Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 22
 15. október 2008 MIÐ- 2 HÓPFERÐIR skipuleggja skoðunarferðir um Reykjavík, hringferðir um landið, ferðir í leikhús og á íþróttaviðburði, skólaferðalög, helgarferðir og margt fleira. Fyrirtækið reynir að gera sitt besta til að mæta kröfum hvers og eins. Nánar á www.hopferdir.is. Víða verður hægt að njóta útivistar um helgina og tilvalið að reima á sig gönguskóna. Gengið verður á Grænafell um helgina. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir gönguferð á Græna- fell sunnudaginn 19. október. Áhugasamir skulu mæta við Upp- lýsingamiðstöðina á Egilsstöðum klukkan 10. Áætlað er að gangan taki um fjórar klukkustundir, en um tvo tíma tekur að ná toppnum. Göngu- leiðin er sérstaklega falleg upp fellið og útsýnið yfir Reyðarfjörð þegar upp er komið stórkostlegt að sögn kunnugra. Allir eru velkomnir í gönguferð- ina en þátttökugjald er 500 krón- ur. Nánar má kynna sér Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á heimasíðunni, www.fljotsdalsherad.is/ferdafel- ag. - rat Gengið á Grænafell Víða verður hægt að njóta útivistar um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrsti vetrardagur er rétt handan við hornið og farið er að kólna í veðri. Haustin eru fallegur tími til að ferðast til fjalla. Ferðafélagið Útivist stendur fyrir haust- og vetrarferð á hálendið dagana 17. til 19. október. Gist verður í skálanum við Strút. Eins og segir á heimasíðu Úti- vistar um ferðina er haustið tími uppskeru og villibráðar en notalegt sé einnig að dvelja á fjöllum í haustkyrrðinni. Á laugardagskvöld verður vetrinum fagnað og efnt til hlað- borðs þar sem haustið verður þemað en þátttakendur koma með matinn. Alla dagana verða farnar gönguferðir um nágrenni skálans en meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Strútslaug, Rauð- botnar og Hólmsárlón. Skálinn við Strút var byggður haustið 2002 og tekur allt að 26 gesti. Áhugasamir geta forvitnast um ferðina á heimasíðu Útivistar, www.utivist.is, eða sett sig í sam- band við félagið. - rat Vetri fagnað á fjöllum Slakað á í Strútslaug. MYND/STEINAR FRÍMANNSSON Björgvin Guðjónsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Guðrún Hulda Ólafsdóttir, hdl. Svavar Friðriksson Sölufulltrúi. Los Faros de Panama Ein stærsta íbúðabygging í heimi - 346 metrar á hæð ATH. Til greina kemur að taka fasteignir á Spáni upp í hluta kaupverðs!!! Sóleyjargata 17, 101 Reykjavík • Símar 510-3500 / 615-1020 / 698-1834 • E-mail: eignatorg@eignatorg.is • www.eignatorg.is Los Faros de Panama: • Ein stærsta íbúðabygging í heimi - 346 metrar á hæð • Verður eitt aðal kennileiti Panamaborgar • 2ja-, 3ja-, 4ra- og 5 herbergja íbúðir • Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum • Útsýni yfi r borgina og Panamaskurðinn • 30.000 fm verslunarmiðstöð í húsinu • VIP íbúðir á efstu hæðunum ásamt „sky lobby“ • 5 stjörnu hótel • Casino • Ráðstefnuaðstaða • Þyrlupallur • John Hopkins sjúkrahúsið í sömu götu • 60.000 fm verslunarmiðstöð í næsta húsi • 10 mínútna akstur á alþjóðafl ugvöll • Verð íbúðanna á eftir að hækka þrisvar sinnum um 10% á byggingartímanum, næsta hækkun er hinn 15. desember n.k. Hér er um mjög áhugaverða fjárfestingu að ræða í landi sem býr við mikinn hagvöxt Panama - Land tækifæranna! • Lýðræðislega kjörin ríkisstjórn og forseti • Bandaríkjadalur er gjaldmiðill Panama • Stöðugt efnahagslíf - lág verðbólga • Mikill hagvöxtur (10,5% árið 2007) • Stöðugar og vaxandi tekjur af Panamaskurðinum • Annað stærsta fríverslunarsvæði heims • Hagkvæmt skattaumhverfi • Panamaborg - Fjármálamiðstöð mið- og suður Ameríku • Heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða • Verðlag afar hagstætt - nýtískulegar verslunar- miðstöðvar • Hitabeltisloftslag - meðal hiti um 27°C allt árið • Panama er laust við náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og fellibylji • Landið er öruggt og heimamenn vinalegir • Bestu golfvellir í latnesku Ameriku • Einstakt dýralíf og náttúrufegurð • Góðar strendur í námunda við borgina • Panama valið eitt af fjórum bestu löndum í heimi fyrir eldri borgara skv. The American Retirement Association Mánudaga og mmtudaga Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.