NT - 04.01.1985, Blaðsíða 6

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 6
lít Föstudagur 4. janúar 1985 Guðmundur Jónas Kristjánsson: Ratsjárstöðvar Þurfa ekki lengur vitnanna við Malcon Spaven, þekktur breskur sérfræðingur í vígbún- aðar- og afvopnunarmálum, frá háskólanum í Sussex í Eng- landi, hafði fyrir nokkru dvöl hér á leið sinni frá Bandaríkj- unum. Meðan á dvölinni stóð, flutti hann erindi um fyrirhug- aðar byggingar ratsjárstöðva á íslandi. Megin niðurstaða þessa breska vígbúnaðarsérfræðings er sú, að allar þær miklu hern- aðarframkvæmdir, sem nú eiga sér stað á íslandi, og sem enn eru fyrirhugaðar í náinni framtið á vegum bandaríska hersins, þar með talin áform um byggingar ratsjárstöðva á Vestfjörðum og N-Austur- landi, feli í sér stigmögnun vígbúnaðar og spennu um- hverfis ísland, og aukna þátt- töku Islendinga í hernaðarneti Bandaríkjanna. Yfirlýsing Wesley McDonalds flotaforingja Eitt aðal vitnið sem Malcon Spaven leiðir fram í vitnastúk- unni, er cnginn annar en sjálf- ur yfirmaður AtlantshafsÁota Bandaríkjanna, Wesley McDonald. I febrúars.l. lýsti þessi flota- foringi því skilmerkilega yfir, frammi fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings, að bygging og uppsetning ratsjárstöðva á Vestfjörðum og N-Austurlandi, „hefði úr- slitaþýðingu fyrir árangur sjó- hernaðarstefnu Bandaríkj- anna á Atlantshaií". Þessi merka yfirlýsing, eins helsta yfirmanns alls Atlants- hafsflota Bandaríkjanna, þarf ekki aö koma á óvart. Hins vegar hlýtur hún að teljast afar athyglisverð, einkum fyrir þá aðila hérlendis, sem gerst hafa miklir talsmenn þessara stöðva, m.a. á þeirri forsendu, að þærséuekki mikilvæghern- aðarmannvirki, heldur miklu frenrur eftirlits- og öryggis- tæki, sem komi t.d. íslenskum sjó- og loftförum að góðum notum. Slíkum málatilbúnað virðist hins vegar Wesley Mc- Donalds flotaforingi vísa á bug. Ratsjárstöðvarnar marg- umtöluðu hafa að hans mati þvert á móti úrslitaþýðingu í nýrri sjóhernaðarstefnu Bandaríkjanna á Atlantshafi. Þær hljóta því skv. þcim úr- skurði að teljast mjög nrikilvæg hernaöarmannvirki. Allt tal um annað getur þess vegna ckki stafað af öðru en furöu- legri fáfræði, eða vísvitandi blekkingu. Ný sjóhernaðarstefna á Atlantshafi En í hverju felst þessi nýja sjóhernaðarstefna Bandaríkj- anna á Atlantshafi. þar sem ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og N-Austurlandi yrðu þessir „lykilhlekkir"? Þessi nýja stefna, sem geng- ur undir nafninu NADS (North Atlantic Defence System) byggist skv. upplýs- ingum Spavens á því, að sókn- argeta bandaríska flotans er stóraukin, með það að mark- miði, að koma á stríðstímum í veg fyrir, að sovéski flotinn fái aðgang að opnu hafi frá Kóla- skaganum, jafnhliða því sem árásir verði gerðar á sovéskar herstöðvar á Kólaskaganum þegar í upphafi átaka. Hlutverk og tilkoma ratsjárstöðvanna En hvert er þá raunverulegt hlutverk þessara umdeildu rat- sjárstöðva á Islandi, ef þær eru ekki tilkomnar fyrst og fremst til að þjóna vörnum Islands, ásamt Áug- og skipaumferð unrhverfis landið, eins og Geir Hallgrímsson og hans „nótar" halda