Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. júlí 1962 M r»n cvn nr AÐlÐ ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt, “ að Reykjavík hefur tekið mi'klum stakka skiptum á undanförnum árum. Borgin hefur stækkað í allar áttir ný ibúðahverfi hafa þotið upp og háhýsi teygja sig í átt til himins. Ætáð hefur verið lögð mikil áherzla á það að fegra borgina og má segja, að Garðyrkjustofnun Reykja ví'kur sé „alltaf að“, undir ötulli stjórn Hafliða Jónsson ar, garðyrkjustjóra. Myndirnar tvær, sem á síð unni eru í dag, sýna ljóslega þá miklu breytingu, sém á Hið nýja andiit Reykjavíkur "—9fian Ifl OlTiAú''^—f~ • V .........................; • borginni hafa orðið. Efri myndina tók ljósm. Mbl Ólaf ur K. Magnússon árið 1940, um þær mundir, sem hafizt Raunar voru fyrstu tilraunir var htenda af fullum krafti að til gróðursetningar gerðar ár græða upp Tjarnargarðinn. ið 1912, við Bjarnargötuna, Siommúnistar argir út af kiarabótum KOMMÚNISTABLAÐIÐ er geð- vont í gær þegar það ræðir um kjaramálin, en reynir þó að grípa til gamalkunnra bardagaaðferða, blekkinga og hreinna ósann- inda. Það segir til dæmis áð for eætisráðherrann hafi látið liggja að því í þjóðhátíðarræðu sinni, að ráðstafanir ætti að gera til að svifta launþcga þeim kjarabót um, sem þeir hafa að undanförnu aflað sér. Rétt er því að rifja upp ummæli Ólafs Thors, forsætisráð berra um kjaramálin. Þau voru svohljóöandi: „Enn hafa gerzt á þessu sviði miklir og merkir viðburðir. Á ég þar við kauphækkanirnar, sem urðu á Akureyri í vor samtímis því sem Dagsbrún og atvinnurek endur í Reykjavík hófu samn- ingaumleitanir. Skal ég ekki neita því, að telja verður nokkra óvissu á, hvort efnahagskerfið etenzt áorðnar kauphækkanir, án þeSs að grípa þurfi til vaxtahækk •na, lánsfjárskerðinga eða ann- •rra svipaðra ráðstafana til varn ar gegn verðbólgu. Vona ég þó í lengstu lög að svo reynist. Að þessu sinni er vikið af glæfrabraut undanfarinna ára og kröfugerðin nú, miðuð við það, sem a.m.k. nokkrar vonir standa til að leiði til raunhæfra kjara- bóta. Eiga nú allir mikið í húfi um, að sú verði reyndin og ættu þá að mega vænta, að þáttaskil séu hafin í kjarabaráttunni á fs- landi, stefnt sé burt frá fyrri ára yfirskinssigrum yfir í jafnar, tryggar og raunhæfar kjarabæt- ur. Mætti það þá vera mikið gleðiefni öllum þeim, sem að þess ari stefnu hafa unnið og hana markað og raunar þjóðinni allri. Nú nýverið hafa að sönnu þeir, sem meira bera úr býtum kraf- izt og fengið meiri kaupphækkan ir en þeir lægst launuðu og verð ur að játa, að það varpar skugga á þessar vonir. Er þó að sjá hvað setur, vona hið bezta, þar til hið verra reynist, en taka síðan rétti lega á því, sem að höndum ber. Á ég enga ósk heitari í þessum efnum en að vel rætist úr, en vara þó við of mikilli bjartsýni, því hér eru að verki lögmál, sem ekki verða umflúin, þótt sam- hugur og góðvilji ráði alltaf miklu. En hvað sem öðru líður bendir nú margt til þess, að reynslan hafi nú sannfært menn um að í kjarabaráttunni er síg- andi lukka bezt, og að það er ekki krónutala, heldur kaupmátt ur tímakaupsins sem gildir. Er þá skammt í fullan skilning á því, að kauphækkanir umfram gjald þol framleiðslunnar eru böl en ekki bót. Eftir það miðast barátt an við það eitt, að hlutur laun- þega verði sem mestur innan þess, sem auðið er að gjalda og mun þá hefjast nýtt og merkt tímabil í efnahagssögu íslend- inga. Ber nú allri þjóðinni að samein ast í að stuðla að því, að þær vonir, sem við þessa nýju stefflu eru tengdar, megi rætast, öllum til heilla og farsældar". Mun mönnum að vonum reyn- ast erfitt að lesa skilning komm únistablaðsins • út úr orðum for- sætisráðherra. En blaðið bætir en þau tré reyndust illa og um 1930 voru settar niður hríslur frá. Þrastaskógi í Grímsnesi, en það gekk held ur ekki, því þær mynduðu að eins kjarr. Rétt fyrir 1940 var síðan gróðúrsett mikið af trjáplöntum úr Bæjarstaða- skógi og eru þær uppistaðan í trjágróðrinum í Tjarnargarð inum nú. Neðri myndina tók Ólafur K. Magnússon fyrir fáeinum dögum og sínir hún, að mikil breyting hefur orðið á. Trén fremst á myndinni' eru aðal- lega víðir norðan úr Þingeyj arsýslu og kvað Hafliði þau vera hin einu, sem fengju að vaxa, því önnur væru klippt til í limgerði. Víðirinn er frá árinu 1945, en sumrin 1953 og 1954 fór fram mikil útpíöntun í garðinum, en síðan hefur