NT - 04.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 3
■ Eigandi bifreiðar, sem flutt var inn notuð frá Þýskalandi árið 1976, hefur verið dæmdur til þess í Hæstarétti að greiða tollstjóranum í Reykjavík, 7227 krónur með vöxtum frá 1976, en það eru eftirstöðvar af upphæð sem eigandi bílsins komst hjá að greiða vegna þess að við innflutning bifreiðarinnar voru lagðir fram falsaðir reikningar fyrir innkaupsverði hennar. Mál þetta er angi af mun stærra máli sem Hæstiréttur dæmdi í snemma á síðasta ári. Árið 1977 komst upp um mann sem flutti inn notaða bíla frá Þýskalandi og falsaði hann innflutningsskjöl vegna þeirra þannig að þeir virtust vera eldri en þeir í raun og veru voru. Innflytjandinn var dæmdur í 9 mánaða fangelsisvist í Hæstarétti í vor og bifreiða- eftirlitsmaður, sem skráði ranglega upp- lýsingar um bifreiðar í spjaldskrá og skráningarskírteini í greiðaskyni við inn- flytjandann, var dæmdur til fjögurra mán- aða fangelsisvistar. Alls þótti sannað að innflytjandinn hefði falsað innflutningsskjöl vegna 52 notaðra bifreiða og var bifreiðin, sem um ræðir í dómi Hæstaréttar nú, ein þeirra. Innflytjandinn keypti þessa bifreið í um- boði eigandans og telur Hæstiréttur því að eigandinn beri ábyrgð á ógreiddum að- flutningsgjöldum. værí spor í rétta átt f Hjá okkur lærirðu 'samkvæmisdansana, gömlu dansana, Break, Rokk o. fl. o.fl. Auk þess lærir yngsta fólkid aó dansa hjá okkur. Sparaóu ekki sporín. Skelltu þér í dans. Fjölskylduafsláttur. Systkinaafsláttur DANSSKOU SIGURDAR HÁKONARSONAR SÍMI:46776 MÐBREKKU17. með bifreið FID Félag islenskra danskennara sjómanna- ur fram að 17 ný skip, samtals 6269 brúttó rúmlestir voru skrá- sett á árinu en 15 tekin af skrá, 5797 rúmlestir. 941 skip voru í eigu íslendinga 1. desember síð- astliðinn, 194.275 brúttó rúm- lestir að stærð. Sjómannaalmanak Fiskifé- iagsins kom fyrst út 1925 en áður hafði Stjórnarráðið í sam- vinnu við varðskipsforingja gef- ið út almanak handa íslenskum fiskimönnum um 11 ára skeið. Halldór Einarsson í Henson léttur í máli. Hann kvaðst væntanlega aug- lýsa eftir fyrstu starfsmönnunum nú einhverntíma á næstu dögum og stefna að því að verksmiðjan fari í gang um miðjan febrúar. Til að byrja með reiknar hann með að ráða um 20 manns. Vant fólk fáist sjaldan og því bctra að vera ekki með of marga til að þjálfa upp í einu. Seinna gæti fjöldi starfsmanna farið allt upp í 40-50 manns ef allt gangi að ósicum. En af hverju byggir Halldór á Akranesi en ekki á höfuðborg- arsvæðinu? „Ég hef góða reynslu af þeirri starfsemi sem ég er með á Selfossi. Fjölbreytn- in í atvinulífinu á þessum smærri stöðum er mun minni. sem gerir auðveldara að fá starfsfólk, sem jafnframt er stöðugri vinnu- kraftur. Hér á höfuðborgar- svæðinu eru þessi hrikalegu op- inberu bákn og bankar sem soga til sín slíkan fjölda, að minna framboð er af konum til starfa í iðnaði en þyrfti að vera“, sagði Halldór. Varðandi framleiðsluna kvað Halldór þessa nýju verksmiðju gefa tækifæri til að framkvæma ýmsa hluti sem svigrúm hafi vantaðtil framaðþessu. Pettasé því tilhlökkunarefni. Sextugasta almanakið ■ íslenskt sjómannaalmanak 1985 kom út rétt fyrir áramótin, en þetta er í sextugasta skipti sem Fiskifélag íslands stendur að útgáfu þessari. Að vanda er efni almanaksins fjölbreytt og má þar nefna upplýsingar um öryggismál, skipaskrár, lög og reglugerðir um veiðar og vinnslu, flóðtöflur, vitaskrár og reglur um meðferð íslenska fánans. í skipaskrá almanaksins kem- Helgi og Margeir ka þátt ■ Prír