Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 16
16 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Ástþór Magnússon skrifar um efnahagsmál Hæstvirtur forseti,Við lestur fréttatilkynningar frá forsetaembættinu í dag, slær að mér óhug að aðgerðir forseta Íslands í yfirstandandi hörmungum lands- manna takmarkist við kaffispjall hér innanlands. Nú er þörf á tafarlausum og skil- virkum aðgerðum forseta og hann í krafti embættis síns hindri enn frekari mistök í efnahagsstjórninni. Í bók minni Virkjum Bessastaði 1996 var spáð fyrir um algert hrun fjármálamarkaða og efnahagskerf- is. Við tilkynningu um for- setaframboð mitt í Valhöll á Þingvöllum sagði ég Stjórn- arráðið undir áhrifum huldumanna sem væru að arðræna og mergsjúga þjóðina. Ég vildi umboð þjóðarinnar að taka á þessu áður en hér væri sviðin jörð. Síðastliðna tvo áratugi hefur hver spillingin elt aðra. Tilfærsla á gífurlegum verð- mætum til kvótakónga og svo sala þeirra úr sjávarútvegi var upphafið á núverandi hruni. Þessi darraðar- dans mun endurtaka sig ef ekki er nú strax gripið í taumana og byggt upp varanlegt hagkerfi. Nauðsynlegt er að leita nú til helstu hugsuða sam- tímans í fjármálum eins og George Soros, Warrens Buffet og annarra slíkra sérfræðinga um aðkomu þeirra að endurskipulagn- ingu hagkerfis þjóðarinnar. Einnig þarf nú strax á meðan úr einhverjum verð- mætum er að spila að laða hingað stórar erlendar bankastofnanir. Þetta er kaffispjall- ið sem nú ríður á. Væri ekki ráð að forsetaembættið kæmi á fót vinnuhóp sem gengi í þessi mál? Ég er eins og ávallt tilbú- inn að leggja mitt af mörkum til aðstoðar við að koma á samböndum. Ég er þess fullviss að margir aðrir Íslendingar með alþjóðleg sambönd myndu einnig slást í slíkan hóp sé þess óskað. Forseti gæti þurft að nota heim- ildir í lögum til að koma á tímabund- inni utanþingsstjórn skipaða sér- fræðingum til að tryggja að fagleg sjónarmið ráði ferðinni við upp- byggingu í stað flokkadrátta. Enda hlyti að vera léttir fyrir forsætis- ráðherra og seðlabankastjóra að geta tekið tímabundið frí frá völd- um á meðan leyst er úr mestu óreið- unni sem því miður skapaðist í þeirra ráðherratíð. Þeir yrðu meiri menn fyrir vikið. Að lokum bendi ég á gagnvirka netfundatækni sem ágætt tæki fyrir reglubundna fundi sem leyfir fjöl- menna þátttöku almennings að heiman, frá fyrirtækjum eða kaffi- húsum. Slíkt gæti verið skilvirkara til umræðna á breiðum grundvelli en einstök kaffiboð valin af handa- hófi. Höfundur er athafnamaður. UMRÆÐAN Jóhann J. Ólafsson skrifar um efnahagsmál Í þeim efnahagslegu hremm-ingum, sem yfir þjóðina hafa gengið undanfarið hefur verið vinsælt að skella skuldinni á íslensku mynteininguna, krónuna. Hún er sögð handónýt, ekki lengur hafandi og orsök ófara okkar í efnahagsmálum. En þarna förum við villur vegar. Krónan er jafnsaklaus og baðvogin og spegillinn í baðher- berginu enda allt dauðir hlutir. Krónan er hins vegar eins konar spegill, sem sýnir okkur efnahagslegt verk okkar og ástand. Krónan erum við sjálf. Ef okkur líkar ekki það sem við sjáum þegar við lítum í spegil, þá þýðir ekkert að skipta um spegil. Það eina sem hægt er að gera, er að breyta þeim sem lítur í spegilinn. Horfumst í augu við vandann Kjarni málsins er sá að þjóðin kemst aldrei út úr þessum vandræðum, nema hún kenni sjálfri sér um hvernig komið er og horfist í augu við vandann. Við höfum dregið að gera það, þar til