiðir að velja til þess að bæta hag tog- araútgerðarininar: 1) aukin fram- llög úr ríkissjóði, 2) bætué úr aflatryggingarsjóði, 3) að togar- arnir fengju aftur eitthvað af sínum fyrri veiðisvæðum, en ef sú leið væri fær að áliti fiski- fræðinga án þess að gengið.yrði á hlut bátaútgerðarinnar væri hún lang æskilegust. Bætur úr aflatryggingasjóði hefðu einnig mikla þýðingu, ef miðað væri við viðunandi með- alafla. * SKAPA VERÐUR TOGURUNUM REKSTRARGRUNDVÖLL Að lokum benti borgarstjóri á, að það værí að sjálfsögðu mjög þýðingarmilkið fyrir Reyk- vík sem mesta útgerðarbæ lands- ins, að sú deila, er nú stæði, leysist sem fyrst. Það þarf að skapa togurunum rekstrargrund- völl, sagði hann, jafnframt því sem kjör togarasjómanna eru færð til samræmis við kjör ann- arra sjómanna og annarra starfs- manna í þjóðfélaginu. • Borgarstjóri kvaðst vilja taka skýrt fram, .að þótt unnt yrði að leysa kjaradeiluna og færa kjör togarsjómanna að einhverju. leyti til samræmis við kjör sjó- manna á bátaflotanum og ann- arra starfshópa í þjóðfélaginu, þá yrðu togarar ekki gerðir út nema reynslan sýndi, að afla- brögð og annar rekstrárgrund- völlur togaraútgerðarinnar stæði undir þeim aukna tilkostnaði. Væri svo ekki yrði að gera sér- stakar ráðstafanir, því að óhugs andi væri að þjóðarbúskapur ís- lendinga gæti nú án stórvirkustu framleiðslutækja sjávarútvegs- ins, togaranna, verið. ★ SÉRSAMNINGAR Guðmundur Vigfússon (K) minnti á tillögu kommún- ista frá því fyrr á þessu ári, að BÚR segi sig úr Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda og beitti sér fyrir stofnun sér- staks sambands bæjarútgerð- anna í landinu, þar sem hags- munir þeirra fari ekki saman við hagsmuni einkaútgerðar- innar, en þessi tillaga var felld, þegar hún kom til afgreiðslu í borgarstjórn. Hve lengi telur meirihluti borgarstjórnar það samræmast hagsmunum BÚR að standa með einkaútgerðinni þrátt fyrir allan þann kostnað, sem þessi vinnudeila hefur í för með sér fyrir BÚR? spurði hann. Síðan bar GV fram til- lögu fyrir hönd borgarfulltrúa kommúnista, þar sem sett er fram krafa um sérsamninga og samvinnu við aðrar bæjarút- gerðir í landinu. Björn Guðmundsson (F) gerði grein fyrir fyrirspurnum þeirra Kristjáns Benediktssonar, sem fyrr er greint frá. ★ TVÆR LEIÐIR Óskar Hallgrímsson (A) benti á, að enda þótt nú kynni að takast að finna einhvern kjaragrundvöll, mætti ljóst vera, að vandamál togaraút- gerðarinnar væru ekki leyst með því. Þetta mál væri miklu yfirgripsmeira. Og einnig væri ljóst, að útfærsla fiskveiðiland- helginnar 1958 væri aðalástæð- an til erfiðleika togaraútgerðar- innar nú. í ræðu, sem ÓH hélt síðar á fundinum taldi hann, að naumast væri nema um tvær leiðir að ræða til þess að tryggja rekstrargrundvöll út- gerðarinnar. f fyrsta lagi að leyfa togurunum veiðar innan fiskveiðilandhelginnar í ríkari mæli. Og í öðru lagi kæmi einnig til greina að láta báta- útgerðina greiða ákveðið gjald, sem rynni til togaranna, fyrir að sitja ein að veiðum innan fiskveiðilandhelginnar. Síðari leiðin væri sér að vísu síður að skapi, en e.t.v, kæmi til greina að fara þær báðar að einhverju leyti. ★ RÍKISSTJÓRNIN BER SÖKINA Kristján Benediktsson (F) viðurkenndi, að sennilega ætti hinn lélegi afli togaraflotans einhverja sök á rekstrarerfið- leikum hans, en að sínu áliti hefðu þó ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar valdið mestu. Það væri augljóst, að eins og sakir stæðu nú gæti togaraútgerðin ekki staðið á eigin fótum, hvað þá, ef kaupgjald hækkaði veru- lega. En að sínu áliti væri það sitt hvað að bæta kjör togara- sjómanna og að skapa rekstrar- grundvöll fyrir togaraútgerð- ina. Það