íslendingar, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson tefla á svæðamóti sem hefst í Gauksdal í Noregi á sunnudaginn. Efsti maður mótsins kemst áfram á svæðamót, en sá sern verður númer tvö teflir um það við þann skákmann sem verður númcr tvö á svæðamóti þjóða úr Evrópu og ísrael. Þekktasti keppandinn á mót- inu í Gauksdal er án efa Daninn Bent Larsen, en annar þekktur Dani veröur einnig meðal þátt- takenda, heimsmeistari ung- linga, Curt Hansen. Frá Svíþjóð koma þeir Lars Karlsson og Tom Wedberg, frá Finnlandi Jouni Yrjölá og Heikki Wcster- inen og frá Noregi Simen Agde- stein, Knut Helntcrs og Ole Moen. ■ Jóhann Hjartarson Eftirhreytur stórs bílasvikamáls í Hæstarétti: Dæmdur til að greiða átta ára gamla skuld - vegna falsaðra innflutningsskjala Jólatrén máluð græn ■ Barrheldnari jólatré og fall- egri á litin er tilgangurinn með tilraun sem Ágúst Árnason, skógarvörður í Hvammi í Skorradal hefur gert í smáum stíl þessi jól og þau síðustu, að amerískri fyrirmynd. Trén eru sprautuð með plastefni með grænum lit - nokkurskonar málningu. En sérstaklega í köldum árum sagði Ágúst það vera töluvert vandamál hve rauðgrenitré vilji gulna og fölna þegar liður á haustið og fram undir jól og verða þá ekki útgengileg. Ágúst telur ekki að trén verði neitt óeðlileg við meðferðina, enda hafi fólk tekið þessu vel. Enn sé þetta í mjög smáum stíl, en nú er hann að afla sér tækja og reiknar með að komast veru- lega í gang fyrir næstu jól. Þess má geta að það var Ágúst sem byrjaði fyrir um áratug að selja stafafuru sem jólatré, sem Ný verksmiðja opnuð á Skaga í febrúar ■ Ánægja ríkir nú meðal manna á Akranesi að sjá þar hylla undir að nýtt iðnfyrirtæki taki til starfa fljótlega upp úr áramótunum - fataverksmiðju Hensons. Ekki dást menn minna að framgangi við fram- kvæmdir, þar sem byrjað var á byggingu hins nýja 800 fermetra verksmiðjuhúss seinnipartinn á þessu ári. „Já, þetta hefur gengið alveg sérdeilis vel - enda góðir menn sem standa að þessari byggingu. Þetta kemur líka á góðum tíma fyrir Skagamenn því þeir eru að byrja ákveðið átak til að laða til sín fyrirtæki. Auglýsingaher- ferðin hjá þeim kom í kjölfarið á startinu hjá okkur og því skemmtilegt hjá þeim að geta bent á að einhver hafi riðið á vaðið og sé mættur á staðinn með sitt fyrirtæki. Vonandi senda þeir bara ekki allt of marga að skoða, þannig að maður hafi vinnufrið", sagði mörgum leist nú ekki meira en svo á í fyrstu, en nú er furan orðin svo eftirsótt að ekki tekst að anna eftirspurn eftir henni fyrir jólatrjáamarkaðinn. Bílafokin malbik- inu að kenna? ■ Að áliti lögreglunnar í Borgarnesi er það malbikinu að kenna hve rnikið hefur verið um fok á bílum í Borgarfirði - sérstaklega undir Hafnarfjalli - nú síðustu ár. Á „gamla góða“ malarveginum hafi þetta aðeins komið fyrir endrum og eins. Vitað er um a.m.k. 7 bíla sem fuku út af veginum undir Hafn- arfjalli nú um áramótahelgina - flestir á leið úr Borgarfirði til Reykjavíkur. Flestir eru bílarn- ir mikið skemmdir og sumir jafnvel ónýtir, en alvarleg slys urðu ekki á fólki því sem í þeim voru. Metið varð þó dag einn snemma í desember þegar lög- reglan vissi um 7 bíla sem fuku út af á einum sólarhring. Útgerðarmenn: Skilið skýrslum ■ Fyrir 15. janúar ber öllum hlutaðeigandi að skila endan- legum aflaskýrslum fyrir árið 1984 segir í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneyti. Pá á tilkynningum varðandi allar kvótatilfærslur á árinu að vera endanlega lokið fyrir 7. janúar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.