Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfisráðherra fellir úr gildi bann byggingarnefndar við niðurrifi tveggja steinbæja Ekki talin lagastoð fyrir samþykktinni UMHVERFISRÁÐHERRA hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingar- nefndar Reykjavíkur um að synja eigendum steinbæjanna Brennu við Bergstaðastræti og Götuhúss við Vesturgötu 50 um leyfi til að rífa húsin. Úrskurður ráðherra byggist á að ekki sé lagastoð fyrir sam- þykkt byggingarnefndar auk þess sem húsfriðunamefnd ríkisins legg- ist ekki gegn niðurrifi húsanna. í úrskurði ráðuneytisins um steinbæina segir að niðurrif fast- eigna falli undir almennan umráða- og ráðstöfunarrétt sem felist í hug- takinu eignarréttur og að synjun byggingarnefndar feli í sér veruleg- ar takmarkanir á eignarrétti sam- kvæmt stjómarskrá. Byggingar- nefnd haldi hins vegar fram að heimilt sé að synja um leyfi til niður- rifs án þess að skylt sé að greiða fyrir það bætur eða kaupa eignina. Bent er á að húsin séu ekki friðuð samkvæmt ákvæðum þjóðminja- laga og að húsfriðunarnefnd ríkis- ins, sem samkvæmt þjóðminjalög- um geri tillögu um friðun húsa, telji ekki ástæðu til að friða þau. Vísað til friðunarsjónarmiða Fram kemur að við skoðun á ákvörðun byggingarnefndar komi í ljós að mati ráðuneytisins að hún sé ekki rökstudd með tilvísun til lagaákvæða heldur með vísan til friðunarsjónarmiða, það er ályktun- ar borgarráðs og Feneyjaskrár sem ekki hafi lögfestu hér á landi og geti því ekki talist fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir synjun fremur en samþykkt borgarráðs ein og sér. Bent er á nauðsyn þess að skoða ákvæði þjóðminjalaga en þar hafi löggjafinn tekið afstöðu til álita- mála sem snúa að friðun húsa og annarra mannvirkja. í lögunum væri heimild til að friða einstaka hús sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi en jafnframt eru þar reglur, sem virðast ótvíræðar og fela í sér skaðabætur til handa húseiganda sem verður fyrir fjár- hagslegu tjóni vegna friðunar. I umsögn ráðuneytisins um steinbæinn Brennu við Bergstaða- stræti segir að auðsætt sé að synj- un byggingaryfirvalda um niðurrif feli í sér sams konar aðgerðir og þær sem um ræðir í þjóðminjalög- um. Munurinn sé þó sá að væri farið að þjóðminjalögum væri skylt að annaðhvort leyfa niðurrif hússins eða greiða húseiganda skaðabætur þar sem húsið sé ekki friðað í sam- ræmi við lögin. Þess í stað sé farin sú leið að með því að veita ekki heimild til niðurrifs telji borgarlögmaður að ekki verði til skaðabótaskylda. Rétt- arstaða eiganda sé því mun lakari en ef farið væri að þjóðminjalögum og húsið friðað. í kæru til ráðherra er bent á að húsið sé nánast ónýtt og að það sé ekki á færi eiganda að legga fram þær 7-8 milljónir sem endurbætur munu kosta. Tekið er fram að mikil óprýði sé að hús- inu auk þess sem hætta geti stafað af J)ví. I umsögn byggingarnefndar til ráðuneytisins vegna Brennu við Bergstaðastræti er meðal annars vitnað til umsagnar Árbæjarsafns, þar sem kemur fram að borgarráð hafi samþykkt ályktun nefndar um verndun borgarminja. Meðal annars að stuðla bæri að verndun þeirra fáu steinbæja sem enn standa í Reykjavík. Af þeim sökum hafí ekki verið samþykkt niðurrif eða meiriháttar breytingar á steinbæj- um síðustu ár og er ekki talin ástæða til að breyta út af þeirri afstöðu. Bent er á að húsfriðunarnefnd ríkisins taki undir álit borgarminja- varðar og borgarráðs um verndun steinbæja í bréfí dagsett í júní árið 1993 en í bréfí nefndarinnar, sem dagsett er í maí 1994, segir að ljóst sé að eigandi Brennu muni ekki leggja fram meira fé til viðgerða á bænum og að borgin muni ekki styrkja eigendur til verksins. Þá segir: „Ljóst er að húsfriðunamefnd getur ekki skuldbundið húsfriðun- arsjóð eins og farið sé fram á. Ekki verði því séð fram á að ráðist verði í viðgerð bæjarins að óbreyttu og í ljósi þess sér húsfriðunarnefnd ríkisins ekki ástæðu til að leggjast gegn niðurrifi Brennu.