Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 12
12 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Olíuverð á Íslandi FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Starfsemi Alþjóðagjaldeyrirssjóðsins Ekki er langt síðan margir bjuggust við að hjónabönd samkynhneigðra yrðu eitt af stærri kosningamálunum í Bandaríkjunum. Skyndileg fjármálakreppa hefur kaffært þetta mál að mestu svo varla er á það minnst lengur. ■ Hve víða eru hjónaböndin leyfð? Í lok síðustu viku kvað hæstiréttur í Connecticut upp úr með að ekki skuli banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Dómstóllinn taldi slíkt brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár ríkisins um jafnrétti. Þar með eru hjónabönd samkynhneigðra heimiluð í þremur ríkjum Bandaríkjanna, því áður höfðu sambærileg lög verið sett í Kaliforníu og Massachusetts. Hjónabönd samkyn- hneigðra eru hins vegar bönnuð í 26 ríkjum Bandaríkjanna. Í þessum ríkjum hefur stjórnarskránni verið breytt þannig að hjónabönd eru einungis heimil milli karls og konu. ■ Hvað með Kaliforníu? Í kosningunum 4. nóvember verður ekki aðeins kosið um forseta og þing Bandaríkjanna, heldur er í þremur ríkjum einnig kosið um stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra. Þetta eru ríkin Kalifornía, Arizona og Flór- ída. Óvíst er því hvort samkynhneigðir í Kaliforníu fái að ganga í hjónaband mikið lengur. Vegna yfirvofandi kosninga hafa samkynhneigð pör í Kaliforníu því haft hraðan á og streyma nú á borgarskrifstofur til að láta gefa sig saman í hjónaband. Langar biðraðir hafa myndast og tími embættismanna er yfirbók- aður. ■ Hverjar eru horfurnar? Bæði Barack Obama og John McCain eru á móti hjónaböndum samkyn- hneigðra, en Obama segist hins vegar líka vera á móti því að þau verði bönnuð sérstaklega. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast bandarískir kjós- endur í tvo nokkurn veginn jafnstóra hópa, eftir afstöðu þeirra til hjónabands samkynhneigðra. Í Kaliforníu skiptast kjósendur líka í tvo álíka stóra hópa, svo afdrif þessa málaflokks eru afar tvísýn. FBL-GREINING: HJÓNABÖND SAMKYNHNEIGÐRA Í BNA Kapphlaup í Kaliforníu Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra hefur und- anfarna daga fundað með fulltrúum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins ásamt fulltrúum annarra fjármálastofnana um hugsanlega lántöku rík- isins. Rætt er hvaða skil- yrði sjóðurinn muni setja fyrir láni, kjósi Ísland að fara fram á fyrirgreiðslu. Búast má við róttæku inn- gripi í íslenskt efnahagslíf verði aðstoð sjóðsins þegin, sem fjölmargir hagfræð- ingar telja að sé óumflýj- anleg og æskileg. Engum blandast hugur um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu vikum og mánuðum útdeila miklu fjármagni til margra þjóðlanda vegna efna- hagsþrenginganna sem nú herja á heiminn. Svo virðist sem smá- ríki ætli að verða fyrir þyngstu búsifjunum og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn stendur frammi fyrir áður óþekktum vanda; hvernig koma má í veg fyrir að minni hagkerfi leggist á hliðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forsvarsmenn gjaldeyrissjóðs- ins hafa gefið út að umsóknar- ferlið muni verða stytt umtals- vert vegna yfirvofandi hættu og að lánaskilyrði verði jafnvel önnur en áður hefur verið í rúm- lega sextíu ára sögu sjóðsins. Stofnaður 1944 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt Alþjóðabankanum á rætur að rekja til ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Brett- on Woods í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum árið 1944. Mark- mið ráðstefnunnar var að koma á fót nýjum vettvangi efnahags- samvinnu varðandi gjaldeyris- mál; stuðla að stöðugu gengi mynta og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Kreppan mikla var þá mönnum í fersku minni en í kjölfar hennar fylgdu nær öll ríki heims einangrunar- stefnu sem leiddi til mikils sam- dráttar í viðskiptum og aukins atvinnuleysis. Tilgangur hins nýja vettvangs efnahagssam- vinnu var að koma í veg fyrir að sú hörmungarsaga endurtæki sig. Við stofnun voru aðildarlönd- in 29 og mörg hver iðnríki. Í dag eru aðildarríkin 184 að tölu. Hlutverk Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins frá stofnun hefur gengið í gegnum grundvall- arbreytingar en felst nú sem áður í eftirliti, lánveit- ingum og tæknilegri aðstoð við aðildarríkin. Síðustu tuttugu árin hefur sjóður- inn helst aðstoðað mörg nýmarkaðsríki sem lentu í miklum skuldaerfiðleikum á níunda áratugnum og síð- ustu misseri hefur mikið verið lagt upp úr aðgerðum sem tryggja fjármálastöðug- leika eftir að umfangsmiklar bankakreppur riðu yfir í iðnríkj- um jafnt sem þróunarlöndum. Gjaldeyrissjóðurinn býður aðildarríkjum sem eiga í greiðslu- erfiðleikum fjárhagsaðstoð. Þessi lán eru yfirleitt með hagstæðari kjörum en lán sem bjóðast á almennum markaði. Auk þess að veita hefðbundin lán og neyðar- lán hefur sjóðurinn unnið með skuldsettum þróunarríkjum í þeim tilgangi að létta skuldabyrði þeirra. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn lánar ekki til sérhæfðra verk- efna sem er hlutverk Alþjóða- bankans. Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn Ísland á samstarf við Norður- löndin og Eystrasaltsríkin á vett- vangi sjóðsins. Norðurlöndin hafa starfað saman síðan 1952 en Eystrasaltsríkin gengu til liðs við þau árið 1992 eftir að þau höfðu hlotið aðild. Saman mynda þessi ríki eitt af 24 kjördæmum sjóðs- ins. Ísland gegndi síðast forystu í kjördæminu árin 2002 og 2003. Ísland hefur fjórum sinnum hlotið fjárhagsaðstoð frá IMF. Fyrsta lánið var veitt 1960 í tengslum við efnahagsumbætur viðreisnarstjórnarinnar. Eftir það fékk Ísland þrisvar sinnum lán hjá sjóðnum vegna greiðsluhallaerfiðleika. Árin 1967-1968 vegna stórfelldrar minnkunar útflutningstekna við hrun síldarstofnsins. Einnig árin 1974-1976 úr sérstökum olíusjóði þegar olíukreppa geisaði um heimsbyggðina og aftur 1982 úr sérstakri lánadeild vegna sam- dráttar í útflutningstekjum. Ísland varð skuldlaust við sjóð- inn árið 1987. Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Stórt lán úr digrum sjóðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar þeirra áfalla sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir á stuttum tíma. Ekki hafa síður verið til umræðu þau ströngu skilyrði sem sjóðurinn setur fyrir slíku láni. Óumflýjanlegt virðist, að sögn hagfræðinga, að skattar verði hækkaðir umtalsvert og ríkisútgjöld skorin verulega niður. Allt kapp verði lagt á þjóð- hagslegan sparnað; sem reyndar er óumflýjanlegur í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar. Hin ströngu skilyrði beinast oftar en ekki að þróunarlöndunum; sem hingað til hafa notið fyrir- greiðslu sjóðsins að mestu leyti. Er þá farið fram á að tollamúr- ar séu felldir og ríkisfyrirtæki einkavædd svo dæmi sé tekið. Ísland uppfyllir nú þegar skilyrði sjóðsins að stærst- um hluta enda hafa mats- skýrslur stofnunarinnar gefið Íslandi þá einkunn að framtíðarhorfur efnahags- kerfisins séu öfundsverðar. Efnahagskreppan sem nú er við að eiga er sú alvarleg- asta sem heimurinn hefur upplifað frá því að til sjóðsins var stofnað. Þess vegna telja menn ljóst að aðferðafræðin við lánafyrirgreiðslu úr sjóðnum verði önnur en tíðkast hefur. Þau meðul sem gefin hafa verið duga ekki til og vissar tilslakanir eru fyrirsjáanlegar. Engu að síður stendur það í valdherrum þró- aðra ríkja að þiggja þessa aðstoð þar sem skuldsett þróunarríki hafa verið ein um að þiggja hana um langt árabil. En við lifum á tímum þar sem margir þurfa að kyngja stoltinu; eins og jafnan er um þá sem inni- króaðir þurfa að grípa til örþrifa- ráða. Lán eða ólán GILDIR SJÓÐIR Lánasjóðir IMF eru taldir um 200 milljarðar Bandaríkjadala. Úti- standandi lán IMF námu 100 milljörðum Bandaríkjadala árið 2004. NORDICPHOTOS/GETTY Seðlabanki Íslands er fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir hönd íslenska ríkisins. Sjóðurinn hefur frá stofnun haft það að markmiði að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi mynta og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Starfsemi sjóðsins er einkum þrenns konar: ■ Eftirlit með efnahagsmálum aðildarlanda sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild. ■ Tæknileg aðstoð við aðildarríkin. ■ Lánveitingar til aðildarríkja í greiðsluerfiðleikum. ■ Ísland hefur fjórum sinnum hlotið fjárhagsaðstoð frá sjóðnum. ■ Ísland varð skuldlaust við sjóðinn árið 1987. ■ Iðnríki hafa ekki sóst eftir fjárhagsaðstoð sjóðsins um langt skeið. ■ Stærstu útistandandi lánasamningar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru við Argentínu, Tyrkland og Brasilíu. HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS HLUTVERK ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS KANADA, AP Allt bendir til að minnihlutastjórn Stephens Harp- er í Kanada muni starfa áfram eftir þingkosningarnar, sem haldnar voru í gær. Stephen Harper, leiðtogi Íhalds- flokksins, hefur verið forsætis- ráðherra minnihlutastjórnar í tvö ár, en boðaði óvænt til kosninga í haust í þeirri von að styrkja stöðu flokksins á þingi. Harper hefur hins vegar ekki þótt bregðast nógu hratt og vel við heimskreppunni, sem skall á óvænt stuttu eftir að boðað var til kosninga. Að öllum líkindum þarf hann því eftir sem áður að reiða sig á stjórnarandstöðuna til að ná málum í gegn á þingi. „Hann hefur sennilega komið sér í þá aðstöðu að hann heldur líklega völdum en verður ekki fær um að koma stefnumálum sínum í framkvæmd,“ segir Robert Bothwell, yfirmaður alþjóðatengslaáætlunar við Toronto-háskóla. Sjálfur hefur Harper fylgt harðri frjálshyggju í flestum efnum, en ekki náð henni fram á þingi nema að takmörkuðu leyti. Í upphafi kosningabaráttunnar virtist sem Harper ætti nokkrar líkur á að koma Íhaldsflokknum í meirihluta, en ýmis óheppileg ummæli hans í kosningabarátt- unni hafa kostað flokkinn töluvert fylgi. - gb Kanadabúar kusu sér nýtt þing í gær: Harper verður áfram í minnihluta STEPHEN HARPER Forsætisráðherra Kanada þarf áfram að reiða sig á meiri- hlutann til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.