Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 14
14 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F réttir af hækkun á vísitölum í útlöndum í gær varðar okkur nokkuð. Alkul á markaði víða um lönd auðveldar ekki endurskipulagningu á viðskiptum okkar við útlönd sem hafa verið í maski undanfarna daga. Og sér ekki fyrir endann á því ástandi. Verst eru tíðindin að útflutn- ingsfyrirtæki leiti nú til dótturfyrirtækja erlendis og banka utan landsteinanna til að hýsa gjaldeyristekjur okkar. Kurteisleg áskorun forsætisráðherra til þeirra um miðjan dag í gær var laus við örvæntingu, en hverjum manni má vera ljóst að komi tekjur ekki inn í landið er botninn farinn úr tunnunni. Það er endanleg niðurstaða í þeirri ömurlegu stöðu sem krónan er komin í. Þá er lítil björg í vaxtalækkun. Gjaldmiðillinn endanlega ónýtur eftir fall um 70 prósent frá áramótum. Peningastefnan hefur beðið endanlegt skipbrot og skiptir þá litlu hvaða álit forsætisráð- herrann hefur á forystu Seðlabankans. Í slíkri stöðu er mönnum réttast að sýna þann manndóm að víkja og veita nýjum mönnum tækifæri, gefa almenningi kost á nýju upphafi. Snemma í þessu hruni var sýnilegt að ráðamenn urðu að hafa óhemju snör handtök. Hér voru sögulegir tímar og í ólgusjó þessa hruns kapítalismans sáust varla handa skil. Það er auð- velt að vera vitur eftirá og sá tími kemur að rakin verða afdrif eigna okkar sem nú eru farnar að stórum hluta. Allt bendir til að íslensk stjórnvöld hafi verið alls óundirbúin eftir að hafa látið öll varnaðarorð sem vind um eyru þjóta um margra missera skeið. Enn er ekki að sjá annað en hik á íslenskum stjórnvöldum: beðið eftir karli úr flugvél, beðið eftir gögnum á pappír, beðið eftir fundi þriggja manna. Á meðan situr þjóðin á biðstofunni og nýr hendurnar. Þrot blasir við. Slíkt ástand kallar um síðir á pólitískt uppgjör. Það er líka kjör- lendi fyrir pólitíska loddara. Og ekki er mikil von til að stjórn- málalíf í landinu rísi undir endurnýjun sem mikil þörf er á eftir ólög síðustu daga. Vítt og breitt um landið eru fyrirtækin á von- arvöl og brátt brestur á önnur bylgja gjaldþrota sem mun gefa þeim fáu sem hafa einhverja sjóði kost á nýjum fjárfestingum í landi sem hratt er horfið í röð láglaunasvæða, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir. Erlendum fyrirtækjum gefst nú kost- ur á að eignast íslenskan fyrirtækjarekstur fyrir slikk ef þeir svo kjósa og líta hjá smæð heimamarkaðar. Ef þeir nenna að leggja sig eftir atvinnurekstri hér. Brátt munum við heyra ákafar óskir um launalækkun hjá starfsfólki, skerðingu á lífeyrisréttindum. Mikilvægt er að þá verði lækkað risið á þeim sem hæst hafa launin og best eru komn- ir. Þeirra á meðal þingmenn á eftirlaunum og æðstu embættis- menn, þeir sem báru ábyrgð á því stórslysi sem hér er orðið. Það er þrotatími fram undan í landinu, lurkur af manna völd- um, og því nauðsynlegt að menn gæti stillingar þegar til skipt- anna kemur. Og þá er brýnt að finna sér næði og ró til að leita nýrra atvinnu- tækifæra: fjármálarekstur skapaði hér tekjur sem fóru fram úr sjávarafla. Nú er bústólpi á burt. Hvað skal koma í hans stað? Hingað kemur enginn aðvífandi rekstur meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Rígheldni í gjaldmiðilinn er því tekin að nálgast alvar- lega bilun sem heill stjórnmálaflokkur verður nú að hrista af sér. Raunveruleikinn blasir við, kominn tími á sjálfstæða hugsun. Fjörbrot á mörkuðum: Strax í dag PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Lilja Mósesdóttir skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur reynst afar varasöm lausn á greiðslu- vanda þjóða. Sagan sýnir að aðgerðir sem sjóðurinn krefst að stjórnvöld grípi til, magna upp samfélagslegt óréttlæti. Samkvæmt Nóbelsverðlaunahafanum í hagfræði, dr. Joseph Stiglitz, eiga þjóðir, sem lent hafa í banka- og gjaldeyriskreppu ekki að einblína á að ná tökum á verðbólgu heldur á að koma í veg fyrir mikið atvinnuleysi og þau miklu samfélags- legu vandamál sem skapast við slíkar aðstæður. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar ítrekað, bæði í Asíu og Suður-Ameríku, einblínt á efnahagsað- gerðir sem fela í sér vaxtahækkun og hallalaus ríkisfjármál. Þessar aðgerðir komu ekki í veg fyrir áframhaldandi útstreymi fjármagns og hækkun verðlags eins og að var stefnt. Aðgerðirnar mögnuðu upp atvinnuleysisvandann, þar sem fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota og fátækt jókst. Traust almennings á innlendum stjórnvöldum minnkaði í kjölfarið. Hallalausum ríkisfjármálum var aðeins hægt að ná með því að hækka skatta og skera niður útgjöld vegna aukins atvinnuleysis og þyngri greiðslubyrði af erlendum lánum. Aðstæður á Íslandi í dag eru líkar því sem var m.a. í Asíu fyrir um áratug og mikilvægt að lærdómur sé dreginn af mistökum sjóðsins þar. Í samningaviðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verða Íslendingar að fá til liðs við sig sérfræðinga – bæði konur og karla – sem þekkja vel til á Íslandi og eru gagnrýnir á lausnir nýfrjálshyggjunnar og einföld reiknilíkön sjóðsins. Aðgerðirnar sem íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til á næstunni er að auka ríkisútgjöld til að tryggja atvinnu og lækka stýrivexti til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja sem eiga í erfiðleikum. Vaxtalækkun mun ekki leiða til frekari fjármagnsflótta, þar sem undirstöður atvinnulífsins eru traustar og samkeppn- isstaða íslenskra útflutningsfyrirtækja stórbatnað eftir mikla veikingu krónunnar. Stjórnvöld eiga að skoða vel þann möguleika að fá lán frá Rússlandi fremur en aðstoð frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, þar sem pólitísk skilyrði hafa fram til þessa fylgt aðstoð sjóðsins. Höfundur er hagfræðingur. Varasamur bjargvættur LILJA MÓSESDÓTTIR Um hvað hugsa þeir sem stjórna sjónvarpsþáttum? Ef marka má frönsku heimildar- myndina „20 mínútna hamingja“ sem nú er verið að sýna í kvik- myndahúsum Parísar hafa þeir hugann fyrst og fremst við það sem kallað er „audimat“ á frönsku og hægt væri að kalla „gláprita“ á vora tungu. Efni þessarar kvikmyndar er sjónvarpsþáttur einn, sem sýndur var á „stöð 1“ í Frakklandi á hverju mánudags- kvöldi í fjögur ár við allmiklar vinsældir. Þetta var „raunveru- leikasýning“ sem byggðist á því að leiddar voru saman í sjónvarps- sal tvær persónur sem lífið hafði á einhvern hátt skilið að, kannske systkini sem höfðu farið hvort í sína átt þegar fjölskylda leystist upp, elskendur sem höfðu misst hvort af öðru og fleira af því tagi. Annar aðilinn var sem sé að leita að hinum, en sjónvarpsmennirnir höfðu upp á honum og buðu í þáttinn án þess að hann vissi frá hverjum boðið var, það uppgötv- aði hann ekki fyrr en á hólminn var komið. Aðilarnir tveir ræddu nú saman á sjónvarpssviði með tjald á milli og reyndu að gera upp sín mál. Ef báðir voru sammála endaði þátturinn á því að tjaldið var dregið frá, þátttakendurnir hittust nú augliti til auglitis og féllust kannske í faðma. Höfundar heimildarmyndarinnar höfðu fengið að fylgjast með gerð þáttanna nokkra mánuði árið 2006, leit að þátttakendum, undirbún- ingi upptöku og síðast en ekki síst samtölum sjónvarpsmannanna sín á milli um þáttinn, og um þetta snerist myndin. En hvað er nú eiginlega þessi glápriti? Svarið við þeirri spurningu var nú að fá í þessari heimildarmynd, sem hófst á nokkurs konar fyrirlestri um þetta merka fyrirbæri. Glápritinn er sem sé tól sem fer í gang um leið og kveikt er á sjónvarpstæki sem hann er tengdur við. Eftir stutta stund fer hann svo að pípa illilega til að minna viðstadda sjónvarpsglápendur á að þeir verði að segja deili á sér, og það gera þeir með því að ýta á til þess gerða takka, einn takka fyrir „heimilisföðurinn“, einn takka fyrir „húsfreyjuna“, einn takka fyrir „barn 1“, einn takka fyrir „barn 2“ og þar fram eftir götunum. Síðan skráir glápritinn á hvaða stöð sé horft, á hvaða stund, hvort og hvenær skipt sé yfir á aðra stöð og sendir þær upplýs- ingar um leið til miðstöðvar þar sem fylgst er með öllu og staðtöl- ur