Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 38
22 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR Mugison er nýkominn heim eftir tveggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin. Hljómsveitin hans var ekki með honum í þetta sinn heldur eingöngu hljómborð- sleikarinn Davíð Þór Jónsson ásamt einum hljóðmanni. „Við höfðum ekki efni á að taka band- ið,“ segir Mugison, sem fékk góðar við- tökur. „Þetta var fínt í New York og Los Angeles en við vorum langhrifnastir af Tuscon í Arizona. Ef þjóðin eignast ein- hverja peninga aftur mætti fólk alveg fara þangað,“ segir hann. „Þetta er á landamærum Mexíkó og var eins og alvöru villta vestrið. Dillinger, sem er einn frægasti bankaræningi sög- unnar, var handtekinn á þessu hóteli sem við vorum á og í kjallaranum bjuggu tugir kínverskra þræla sem voru látnir leggja lestarteina. Síðan mætti ein fimmtug blökkukona á tónleikana og rassgatið á henni var á stærð við góðan traktor.“ Mugison hefur verið á stífu ferðalagi um allan heiminn síðan í apríl til að fylgja eftir plötu sinni Mugiboogie. Hann segist ekkert vera orðinn þreyttur á spila- mennskunni. „Þetta er búið að vera nokk- uð þétt og ég fer örugglega að verða kom- inn upp í níutíu tónleika en ég hef alltaf gaman af því að spila fyrir fólk. Það er samt leiðinlegt að vera alltaf frá fjöl- skyldunni.“ Framundan hjá Mugison er tónleika- ferð um Evrópu í nóvember og desember með hljómsveit sinni og ætlar hann að gefa út tvær smáskífur af því tilefni. Einnig hefur honum verið boðið á bresku tónlistarhátíðina All Tomorrows Parties í desember þar sem hann verður hópi með fjölda af þekktum sveitum á borð við Butthole Surfers, Melvins, Squarepusher og hinni íslensku Ghostigital. - fbfolk@frettabladid.is > ENN TÁGRÖNN Eva Longoria segist ekki eiga von á barni og enn vera í stærð núll. Hin 33 ára Eva hefur hlotið mikla umfjöll- un út á vaxtarlag sitt að undan- förnu eftir að myndir birtust af henni sem sýndu að hún hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Þá vildu marg- ir meina að hún ætti von á barni, en hún segir þyngdaraukningu sína ein- göngu tengjast hlutverki sínu í sjón- varpsþáttunum Aðþrengdum eigin- konum og segist enn komast í öll gömlu fötin sín. Bolabúðirnar í miðbænum eru á tánum vegna atburða líðandi stundar. Í Dogma á Laugavegi er bolur með Davíð Oddssyni innan í bannmerki kominn út í glugga. Stefán Valberg, eigandi Dogma, segist ekki vera með nýjan bol í vinnslu akkúrat í augnablikinu en stutt sé í það. „Fyrir utan Davíðs- bolinn erum við með boli sem á stendur „Þetta reddast“ og „Ég er blankur“. Svo er einn sem á stend- ur „Ísland er blankasta land í heimi“. Hann er eiginlega alveg kominn í staðinn fyrir bolinn sem á stóð „Ísland er stórasta land í heimi“. Bolirnir kosta 2.500 kall stykkið og Stefán segist ekkert ætla að lækka verðið í kreppunni. „Það ætti nú frekar að hækka, gengið er orðið svo vangefið.“ Úrval kreppubola hefur ekki aukist í búðinni Ranimosk á Lauga- KREPPUBOLIR Í MIÐBÆNUM KREPPUBOLIR Bragi í Ranimosk var með tvo boli sem passa nú vel við. Dögg í Dogma er með puttana á púlsinum og kennir Davíð Oddssyni um ástandið. „Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváð- um að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri,“ segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrast- ardóttir um Trúbatrixur sem sam- anstanda af þjóðþekktum og upp- rennandi íslenskum söngkonum. Hópnum var boðið að halda tveggja daga „mini festival“ á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október samhliða Iceland Airwa- ves-hátíðinni, eftir að þær héldu vel heppnað tónleikakvöld þar í september. „Það kostar mjög mikið á Air- waves og sumir hafa bara ekki efni á því. Eins og ástandið er í landinu í dag fannst okkur það rosalega vel við hæfi að hafa frítt inn, en við verðum með fjáröflun þar sem fólk getur gefið frjáls framlög ef það langar til,“ útskýr- ir Myrra, en auk þjóðþekktra söngkvenna á borð við Lay Low, Dísu, Fabúlu og Ellen Kristjáns verður framinn gjörningur, stig- inn magadans og boðið upp á vöfflur og með því. Erlendir aðilar hafa staðfest komu sína og hún segir hátíðina aðeins vera byrjun á fleiri tónleik- um hjá Trúbatrixum. „Við bindum okkur ekki eingöngu við Reykja- vík. Við ætlum að syngja í Kefla- vík, það er á döfinni að fara til Þýskalands og svo er stefnan að halda þetta í Ástralíu næsta sumar,“ segir Myrra að lokum. - ag Söngkonur í aðalhlutverki BJÓÐA Á TÓNLISTARHÁTÍÐ Myrra Rós Þrastardóttir er ein þeirra söngkvenna sem skipa Trúbatrixur og munu koma fram á Café Rósenberg dagana 17. og 18. október, samhliða Iceland Airwaves- hátíðinni. BOLIR TIL HÖFUÐS ÍSLANDI Heimasíðan SpreadShirt býður um þessar mundir til sölu boli þar sem finna má áletranir til höfuðs Íslandi. Spread Shirt virkar þannig að notandi getur keypt sér aðgang að heimasíðunni, búið sér til bol með áletrun sjálfur og nálgast hann í einhverjum af fjölmörgum útibúum SpreadShirt í Evrópu. Og svo virðist sem nýjast „æðið“ meðal notenda SpreadShirt sé fjármálakrísan á Íslandi og sú staðreynd að þúsundir breskra sparifjáreigenda eigi eftir að eiga í erfiðleikum með að fá þá peninga til baka. Meðal bola sem notendur heima- síðunnar hafa búið til er: „THE COD WAR- FANCY A REPLY ICELAND?“ en höfundur þess bols bjó greini- lega ekki yfir þeirri söguþekkingu að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í því stríði. Af öðrum bolum sem notendur SpreadShirt hafa búið til að undanförnu má nefna „My Mom is in Iceland- To get my bloody money.“ En það myndi væntanlega útleggjast á íslensku: „Mamma mín er á Íslandi til að ná í fjárans peningana mína.“ Hægt er að kynna sér málið á Spreadshirt.net.. vegi, en tveir bolir sem voru komn- ir í sölu fyrir hrunið mikla hafa gengið vel að undanförnu. „Við settum bol sem á stendur „Maður í losti“ út í glugga og hann hefur selst vel. Þetta er mynd úr eldgam- alli hjálp í viðlögum-bók sem sýnir mann í losti með upptalningu á því sem gerist þegar maður fer í lost. Fólk glottir út í annað,“ segir Bragi Halldórsson, verslunarmaður. „Svo erum við að selja bolinn „Bankan- um þínum er sama um þig“, fyrir Sigga Pönk. Hann kostar 2.000 kall hjá okkur og það má ekki selja hann dýrar.“ drgunni@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Innlendir fréttaannálar sjópnvarpsstöðvanna þurfa líklega að vera lengri en vanalega, eða þeim mun samanpakkaðri, því árið 2008 hefur verið algjört metár í innlendum stórfréttum. Áður en á okkur dundi fjár- málahrun með allri þeirri skelfingu, var meðal annars boðið upp á Suð- urlandsskjálfta, ísbirni, fáránlega atburðarás í borgarstjórn Reykjavík- ur og gasaða vörubílstjóra. Það er því ljóst að margt fær ekki að vera með í annálunum, þar á meðal þetta: Topp 10 1. 2008 – Ár kartöflunnar 2. Gunnar Örn Guðmundsson dýra- læknir ætlaði að kæra meindýraeyðinn sem lógaði minki í Leifasjoppu. 3. Tyggjóið í Tyggjótrúði Kjöríss fjarlægt. 4. Björgvin Halldórsson keypti sér vespu. 5. Frjálshyggjustrákar safna peningum fyrir Hannes Hólmstein. 6. Geir og Ingibjörg tóku einkaþotu á NATO-fund. 7. Bubbi Morthens var nærri drukkn- aður um verslunarmannahelgina. 8. Bleikt og blátt lagði upp laupana. 9. Friðrik Ómar móðgar Merzedes Club með tómri tunnu. 10. Fjörutíu ára afmæli H-dagsins. TOPP 10 Ekki fyrirferðarmikið í fréttaannálunum Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi. Ókeypis verður inn á tónleikana en nánari upplýsingar má finna á síðunum Myspace.com/electroni- ecthics og kaffhljomalind.org. Það eru Iceland Airwaves, Nýja sam- vinnuhreyfingin og Hljómalind sem skipuleggja þessa tónlistar- hátíð í sameiningu. SKIPULEGGJENDUR Skipuleggjendur hátíðarinnar, þeir Ólafur Thorsson, Siggi pönk, Einar Friðjónsson og Einar Sigurðsson. Tónleikar í Hljómalind Sökudólgarnir eru fundnir. Þeir eru hljómsveitin Sökudólgarnir. „Mér þykir bagalegt hversu marg- ir hafa talað niður til Sökudólg- anna í þjóðfélaginu að undan- förnu,“ segir Skúli Þórðarson, einn Sökudólganna. Hann syngur og spilar á gítar. Hann vill ekki gang- ast við hamförum fjármálalífsins en gengst við fimm laga plötunni „Líf og fjör“, sem nýkomin er út. Á plötunni má meðal annars heyra lagið „Í dag er kölski kátur“. „Við erum bít-hljómsveit, spil- um rokkabillí og blús og syngjum á íslensku,“ segir Skúli. Hann segir diskinn hugsaðan sem fjár- mögnun fyrir stærra verkefni á útgáfusviðinu. Diskurinn kemur í brúnum bréfpoka og í einum af hverjum tuttugu pokum leynist óvæntur glaðningur. „Það eru vinningar eins og kaffi hjá Kaffi- félaginu og pylsa og kók hjá Bæj- arins bestu. Líka geisladiskar og bækur. Það er rosalega góð mark- aðsfræði á bak við þetta. “ - drg Við erum Sökudólgarnir HÖFÐA TIL FJÁRHÆTTUSPILARA Söku- dólgarnir frá vinstri: Gunni, Hörður, Skúli og Geiri. Á myndina vantar Dag Bergsson. MYND/JULIA STAPLES Á sama hóteli og Dillinger MUGISON Mugison hvílir lúin bein eftir tveggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.