Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 46
30 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. pest, 6. frá, 8. sauðagarnir, 9. hús- freyja, 11. hef leyfi, 12. frækorns, 14. sýna elliglöp, 16. í röð, 17. skjön, 18. ennþá, 20. grískur bókstafur, 21. betl. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal, 3. tveir eins, 4. gufuskip, 5. skáhalli, 7. hraustur, 10. háma, 13. angan, 15. heimsálfu, 16. húðpoki, 19. átt. LAUSN „Þarna hef ég verið í slæðu- og kaðla peysu- fílingnum syngjandi með Rúnari Júl, Rabar- bara-Rúna, vegna þess að ég er svo sein að meðtaka hlutina á réttum tímum. En svona er það nú, ég var bara frekar normal pía, ekki byrjuð með fjaðrafokið og fylgdi bara því sem var að gerast hverju sinni.“ Sigríður Klingenberg spákona. Myndin er tekin í apríl 1994. LÁRÉTT: 2. kvef, 6. af, 8. vil, 9. frú, 11. má, 12. sæðis, 14. kalka, 16. hi, 17. mis, 18. enn, 20. pí, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. vv, 4. eimskip, 5. flá, 7. frækinn, 10. úða, 13. ilm, 15. asíu, 16. hes, 19. na. Veljum íslenskt w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU „Þetta eru nú eiginlega þögul mót- mæli,“ segir Eggert Jóhannsson, feldskeri, sem hefur sett upp óvenjulegt skilti í glugga verslun- ar sinnar við Skólavörðustíg. Þar meinar hann Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, og Alistair Darling fjármálaráðherra að versla þar með kreditkort sín því þeirra lánstrausti sé ekki tekið sem góðu og gildu. „Mér fannst bæði viss húmor í þessu og svo finnst mér að borgar- arnir eigi að vera með friðsamleg mótmæli og eigi alltaf að láta í ljós það sem þeim finnst,“ segir Eggert, sem reynir eftir ýtrustu getu að fylgja því lögmáli. „Þetta er bæði okkar réttur og skylda, án þess þó að móðga einhvern. Í þessu tilfelli býst ég við að ég hvorki móðgi Brown né Darling. Fólk hefur tekið eftir þessu og þetta gleður suma og þá er tilganginum kannski náð.“ Eggert hélt sýningu á loðfeld- um sínum í Bretlandi í síðustu viku, á sama tíma og allt var í háaloft í samskiptum Íslendinga og Breta. „Hinn almenni Breti var ekki í þessum látum sem Brown er í, hann vantar bara þetta stríð,“ segir Eggert. „Hann hefur beitt sér á mjög skringileg- an hátt og það er eiginlega spurn- ing hvort hann þurfi ekki að gera Shetlandseyjar að frjálsu ríki svo þeir geti fundið mátulega stórt ríki til að ráðast á,“ segir hann og hlær. „Við skulum ekki gleyma því að Gordon Brown var ekki með nema 30 prósenta fylgi áður en þetta kom upp. Honum hefur tek- ist að nýta þetta með þessum lúa- skap að ráðast svona að íslensk- um bönkum og Íslendingum. Og líka að alhæfa svona. Það vita allir, bæði Bretar og Íslendingar, að það voru ekki allir sem stóðu í þessu og þetta kemur heldur ekki við alla.“ Eggert býst við minnkandi við- skiptum í kjölfar kreppunnar eins og kannski von er. „Það hlýtur að fækka eitthvað kaupendum en það eru margir sem vilja kaupa loðfeldi vegna þess að þetta er þó „stabílt“ verð á þessu. Sumir vilja kannski frekar eiga þetta en að eiga peninga undir koddanum eða í einhverjum verðbréfum.“ Sjálfur segist hann engu hafa tapað á undanförnum dögum. „Ég er ekki orðinn nógu fjáður til þess að eiga hlutabréf. Þótt þetta sé kannski áberandi fyrirtæki er þetta bara handverksfyrirtæki. Hér er bara fólk að sinna sínum störfum og búa til hluti. Stundum gengur betur og stundum verr, það er enginn stór galdur í þessu.“ freyr@frettabladid.is EGGERT FELDSKERI: SENDIR BRESKUM RÁÐHERRUM TÓNINN Þögul mótmæli vegna lúalegra ummæla Browns NEI TAKK! Eggert Jóhannsson feldskeri vill ekkert með viðskipti bresku ráðherranna Gordons Brown og Alistairs Darling hafa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar sturlunin í Rómaveldi náði hámarki gerði Cali- gula hest að þingmanni. Þegar góðærissturlunin á Íslandi náði hámarki gerðum við hest að lampa. Sá hestur er úr svörtu plasti og var framleiddur af hollenska húsbúnaðarfyrirtækinu Moooi. Hann kom í sölu árið 2006. „Það komu nú bara þrjú stykki og þau seldust öll í Saltfélaginu,“ segir Eiríkur G, sölustjóri hjá Lumex, sem flutti hestalampann inn. „Fullt verð út úr búð var í kringum 330.000 krónur.