núna, þegar við erum komin upp að vegg og eigum færri kosti. Krónan er lítil mynteining, sem þolir ekki að vera á opnum markaði og stendur ekki undir þeirri gífurlegu þenslu, sem verið hefur. Hún er eins og lítill fólksbíll, en við notum hana eins og tíu hjóla trukk með drifi á öllum hjólum. Krónan hlaut að gefa sig. Það er ekki henni að kenna heldur bílstjóranum, þjóðinni, sem ekur ekki í samræmi við farartæk- ið. Með þessum orðum er ég ekki að mæla á móti því að tekin verði upp önnur mynt t.d. evra. Ég er aðeins að segja að mynt annarra lagar ekki allt. Margir kenna markaðsþjóðfélaginu um, kapítalismanum. Nú sé hann dauður. Satt er það að hann brást er eigendur gættu ekki fjár síns af nægilegri ábyrgð í þeirri miklu áhættu, sem þeir tóku. En sósíalisminn brást einnig, ríkisstjórn, fjármálaeftirlit, seðlabanki, Alþingi og fleiri. Allt eru þetta opinberar stofnanir, sváfu á verðinum. Við sváfum flest öll. Við erum flest öll ábyrg. Mikill hagnaður er seiðandi og sljóvgandi. Uppbyggingu strax Eftir jarðskjálfta þýðir ekkert að leita orsaka, við byrjum bara strax að byggja upp aftur. Eftir hag skjálfta þurfum við líka að byggja strax upp aftur. En við getum leitað að orsökum og lært af reynslunni. Sumir vilja leysa mál á frjálsum og opnum markaði, nú kallaðir kapítalistar. Aðrir vilja leysa mál fyrir milligöngu opinberra sjóða, oft kallaðir sósíalistar. Þetta fólk hefur fjarlægst hvort annað á undanförnum árum og gjá myndast á milli þeirra. Á Íslandi er mikill kapítalismi og mikill sósíalismi. Við erum öll kapítalistar. Við erum öll sósíalistar. Við eigum að taka höndum saman og byggja upp. Nú þurfa þessir hópar að tala saman á málefnalegum grundvelli. Þegar ég var ungur drengur gat ég keypt pylsu í pylsuvagni í Austur- stræti á 25 aura „gamla“. Nú kostar, hjá sama fyrirtæki, slík pylsa 250 krónur „nýjar“, þ.e. 25 þúsund „gamlar“ krónur, sem ég notaði í æsku. Verðgildi núverandi krónu er einn hundraðþús- undasti af verðgildi krónunnar sem æskumaður- inn notaði. Krónan hefur verið möluð í duft á 65 árum. Þetta segir mikið um okkar þjóðfélag. Það er meiri háttar brotalöm í því þjóðfélagi, sem fer svona með gjaldmiðil sinn. Við eigum gífurlega sjálfsskoðun fyrir höndum. Rætur vandans liggja djúpt í þjóðarsálinni. Þær eru margar, flóknar og margslungnar. Víðtæk endurskoðun Það er mjög bagalegt ef við einföldum vandann og teljum hægt að laga hann með einu sterku meðali. Það þarf að endurskoða alla þætti samfélagsins. Kjördæmaskipun, stjórnskipun, stjórnarfar, lýðræðishefð Íslendinga og miklu fleiri þætti. Efnahagsleg viðhorf landans þarf að endurskoða.. Í dag ráða allt of fáir menn yfir allt of miklu fjármagni. Þá á ég ekki aðeins við í einkageiran- um, heldur einnig í opinberri umsjá og lífeyris- sjóðum. Þetta þarf allt að endurskoða. Miklu meiri og betri dreifing eigna þarf að eiga sér stað, ekki í gegn um kjörna fulltrúa eingöngu heldur með dreifðari eignarrétti einstaklinga. Annars frestast vandinn aðeins á meðan við komumst út úr þessu núna og við verðum í sömu sporum eða verri í næsta hagskjálfta. Höfundur er stórkaupmaður. UMRÆÐAN Ingvar Gíslason skrifar um fjármálakreppuna Allt ferli á sér upphaf og enda-lok. Þannig er mannsævin ferli sem byrjar í vöggu og endar í gröf. Svo fer oft um tiltektir manna, áform og athafnir að allt sýnist blómstra um hríð, en missir smám saman þróttinn og endar með því að detta út af rólega eða steypast fyrir