Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 2
2 T MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 6. júlí 1962 Adenauer og de Gaulle í París. . Vilja hraða stjórn- málaeiningu Evrópu Fundi de Gaulle og Adenauers lokið París, 5. júlí — NTB 1 D A G lauk í París þriggja daga viðræðum þeirra de Gaulles Frakklandsforseta og Konrad Adenauers, kanzlara Vestur-Þýzkalands. Að viðræð- — Alsir Framlh. af fols 1 stoðar. Tókst þeim loks í sam- einingu að stilla til friðar, en settu upp sameiginlegar varð- stöðvar víða um borgina og var útgöngufoann sett á frá kl. 4 í dag. Vitað er um 13 evrópska menn, sem féllu í bardögunum. Voru þeir flestir stungnir til bana. Þrír þeirra höfðu vérið skomir á háls. f Algeirsborg var mikið um fagnaðarlæti í dag í tdlefni þess að nú eru 132 ár liðin frá því að borgin féll í heúdur franska hersins, en er loks bú- in að endurheimta frelsi sitt. — Ekki kom þar til neinna árekstra. Talið er að um hálf milljón Serkja hafi tekið þátt í fagnaðarlátunum og fóru þeir dansandi og syngjandi um göt- urnar. Ben Beiia í Kaíró f frétt frá Kairó segir að Ben Bella, aðstoðarforsætisráð- herra stjórnarinnar í Alsír, hafi átt enn einn fund með Nasser forseta til að ræða ástandið í Alsír. Hefur Nasser lýst því yfir að hann muni halda áfram að reyna að miðla málum milli Ben Bella og Ben Khedda forsætisr ðherra. Ben Bella ítrekaði hinsvegar í dag að sú ráðstöfun Ben Khedda að víkja forseta herráðs þjóð- frelsishreyfingarinnar, Bou Madian, úr embætti, hafi verið eins og hnífstunga í bakið.- — Fulltrúi Alsír hjá Arababanda- laginu, Tewfick el Medani, ræíídi við Ben Bella í dag og segja fregnir frá Kaíró að hann muni fara til Alsír á morgun til að reyna að koma á sættum milli, Ben Bella og ríkisstjórnarinnar, unum loknum gáfu leiðtogam- ir út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa sig ma. fylgj- andi því að viðræðum um stjórnmálaeiningu Evrópu verði hraðað. Segja leiðtogarnir að algjör eining ríki milii Vestur- Þýzkalands og Frakklands um Þýzkalands- og Berlínarmálin og lýsa þeir yfir þeirri von sinni að umsókn Bretlands um aðild að Efnahagsbandalaginu verði til þess að efla uppbygg- ingu Evrópu. f yfirlýsingunni segir að heimsókn Adenauers til Frakk- lands muni verða til þess að treysta enn böndin milli Ev- rópulandanna og efla samtök Atlanthafsríkjanna. Hafi leið- togarnir rætt ýmis málefni Ev- rópu og lýst ánægju sinni yfir þróun Efnahagsbandalagsins. — Varðandi Þýzkalands- og Berlín- armálin segir í yfirlýsingunni að úr þeim vandamálum verði ekki leyst fyrr en Þýzkaland hefur verið sameinað. Talsmaður v-þýzku stjórnar- innar gaf í skyn í dag að de Gaulle og Adenauer hafi orðið sammála um að hvetja til þess að boðaður yrði fundur leið- toga Efnahagsbandalagsríkj- anna í Róm svo fljótt sem auð- ið er til að ræða frekar um stjórnmálalega sameiningu Ev- rópu. Fylgir það fréttinni að leiðtogarnir muni rita Amin- tori Fanfani, forsætisráðherra ítalíu, bréf um málið. Laust prófessoi-s- embætti í verk- fræði í NÝÚTKOMNU Lögbirtinga- blaði er auglýst laust til um- sóknar prófessorsembætti við verkfræðideild Háskóla fslands, kennslugreinar m.a. teikning og landmælingar. Próf. Finnibogi Rútur Þorvalds son hefur gegnt þessu embætti, en hefur látið af störfum fyrir aidurg sakir. Keyptar vélar I stækkun varastöðvar við Elliðaár NÝLEGA heimilaði bongairráð rafmagnsstjóra að leita samn- inga við firmiuin Esoher Wyss og Örlikan í Sviss um kaup á vél- um og öðrum tækjum til stækk- unar vararafstöðvarinnar við Elliðaár. En ætlunin er, að