NT - 04.01.1985, Blaðsíða 13

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 13
ireit - láta fara vel um mig í Föstudagur 4. janúar 1985 13 Siægill „í sælureit“ -bæðiísjón- varpinuog í einkalífinu UBnaaanBaamBmaaHBnnnmanm ■ Hjónin Tom og Barbara Good í „í sæiureit". Þau eru ieikin af Ric- hard Briers og Felicity Kendall. ■ Við höfum undanfarna laugar- daga fylgst með baráttu þeirra Good-hjónanna I sjónvarpsþátt- unum „/ sælureit“ fyrir því að rækta garðinn sinn og lifa af land- inu, frjáls og óháð. Þessi sjón- varpsþáttur, með leikurunum Ric- hard Briers og Felicity Kendall í aðalhlutverkum, hefur lengi verið vinsæll í Bretlandi. Nýlega rák- umst við á myndir af Richard Briers og fjölskyldu í hans eigin sælureit, þ.e. í garðinum hans við stórhýsi fjölskyldunnar í úthverfi Lundúnaborgar. Með myndunum var smáviðtal, þar sem blaðamaðurinn byrjaði auðvitað á því, að spyrja Richard Briers hvort hann væri duglegur að vinna í garðin- um. „Ég var nokkuð duglegur í garðin- um hérna einu sinni, en ég verð að viðurkenna að það er liðin tíð. Ég verð alltaf svo fjári slæmur í bakinu af þessu bogri, - og vil satt að segja helst hvíla mig í mínum „sælureit". Konan og dæturnar eru nú orðið miklu duglegri en ég við garðyrkjuna. Nú fá sjónvarpsnotendur hér á landi aftur að sjá leikarann Richard Briers í nýjum sjónvarpsþáttum, sem byrja mánudaginn 7. jan. Á ensku nefnast þeir þættir „Good Bye Mister Kent“ og leikur hann þar á móti bresku grínleikkonunni Hönnu Gordon. m Richard Briers í garðinum sínum. Hann er reyndar bara að monta sig með garðyrkjuverkfærin, því hann notar þau lítið nú orðið. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS miHjón í hverjum mánuöi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.