“ Stoltir eigendur hins smekk- lega hestalampa stilla honum út í glugga. Lampann má sjá í glugga veitingastaðarins B5 í Bankastræti og í glugga auglýs- ingastofunnar Jónsson & Le‘macks á Vesturgötu. Ekki er vitað hvar sá þriðji er niðurkom- inn eða hvort honum er stillt út í glugga. - drg Þrír hestalampar á eina millu Orðrómur um að banda- ríska rokksveitin Queens of the Stone Age sé á leiðinni til landsins og ætli að spila á Nasa virðist vera úr lausu lofti gripinn. Þorsteinn Steph ensen og fyrirtæki hans Hr. Örlygur var sagt vera á bak við tón- leikana, en fyrirtækið flutti sveitina einmitt til landsins fyrir nokkrum árum síðan. Þorsteinn játar að hafa reynt að fá rokkarana til landsins í sumar í tengslum við tónleikaferð þeirra með Mugison en þeir hafi ekki komist sökum anna. Síðan þá hafi aftur á móti engar viðræður átt sér stað. Almannatengillinn Andrés Jónsson stofnaði nýverið eigið fyrirtæki, Góð samskipti. Hann ber sig vel þrátt fyrir krepputal og kvartar ekki yfir verkefnaskorti. Nú síðast réð Andrés sig sem upplýsingafulltrúa Iceland Express og fetar þar með í fót- spor ekki ómerkari manneskju en Láru Ómarsdóttur sem reyndar staldraði stutt við. Umboðsmaður Megasar, Rúnar Birgisson, stríddi skjólstæðingi sínum á dögum og sagðist hafa gert frábæran díl við Toyota. Díllinn fælist í ferðinni Megas og Toyota á ferð um landið á sér- merktum Megasar- jeppa. Þegar hér var komið við sögu sló Megas bylmingsfast í borðið og sagði hingað og ekki lengra. Hann hafði þó húmor fyrir þessu eftir á. -fb, hdm, drg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er algjör undantekning og ekkert leyndarmál. Við vorum búin að ákveða að senda menn út til Hollands en síðan reið þetta efnahagsfárviðri yfir landið og það var ákveðið að draga saman seglin,“ segir Margrét Marteins- dóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Geir Magnússon og Lárus Guð- mundsson lýstu leik Hollands og Íslands beint á laugardagskvöld- inu á Rás 2 þar sem Íslendingar töpuðu með tveimur mörkum gegn engu. Þeir kumpánar sátu þó ekki á leikvanginum meðal annarra blaðamanna heldur inni í stúdíói uppi í Efstaleiti og lýstu „beint“ af sjónvarpsskjá. Margrét segir þetta ekki vera neitt leyndarmál og aldrei hafi staðið til að halda þessu eitthvað leyndu. „Þetta mátti alveg koma fram í lýsingunni,“ segir Margrét, spurð hvort ekki hefði verið rétt að taka þetta fram. Hún bætir því jafnframt við að haft hafi verið samband við Vodafone og Stöð 2 Sport út af málinu og tekur skýrt fram að RÚV hafi átt útvarpsréttinn að lýsingunni. Hilmar Björnsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2 Sport, segir þetta ekki vera sitt mál þrátt fyrir að sjónvarpsstöðin hafi sýnt leikinn beint. En hann er undrandi á þess- um vinnubrögðum Ríkisútvarps- ins. „Mér finnst ekki gott hjá Rík- isútvarpi allra landsmanna að lýsa ekki stórleik á borð við þennan,“ segir Hilmar. - fgg RÚV lýsti beint frá Efstaleiti KREPPULÝSING Íþróttafréttamenn RÚV lýstu landsleik beint frá Efstaleiti. Margrét Marteins- dóttir segir þetta ekki hafa verið leyndarmál. UNDRANDI Hilmar Björnsson er undrandi á þessum vinnubrögð- um en segir þetta annars ekki vera sitt mál. TÁKN UM GÓÐÆRI Hestalampinn í glugganum á B5 vekur jafn- an athygli vegfararenda í miðbænum. Hann er hannaður af Front fyrir Moooi. Þrjú stykki seldust á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Friðbert Traustason. 2 Skjöldur Eyfjörð. 3 Iceland Airwaves.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.