lítið verið gróðursett af trjám. Eftir 1957 komu svo runnarnir, en þeir eru mjög áberandi í garðinum í dag. því við, að Morgunblaðið sé með hótanir í garð launþega. Sann- leikurinn er sá, að Morgunblaðið hefur margbent á þá augljósu staðreynd, sem enginn fær um- flúið, að raunhæfar kjarabætur byggjast eingöngu á framleiðslu- aukningu. Ef allir fá meiri kaup- hækkanir en nemur aukinni fram leiðslu, verður ekki um raunhæf ar kjarabætur að ræða. Það skipt- ir því ekki meginmáli, hvort al- menn kauphækkun nemur t. d. 5% eða 15%, ef framleiðsluaukn- ingin er lægri en 5%, nema hvað meiri hækkunin getur dregið úr kjarabótinni, þar sem hún kann að raska efnáhagsþróuninni. Meginatriði málsins er það, að nú er talið að efnahagslífið geti nokkurn veginn staðið undir 4% kjarabótum allra launþega og hefði ef til vill þolað meiri kjara bætur til hinna lægst launuðu, eins og ríkisstjórnin óskaði eftir. Hannibal Valdimarsson og Snorri Jónsson sórust hinsvegar í fóst- bræðralag til að hindra að lægst launaðir verkamenn fengju meiri kjarabætur en aðrir. Þeim tókst það með því að knýja fram meiri hækkun til járnsmiða en verkamanna. En afleiðingin af því hefur orðið almennar kaup- hækkanir. Verkamenn munu sjálfir dæma um það, þegar þeir fá aðstöðu til, hvor stefnan hefði fært þeim meiri kjarabætur. STAKSTEiNAR Bílar og Tímin í gær birti Tíminn geysimikla forsíðugrein, sem hefst á þessum orðum: „í vor heyrði Tíminn orðróm þess efnis, að ríkisstjórnin hyggð ist hækka benzínlitrann í 7 kr. en jafnframt fella niður aðflutn ingsgjöld af bílum. Jafnframt fylgdi sögunni, að ríkisstjórnin hefði í hyggju að koma þessari skipun á í haust. Síðastliðinn þriðjudag stað- festi svo aðalmálgagn ríkisstjón arinnar, Morgunblaðið, þennan orðróm í forystugrein, sem það nefnir: Eru bílar lúxus?“ Morgunblaðið verður að hryggja Tímann með því, að þennan orðróm. hefur það aldrei heyrt og efast satt að segja stór lega um að Tímamenn hafi heyrt hann. Af þessari einföldu á.stæðu gat Morgunblaðið ekki staðfest „orðróm“ Tímans. Síðan vitnar blað Framsóknarflokksins til um mæla í ritstjórnargrein Morgun- blaðsins og bætir við: „Þarna er ekki verið að segja að gjöld verði felld alveg niður, heldur að þau lækki.“ Þessi síðari ummæli eru fyrir ferðarminni hjá Tímanum en hin fyrri, þótt skýrt sé tekið fram að það sem Mbl. stakk upp á var nokkur lækkun aðflutn- ingsgjalda en alls ekki niðurfell ing þeirra. Framsóknar- hugsunarháttur Annars er grein þessi ágætt dæmi um Fram.sóknarhugsunar hátt. Fyrir utan falsanirnar finnst Tímanum það fjarstætt að ræða um málefni, hvort lield ur þau eru stór eða smá, án þess að setja þau á f'okkspólitísk mæliker. Ekkert megi ræða á opinberum vettvangi, fyrr en flokksleiðtogar hafi tekið um það endanlega ákvörðun og um ræður séu þess vegna út í blá- inn. Framsóknarmenn geta tkki n?.3ð nokkru móti skilið það, að Morgunblaðið veki athygli á vandamálum, án þess að stjórn sú, sem það vissulega styður af alefli, hafi tekið um það ákvörð un. Þetta er einn þáttur Fram- sóknarþröngsýninnar. En til að forða misskilningi, þá telur Morgunblaðið að eng- um hafi dottið í hug að hækka benzín í 7 krónur né heldur að fella niður aðflutningsgjöld af bílum nema þeim Tímamönnum. Dæmdu sig úr leik f gær birti Alþýðublaðið mik inn forsíðuleiðara, sem er með því ofsafengnásta, sem sett hef- ur verið fram. lengi. Þar segir til dæmis: „Það er ekki venjulegt íhald, sem leitt hefur verið til valda í Hafnarfirði. Jafnvel Sjálfstæðis menn sjálfir viðurkenna, að meg inuppistaðan í þeirri valdaklíkn sem nú stjórnar þar, sé ribbald ar á þólitíska vísu, fullir af margþættri minnimáttarkennd, haldin pólitiskri ósvífni svo að fádæmi finnist önnur eins á lánd inu. Hvað sem um það er, er það vitað að forystumennirnir eru af gamla nazista-skólanum: haturs fullir, tillitslausir og fyrirhyggju lausir. Slík ummæli eru ósæmileg lýðræðissinnuðu blaði og til mik illar minnkunar fyrir ritstjórn þess. En hitt er rétt, að þau eru í samræmi við bardagaaðferðir Alþýðuflokksmanna í Hafnar- firði, en einmitt slík framkoma þeirra hefur dæmt þá þar úr leik svo að Sjálfstæðisflokkurinn áttl ekki annars úrkostar en starfa með Framsóknarflokknum. Kr aðeins vonandi að Hafnarfjarðar pólitik Alþýðuflokksins verði ekki oftar innleidd í iandsnr.ála blað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.