NT - 04.01.1985, Blaðsíða 24

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Allt leiðakerfi SVR endur skipulagt fyrir árið 1986 - ný skiptistöð reist í Mjóddinni ■ Stefnt er aö að algjörlega nýtt leiðakerfi SVR verði tekið í notkun vorið 1986. Unnið hefur veiið að undir- búningi nýs leiðakerfis um nokkuö skeið, en á fjárhags- áætlun þessa árs cr ckki gert ráð fyrir að það verði tekiö í notkun að fullu leyti á þessu ári. Sigurjón Fjeldsted, stjórn- arformaður SVR, sagði á fundi nteð blaðamönnum í gær, að Ijóst væri að nýtt leiðakerfi kostaði mikla pcninga og breytingar. Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, sagði að unnið hefði vcrið að málinu í langan tíma, en áður cn það væri kynnt þyrfti aö leysa ýntis mál. Hann nefndi sem dæmi að byggja þyrfti skiptistöö í Mjóddinni, er gegna ntyndi miklu hlut- verki. Sveinn sagði tilgang með nýju leiðakerfi vera m.a. að stytta tíma er fólk þyrfti að nota til að komast leiðar sinnar og minnka skiptingar um helming. Þá kom frant á fundinum að fullur vilji er meðal forystu- ntanna SVR til að taka upp samstarf við nágrannasveitarfé ’ lögin um sameiginlegt strætis- vagnakerfi. Slíkt hefurnokkuö verið rætt á fundum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Sveinn sagði að af slíku samstarfi myndi leiða augljós hagræðing. Hann nefndi sem dæmi að utan háannatíma gæti Hafnarfjarðarstrætó annað fólksflutningum úr Hafnar- firði, Garðabæ og Kópavogi. Nú þegar er nokkur sam- vinna milli SVR og SVK, í Kópavogi, en bæði fyrirtækin eru rekin afsveitarfélögunum. Strætisvagnaakstur í Hafn- arfiröi og til Reykjavíkur, er hins vegar í höndum einkafyr- irtækis, Landleiða. Hið nýja leiðakerfi sem nú er í undirbúningi gerir ekki ráð fyrir slíkri samvinnu. Sigurjón Fjeldsted sagði að hið nýja leiðakerfi kallaði á aukinn vagnakost, en á fjár- hagsáætlun SVR fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að á næstu fjórum árum verði keyptir 20 nýir vagnar. Ef leiðakcrfið verður tekið í notkun á næsta ári gæti það þýtt að vagnarnir yrðu keyptir fyrr en ella, þar sem nokkuð af vagnakosti SVR nú eru gantlir og úr sér gengnir vagnar. Þá kom fram á fundinum að hugsanlegt er að kerfið verði tekið upp í áföngum. Áður en leiðakerfið verður tekið í notkun þarf að leysa t.d. vandamál vagnanna í mið- bænum, en þar veldur mikil umferð oft seinkun á akstri vagnanna. Mun ætlunin vera að kerfið byggist upp á hrað- feröum úr úthverfunum í mið- bæinn. Þá er eftir að búa til „stað- alkerfi" eða með öðrum orðum ákveða hversu langt fólk eigi að þurfa að ganga til að komast á biðstöð, og hversu lengi fólk eigi að þurfa að bíða eftir vagni. Verulegar breytingar á leiðakerfi SVR - tvær nýjar leiðir og aðrar breytast ■ Verulegar breytingar verða gerðar á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur á sunnudagogmánudag. Með- al brcytinga má nefna að hafinn verður akstur á tveim- ur nýjum leiðum, frá Lauga- læk að Álfabakka leið 19 og Lækjartorg að Grafarvogi leið 15. Aksturástðarnefndu leiðinni hófst 27. des. sl. en á leið 19, Laugalæk að Álfa- bakka hefst akstur á mánu- dag. Þá breytist hringleið, leiðir 8 og 9 þannig að hafinn verður akstur um nýja mið- bæinn og verður ekið unt Háleiti. Þannig hætta vagn- arniraðaka um Miklubraut. Leið 10, Hlemmur Selás, breytist þannig að vagnarnir hefja akstur um Ártúnsholt. Þá verða nokkrar aðrar breytingar, aðallega þannig að brottfarartímar breytast. Þá hefur verið gefin út ný leiðabók, og kostar 10 kr. Nánar veröur gerð grein fyrir breytingunum í NT á morgun. Hin nýja leið Laugalækur-Álfabakki, leið 19. Leikrit eftir Guðmund Steinsson: Sýnt í Kaupmanna- ■ íslenskt leikrit, Lúkas, eftir Guðmufid Steinsson verður frum- sýnt í Kaupmannahöfn á næstu dögum og tvö þýsk leikhús hafa keypt sýningarrétt á Lúkasi. Pað er Kaffe-teatret í Köben sem sýnir Lúkas og heldur Guðmundur utan í dag til þess að verða við frumsýn- ingu. í samtali við NT sagði hann að fyrsta sýningin sem opin væri áhorfendum færi fram þann 8. en formleg frumsýning yrði svo vænt- anlega þrem til fjórum dögum síðar. Búist er við að Lúkas verði svo frumsýndur í Múnchen eftir tvo til þrjá mánuði. Lúkas var frumsýndur hér heima áTifla sviðinu í Þjóðleik- húsinu 1972 og fyrst á erlendri grund í London 1976. Verkið var svo nýlega þýtt yfir á frönsku af þjóðleikhúsi þar. Slökkviliðið: Vitleysur í við- vörunarkerfum fjölga útköllum ■ Yfir þriðjungs aukning varð á útköllum slökkviliðs Reykja- víkur á árinu og er meginorsök- in fleiri fölsk útköll frá viðvörunarkerfum. Þá eru íkveikjur algengasta orsök eldsvoða en þær eru skráðar 82 talsins af 246 eldsvoðum, það er þriðjungur. í 95 tilvikum eru orsakir ókunnar. Alls voru útköll slökkviliðsins 447 á árinu en 175 voru til komin vegna gruns um eld sem ekki reyndist svo vera. Fimm sinnum var slökkviliðið narrað og í 21 tilviki voru ástæður aðrar en eldur, svo sem vatns- leki eða losa þurfti fólk úr bílflök- um. Þessi tilvik eru nú í fyrsta sinn skráð með útköllum og valda að hluta til þeirri aukn- ingu sem veröur á skráðum útköllum. í fyrra voru útköllin aðeins 328 en eldsvoðar litlu færri en í ár, eða 233. Aðeins eitt meiriháttar bruhatjón varð á árinu 1984. Það var á Landspítalanum þeg- ar eldur kom upp í geðdeildinni í sumar. Enginn fórst í eldsvoða 1984 en tveir 1983. í langflestum tilvikum eldsvoða, eða 191 af 246 varð tjón ekkert. Áreytti stúlku- barn ■ 1 gærdag hræddi mað- ur stúlkubarn við Gullteig í Laugarneshverfi með því að veifa kynfærum sínum framan við það' og ota þeim að því. Stúlkan flúði skelfingu lostin í nærliggjandi hús, þó hún þekkti þar ekki til og var þaðan hringt í lög- reglu. Maðurinn komst undan á Lödu»bifreið og telur lögreglan að hér sé á ferð- inni sami maður og nokkr- um sinnum áður hefur stundað slíkt óeðli gagn- vart börnum í þessu hverfi. Ekki er vitað hver þessi maður er en lögregl- an leitaði hans í gær.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.