Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. júlí 1962 STtJLKA - KONA óskast á ljósmyndastofu. Þarf helzt að vera vön. — Gott kaup. — Upplýsingar í síma 1890, Keflavík. Lokað vegna sumarleyfa frá 9. júlí til 28. júlí Prjónastofan IÐUNN H.F. Til leigu í Voguvn einbýlishus með húsgógnum. 4 he'rfc., bað og eldhús á hæð, 2 herb. frystir, þvottahús, geymsla í kjallara. Stór gárður. Bílskúr. Leigist til eins árs frá 1. ágúst fyrír hæsta tilb. merkt: „7341“ til Mbi. fyrir 8. júlí. -----------------—---- , i WiSIyVStation jeppi, árgerð 1953 til sölu. Bifreiðin verður til sýnis við skrif- stofur vorar, Borgartúni 7, Reykjavík, í dag, föstudag- inn 6. júlí 1962, frá kl. 1—7 síðdegis og verður þar tek- ið á móti tilboðum. Áfcngis- og tóbaksverzlun ríkisins Nauðungaruppbod annað og síðasta, á hluta í húseigninni A-götu 1 við Breiðholtsveg, hér i bænum, talin eign Kristins Karls- sonar, fer fram á eigninni sjálfri laugardaginn 7. júlí 1962, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík, 4. júlí 1962. Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og færðu mér gjafir á sextugs afmæli mínu. Eyjólfur Eyjólfsson, skósmiður. Hjartkær eiginkona mín, dóttir og móðir _ GERÐUR HELGADÓTTIR andaðist 2. júlí. Kári B. Helgason, Þórlaug Hansdóttir, Helgi Kárason. NIKÓLÍNA MAGNÚSDÓTTIR Linnctstíg 7, Hafnarfirði andaðist 4. þ.m. Vandamenn. Konan mín HULDA KARLSDÓTTIR NEWMAN Bræðraborg, Höfnum andaðist á sjúkrahúsi Kefiavíkur þann 4. júlí. Jarðarförin verðu auglýst síðar. Reymond Newman Innilegustu þakkir færum við öllum, fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför OLAFS EINARSSONAR, Þjótanda. Sérstaklega viljum við þakka sveitungum hins látna, svo og læknum og starfsfóíki Sjúkrahúss Selfoss. Ingileif Guðmundsdóttir, > börn, tengdaböm og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir þá samúð og velvild, sem okkur hefur verið sýnd við fráfall og jarðarför JÚLÍUSAR INVARSSONAR, bryta Guðrún Magnúsdóttir og börn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu, við fráfall og útför STEINS Þ. ÖFJÖRÐS, Fossnesi Jóhanna Jensdóttir Gunnar Steinsson Fossnesi — Gnúpverjahreppi. Þrjár nýjar HelgafeUs- bækur Þrjár nýjar Helgafellsibækur 44 BLAÐINU hafa borist þrjár nýj ar bækur frá Helgafelli. Bókin Kynlíf, önnur útgáfa, eftir dr. Fritz Kahn, þýzk amerískan prófessor, sem kunnastur mun ver,a fyrir hið mikla verk sitt, Bókin um manninn, og einnig hefir komið út hjá forlaginu. Kynlíf er geysimikið rit tæpar 300 síður og með 40 myndura, mörgum í litum.Bókinni er skift í 10 aðalkafla, Kynstarfið, Sam farirnar, heilsufræði kynlifsins, frjósemi og getnaður, truflanir kynlífsins, kynsjúkdómar Vændi Kynferðislíf æskuáranna, Kyn líf ógifts fólks, Lausn vandamála kynlífsins. Jón Nikulásson læknir hefir annast útgáfu bókarinnar, og rit Ódýrt — í ferðalagið karlmannasportjakkarnir komnir aftur, kosta aðeins ki'. 500,00. Smásaia. — Laugavegi 81. Fólshor spónaplötui Stærð 4x8 fet, þykktir 8, 12, 16, 20 mm Skúloson & Jónsson sL Síðumúia 23. — Sími 36500. Lokað vegna sumarleyfa frá 9. júlí til 7. ágúst Fatapressan VEIHiUS Hverfisgötu 59. ar formála. Bókin mun vera ó breytt frá fyrstu útgáfu. Garðprýði eftir Kristmami Guðmundsson. Kristmann' Guð mundsson hefir lagt á margt gjörva hönd. Kunnugt er að hann átti um langt skeið feg ursta einkagarð landsins í Hvera gerði, og hafði aflað sér mikillar þekkingar á ræktun trjáa og blóma. Nú hefir hann gert fyrir Helgafell litla bók, sem eru góð leiðbeining fyrir garðeigendur á íslandi. Gauksklukkan eftir Agnar Þórðarson, er þriðja bókin, leik rit í tveimur þáttum. — Neskaupsta&nr Framh. af bls. 13. Forstjóri verksmiðjunnar cr Hermann Lárusson og verk- smiðjustjóri er Hilimar Haralds- son frá Reykjavík. Þó að við höfum ekki af miklu að státa í hafnanmálum, en hér er einna lélegust höfn þeinra bæja er fást við fiskmóttöku austan- lands, þá er viðgerðárþjónusta skipanna með ágætuim, en hér eru starfrækt verkstæði tál við- gerðar á tækj.um og véltbúnaði bátanna og eru þau þessi. Véla- verkstæði Dráttarbrautarinnair hf. og skipasmíðastöð. Raftækja- vinnustofa, Kristjáns Lundibergs, útvarpsviðgerðarverkstæði Bald« urs Böðvarssonar, Netavinnu- stofa Friðriks Vilhjálmssonar og svo starfar hér froskafari, LincL berg Þorsteinsson, skipasmiður, Þá er hér giott sjúkrafhús. f dag streyma síldarbátarnlr inn, því að bræla er á miðunuim, og þurfa þeir að losa sig við síld. Suimir eru með mikið, ea aðrir með lítið, eins og gengur. Bráðlegia fana kvarnir venk« smiðjunnar að mala gull úr „silfri hafsins", og hjólin munu halda áfram að snúast, þar til ekki er meiri síld að fá. — Jakob. VETTVANGUR Framhald af bls. 13. Þessi staður var síðan í mörg hundruð ár andlegt höfuðból og mennta- og menningarsetur. Þar á enn að rísa starfsemi, sem ís- lenzk kirkja getur sótt til nýtt líf og styrk. Fyrir hann hefir hún brýna þörf. Tvenn eru gildust rök til þess, að biskupsstóll verði fluttur í Skálholt. Fyrst þau að veita staðn um aftur foma virðingu sína og varðveita svo söguhelgi hans. Önnur eru þau að tryggja þjóð- kirkjunni forystumann, þar sem ekki sé boðið heim þeirri hættu, að hann verði um skör fram hlað inn skrifstofustörfum og ýmsu vafstri í höfuðborginni, heldur geti því meir helgað sig andlegri leiðsögn kirkjunnar. Hann á fyrst og fremst að vera kirkjulegur höfðingi og leiðtogi. Þjóðlegasta og elzta embætti landsins fengi nýtt gildi og aukið sjálfstæði í hugum íslendinga. Ef svo fer fram sem horfir, líða ekki mörg ár, unz þar verður kom ið endurreisn staðarins, að hann verði þess albúinn að taka við biskupi sínum á ný. Væri þá um leið úr sögu sá vansi, að embættisbústaður biskups fyrir- finnst hér enginn, síðan biskups- stóll var niður lagður austur þar, •að undanskildum þeim árum, sem biskup sat í Laugarnesi á sein- ustu öld öndverðri. Og hér er fagurt um að litast. Fjölbyggt og frjósamt hérað um- hverfis. Greiðar samgöngur í all ar áttir og varla nema hálfs ann ars tíma akstur til höfuðborgar- innar. Staðurinn er svo í sveit settur, að biskup gæti auðveld- lega unnið þar störf sín í þágu kirkjunnar