Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2008 21 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 15. október ➜ Kvikmyndir 22.00 Heimildarmyndabíó Sýndar verða myndirnar Íslensk alþýða og Fríar fantasíur í Kling & Bang galleríi, Hverfisgötu 42. ➜ Tónleikar 12.30 Kvartett Sigurðar Flosasonar frumflytur ný verk í Norræna húsinu, Sturlugötu 5. 20.00 Klezmertónleikar Söngsveitin Fílharmónía ásamt systkinunum Ragn- heiði og Hauki Gröndal og þjóðlaga- sveit hans, verða með tónleika í Nes- kirkju við Hagatorg. 20.00 Klassík á Kjarvalstöðum Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleik- ari leikur klassísk verk. Kjarvalstaðir, v/ Flókagötu. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Að læra án þess að þjást Michael Serge heldur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, Sólborg L201, v/ Norðurslóð. ➜ Sýningar Prjónaheimur Lúka Systurnar Gunn- hildur og Brynhildur Þórðardætur sýna hönnun á munstri fyrir íslensku ullina á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands. Sýn- ing in hefur verið framlengd til 19. okt. Opið alla daga vikunnar nema mánu- daga kl. 11.00-17.00. ➜ Síðustu Forvöð Kristín Tryggvadóttir sýnir í Reykjavík Art Galery, Skúlagötu 30. Sýningin stend ur til 17. okt. og er opin alla daga nema mánudaga. ➜ Myndlist Hallur Karl Hinriksson sýnir í Gallerí Fold, Rauðaárstíg 14. Sýningin stendur til 19. okt. og er opin alla virka daga kl. 10.00-18.00, lau. kl. 11.00-16.00 og sun. 14.00-16.00. Furðudýrafræðasafn Hr. og Fr. Rees. Listamennirnir og hjónin Samuel og Marina Rees sýna í Menningarmið stöð- inni Skaftfell, Austurvegi 42, Seyðis firði. Sýningin er opin miðvikudaga til föstu- daga frá 13.00 - 16.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinn- ar. Gísli Örn segir hrakfarir í fjár- málalífi þjóðarinnar hafa lítil áhrif á starfsemi Vesturports, fram undan séu sýningarferðir á hátíðir víða um lönd, bæði á Hamskiptun- um og Woyzek. Þá komi til álita að æfa Rómeó og Júlíu upp og fara með stykkið á leikför. Boð leiklist- arhátíða skoði flokkurinn gaum- gæfilega og þekkist einungis þau sem tryggja fulla fjárhagslega aðkomu að sýningum Vesturports erlendis, enda hafi flokkurinn notið takmarkaðs stuðnings frá einkaað- ilum til sýningarferðalaga, fái jafn- vel ekki styrki úr Thalíu, ferðasjóði Reykjavíkur og Icelandair. BAM-hátíðin hefur um langt árabil verið ein helsta blandaða listahátíð New York um árabil og er mikill heiður fyrir Vesturport að fá þar aðgang. Hún var lengi vel nátengd framvörðum í listalífi borgarinnar og leggur ríka áherslu á blöndu listgreina í nýsköpunar- verkefnum. Sýning Vesturports á æskuverki Georg Buchner var unnin í samstarfi Leikfélags Reykjavíkur, Bite-hátíðarinnar í Barbican, Old Vic-leikhússins í London og Vesturports. Hún var frumsýnd hér á landi í Borgarleik- húsinu 2005 og var það í fyrsta sinn sem Nick Cave gekk til sam- starfs við Vesturport. Nú mun vera í bígerð sviðsetning á öðru sígildu verki þýskra bókmennta í samstarfi Nick Cave við Vestur- port á Faust eftir Goethe. pbb@frettabladid.is Woyzek sýndur í New York Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgar- svæðinu enda metnaðarfull og áhuga- verð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tón- list með eitthvert tiltekið tilefni eða flytj- anda í huga og þá myndast einhver sam- eiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau.“ Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einn- ig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Sig- urður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efna- hagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur.“ Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá mið- ann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleik- arnir hefjast stundvíslega kl. 12.30. - vþ Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag SIGURÐUR FLOSASON Kemur fram á Háskóla- tónleikum í dag ásamt kvartetti sínum. Kl. 22 Tvær heimildarmyndir verða frum- sýndar í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42, kl. 22 í kvöld. Um að ræða myndina Fríar fantasíur eftir þau Markús Bjarnason og Guðnýju Rúnarsdóttur og myndina Íslensk alþýða eftir Þórunni Hafstað. Viðburðurinn fer fram á vegum Sequences-listahátíðarinn- ar og er aðgangur að honum ókeypis. Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fíl- harmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstón- leikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóð- lagatónlist gyðinga frá Austur- Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. Með Fíl- harmóníunni koma fram systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal og þjóðlagasveit hans. Magnús Ragn- arsson er stjórnandi tónleikanna. Þau systkin Haukur og Ragn- heiður hafa átt mikinn þátt í að vekja athygli á þessari litríku og fjörugu tónlist hér á landi. Í henni blandast saman forn stef úr trúar- legri tónlist gyðinga við dans- og þjóðlagatónlist Evrópu og Mið- Austurlanda, ekki síst úr grískri og tyrkneskri alþýðutónlist. Hauk- ur Gröndal stofnaði íslensk- dönsku klezmerhljómsveitina Schpilkas, sem hefur gefið út tvær hljómplötur, en Ragnheiður söng með hljómsveitinni. Ragnheiði Gröndal þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og gefið út fjórar sólóplötur sem allar hafa náð miklum vinsældum og sungið með ýmsum hljómsveitum auk Schpilkas. Söngsveitin hélt klezmertónleika með þeim syst- kinum haustið 2007 sem þóttu takast afar vel. Í hljómsveitinni leika auk Hauks, Erik Qvick á trommur, Matthías Stefánsson á fiðlu, Vadim Fedorov á harmóníku og Þorgrím- ur Jónsson á kontrabassa. Tónleik- arnir í kvöld hefjast kl. 20 í Nes- kirkju (við Hagatorg). Miðar fást í versluninni 12 tónum á Skóla- vörðustíg og við innganginn. - pbb Klezmer á konsert RAGNHEIÐUR GRÖNDAL, SÖNGKONA LEIKLIST Úr sýningunni sem flutt verður í þrígang í New York í vikunni. Ólafur Egill og Árni Pétur gera tilraunir á Ingvari Sigurðssyni. MYND: LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.