Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 8
8 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR bugaboo Stubbasmiðjan, Holtagörðum Sími: 579 9800 www.stubbasmidjan.is bugaboo.com bugaboo bee Fullkomin og ein fyrirferðaminnsta barnakerran frá Bugaboo hingað til. Hönnuð fyrir fólk á ferð og flugi. Létt og lipur kerra sem fellur saman í einu handtaki, getur vísað í hvora átt sem er og hentar börnum frá fæðingu. Hollenski Bugaboo hönnuðurinn Max Barenbrug verður í Stubbasmiðjunni Holtagöðrum milli kl. 11.15-11.45, miðvikudaginn 15.október. Ein mest selda barnakerran í heiminum í dag. bugaboo ungbarnastóll, hannaður af TAKATA allt sem þú þarft - hvar sem þú ert Búinn öllum öryggisbúnaði, bólstraður úr hágæða efni sem andar og hefur einstaka hönnun á hæðastillingum fyrir öryggisbelti. Bílstóllinn er öruggur, þægilegur og flottur, ætlaður börnum frá fæðingu upp í 13 kg. Passar á Bugaboo Cameleon og Bugaboo Bee bugaboo cameleon Fjölhæfasta barnakerran frá Bugaboo. Kerran sem hentar öllu landslagi, er þægileg, aðlögunarhæf og sérsniðin að þínum þörfum. 1 Hvað heitir formaður Sam- taka starfsmanna fjármálafyr- irtækja? 2 Hvaða hárgreiðslumeist- ari hefur breytt Bubbalagi í ballöðu? 3 Hvaða tónlistarhátíð hefst í Reykjavík í kvöld? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 UTANRÍKISMÁL Í þeim „fellibyl“ sem nú dynur yfir fjármálakerfi heims- byggðarinnar hafa Íslendingar, sem og aðrar þjóðir, verið „minnt- ar á að þegar fellibyljir fara yfir úthafið í átt að máttugum megin- löndum fara þeir vanalega fyrst yfir eylönd þar sem þeir valda mestum skaða“. En reynslan sýni að lítil ríki geti í krafti sveigjan- leika og nándar samfélagsins náð sér aftur á strik á furðu stuttum tíma. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi sem flutt var með hjálp skjávarpa í móttöku fyrir fastafulltrúa og aðra háttsetta erindreka annarra aðild- arríkja Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir í höf- uðstöðvum samtakanna í New York á mánudag. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra var einnig viðstödd þrátt fyrir að vera í veik- indaleyfi. Í nafni öryggisráðsfram- boðs Íslands var svo haldið málþing í gær, sem margir fasta fulltrúarnir sátu, um hvaða möguleika smáríki hefðu til að hafa áhrif. Aðeins þrír dagar eru nú þar til greidd verða um það atkvæði á alls- herjarþingi SÞ hvort Ísland fái sæti í öryggisráðinu kjörtímabilið 2009- 2010. Ísland etur eins og kunnugt er kappi við Austurríki og Tyrkland um tvö sæti í ráðinu en framboð Íslands nýtur opinbers stuðnings hinna Norðurlandanna. - aa Þrír dagar uns kosið verður í tvö sæti í öryggisráði SÞ kjörtímabilið 2009-2010: Ná sér fljótt á strik eftir áföll ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Íslands ávarpaði fundargesti gær. VINNUMARKAÐUR Lífeyrissjóðirnir í landinu hafa skipað starfshóp til að koma með tillögur um viðbrögð og aðgerðir lífeyrissjóðanna ef vanskil lántakenda aukast veru- lega á næstu mánuðum og misser- um. Starfshópurinn hittist á fyrsta vinnufundi í gær og unnið er hratt, hann á að skila tillögum sínum á næstu dögum. Örn Arnþórsson, skrifstofu- stjóri hjá Gildi lífeyrissjóði, segir ýmsa möguleika koma til greina. Í gegnum tíðina hafi oft verið