fram að þær eigi að gera? Skv. upplýsingum Spavens, (og nú vitnar hann cnn í McDonald ílotaforingja og bandarískar þingskýrslur) þá er tilkoma bygginga ratsjár- stöðvanna aðallega orðin vegna heildarendurskoðunar og endurby ggingar á vígbúnað- arkerfi Bandaríkjanna á N- Atlantshafi. Þessi endurskoð- un felst aðallega í því, að flytja varnarlínuna, svokallað „GIUK-hlið", sem áður gilti milli Grænlands, íslands og Bretlands, norður í Noregs- haf, en þannig er ætlunin að tryggja hernaðaryfirburði Bandaríkjanna á þeim slóðum, með mikilli sóknargetu á Kóla- skagann í upphafi stríðsátaka. Það er m.ö.o. af þessum sökum, sem könnunarkerfi bandaríska hersins er í mikilli uppbyggingu um þessar myndir, segir Malcon Spaven. Endurbætur þær, á fjarskipta- og könnunarkerfi' bandaríska hersins á N-Atlantshafi, sem nú standa yfir. þ.á.m. áformin um byggingu nýrra ratsjár- stöðva á Islandi, eiga sér því megin forsendu í gjörbreyttri vígbúnaðarstefnu, þar sem horfið hefur verið frá hug- myndinni um jafnvægi við „GIUK-hliðið" að þeirri nýju sjóhernaðarstefnu, sem áður er getið, er aðal niðurstaða þessa breska vígbúnaðarsér- fræðings. Fullyrðingar utanríkisráðherra hlægilegar Fullyrðingar Geirs Hall- grímssonar utanríkisráðherra um að tilkoma ratsjárstöðv- anna byggist fyrst og fremst á varnarþörfum íslands, og ör- yggi íslenskra sjó- og loftfara, eru þess vegna hlægilegar. Hjákátlegust er þó sú hug- detta, að Póstur og sími á íslandi skuli bera veg og vanda þessara stöðva, og annast reksturinn. Er það þá væntan- lega haft í huga, að milda ásjónuna, milda liinn raun- verulega hernaðartilgang stöðvanna, í augum okkar út- kjálkamanna. Slíkur hjákát- leiki er þó helst til þess fallinn, að forheröa okkur enn frekar í andstöðunni, og er hún þó ærin fyrir. Afhjúpunin hefur nefnilega þegar farið fram. Til fjölgunar skotmarka Athyglisverðust er þó sú fullyrðing breska vígbúnaðar- sérfræðingsins, Malcons Spavens, að umræddar ratsjár- stöðvar geri í dag nákvæmlega ekkert umfram þaðsem núvcr- andi tækjabúnaður gerir. Að hér sé fyrst og fremst um að ræða umframkönnunargetu, sem gegni aðallega því hlut- verki, að fjölga skotmörkunum frá Sovétmönnum, og bæta þannig stríðsgetu bandaríska flotans. Af þeim sökum myndu Sovétmenn líta á hinar nýju ratsjárstöðvarsem stigmögnun vígbúnaðar af okkar hálfu, og svara mcð viðeigandi gagnráð- stöfunum. Þarna má segja, að við séum komin að þeirn kjarna, sem allt þetta mál snýst um, og er áhersluþungi þeirrar bænaskrár, sem Vestfirðingar sendu til ríkisstjórnar Islands fyrir skömmu. í bænarskránni stóð þetta m.a.: „Samviska okkar... neyðir okkur til að mótmæla fram- komnum hugmyndunr um byggingu ratsjárstöðvar á Vestfjöröum, vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoðunar, að þær auki á vígvæðingu þjóð- anna, sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. - Við álítum að voðinn felist ekki aðeins í beitingu vígbúnaðar- ins, heldur ali tilvist hans jafn- framt á tortryggni, ótta og hatri og við óttumst að fjárfest- ingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mótframkvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni síauk- ins vígbúnaðar ber að stöðva..." Grundvallarleg breyting á hlutverki hersins En áformin um byggingu ratsjárstöðvanna á Vestfjörð- um og N-Austurlandi, eru ekki bara liður í heildarendurskoð- un á vígbúnaði Bandaríkjanna á Atlantshafi. Þær eru ekki síður liður í grundvallarbreyt- ingu á hlutverki bandaríska hersins á íslandi. Þvert á allar yfirlýsingar opin- berra aðila hér á Iandi þess efnis, að hlutverk hersins á Miönesheiði sé fyrst og fremst varnarlegs eðlis fyrir öryggi (slands, þá er árásarhlutverk hans í þágu öryggishagsmuna Bandaríkjanna alltaf að koma betur og betur í ljós. Þess vegna eru ratsjárhugmyndirn- ar nú enn ein ávísunin á stór- aukinn árásarvígbúnað Banda- ríkjanna á Islandi. Þær eru beinlínis lokainnsiglið á stuð- púðahlutverk íslendinga í hugsanlegum stríðsátökum stórveldanna á N-Atlantshafi. Eða. eins og hinn virti banda- ríski vígbúnaðarsérfræðingur, William Arkin, orðaði það svo skilmerkilega í blaðaviðtali á dögunum. Hann sagði: „Ratsjárstöðvarnar eru ekki mikilvægar í sjálfu sér. Ef við tengjum þær við önnur atriði eins og staðsetningu KC-135 eldsneytisflutningavélanna í Keflavík, (Þær eru undir yfir- stjórn „Strategic Command" sem er sú yfirstjórn Banda- ríkjahers sem semur og stjórn- ar kjarnorkuárásum á Sovét- ríkin - innsk. GJK) staðsetn- ingu AWACS-vélanna, endur- nýjun orrustuflugflotans með F-15 herþotum, óskir flotans um að byggja neðanjarðar- stjómstöð, ótta flotans unr eitur- efnaárás á Keflavík, byggingu bensínbirgðastöðvarinnar í Helguvík, (sem m.a. á að þjóna flugvélum til eldsneytis- flutninga af gerðinni KC-135 - innsk. GJK) óskir flotans urn nýja flugbraut, vaxandi hern- aðarumsvif á svæðinu, aukn- ingu á flugi P-3 Orion vélanna í Keflavík. ef við tengjum alla þessa hluti saman og reynum að gera okkur heildarmynd, þá eru ratsjárstöðvarnar ekki bara aukaatriði, þær eru líka hluti af þessari heildarmynd." (leturbr. GJK) Og ennfremur segir William Arkin: „En það verður aldrei til þess ætlast af okkur að búa til þessa heildarmynd. Okkur er ætlað að kyngja einum bita í einu. (Sbr. ratsjárstöðvarnar nú - innsk. GJK) Við verðum aldrei matreidd á slíkri heildar- mynd. hvorki hér eða annars staðar í heiminum þar sem hernaðaráform eru í gangi. Þess vegna kemur það í okkar hlut, að raða saman bitunum og búa til þessa heildarmynd". - Kjarnorkuvopn á íslandi - „Varnarsamningurinn“ þverbrotinn Eins og alþjóð er kunnugt, var hinn bandaríski vígbúnað- arsérfræðingur, William Arkin, á ferð hér á landi fyrir skönrmu, og hélt m.a. fyrirlest- ur við Háskóla íslands um vígbúnaðarmál. Arkin er einn af virtustu fræðimönnum á sviði vígbúnaðar- og kjarn- okrumála í heimalandi sínu, þótt málgagn Pentagons á Is- landi, Morgunblaðið, hafi ekki linnt háðsyrðum sínum og skætingi gagnvart honum, eftir að hann hefur nú endanlega dregið leyndarhjúpinn frá hinni raunverulegu starfsemi og eðli bandarísku herstöðvar- innar í Keflavík. Geta má þess í þessu sambandi, að William Arkin er ritstjóri heimildarrits um kjarnorkuvopn sem aðal- öryggismálaráðgjafi tveggja