björg með ósköp- um. Sú margumtalaða „útrás“ íslenskra fésýslumanna er ferli af þessu klassiska dæmi. Spurja má hvar vagga þessa tiltækis stóð, en endalokunum er auðvelt að finna stað. Að mörgu leyti finnst mér rétt að miða upphafið við málflutn- ing samtaka iðnrekenda haustið 1987, þegar talsmenn þeirra gerðu kröfu til þess að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópubandalaginu og opnuðu þeim aðgang til þess að flytja fé sitt út á evrópskan fjár- málamarkað. En fé sínu höfðu iðn- rekendur safnað upp á haftatímum og urðu margir vel fjáðir. Þessi krafa íslenskra auðmanna var uppfyllt með samningi um e.k. aukaaðild að Evrópusambandinu 1993 og kallað „Evrópska efna- hagssvæðið“, EES. Allt átti þetta að verða íslenskri þjóð til efna- legrar farsældar og frægðar í útlöndum, en hefur nú endað í gengisfalli, fjármálakreppu, bankahruni, ofurháum ríkis- ábyrgðum, sárum áhyggjum og kvíða fólks heima fyrir, en van- trausti og háði erlendis. En nú vendi ég kvæði mínu í kross. Þegar öllu er á botninn hvolft eru Íslendingar hvorki hlá- legri né ærulausari en ýmsar aðrar þjóðir, sem hrjáðar eru af kreppu og bankahruni. Útrásar- og útþenslukapitalismi heimsbyggð- arinnar, knúinn af girndum og fégræðgi, er vitaskuld fyrir- mynd íslenskra hugmynda- smiða um nýtískulegt íslenskt hag- kerfi. Íslenskir stjórnmála- menn, fésýslu- menn og allt eins talsmenn launþegasamtaka eru hugfangnir af afrekum heim- skapitalismans. Skýrast kemur þessi tröllatrú á auðvaldið fram í ákefð ýmissa stjórnmálamanna (úr öllum stjórnmálaflokkum að kalla) og forustumanna atvinnu- rekenda og launþega að Ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu. Aukaaðildin (EES) nægir þeim ekki. Þessir menn eru blindir á þá staðreynd að Evrópusambandið er bandaríkjasamsteypa og krefst fullveldisafsals aðildarríkjanna því nánari sem tengslin eru. En eftir hverju eru menn að sækjast? Kapitalismi Evrópusambands- ins og Bandaríkja Norður-Amer- íku rorrar á óstyrkum grunni. Þar hrynja gamlir og grónir bankar og virtar fjármálastofnanir. Kreppan breiðist út um allan heim. Enginn heimshluti er ósnortinn af kreppunni. Og færa má til sanns vegar að hrun íslensku bankanna er í fullu samræmi við heims- kreppuna. Íslenska útrásin, sem ætlaði að efla sig og lifa um eilífð í faðmlögum við heimskapitalism- ann varð fyrir þeirri tragisku raun að falla fyrir skollanum Hubris, hrokanum í sínum eigin hug. Ég fæ að vísu ekki séð að bygg- ingameisturum skýjaborganna verði refsað að hegningarlögum. En þeir mættu fá sinn dóm í lýð- ræðislegum kosningum, þar sem því verður við komið. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Óforsjálni og heimskreppa UMRÆÐAN Sóley Kaldal skrifar um hamfarastjórnun Hamfarir hafa gengið yfir Ísland síðustu daga. Eitt af því sem skilur þessar hamfarir frá þeim náttúrulegu, sem Íslend- ingar eru öllu vanari og hæfari að takast á við, er hinn mikli skortur á samúð frá alþjóðasamfélaginu. Annað er að fæstir vita hvernig ógnin mun þróast og hvenær hún er yfirstaðin. Já, það er átakan- legt að vera Íslendingur í dag. Á skömmum tíma hefur heimsmynd okkar og sjálfsmynd verið koll- varpað en eftir situr hinn almenni borgari og spyr sig hvernig svona gat farið. Í fræðum um hamfarastjórnun er lögð áhersla á að gæta hins mannlega þáttar í svona aðstæð- um en stuðningur við almenning er hvað mikilvægastur þegar óskýrar og áður óþekktar ógnir steðja að. Ann