“ Sveitarstjórn svipt valdi til ákvörðunar í umsögn skipulagsstjómar ríkis- ins til ráðuneytisins um steinbæinn Brennu við Bergstaðastræti kemur fram að álitamál kunni að vera um hvort beita skuli þjóðminjalögum hvort sem byggingarnefnd fallist á eða synji beiðni um niðurrif húss eða hvort þeim skuli eingöngu beitt, þegar niðurrif fæst samþykkt. Þá segir: „Vaknar sú spuming, hvort tilvísan þessi til þjóðminjalaga svipti sveitarstjóm með öllu valdi til að koma í veg fyrir niðurrif húsa eða mannvirkja, sem hún telur mikil- vægt að varðveita af menningarleg- um ástæðum en húsfriðunamefnd ríkisins treystir sér einhverra hluta vegna, t.d. vegna kostnaðar, ekki til að friðlýsa. Kemur þá til álita hvort stefnumörkun í skipulagi sveitarfélags hafi eitthvert gildi og geti haft áhrif á niðurstöðu máls sem þessa.“ Bar að taka tillit til borgarráðs í umsögn byggingarnefndar til ráðuneytisins vegna Vesturgötu 50 segir að synjun nefndarinnar sé byggð á ótvíræðu og margþættu varðveislugildi sem húsið hafí. Vitn- að er til umsagnar húsfriðunar- nefndar ríkisins og Árbæjarsafns en þar segir að það sé á valdi eig- enda í hvernig ástandi húseignir þeirra séu og að samkvæmt umsögn húsfriðunarnefndar sé húsið við Vesturgötu af þeirri stærð að auð- velt sé að nýta það til íbúðar. Jafn- framt er vitnað til þjóðminjalaga um hlutverk húsfriðunarsjóðs en þar er að finna heimild til að veita styrk til viðhalds annarra húsa en friðaðra, sem að dómi nefndarinnar hafí menningarsögulegt eða list- rænt gildi. Steinbærinn Götuhús við Vestur- götu hafí menningarsögulegt gildi og ekkert sé því til fýrirstöðu að hann verði lagfærður og tekinn til íbúðar eins og mörg dæmi séu um í næsta nágrenni. Fram kemur að byggingarnefnd bar að taka tillit til samþykktar borgarráðs um að vernda götumynd Vesturgötu og þeirra steinbæja sem enn standa. I kæru eiganda til ráðherra kemur fram að áætlaður kostnaður við að koma húsinu í sæmilegt horf sé um 5 -7 milljónir. Ákvörðun byggingarnefndar standi í umsögn skipulagsstjóra ríkisins segir að byggingarnefnd hafi með vísan til umsagnar húsfriðunar- nefndar og Árbæjarsafns og sam- þykktar borgarráðs rökstutt nægj- anlega vel synjun nefndarinnar um niðurrif hússins við Vesturgötu 50. Leggur skipulagsstjórn til að ákvörðun byggingarnefndar standi óbreytt. Úrskurðir umhverfisráðuneytis- ins hafa verið lagðir fram í borgar- ráði og í bréfi byggingarfulltrúa til húseigenda segir að úrskurðurinn verði lagður fyrir byggingarnefnd og í framhaldi muni borgaryfírvöld fara yfir niðurstöðu ráðuneytisins. Tekið er fram að í úrskurðinum felist ekki leyfí til niðurrifs húsanna og er þeim tilmælum beint til eig- enda að þeir aðhafíst ekkert fyrr en framkvæmdaleyfi hafi fengist. Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEINBÆRINN Brenna við Bergstaðastræti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEINBÆRINN Götuhús við Vesturgötu 50. Steinbæir eru sér reykvísk húsagerð AF 150 steinbæjum sem byggðir voru i Reykjavík á síðustu ára- tugum 19. aldar voru 24 uppi- standandi árið 1991 samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Árbæjarsafns. Steinbæir eru reykvísk húsagerð með sérstakt varðveislugildi að mati safn- varða. f greinargerð Nikulásar Úlf- ars Mássonar, arkitekts og safn- varðar húsadeildar Árbæjar- safns, um steinbæi í Reykjavík segir að tímamót hafi orðið í byggingu steinhúsa hér á landi þegar Alþingishúsið var byggt á árunum 1880-1881 en við það verjk unnu danskir steinsmiðir og íslendingar lærðu af þeim iðnina að höggvatil grjót. Þegar smíði hússins lauk voru verkfæri dönsku steinsmiðanna boðin upp og eignuðust íslendingar þá verkfæri til steinsmíða. Ný húsagerð Á árunum 1880-1905 voru all- mörg steinhús byggð í Reykjavík og varð þá til ný húsagerð, stein- bæir, sem á skömmum tíma varð algeng i úthverfum Reykjavíkur. Steinbæir eru með hlöðnum hlið- arveggjum úr tilhöggnu gijóti og göflum úr timbri, segir í lýs- ingum Nikulásar. Veggirnir voru yfirleitt einhlaðnir úr stórum ferhyrndum steinum en að innan voru bæirnir þiljaðir. Gluggar voru yfirleitt aðeins á göflum og var þakið yfirleitt bárujárnsk- lætt. Steinbæjum svipar því til torfbæja að því undanskildu að hliðarveggir eru hlaðnir úr gijóti. Voru þeir oft reistir á bæjarstæðum tómthúsbýla. Meðal fyrstu steinsmiða Um Brennu segir í upplýsing- um frá Árbæjarsafni, að Ingi- mundur Þorbjörnsson hafi feng- ið útmælda lóð í Þingholtunum árið 1836 og reisti hann þar bæinn Brennu. Árið 1855 seldi hann Guðbrandi Guðmundssyni tómthúsmanni bæinn og bjó Guð- brandur þar ásamt fjölskyldu sinni. Tveir synir hans, Jónas og Magnús, sem báðir voru stein- smiðir, byggðu bæinn upp árið 1881 og þá sem steinbæ. Þeir voru meðal fyrstu steinsmiða hér á landi og unnu þeir meðal ann- ars við byggingu Alþingishúss- ins. Árið 1883 byggðu þeir bræð- ur steinhús á lóðinni og var það kallað Brennuhús eða Langa- brenna en það taldist síðar Berg- staðastræti 13. Þangað fluttu þeir með fjölskyldur sínar en seldu bæinn Jóhannesi Sveins- syni. Um 1890 keypti Gísli Þorláks- son Brennu og bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni. Ekkja hans Ragnheiður bjó þar síðan ásamt börnum sínum en sonur þeirra Einar Gíslason málara- meistari fékk eignina eftir föður sinn. Einar byggði íbúðarhús á lóðinni framan við götuna árið 1919, bakhús árið 1928 og bílskúr árið 1943. Árið 1934 byggði hann við íbúðarhúsið. Búið var í stein- bænum Brennu fram til ársins 1970. Götuhús byggð árið 1894 Um Götuhús segir í upplýsing- um frá Árþæjarsafni að stein- bærinn hafi verið byggður árið 1894 og að allar breytingar á húsinu séu háðar ákvæðum þjóð- minjalaga, sem fela í sér að hús byggð fyrir 1900 eru háð leyfi borgarminjavarðar og húsfrið- unarnefndar. Pétur Þórðarsson skipstjóri byggði steinbæinn Götuhús við Vesturgötu 50 árið 1894 og árið 1905 byggði hann við húsið til vesturs og hóf þar verslunar- rekstur. I viðbyggingunni var starfrækt mjólkurbúð um skeið. I fyrstu lýsingum á húsinu er því lýst þannig að það sé byggt með steinveggjum og timbur- stöfum en að annar stafurinn að neðan sé hlaðinn úr grjóti. Gafflar klæddir borðum og pappa og járnþak er á súð. Niðri eru tvö þiljuð herbergi og eitt óþiljað auk tveggja eldhúsa. Annað herbergið málað og ein eldavél er í eldhúsinu. Uppi eru fjögur þiljuð herbergi og að mestu fullgerð. Tvö þeirra eru máluð og þar er ein eldavél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.