reiknaðar upp á mínútu. Það eina sem vantaði í þennan fyrirlestur voru upplýsingar um það hverjir væru þeirrar náðar aðnjótandi að hafa þetta tól í heimahúsum, hvað þeir fengju fyrir sinn snúð og þess háttar. Hins vegar sýndi heimildar- myndin ágætlega til hvaða brúks þessi glápriti er hafður. Það er varla ofmælt að segja að sjón- varpsmennirnir hafi að staðaldri verið með augun á honum. Eftir hvern þátt fóru þeir yfir línurit og skoðuðu vendilega hve margir hefðu horft á hann, hverjir það hefðu verið, hve margir hefðu hætt að fylgjast með honum af hverjum flokki manna og hvenær: „Nákvæmlega á þessari mínútu misstum við hundrað þúsund áhorfendur, hvað gerðist þá? Hvernig stendur á þessari fækkun? Hvað gerði það eiginlega að verkum að á þessu augnabliki skiptu húsmæðurnar yfir á aðra stöð?“ Með þessa visku að bakhjarli reyndu sjónvarpsmennirnir svo að fyrirbyggja að menn gæfust upp á glápinu. Þeir reyndu að fá eins spennandi gesti og hægt væri og veiða þá sem gestirnir vildu síðan bjóða, kannske með því að hafa fyrst samband við þá á fölskum forsendum, tala þá síðan til á einn eða annan hátt og annað eftir því. En að mörgu var að gæta, og kom sérstaklega fram að það þurfti að varast að hafa of mikið af örgum mönnum. „Ef maður segir: hvað heitir nú ástin þín Jón, og hann svarar Guðmund- ur, skipta sjö hundruð þúsund heimilisfeður samstundis um stöð“, sagði helsti forsprakki þáttanna. En annað var ekki síður mikilvægt: það mátti aldrei hafa neitt sem ekki væri alveg augljóst um leið. „Að þurfa að skilja er lúxus sem aðeins fáir menn geta leyft sér,“ sagði forsprakkinn einnig. Vitanlega var það auglýsing- anna vegna að nauðsynlegt var að ná hámarksglápi og halda í það, og minnir þetta mjög á þau orð sem yfirmaður þessarar sömu sjónvarpsstöðvar missti einu sinni af vangá út fyrir tanngarðinn: „Hlutverk okkar er að selja kókakóla-fyrirtækinu móttækileg heilabú.“ En athyglisvert er að sjónvarpsmennirnir skyldu tala svona frjálslega fyrir framan kvikmyndavélar þeirra sem gerðu heimildarmyndina, enda fór svo að þeir sáu sig um hönd og hleyptu öllu af stað til að koma í veg fyrir að myndin yrði sýnd, en án árangurs. Þau urðu hins vegar örlög þáttanna að vísar glápritans tóku að hallast niður á við, og þá fékk hann umyrðalaust að fjúka. Glápritinn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Sjónvarpsáhorf Ef við kjósum vinstra vor... Davíð Oddsson seðlabankastjóri þykir með hnyttnari mönnum, þegar sá gállinn er á honum, til dæmis á landsfundi Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir kosningar 2003, þegar hann var enn formaður flokksins og forsæt- isráðherra. Þá kastaði Davíð fram litlu vísukorni sem vakti mikla lukku fundargesta: Ríkisstjórn með þrótt og þor á þjóðráðunum lumar. Ef við kjósum vinstra vor verður ekkert sumar. Ekkert varð heldur úr vinstra vorinu sem Davíð óttaðist. En gaman væri að heyra jafn skáldlegar skýr- ingar á vetrinum, sem nú er skollinn á af fullum þunga. Vandað lagaval Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson lýsti því í viðtali við fjölmiðla fyrir stuttu að nú væri brýnt sem aldrei fyrr að vanda lagavalið. Jákvæðir textar skipti máli. Kollega Óla Palla í Popp- landi Rásar tvö, Guðna Má Henningssyni, finnst hins vegar ástæðulaust að taka á hlustendum með silkihönskum. Hann byrjaði þátt sinn eftir hádegisfréttir í gær á laginu Allt sem ég hef misst, með hljómsveit- inni Sviðin jörð. Upp- lífgandi! Tæmandi úttekt Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð fram að áramót- um undir yfirskriftinni: Hvað er að óttast? Þegar hafa þrír fyrirlestrar verið haldnir, en fjórir eru eftir; þar af fjallar einn um ótta við sjúkdóma, annar um ótta við útlendinga á Íslandi, þriðji um óttann við að glata íslenskri menn- ingu í fjölmenningarlegu samfélagi. Ef Sagnfræð- ingafélagið bætti við fyrirlestri um ótta við kvótakerfið, væri þá ekki komin nokkuð tæmandi úttekt á stefnu Frjálslynda flokksins? bergsteinn@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.