væri skoðun sín, að þessi deila yrði ekki leyst nema með atbeina ríkisstjórnarinnar, og í sama streng tók Björn Guð mundsson einnig. Þá tók KB undir þá tillögu kommúnista, að BÚR beitti sér fyrir stofnun sérsambands bæjarútgerðanna. Þá flutti hann tillögu fyrir hönd þeirra Björns Guðmunds- sonar, þar sem lagt var til, að borgarstjórn yrði falið að beita öllum hugsanlegum ráðum til lausnar togaradeilunni og m.a. hefja viðræður við ríkisstjórn- ina um' rekstrargrundvöll tog- aranna. ★ VISINDALEG RANNSÓKN HLVTUR AÐ SKERA ÚR Guðmundur Vigfússon (K)’ tók aftur til máls og kvaðst nú ekki vilja gera lítið úr því, að útfærsla fiskveiðilandhelginnar 1958 ylli nokkru um aflabrest togaraflotans, þótt hann teldi hins vegar of mikið úr þessu atriði gert. Að sínu áliti yrði hlutlaus, vísindaleg rannsókn að skera úr um það, hvort tog- urunum yrðu leyfðar frekari veiðar innan landhelginnar. Ef niðurstöður slíkrar rannsóknar bentu til þess, að afli togar- anna gæti aukizt með því móti, horfði málið vissulega öðru vísi við. ★ AFDRIFARÍKAR AFLEIÐINGAR Birgir Isl. Gunnarsson (S)' benti á, að óeðlilegt væri, að bæjarútgerðin segði sig úr FÍB. Einnig benti • hann á, að þá hlyti grundvellinum að vera kippt undan rekstri einkaút- gerðarinnar í landinu, sem enga möguleiká hefði til þess að velta hallanum yfir á al- menning, eins og bæjarútgerð- irnar vissulega hefðu með út- svarsálögum. ★ TILLÖGUM KOMMÚNISTA OG FRAMSÓKNAR- MANNA VÍSAÐ FRA Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri lagði nú fram svohljóð- andi frávísunartillögu við til- lögur borgarfulltrúa kommún- ista og framsóknarmanna: „Borgarstjórn vísar til fyrri afstöðu varðandi togarastöðvun- ina og vísar til þess, að borg- arstjóri og ’ framkvæmdastjórar BÚR munu hér eftir sem hing- að til stuðla að lausn yfir- standandi kjaradeilu og beita sér fyrir ráðstöfunum til að treysta rekstrargrundvöll tog- araútgerðarinnar; vísar hún því framkomnum tillögum frá“. ★ ÚTILOKAÐ AÐ LATA ÚTSVÖR BORGARr ' STANDA UNDIR HALLA BÚR Þá benti borgarstjóri á, að það gæti hvorki verið sjómönn um né þjóðfélaginu í heild til hagsbóta, að boginn yrði spennt ur svo hátt, að framleiðslutæk- in fengju ekkert í sinn hlut. Nútíma tækni krefjist sífellt meiri fjárfestingar í nýjum tækj um, og framleiðslan yrði því að fá nægilega mikið í sinn hlut til þess að geta fylgzt með Framh. á 17 — Hvers vegna ? Framhald af bls. 6. ósfcöpin? Er nóg, að „útgerð- armenn“ úttali sig um slíkt? 4. Eru gefin út nokkur fyrir- mæli um hleðslutilhöiguin við tiltekið ásigkomulag skipsins, t. d. hversu mikla dekklest má taka. ef ekkert er í lest- um — og varað við flutninigi, sem þyngist mikið við að blotna? Sem gamall sjómaður kannast ég persónulega við sumt af því, er ég spyr um, annað ekki. En margir munu hafa áhuiga á því, hvaða upplýsingar eru gefnar af viðkomandi aðilu-m um a-llt þetta. Ég veit, að núverandi skipaskoð- unarstjóri er mætur og fær mað- ^ir, uppalinn í nánum tengslum við skip og skipasmíðar, sjó ag sjómenn. Hann er auk þess há- menntaður sérfræðingdr í sínu fagi. Ég efast ekki um manndóm hans og áhuga á því, að þau al- varlegu og ábyirigðarmiklu eftir- litsstörf, sem hann stjórnar fyrir þjóðina, verði sem árangursrík- ust og giftudrýgst. Ég verð að biðja Hjálimar Bárðarson í krafti emibættis hans að sjá til þess að skýr og greið svör komi við fram lögðum spurningum. Þær eiga rétt á sér og gætu orðið til þess að stuðla að rórri samvizku um það alvörumál, sem hér hefir vérið rætt — hreinsað til í all- xnenguðu aindrúmslofti, það sem af er vikunnar. Rpykjavíik, 4. júlí 1962. / Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.