Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 34
 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR COLE PORTER LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1964 „Fæstir heiðurs- menn kæra sig um ást. Þeir kjósa miklu frekar að flækjast um og vera frjálsir.“ Cole Porter var samkynhneigður söngleikjahöf- undur sem samdi sitt fyrsta lag aðeins tíu ára. Hann varð seinna einn ástsælasti söngleikja- höfundur Broadway og lifa heimsfrægar tón- smíðar hans enn í leikhúsi og kvikmyndum. timamot@frettabladid.is „Við ætlum meðal annars að ræða hvernig fjölmiðlum er gert kleift að rækja hlutverk sitt sem varðhundar al- mennings og hvaða úrræði eru til stað- ar takist það ekki,“ segir dr. Herdís Þor- geirsdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst. Skýrsla hennar á sviði fjöl- miðlaréttar verður lögð til grundvall- ar á fundi Evrópuráðsins í Strassborg í dag. Skýrslan, sem hún vann fyrir Fen- eyjanefnd Evrópuráðsins, hefur vakið heimsathygli, eins og rannsóknir henn- ar á sviði fjölmiðlaréttar. „Vissulega er viðurkenning í því að haldinn sé fundur þar sem verk manns eru útgangspunktur í umræðu um hvernig sé hægt að ýta undir ábyrgari fjölmiðlun,“ segir Herdís. Hún hóf fyrir fjórtán árum rannsóknir og umræðu um samtvinnun viðskipta og pólitísks valds í fjölmiðlum út frá réttarvernd sem þeir njóta á grundvelli Mannréttindasátt- mála Evrópu og í stjórnskipun ríkja, sem lengst eru komin í að tryggja frelsi og sjálfstæði fjölmiðla. „Ég hóf rannsóknirnar á þeirri for- sendu að sjálfsritskoðun væri vandamál í fjölmiðlun. Nú er almennt viðurkennt að það sé víðtækt, vegna þröngs eignar- halds og innri sjálfsritskoðunar, svo þeir geta ekki staðið sig í vörslu almennings- hagsmuna,“ segir Herdís og tekur efna- hagsþrot Íslendinga sem dæmi. „Spyrja má hvort fjölmiðlar hefðu getað stemmt stigu við þróuninni hefðu þeir verið sjálfstæðari og betur búnir til að sinna hlutverki sínu. Ef illa er komið fyrir okkur er það af því að almenningur náði ekki að sporna við fótum þar sem hann var illa upplýstur, en fjölmiðlar eiga að setja pólitíska og efnahagslega umræðu í skýrt samhengi. Aldrei hefur það verið ljósara en nú þegar hugsanlegt þjóðar- gjaldþrot blasir við og flestir fjölmiðl- ar komnir undir einn hatt. Hvernig geta þeir rækt hlutverk sitt ef hagsmuna- tengsl toga í þá?“ spyr Herdís og segir sjálfsritskoðun hrjá blaðamenn víða um heim. „Þeir óttast því þeir vita ekki hvað ritstjóra þeirra þóknast. Hann veit ekki hvað eigendum þóknast, sem hugsa um pólitísk tengsl, auglýsendur, fjármagn og oft eigin hagsmuni vegna áhrifa í viðskiptalífi,“ segir hún og bætir við að Mannréttindasáttmáli Evrópu verndi stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi, meðal annars tjáningarfrelsi. „Tjáning fjölmiðla er tvíþætt; tján- ingar- og upplýsingafrelsi án þess að stjórnvöld leggi áður stein í götu þeirra; svo er óbein hindrun eða ósýnileg rit- skoðun vegna eignatengsla, áhrifa fjár- sterkra aðila og pólitískra ítaka eða sam- bland af öllu,“ segir Herdís og bendir á að stjórnmálamenn heims vilji hafa rit- stjóra á sínu bandi til að koma vel út i fjölmiðlum. Samtrygging sé milli fjöl- miðla, stjórnvalda og viðskiptalífs, en almenningur verði eftir. „Fjölmiðlar sem byggja afkomu á viðskiptalegum hagsmunum geta varla gagnrýnt sömu öfl, en þá er upplýsingum haldið frá al- menningi og afleiðingarnar geta orðið al- varlegar.“ Hún segir lýðræði Íslendinga í hættu vegna efnahagslegs ósjálfstæð- is. Í bók sem senn kemur út í Evrópu skrifar hún kaflann „Eitthvað er rotið ...“ um mikilvægi þess að fjölmiðlar taki á spillingu. „Spurning er hvernig þeir eiga að geta það þegar þeir eru sjálfir í valdaflækjunni? Fundur Evrópuráðs- ins snýst meðal annars um hvort stjórn- völdum beri skylda til að tryggja að fjöl- miðlar ræki þetta hlutverk og hvað beri að gera.“ thordis@frettabladid.is SKÝRSLA DR. HERDÍSAR ÞORGEIRSDÓTTUR: TILEFNI FUNDAR EVRÓPURÁÐSINS Af varðhundum almennings Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson Kársnesbraut 67, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 11. október. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. október kl. 15. Blóm og kransar vin- samlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningargjafasjóð Sunnuhlíðar, sími 560 4100, eða reikning 1135-26-700 kt. 681295-3569. Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir Sigrún Björk Gunnarsdóttir Ásgeir Indriðason Júlíana Signý Gunnarsdóttir Örn Jónsson Óðinn Gunnsteinn Gunnarsson Auður Hallgrímsdóttir Anna Margrét Gunnarsdóttir Guðmundur Jóelsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Rögnvaldur Þór Þórðarson frá Ísafirði, Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 13. október. Útförin fer frá Digraneskirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.00. Elín Skarphéðinsdóttir Magnea Rögnvaldsdóttir Rósa Matthíasdóttir Freyr Baldursson Skarphéðinn Smith Sigurpála Birgisdóttir Elín Rósudóttir Jón Heiðar Víðisson Andri Þór Bjarnason Ragna Lind Bjarnadóttir Anita Ýr Ævarsdóttir og langafabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Kristínar Gestsdóttur Goðabraut 22, Dalvík. Bestu þakkir til allra þeirra er veittu henni aðstoð og umhyggju í hennar erfiðu veikindum. Friðþjófur Þórarinsson Þorsteinn Friðþjófsson Harpa Sigfúsdóttir Björn Friðþjófsson Helga Níelsdóttir Atli Viðar, Silja, Kristinn Þór , Andri Freyr, Rúnar Helgi og Daníel. 90 ára afmæli Magnús Þorsteinsson fyrrverandi skipstjóri, Hæðargarði 29, Reykjavík, er níræður í dag, 15. október. Magnús tekur á móti fjöl- skyldu og vinum í félagsmiðstöðinni, Hæðargarði 31, milli 17.00 og 19.00. Í stað g jafa má á staðnum styrkja langveik börn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður E. G. Biering Áskógum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtu- daginn 16. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Skógarbæjar. Helga E. Biering Sveinn B. Petersen Moritz W. Biering Sidsel Eriksen Guðrún Biering Hrafn Björnsson Bertha Biering Louise Biering barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svanhvít Friðriksdóttir, Fannborg 8, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 7. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. október kl. 15.00. Friðrik Sveinn Kristinsson Þóra Jakobsdóttir Flóki Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Guðlaug Marteinsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Brúarflöt 2, Garðabæ, lést föstudaginn 10. október. Jarðsungið verður frá Garðakirkju, Garðabæ, mánudaginn 20. október kl. 15. Guðjón Ólason María Guðbjörg Óladóttir Flóvent Johansen Sigurlaug Maren Óladóttir Smári Hauksson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar yndislega, trausta og ástkæra Matthildur Árnadóttir (frá Bolungarvík/Ísafirði) Höfðagrund 3, Akranesi, sem lést að kvöldi fimmtudagsins 9. októb- er á Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 17. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Akraneskirkjugarði. Pálmi Pálmason Helga Ólöf Oliversdóttir Oliver Pálmason Nanna Guðbergsdóttir Pálmi Sveinn Pálmason Ana Maria Chacon Pálmason Matthildur Vala Pálmadóttir Ingólfur Bjarni Sveinsson og börnin: Eva, Eggert, Nadja, Sonja, Helena Kristín og Pálmi Sveinn. VEKUR ATHYGLI Dr. Herdís Þor- geirsdóttir hefur frá 1994 stundað rannsóknir á sam- tvinnun viðskipta- og pólitísks valds í fjölmiðlun. M YN D /Ú R E IN K A SA FN I AFMÆLI Herdís Þorvalds- dóttir leikkona er 85 ára. Bergljót Arnalds, leikkona og rithöf- undur, er 40 ára. Íslendingar færðu fiskveiðilögsögu sína út í 200 sjómílur þennan dag árið 1975. Var það síðasti áfanginn í baráttu þjóðarinnar fyrir yfirráða- rétti yfir fiskimiðunum sem hófst með setningu landgrunnslaganna 1948. Fiskveiðideila Íslendinga og Vestur-Þjóðverja var enn óleyst og allar vonir ríkisstjórnarinnar um að komast mætti hjá alvarlegum deilum við Breta brugðust. Þegar bráðabirgðasamkomulag Íslendinga og Breta frá 1973 rann út rétt fyrir miðjan nóvember kom í ljós að Bretar voru enn við sama heygarðs- hornið og neituðu að viðurkenna útfærslu Íslendinga. Íslendingar sömdu þá við Vestur-Þjóðverja en Bretar þóttu ósveigjanlegir í samn- ingaviðræðum. Við þá varð ekki samið. Herskip þeirra voru komin á vettvang skömmu síðar. Íslending- ar kærðu Breta til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í desember og var það einsdæmi í samskiptum tveggja Atlantshasbandalagsríkja og upphaf að illskeyttasta þorskastríð- inu til þessa. ÞETTA GERÐIST: 15. OKTÓBER 1975 Fiskveiðilögsagan færð út

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.