og embættis síns. Ým is umboðsstörf, sem biskup og skrifstofa hans vinna nú, héldust að sjálfsögðu í höfuðborginni. Sýnist og eðlilegast, að kirkju- leg málefni séu þar komin saman á einn stað, og falli sú stofnun undir ráðherra milliliðalaust, í stað tveggja aðila nú, þar sem eru biskupsskrifstofa og kirkju- málaráðuneyti. Vegur Reykjavíkur er í engu skertur, þó að biskup flyttist í Skálholt. Þar situr stjórn landsins og löggjafarþing, þar er háborg mennta, vísinda og lista. Reykja- vík er hin óumdeilanlega höfuð- borg og þess hefir heldur ekki orðið vart, að hún ásældist lamb fátæka mannsins. En Skálholt er og verður mesta höfuðból ís- lenzkrar kirkju. Seta biskups á því höfuðbóli mundi varpa nýjum ljóma yfir embættið, verða kirkj unni til sóma og íslenzku þjóð- inni allri vegsauki. Fyrir ýrnsum vakir að endur- reisa Skálhoitsstól með þeim hætti, að landinu verði skipt í tvö biskupsembætti. Þetta er vafa- laust æskilegast, enda vissulega það, sem koma skal, að biskups- dæmi verði tvö á landi hér. Og svo fjölgar þjóðinni og vex fisk- ur um hrygg á næstu áratugum, að ekki getur liðið á löngu, unz brugðið verður á það ráð. Á fyrsta kirkjuþinginu, sem háð var 1958, sagði þáverandi kirkjumálaráðherra, Hermann Jónasson: Það er engin ofrausn fyrir þessa þjóð að halda í hefð hinum 3 sögustöðum, Skálholti, Þingvöllum og Hólum. Við erum að endurreisa Skálholt, síðan i koma Þingvellir og Hólar. Á undanförnum árum hafa kom ið fram tillögur um að setja marg víslegustu stofnanir í Skálholti, m.a. handritasafn, elliheimili, bún aðarskóla og kristilegan lýðhá- skóla. Vissulega geta allar þessar stofnanir rúmast í Skálholti og þó að fleiri væru. Og þessar tillög ur góðra inanna og gegnra sýna gerst, hve geysihagstæð eru skil yrði öll á þessum stað. En ærið langt munu þær eiga í land sum ar hverjar, og ekki geta þær orðið annað en greinar þess stofns, sem þar skal rísa. Gáfaður prestur og fjölvís sagði við mig fyrir nokkru: Nú ættu bændur um Suðurland að hafa gamla siðinn á, þó í dálítið ný- tízkulegri mynd. Þeir ættu að taka hver sinn jeppa og fjöl- menna á fund kirkjuvaldanna f Reykjavík til að segja þeim hug sinn. — Ef til vill væri réttara að snúa þeirri för heim í Skálholt og láta einn góðviðrisdag að á- liðnu sumri tendra glæðurnar, sem enn eru ekki kulnaðar. Konungstilskipunin frá 29. apríl 1785 kvað svo á, að biskups stóll skyldi fluttur frá Skálholti og settur niður í Reykjavík. Til skipun þessi er í raun og veru freklegt brot gegn sögulegri hefð og grundvallarrétti kirkjunnar, eins og Gissur biskup lagði hann með góðu samþykki allra við upphaf íslenzkrar kirkju. Skylda þings og þjóðar við staðinn verð ur ekki rækt fyrr en þar situr biskup að nýju, því að enginn húsbóndi annar er þessum stað fullkosta. „Og aftur skal hér rísa við I rausn nýtt menntaból, og roði af nýjum degi við háan biskupsstól.“ Hér skulu gilda þau orð bisk- ups íslands, að „Skálholt er ot stórt fyrir smáa hugsun“. Bjarni Sigurðsson, MosfellL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.