Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 10
10 MORCITSBLAÐIÐ Föstudagur 6. júlí 1562 Standandi frá vinstrú Hall- dór Pétursson, !i ’ari, Birgir Guðgeirsson, fitr., Rögnvaldur Sigurjónsson, pí anóleikari, Gunnar H. Blön- dal, fltr. Sitjandi frá. vinstri: Haukur Gröndal, frkvstj., Gunnar Guðmundsson, forstj. Skúli Hansen, tannlæknir, Magnús Árnason, lögfr., Guð nriundur Á. Lúðvíksson, við- skfr. og Runólfur Sæmunds- son, frkvstj. Fremst, fyrir miðju situr hennar hátign, Sentha of Ceeng-Mai og hlust ar á stereoplötu í fyrsta sinn. Myndina teiknaði Halldór Pétursson. • Við tökum ekki sumarfrí ♦ Her í bæ starfar hljómplötu Íklúbbur, sem telur innan vé banda' sinna 10 meðlimi. Koma þeir félagar saman á hálfs má.naðar fresti, leika hljómplötur og eingöngu sí- gilda tónlist, ræða verkin, vinnubrögð og tækni stjórn- > endanna, gera sam.anburð á flutningi verkanna með ýms um stjórnendum og á mis- munandi tímum, meðferð ein stakra listamanna á hlutverk um sínum, ræða um konserta sem fluttir hafa verið bæði utan lands og innan o.s.frv. Þessi merki klúbbur hefur starfað siðan 1958, en almenn i ingi hefur þó ekki gefist kost ( ur á að kynnast starfsemi hans. Hafði blaðið því tal af einum meðlimanna, Birgi Guðgeirssyni, sem varð vel við áleitni fréttamannsins og kvað velkomið að gera hon- um grein fyrir starfsemi klúbbsins. Arkaði undirritað ! ur siðan af stað, hringdi dyra bjöllunni 'að Öldugötu 13 cg tvar boðinn velkominn af Birgi og hágöfugum síams- ketti, sem hann á og nefnist Sentha of Cheeng-Mai. Kisa er Iesendum blaðsins reynd- ar kunn, þvi eitt sinn í vetur þóknaðist henni að veita við- tal og leyfði, að birtar væru af henni myndir. Það, sem fyrst grípur aug að, þegar inn í stofu er komið eru tveir miklir hátalarar, I sem standa þar á gólfi. Eru , þeir af nýrri gerð og mjög fullkomnir. Kvað Birgir há- talara þessa vera algjörlega ómissandi fyrir þá, sem njóta vilja tónlistar til hins ítrasta, enda eru gæði þeirra slík, að borið saman við eldri hátal ara, eru- þeir sem dagur borinn við nótt. En þeir „electrostatiskir", þann- ig að rafmagn er notað við að varpa fram tónunum, en ekki segulmagn, eins og í hin um eldri, og senda tónana fram í mjög stórri hljómlínu en hinir gömlu senda tóninn aðeins út af tiltölulega litlu sviði. Truflanir í hátölururn þessum eru óhugsandi og heí ur tilkoma beirra átt mikinn þátt í hinum geysilegu fram förum sem orðið hafa á sviði hljómtækni á síðari árum. — Við stofnuðum klúbb- inn fyrir fjórum árum og höfum síðan komið saman annan hvern föstudag, sitt skiptið hjá hverjum til að hlusta á tónlist, ræða verkin fram og aftur, vinnubrögð stjórnendanna, svo og fles" það, sem verkunum við kem ur. Annars ber auk þess margt á góma, og segja má, að við ræðum allt milli him ins og jarðar, þótt við leggj - um aðal áherzlu á þau tón- verk, sem við heyrum hverju sinni. — Hvaða tónlist er það, sem þið leggið mesta áherzlu á? — Að sjálfsögðu eingöngu sígilda tónlist, en hvað við heyrum hverj-u sinni, er aðal lega á valdi þess, sem fundinn heldur