Enander er sænskur doktor í sálfræði sem rannsakar áhættu- og hamfarahegðun. Í grein sinni „Mannlegar þarfir og aðgerðir á tímum ham- fara“ segir hún frá fjór- um atriðum sem ráða- menn og aðrir ábyrgir verði að hafa í huga þegar ham- farir ríði yfir. Þau eru: Að upplýsa – það er ekki hægt að ofmeta upplýsingaþörf á tímum óskýrra ógna. Það skapast mikið svigrúm fyrir ólíkar túlk- anir sem veldur því að allar upp- lýsingar verða að vera skýrar, beinskeyttar og trúverðugar. Ef stjórnvöld skortir svör, er mikil- vægt að þau viðurkenni það en við þær aðstæður á að upplýsa almenning um hvernig stjórnvöld vinni að lausnum vandamála og upplýsingaöflun sem og hvenær nýjar upplýsingar munu vera tiltækar fyrir almenning. Að virkja – óvissan veldur vanmáttartilfinn- ingu. Einstaklingar vilja taka þátt í uppbyggileg- um aðgerðum en ringul- reið gerir þeim erfitt fyrir að bregðast við á réttan hátt. Það er því mikilvægt að stjórnvöld virki almenning með því að gefa skýr skilaboð um hvað sé æskileg hegðun og aðgerðir. Að vera undirbúin undir átök – ógreinilegar áhættur eru metnar á ólíkan hátt. Hluti samfélagsins mun vanmeta hættuna en annar hluti ofmeta hana. Slíkt getur valdið átökum milli þjóðfélags- hópa þar sem þeir óhræddu saka hina um að valda óþarfa ótta en hinum óttaslegnu líður eins og þeir séu ekki teknir alvarlega. Gott upplýsingaflæði dregur úr þessum mun en umræða gerir hópunum einnig kleift að skilja málstað hvers annars. Að bera virðingu fyrir ótta – þótt ótti geti verið ástæðulaus er afar mikilvægt að borin sé virð- ing fyrir tilfinningum einstakl- inga og að ótti þeirra sé tekinn alvarlega. Í hamfarasamfélagi getur virðing fyrir tilfinningum einstaklinga verið grundvöllur að traustu sambandi almennings og yfirvalda og þar með aukið skil- virkni aðgerða. Mér þykir nokkuð hafa vantað upp á að þessi atriði hafi verið virt undanfarna daga sem hefur leitt til gremju, örvæntingar og vantrausts. Sú mýta er þrautseig meðal ráðamanna að upplýsingar valdi glundroða en rannsóknir hafa sýnt að samfélög eru alla jafna skipuð rökhugsandi ein- staklingum sem bregðist við með yfirveguðum hætti. Mikilvægasti þáttur áhættustýringar er að fyr- irbyggja og þótt margir telji að nú sé fátt eftir til að fyrirbyggja þá er þjóðarsálin enn þá óbuguð og það er forgangsverkefni að halda henni sterkri. Vitnað er í greinina Människors behov och agerande vid olyckor och samhällskriser eftir Ann Enander sem birt er í bókinni Ledning av räddningsinsatser i det komplexa samhället sem gefin er út af Svenska Räddnings- verket. Höfundur er í meistaranámi í áhættustýringu og öryggisverk- fræði við Lunds Tekniska Högskolan. SÓLEY KALDAL Fjórir punktar um hamfarastjórnun JÓHANN J. ÓLAFSSON Krónan er saklaus INGVAR GÍSLASON Eftir jarðskjálfta þýðir ekkert að leita orsaka, við byrjum bara strax að byggja upp aftur. Eft- ir hagskjálfta þurfum við líka að byggja strax upp aftur. En við getum leitað að orsökum og lært af reynslunni. Það er því mikilvægt að stjórn- völd virki almenning með því að gefa skýr skilaboð um hvað sé æskileg hegðun og aðgerðir. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Opið bréf til forseta Íslands Nauðsynlegt er að leita nú til helstu hugsuða samtímans í fjármálum eins og George Sor- os, Warrens Buffet og annarra slíkra sérfræðinga um aðkomu þeirra að endurskipulagningu hagkerfis þjóðarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.