þeg- ar íraifossvirkjuninni er lokið, þá verði stækkuð varastöðin við Ell- iðaámar til að tryggja rafmaign þangað til aftur kernur staerri SELFOSSI, 5. júlí — Um kl. 5 komu tveir Þjóðverjar á kajök- um niður Ölfusá. Þegar annar' var kominn í strauminn niður undir brúnni, hvolfdi bátnum. Maðurinn náði í bátinn og hékk á honum, og barst með honum niður í lygnuna við bergið framan við kirkjuna. — Þar komst hann upp á sillu. Hann sakaði ekki, en var kalt og fékk aðhlynningu í næsta húsi. Þetta voru ungir piltar, sem höfðu tjaldað við Selfoss. En þetta er hættuleg- ur leikur að vera á kajak á Ölfysá. Og' Selfossbúar fara Vont vega- viðhald við Djúp BOLUNGARVÍK, miðvikudag. Mikil óánægja ríkir við ísafjarð ardjúp vegna léiegs vegaviðhalds þar. Eru vegirnir frá ísafirði til Súðavikur, Hnífsdals og Bolung arvíkur í hinu herfilegasta á- standi. Á Óshlíðarvegi er fjöldi skriðna, sem ekki hefur verið hreyft við vikum saman og stór- grýti, sem fallið hefur úr fjall inu liggur þar um allan veginn. Er varla hægt a'ð segja að Ós- hlíðarvegurinn sé í umferðar- hæfu ástandi. Er þó geysileg um ferð um hann, bæði af heima- mönnum og ferðamönnum, sem sumir eru langt að komnir. Ekki hefur verið hreyft við viðhaldi vega í Skutulsfirði og Álftafirði, og Breiðdalsheiði er einnig í mjög slæmu ástandi. — Telja menn það furðu sæta að komið skuli fram á mitt sumar án þess að hafizt sé handa um nauðsynlegustu viðgerðir á veg- um eftir veturinn. Fréttaritari. , UM hádegið í gær var þoku- súld suðvestanlands, en yfir- leitt bjartviðri í öðrum lands- hlutum. Hlýjast var á Kirkju bæjaíklaustri 20 stig, en víð- ast hivar 10—12 stiga hiti. Yfir Grænlandshafi er lægð, sem þokast suður eftir, og lítur út fyrir, að vindiur verði smám saman A eða NA stæður hér á landi og létti í löfti suðvest- an lands. Vcðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land og miðin: SV kaldi og sums staðar súld í nótt, virkjum, og til að undirbúa mark aðinn. Mbl. leitaði upplýsinga um 'þessar framikivæmdir hjá Jaikobi Guðjobnsen, rafmagnsstjóra, sem sagði að stæklkunin ætti ekki að verða tilbúin fyrr en seint á ár- inu 1964, en afgreiðslufrestur á vélum væri mjög langur, nærri 2 ár og því þyrfti að semja um kaup á vélum nú þegar. Er búið aldrei á bát þarna, því við brúna er straumþungt og mikl- ar hringiður. DATT AF HESTBAKI. Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Efri-Brú, bróðir Tóm- asar skálds, datt af hestbaki í dag og var fluttur í sjúkrahús. Hefur hann sennilega rifbeins- brotnað. — G.G.Ó. Fundur Sjálfstæð- ismanna á Fljóts- dalshéraði AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Fljótsdalshéraðs var hald- iim á Egilsstöðum 2S. júní sl. Formaður félagsins, Helgi Gísla son, setti fimdinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Sveinn Björnsson. Axel Jónsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulagsmál flokksins 'og ræddi sérstaklega um starfsemina í Austurlands- kjördæmi. Nokkrar umræður urðu um fé lagsmál og tóku þessir til máls: Baldur Bjarnason, Helgi Gísla- son, Þráinn Jónsson, Sveinn Björnsson, Jónas Pétursson og Þórólfur Sölvason. Á fundinum voru kjörnir full trúar og kjördæmisráð. Jónas Pétursson, alþingismað- ur, flutti erindi um stjórnmála- viðhorfið og ræddi um brýnustu hagsmunamál Austurlandskjör- dæmis. í stjórn félagsins voru kjörnir: Helgi Gíslason, Helgafelli, for- maður; Eiríkur Eiríksspn, Dag- verðargerði; Ari Björnsson, Eg- ilsstöðum; Þórólfur Sölvason, Snjóholti og Þórður Benedikts- son, Egilsstöðum. gengur í norðan kalda og létt ir til á morgun. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Breytileg átt í nótt, norðan kaldi á morgun skýjað með köflum. Vestfirðir, Norðurland og miðin: Austan og síðar NA kaldi, sums staðar rigning. NA-land, Austfirðir og mið- in: Austan gola og víða þoka í nótt. NA kaldi og dálítil rign ing þegar líðar á morgundag- inn. SA-land og miðin: Vestan og síðar SV kaldi, skýjað. að kaupa ketilinn í samstæðuna og til er einn. rafall, en hér ean um kaup á rafal að ræða og fleiri' tækjum. Fyrirtuigiuð er 11.500 kw stækik un á vararafistöðinni en til sam- anbiwðar má geta þess, að fyrir eru 7500 kw. Slíkar vararafstöðv- ar, sem reknar eru með oiíu, eru til að nýta betur vatnið í vatns- aflsstöðvunum. Mun viðbótin við Elliðaárnar að sjálfsögðu koma að góðum notum, jafnvel eftir að stærri virkjun er komin í gang, og þá notuð ti'l að grípa til ef vatnsafl þrýtuir eða ef eittJhvað bilar. — Englr samningar Framh. af bls. 1 lagið og áður en samningar hefjist um það mál verði Al- þingi að marka stefnuna. Hann sagði að fulltrúar Efnahags- bandalagsins hefðu sýnt „mjög mikinn skilning og velvilja'* gagnvart málstað íslands. Bætti ráðherrann því við að það yrði „mjög erfitt fyrir fsland að gerast fullgildur aðili að Efna- hagsbandalaginu. Ef ísland fellst á skilyrði Rómarsamnings ins um frjálsan flutning vinnu- afls og erlendar fjárfestingar myndum við fljótlega glata þjóðerninu“, 18% tollur Gylfi Þ. Gíslason sagði að ís- land hefði í margar aldir verið í stjórnmála- og menningar- tengslum við Evrópu og óskaði að þau héldust. Sextíu prósent af útflutningi fslands færi til Vestur-Evrópu og sameiginleg- ur ytritollur sem Efnahags- bandalagsríkin ætla að leggja á vöru fluttar inn frá öðrum ríkjum myndi hækka aðflutn- ingsgjöld á íslenzkum útflutn- ingi úr 6% í 11%. ísland er stærsti framleiðandinn á fryst- um fiskflökum, sagði ráðherr- ann, og eru þau aðalútflutninga varan til Evrópu. En árið 1970 verða aðflutningsgjöldin’ á frystum fiskflökum komin upp í 18%. Eins og er eru engin að- flutningsgjöld á íslenzkum fisk- flökUm í Hollandi og hæstu aðflutningsgjöldin í Evrópu eru í Frakklandi, 14%. Auk þessa má benda á að ef England og Noregur gerast aðilar að Efna- hagsbandalaginu, munu þessir tveir keppinautar hrekja fs- land út af mörkuðunum, þar sem þau nytu lægri tollgjalda í innbyrðis viðskiptum banda- lagsríkjanna. íslendingar hafa einnig hug á að koma upp iðnaði, eins og til dæmis alumíniumframleiðslu. En aðflutningsgjöld á alúmíni- um í bandalagsríkjunum yrðu 9% gagnvart ríkjum utan bandalagsins. Það væri því erfitt fyrir ísland að setja 4 stofn iðnað við þau skilyrði, þar sem erfitt væri að keppa við lægra verð á alumínium hjá Efnahagsbandalagini A leið til Bonn Gylfi Þ. Gíslason sagði að viðræðurnar hafi verið mjög gagnlegar og kvaðst myndu gefa stjórn sinni skýrslu um þær. í gær átti hann klukku- i stundar viðræður við prófessor Walter Hallstein, forseta Ev- rópunefndarinnar, og seinna við Jeán Rey, fulltrúa Belgíu í nefndinni. í dag ræddi ís- lenzki ráðherrann við varafor- seta nefndarinnar, dr. Sicco Mansholt. í fylgd með ráðherr- anum eru Pétur Thorsteinsson, sendiherra í París, og Jónas Haralz ráðuneytisstjóri. Fara þeir til Luxemburg í dag, en koma til Bonn á mánudag, þar sem þeir ræða sérstöðu íslands við Ludwig Erhard, fjármála- ráðherra Vestur-Þýzkalands. Hvolfdi kojok við Ölfusórbrú /* NA 15 hnútar / SV50hnútar ¥: Snjókomo 9 OSi - V Skúrir It Þrumur 'Ws, KuUaslil ZS HUashH H Hmt L Lma»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.