NT - 04.01.1985, Blaðsíða 9

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 9
Sýningar Þjóðleikhússins um helgina: Milli skinns og hörunds ■ Örfáarsýningarerunúeft- ir á leikriti Ólafs Hauks Símon- arsonar, Milli skinns og hörunds, í Þjóðleikhúsinu. Leikritið verður sýnt í kvöld, föstud. 4. janúar, síðan sunnudagskvöldið 6; janúar og loks fimmtudagskvöldið 10. janúar. Sú breyting hefur orðið á hlutverkaskipan, að Sigurjóna Sverrisdóttir hefur tekið við hlutverki Gógóar, sem Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir hefur leikið. Þetta er fyrsta stóra hlutverk Sigurjónu í Þjóð- leikhúsinu, en hún lauk prófi frá Leiklistarskóla íslands vor- ið 1983. M.a. leikenda í leikn- um eru: Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Sigurður Sigurjóns- son, Helga E. Jónsdóttir og Edda Heiðrún Backman. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson. Skugga-Sveinn eða Útilegumennirnir Skugga-Sveinn er á dagskrá í Þjóðleikhúsinu laugardags- kvöldið 5. jan. og á miðviku- dagskvöldið 9. janúar. Breyt- ing hefur orðið á hlutverka- skipan, því Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, hefur tekið við hlutverki Sigurðar lög- réttumanns í Dal af Borgari Garðarssyni. Meðal annarra leikenda í Skugga-Sveini eru: Erlingur Gíslason, Ketill Larsen, Árni Tryggvason, Randver Þorláksson, Pétur Einarsson. Örn Árnason, 'Sigrún Edda Björnsdóttir og Hákon Waage. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Kardemommubærinn Uppselt hefur verið á allar sýningar Þjóðleikhússins á barnaleikritið Kardemommu- bæinn eftir Thorbjörn Egner. 8. sýning verður laugard. 5. jan. kl. 14.00 og síðan 9. sýning sunnudaginn 6. janúar kl. 14.00. sflf TPS ' 4 M Norræni Healerskólinn ■ Norræni Healerskólinn hefur starfsemi sína á Islandi 12. janúar 1985. Skólinn verð- ur til húsa í Félagsheimili Kópavogs. Áætlað er að kennt verði einu sinni í mánuði, á laugar- dögum og sunnudögum, og að líkindum einnig eitt kvöld í viku. Skólanum lýkur í lok júlí. Skólinn veitir innsýn í ýmsar aðferðir og leiðir, sern stefna að heilbrigðu lífi, hærra meðvitundarsviði og andlegu jafnvægi. Eina skilyrðið fyrir upptöku í skólann er ósk nent- andans um að öðlast þekkingu á fyrrnefndum aðfcrðum og þörf fyrir að starfa að út- breiðslu friðar og jafnvægis manna á milli. Sérþjálfaðir kennarar sjá um rckstur skólans og kennslu. Kynning og innritun verður 5. janúar kl. 20 í Félagshcimili Kópavogs. ■ Hér ræðast þeir við Þorleifur ríki (Gestur E. Jónasson) og Sölvi Helgason (Theódór Júlíusson) í sýningu LA á „Eg er guil og gersemi". „Ég er gull og gersemi“ hjá LA ■ Leikfélag Akureyrarfrum- sýndi nýtt leikrit eftir Svein Einarsson þann 28. des. s.l. Sveinn leikstýrði sjálfur verki sínu sem hann kallar „Eg er gull og gersemi" eftir einni af fleygustu vísum Sölva Flelga- sonar (1820-1895). Leikurinn gerist bæði á Akureyri í dag og á tímum Sölva, en þau atriði byggir ■ Carmen hefur nú veriö sýnd 20 sinnum fyrir fullu húsi. Sýningar verða á laugardag og Sveinn einkum á skáldsögunni Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson, kvæðum skáldsins og öðrum heimildum. Atli Heimir Sveinsson samdi tónlist við leikinn, Örn Ingi hannaði leikmynd, Freygerður Magn- úsdóttir búninga og David Walters lýsingu og myndvörp- un. Fjöldi leikara kemur fram í sýningunni bæði fulíorðnir og sunnudag. í aðalhlutverkum eru Sigríður Ella Magnúsdótt- ir, Garðar Cortes, Olöf Kol- börn, cn aðalhlutvcrkið, sjálf- ur Sölvi Helgason er í höndum Theódórs Júlíussonar. Lifandi tónlist flytja þau Fanny Tryggvadóttir flautuleikari og Kristján Eldjárn Hjartarson gítarleikari. Uppselt var á fyrstu þrjár sýningarnar. cn 4. og 5. sýning vcrða í kvöld, föstudagskvöld, og annaö kvöld kl. 20.30. brún Haróardóttir og Simon Vaughan. Kvenfélag Laugarnessóknar ■ Spiluð veröur félagsvist í fundarsal kirkjunnar mánu- daginn 7. janúar kl. 20. Takið meö ykkur spil. Neskirkja ■ Samverustund aldraðra á morgun. laugardag, kl. 15. Þrettándagleði, stuttur lcik- þáttur, gengið í kringum jóla- tré. Sunnudagsferð F.í. ■ Ferðafélag íslands gengst fyrir dagsferð umhverfis Elliðavatn sunnudaginn 6. janú- arkl. 13.00. Þetta er létt gánga fyrir alla fjölskylduna. Brott- för verður frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Far- miðar viö bíl, en frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. íslenska óperan: Carmen um helgina ■ Úr leikritinu Milli skinns og hörunds: Sigurður Sigur- jónssor. og Hclga E. Jónsdóttir í hlutvcrkum sínum. J

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.