boðið upp á skuldbreytingar lána og þá hefur verið bætt við höfuðstól lán- anna en væntanlega þurfi að taka fleiri möguleika inn. Hann segir að Íbúðalánasjóður sé með sex valkosti eins og sjá megi á vefsíðu sjóðsins og þeir verði skoðaðir. Reynt verði að samræma gerðir lífeyrissjóðanna og Íbúðalána- sjóðs. „Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að við reynum að líta til Íbúðalánasjóðs. Best væri ef hægt væri að gera þetta á svip- aðan máta. Íbúðalánasjóður hefur verið með marga valkosti en við eigum eftir að fara í gegnum þetta. Þeir hafa verið með skuldbreyt- ingu, lengingu og frystingu og svo hafa þeir líka boðið upp á samn- inga til ákveðins tíma þar sem fólk getur gert vanskilin upp samhliða því sem það borgar af lánunum. Það gengur kannski ekki alveg upp núna en við eigum eftir að fara í gegnum þetta.“ Örn segir að ástandið nú sé væntanlega öðruvísi en Íbúðalána- sjóður hafi almennt verið að glíma við. Búast megi við samdrætti í tekjum fólks og atvinnuleysi. Líf- eyrissjóðirnir geti ímyndað sér hvert vandamálið verður „þannig að við þurfum bara að reyna að leysa úr því hvernig við gætum bæði hagsmuna sjóðanna og ein- staklinganna líka“. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, situr í stjórn Landssamtaka lífeyris- sjóða. Hann segir að lífeyrissjóð- irnir muni fara yfir tillögur starfs- hópsins. Misjafnt geti verið eftir lífeyrissjóðum og hverju vanskila- tilfelli fyrir sig hvaða tillögur verði notaðar. Lítið hafi verið um vanskil hjá lífeyrissjóðunum hing- að til en það geti breyst á næstu misserum. ghs@frettabladid.is Lífeyrissjóðirnir bregðast við yfirvofandi vanskilum Lífeyrissjóðirnir búast við vanskilum með samdrætti í tekjum og auknu atvinnuleysi. Þeir móta sér sam- ræmdar reglur um viðbrögð við yfirvofandi vanskilum. Fyrirmyndin meðal annars sótt til Íbúðalánasjóðs. UNNIÐ AÐ AÐGERÐUM Lítið hefur verið um vanskil hjá lífeyrissjóðunum en lífeyr- issjóðirnir eru að búa sig undir að það geti breyst á næstu misserum. Unnið er að tillögum um aðgerðir til að vinna úr greiðsluerfiðleikum fólks. LÖGREGLUMÁL Á annað hundrað steratöflur, 23 grömm af kanna- bisefnum, tíu grömm af amfetam- íni og fimm grömm af kókaíni var það sem lögreglan á Akureyri fann við húsleit í fyrrakvöld. Lögreglan fann fíkniefnin í íbúð á Akureyri. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við málið. Annar þeirra viðurkenndi að eiga efnin og einnig að hafa selt fíkniefni á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann, 800-5005. - jss Lögreglan á Akureyri: Á annað hundr- að steratöflur KAMBÓDÍA, AP Spenna vex enn á landamærum Kambódíu og Taílands, þar sem þjóðirnar deila um hvoru megin landamæranna þúsund ára gamalt musteri stendur. Taílendingar sendu fleiri hermenn að landamærunum í gær, og segjast reiðubúnir að bregðast við ef Kambódíuher gerir árás. Þetta var svar Taílands við kröfu Kambódíu um að taílenski herinn yrði kallaður strax frá landamærunum. Báðar þjóðirnar eru með fjölmennt herlið á staðnum, og hvorug þjóðin vill gefa eftir í deilunni. - gb Taíland og Kambódía: Spenna vex enn á landamærum HERFORINGJAR Á FUNDI Yfirmenn hersveita Taílands og Kambódíu ræddu saman í gær. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.