Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 6
6 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR SKÁK Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í gær í Bonn í Þýskalandi. Núverandi heimsmeistari, Indverjinn Viswanathan Anand, og fyrrverandi heimsmeistari, Rússinn Vladimir Kramnik, keppa um titilinn. Jafntefli varð í fyrstu skákinni eftir 32 leiki. Kramnik var með hvítt og beitti uppskiptaafbrigðinu í Slavneskri vörn en jafnteflislykt þykir vera af því afbrigði. Anand fórnaði peði en Kramnik tók enga áhættu og stýrði skákinni í örugga höfn. Tefldar verða tólf skákir og hefst hver skák klukkan 14 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með einvíginu beint víða á netinu. - pal Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hverjar eru matarhefðir Biblíunnar? Næstu fi mmtudagshádegi verður í Neskirkju eldaður biblíumatur og matarmenningin kynnt. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Ólafía Björnsdóttir og elda. Fimmtudaginn 16. október, verður kjúklingaréttur Maríu í Nasaret. Kynning hefst kl. 12. Allir fá svo uppskriftina. Biblían þjónar lífi nu, hinu líkamlega líka. Svo er auðvitað aukabónus að þessi heilsumatur er bragðgóður! Allir velkomnir. Neskirkja.is Biblíumatur í Neskirkju EFNAHAGSMÁL Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forsvarsmenn Landsbank- ans hljóti að þurfa að svara fyrir það af hverju þeir stofnuðu til frekari umsvifa bankans jafnvel þó að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við það að reikning- ar Icesave væru orðnir of stórir. Fjármálaeftirlitið kom fram með athugasemdirnar í byrjun þessa árs. Var bankinn þá hvattur til að færa reikninga sína yfir í dótturfyrirtæki sitt, Heritable- bankann, svo ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðunum. Síðan þá útvíkkaði bankinn verulega starfsemi sína, til dæmis á vor- mánuðum þegar hann byrjaði að bjóða upp á Icesave-reikninga í Hollandi. „Maður hlýtur að staðnæmast við hina siðferðilegu ábyrgð, rekstrarlegu ábyrgð og hina refsi- réttarlegu ábyrgð forsvarsmanna Landsbankans sem héldu áfram að stofna til skuldbindinga eftir að fyrir lágu athugasemdir Fjármála- eftirlitsins um að ekki væri með fullnægjandi hætti um hnútana búið,“ sagði Árni í þingumræðum í gær. „Þar liggur stór ábyrgð og þeir sem hana kusu að axla verða að svara fyrir þær ákvarðanir.“ Hann mælti til þess að umræða um þetta færi fram á opnum fundi viðskiptanefndar. „Núna er nýbúið að samþykkja í forsætisnefnd þingsins möguleikann fyrir opnum þingnefndarfundum þar sem fjöl- miðlar gætu skilað umræðunni til almennings,“ segir Árni Páll í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki nokkurt form sem er betur til þess fallið að leiða þetta í ljós og svara almenningi hreint og klárt hvernig að þessum hlutum var staðið.“ jse@frettabladid.is Landsbankamenn eiga að bera ábyrgð Þingmaður Samfylkingarinnar knýr á um að forsvarsmenn Landsbankans svari fyrir það af hverju þeir hunsuðu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins og útvíkk- uðu starfsemi sína. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir í byrjun ársins. ANAND FYRRVERANDI BANKASTJÓRAR Árni Páll Árnason vill að þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson svari fyrir það af hverju þeir hunsuðu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins í byrjun ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HEILBRIGÐISMÁL Hafnar eru ráð- stafanir til að draga úr þjónustu SÁÁ og segja upp hluta starfs- fólks, að sögn Þórarins Tyrfings- sonar yfirlæknis á Vogi. Hann segir að allt þetta ár hafi vantað um hundrað milljónir króna frá heilbrigðisráðuneytinu í reksturinn. Samtökin hafi þurft að fjármagna rekstur göngudeilda í Reykjavík og á Akureyri á eigin reikning. Nú þegar fjárlögin liggi fyrir sé ljóst að grípa þurfi til ráð- stafana. „Þess utan geta menn ímyndað hverju við erum að lenda í,“ útskýrir Þórarinn. „Kostnaður við reksturinn er að hækka. Lánin okkar, að hluta í erlendri mynt, sem við eigum á byggingunum eru að hækka. Öll aðföng og lyfja- kostnaður eru að hækka um allan helming. Auk þessa vorum við með aðrar tekjur, sem nú rýrna óðum, því ekki er nema von að fyr- irtæki sem hafa lagt ríflega til þessarar starfsemi geti það nú lengur.“ Spurður um hvaða breytingar þurfi að gera á þjónustu SÁÁ og hve mörgum þurfi hugsanlega að segja upp kveðst Þórarinn ekki geta greint frá því að svo stöddu. „En það er um að ræða gríðar- lega breytingu á þjónustustigi og eðli þjónustunnar einnig.“ - jss ÞÓRARINN TYRFINGSSON Boðar gríðarlegar breytingar á þjónustustigi SÁÁ. Efnahagsástandið kemur víða niður: Samdráttur og uppsagnir hjá SÁÁ ATVINNUMÁL Samstarf er hafið milli aðila vinnumarkaðarins, opinberra stofnana og Háskólans í Reykjavík um viðbrögð við atvinnuleysi. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að nú megi eiginlega segja að „við erum að mjólka okkar þekkingu og setja hana fram með skikkanlegum hætti“. Teknar hafa verið saman upp- lýsingar, til dæmis um Ábyrgðar- sjóð launa, atvinnuleysistrygg- ingar, hópuppsagnir og réttarstöðu fólks, fyrir aðildarfélög ASÍ og til birtingar á vefsíðu ASÍ. „Við erum líka að fara dýpra og skoða þætti eins og það hvaða áhrif þessar efnahagsþrengingar hafa á sparifé, lífeyris sparnað og við- bótarlífeyrissparnað, fjárhags- vanda og skuldir,“ segir Halldór. „Við höfum verið að undirbúa ráðgjöf til aðildarfélaganna og vonumst til að geta boðið upp á námskeið, til dæmis fyrir trúnað- armenn. Við erum að skoða hvern- ig við getum verið bakhjarlar í því sem gerst hefur og því sem við teljum að sé fram undan.“ Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að VR hafi borist mikið af símtölum og fyrirspurnum um uppsagnir en ekki hafi borist fréttir af stórfelldum uppsögnum enn þá. VR sé að kortleggja hvaða réttindi félags- mennirnir hafi og bjóða fram aðstoð, til dæmis í áfalla- miðstöðvum. Opni háskól- inn hjá Háskól- anum í Reykja- vík hefur boðið til samstarfs um viðbrögð við atvinnuleysi og náms á því sviði. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru nú um 3.200 manns án atvinnu. - ghs HALLDÓR GRÖNVOLD Viðamikið samstarf er hafið til að spyrna við atvinnuleysi á vinnumarkaði: Ráðgjöf og upplýsingagjöf BRETLAND, AP Á mánudagskvöld hafnaði lávarðadeild breska þjóðþingsins umdeildum áform- um breskra stjórnvalda um að lengja þann tíma sem breska lögreglan getur haldið grunuðum hryðjuverkamönnum í varðhaldi úr 28 dögum í 42 daga. Atkvæðin féllu 309 gegn 118 og verður niðurstaðan að teljast verulegt áfall fyrir ríkisstjórnina og Gordon Brown forsætisráð- herra. Jacqui Smith innanríkis- ráðherra sagði síðar um kvöldið að ákvæðið um 42 daga varðhald yrði fellt úr frumvarpi stjórnar- innar um varnir gegn hryðjuverk- um. - gb Áform um 42 daga varðhald: Lávarðar felldu umdeild áform SMITH OG BROWN Niðurstaðan er áfall fyrir bresku stjórnina. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI „Við eigum að horfast strax í augu við þá staðreynd að töluverð hætta verður á að smám saman fari pólitísk afskipti að ráða för í útlánum ríkisbanka,“ segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í tilkynn- ingu. Það yrði gífurlegt áfall yrði atvinnulífi stefnt inn í „ástand þar sem flokksskírteinin ráða meiru en góð viðskiptahugmynd“. Samtökin, Viðskiptaráð og Kauphöllin hyggjast því móta tillögur um stjórnarhætti nýrra ríkisbanka. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ætlar að stýra vinnunni en ráðin verða meðal annars sótt til stjórnmálaflokka og Alþýðusam- bandsins. - ikh Tillögur um stjórnarhætti: Óttast alræði flokksskírteina LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir þremur karlmönnum frá Póllandi og Lettlandi var framlengt um viku í gær. Þeir voru handteknir vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem kom upp nýverið þegar tollyfirvöld fundu amfetamín og kannabisefni í sendingu sem kom til landsins frá Póllandi. Við afhendingu sendingarinnar handtók lögreglan á höfuðborgar- svæðinu mennina. Þeir eru á aldrinum 17 til 28 ára. Einn mannanna kærði úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins til Hæstarétt- ar strax í gær, en annar tók sér umþóttunartíma. - jss Fíkniefnasending frá Póllandi: Þrír áfram inni DÓMSTÓLAR Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu við Hringbraut í Reykjavík. Tólf mánuðir af fangelsisvistinni eru skilorðsbundnir. Maðurinn sem um ræðir var tekinn með 4,27 grömm af amfetamíni, 9,52 grömm af kóka- íni, 162,7 grömm af marijúana og 279 skammta af LSD. Þá lagði lögregla hald á 92 þúsund krónur við rannsókn málsins. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Hann á nokkurn sakaferil að baki. - jss Smásali nappaður: Í fangelsi fyrir fíkniefnasölu Heimsmeistaraeinvígi í skák: Jafntefli varð í fyrstu skákinni „Á öðrum ársfjórðungi steig bankinn stórt skref er hann hóf innlánastarfsemi á meginlandi Evrópu með því að bjóða Icesave netreikninginn í Hollandi. Fjöldi Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi er nú yfir 350.000 talsins og yfir 50% af heildarfjárhæð Icesave-innlánanna í Bretlandi eru nú bundin. Bankinn mun halda áfram að styrkja hlutfall innlána í fjármögnun sinni en starfsemi Icesave í Hollandi er bæði sveigj- anleg og öflug sem auðveldar Landsbankanum að sækja inn á fleiri markaði Evrópu á næstu mánuðum.” - Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans Hefur þú eða einhver sem þú þekkir misst vinnuna vegna kreppunnar? Já 51,3% Nei 48,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú líklegt að gjaldeyrisvið- skipti komist í lag fljótlega? Segðu þína skoðun á visir.is Í TILKYNNING LANDS- BANKANS FRÁ 29. JÚLÍ KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.