og ræður hann efnis- vali. Nú hafa sumir mestan áhuga á óperum, en aðrir vilja heyra symfóníur, píanó konserta eða kammermúsik og þegar ég held klúbbfund- ina, reyni ég yfirleitt að gera öllum til geðs og haga vali mínu eftir því. Venjan er sú að hver leikur plötur úr sínu safni. Hátalarar þessir sem þú sérð, munu vera hinir full- komnustu, sem enn hafa ver ið framleiddir. Þeir kosta um 9900 kr., hver um sig, en ég álít, að öll þau tæki, sem ég nota til að leika plöturnar og þú sérð hér, hafi kostað 35— 40 þús. kr. — Dýrt er drottins orðið. Og varla færðu plöturnar ó- keypis. — Nei, þær kosta á fjórða hundrað kr. stykkið, en ég tel því fé sem ég ver til plötu kaupa, vel varið. Plötumar eru tiltölulega ódýrar nú, því núverandi ríkisstjórn lækk- aði mjög ihnflutningsgjöld af þeim, en samt er tollur af þeim um 100%. Bækur eru hins vegar fluttar inn toll- frjáisar, svo að ég tali nú ekki um öll sorpritin, sem ekxi þarf að greiða eyri af í toll. Plötur með tónverkum meist aranna eiga sannarlega ekki að vera munaður, og raunar héld ég að ríkið mundi ekki missa stóran spón úr askinum sínum þótt tollar af plötum væru felldir niður. Sumir telja það vera hálf- gerða kleppsvinnu að safna plötum því sifellt komi ti’. skjalanna ný tækni og verði þá að kaupa nýjar. Þetta er raunar satt og ég á t.d. allar symfoniur Beethovens á 78 snún. plötum, sem ég geymi nú uppi á lofti hjá mér, auk þess, sem ég á þær flestar á stereo-plötum. Og það að kaupa ekki plötur af ótta við að ný tækni geri safnið gam aldags, er satt að segja dálítið varasamt og hætt er við, að sá, sem þeim ótta er haldinn fái seint tækifæri til að kynn ast vel sígildri tónlist, því tru lega á íækni í upptöku tón- listar enn eftir að aukast mikið á komandi árum. Auk þess leggjum við mikla á- herzlu á það í klúbbnum að ræða nýjustu upptökur og gera samanburð við hinar eldri. — En leikið þið samt ekki aðallega plötur af nýjustu gerð? — Að sjálfsögðu. Er hæg- gengu plöturnar komu til sögunnar. jókst mjög áhugi maona á plötusöfnun, því nú var unnt aö eignast stórt tón verk á 2—3 plötum, sem áður tóku a.m.k. 15—20 plötur, auk þess sem unnt var að hlusta á verkin í meiri heild, en ekki þurfti sí og æ að standa á fætur til að skipta um á fóninum. — Þig klúbbmeðlimir eig- ið allir stór söfn, er það ekki? — Jú, nokkuð góð, en sá sem á það langstærsta, er Skúli Hansen. Eg hygg, að safn hans sé hið stærsta í einkaeign á íslandi. Hann á t.d. fimm mismunandi upp- tökur á Othello eftir Verdi. Annars er ekki nóg að eiga mikið af plötum, því ef þter eiga aðjsoma að fullum not- um, fylgir þeim mikil söfnun á tónlistarbókmentum. Þar.ia í skápnum sérðu alfræðiorða bók um tónlist, sem er í 10 stórum bindum. — Hvaða tegund tónlistar geðjast þér bezt að? — Það á ég erfitt með að- segja þér, því ég get notið allrar góðrar tónlistar og ef eitthvað nýtt kemur til sög- unnar reyni ég að kynna mér það eftir beztu getu. — Hvað þá um elektrón- iska tónlist? — Eg keypti um daginn plötu með verkinu „Genese“ o.fl. eftir Hollendinginn Henk Badings. Flestir héldu víst, að ég væri að gappa þá, þeg- ar ég sagði þeim að ég ætlaði að leyfa þeim að heyra nýja plötu. Við skulum hlusta á hana. Fyrst heyrðist skerand: bjölluhljómur í öðrum hátal- aranum, síðan kemur lang- dregið skerandi ískur, bjöilu hljómurinn dansar á milU. Það er ekki laust við, að það fari um blaðámanninn, en ekki er hækt að neita því, að þessi tegund tónlistar hefur sín áhrif, þótt hún sé geró- lík og á allt öðru sviði en á- hrif, sem verk gömlu snilling anna valda. Þetta er tónlist geimfara og hnattaflækinga, enda er hún framleidd með rafeindaáhöldum, en ekki hljóðfærum, Hálfgerður ó- hugnaður, sem þetta undar- lega verk olli, er þó fljótlega rekinn á brott af hressilegu orgelverki eftir Cesar Franck, Ohorale no. 3 í A-moll, sem frá klúbbnum Birgir setur næst .á fóninn. — Eg er hér með óperuna Salome eftir Strauss á pxötu, sem gefin er út af „Decca’ og við upptökuna er notuð alveg ný aðferð, sem nefnd er „Sonicsage" .Þetta er fyrsta heila óperan, þar sem þessi nýja tækni er notuð við upptökuna, en hún nýtur sín sérstaklega vel með þeim tækjum, sem ég hef. Hver einstakur hljóðfærahópur, hvert einstakt hljóðfæri og jafnvel hvert smáatriði radd arinnar koma greinilega frarn án þess þó að yfirgnæfa neitt annað. — Þarna heyrum við greinilega andardrátt Salome meðah hún bíður eftir af- höggnu höfði Jóhannesar skír ara, þrátt fyrir það, að rúm- lega 100 manna hljómsveit leiki forissimo. — Hvert er uppáhaldsverk þitt, Birgir? — Eg get ekki með góðri samvizku gert einu góðu verki hátt undir höfuð á kost að annarra, en ég vil þó gjarn an ræða skoðun, sem er ríkj andi hjá mjög mörgum, sem sé þá, að ómögulegt sé að meta „vocaL“-verk jafn mík- ils og „instrumental“ tónlist. Eg var sjálfur á þess ari skoðun lengi framan af Eg veit ekki, af hverju þetta stafar. Kannske þykir það fínt og e.t.v. hefur ferill Beet hovens ýtt undir þetta álit manna, því hann samdi að- eins eina óperu, og tiltölulega lítið af annarri „vooal“- músik. Að mínu áliti hefur t.d. Bach’ risið hæst með „vocal“-verk um sínum og á ég þar við passíurnar og H-moll mess- una. Og hvers vegna ætti að telja óperur Mozarts lakari ver.k en symfóniur hans, að- eins vegna þess, að þter eru sungnar? Að mínu áliti þarf eitt verk ekki að vera neitt . verra, aðeins vegna þess, að mannsröddin tekur þátt í flutningi þess með hljóðfær- unum. — Annars á ég ekki ein- göngu plötur með tónlist, seg ir Birgir og dregur fram stafla af plötum með kvæðum eftir Dylan Thomas. Við setjum eina þeirra á fóninn og hlustum á þrjú kvæði, sem höfundurinn las sjálfur inn á plötu árið 1952 og 1953 er hann var á ferða- lagi um Bandaríkin, „Do not go gentle into that good night“, sem hann orti til deyj andi föður síns. Röddin er biðjandi, þegar hann biður föður sinn um að fara ekki frá honum inn í myrkrið, „And death shall have no dominion", lesið í sborkandi tón og loks „Fern Hill“, sem er eitt fegursta kvæði höfund ar. í því lætur Dylan Thom as hugann reika til æskuára Framihald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.