forseta í Bandaríkjunum. Kennedys og Johnsons, telur besta verk á þessu sviði. Sem kunnugt er, hefur Will- iam Arkin sýnt forsætisráð- herra og utanríkisráðherra skjal sem á að sanna, að forseti Bandaríkjanna hafi á formleg- an hátt staðfest áætlun um, að flytja megi kjarnorkuvopn til íslands á stríðstímum. Áætlun þessi gengur þvert á megin- stefnu Islendinga í öryggis- og varnarmálum. sem grundvall- ast á því, að á íslandi skuli ekki geymd kjarnorkuvopn, hvorki á friðar- né stríðstímum. Áætl- un þessi gengur líka þvert gegn ákvæðum í svokölluðum varn- arsanrningi íslands og Banda- ríkjanna, þess efnis, að íslend- ingar áskilji sér allan rétt til að ákveða með hvaða hætti að- staðan á Islandi sé hagnýtt, þ.á.m. hvort hér verði staðsett kjarnorkuvopn eða ekki. Sem betur fer fór tók Stein- grínrur Hermannsson forsæt- isráðherra frumkvæðið af Geir Hallgrímssyni íþessu stórmáli, og lýsti því strax yfir, að hann myndi krefjast þess, að Banda- ríkjastjórn gæfi ýtarlegar skýringar. Þegar þetta er skrifað, liafa engar skýringar borist. Tímabært að staldra við Það hlýtur því að vera rök- rétt að álykta sem svo, að þessar alvarlegu uppljóstranir Williams Arkins, marki tíma- nrót í allri umræðu og afstöðu manna hér á landi til veru bandaríska hersins á íslandi. Að sjálfsögðu verður sú al- menna hugarfarsbreyting háð því, að upplýsingar Arkins eigi sér stoð, og að ekki komi fram trúverðuguar skýringar frá Bandaríkjastjórn, sem undir- striki hið gagnstæða. En komi þær skýringar fram, þá mega þær svo sannariega vera ýtar- legar og trúverðugar, eins og málum er nú háttað. Það þarf nefnilega mikið til að slökkva það bál tortryggni. sem nú hefur verið kveikt. Það er þess vegna orðið tímabært, að íslensk stjórn- völd staldri nú við, og taki til alvarlegrar endurskoðunar öll hcrnaðarumsvif Bandaríkja- manna á íslandi. Fyrsta skrefið í þá veru væri að stöðva allar nýjar hernaðarframkvæmdir, s.s. í Helguvík, og leggja allar hugmyndir um ratsjárstöðvar á hilluna. Úrslitavaldið er í höndum Framsóknarfiokksins Hugmyndirnar um byggingu ratsjárstöðva á Vestfjörðum og N-Austurlandi, hafa víða mætt mikilli andstöðu, sérstak- lega í þeim landshlutum, þar sern rætt er um að staðsetja fyrirhugaðar ratsjárstöðvar. Þannig hefur andstaðan á Vestfjörðum verið mikil. og fer dagvaxandi, eftir því sem mál skýrast. Á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna á Vestfjörðum á s.l. hausti koniu þessi mál til umfjöllunar. Á þinginu var borin fram tillaga af 12 þing- fulltrúum, þar sem minnt var á flokkssamþykktir framsókn- armanna um takmörkun hern- aðarumsvifa á Islandi, og lýst yfir andstöðu við byggingu rat- sjárstöðva á Vestfjörðum og N-Austurlandi. í tillögunni var jafnframt skorað á þingmenn Framsóknarflokksins að standa fast gegn öllum slíkum áformum. Því miður komst tillaga þessi ekki undir at- kvæðagreiöslu, vegna atvika, sem ekki verða tíunduð hér, enda kunn þeim sem með fylgdust. í mótmælaskyni við þau málalok, gengu tveir fulltrú- ar af fundi. Einn þeirra var undirritaður. Ljóst er, að mikil andstaða er meðal framsóknarmanna á Vestfjörðum gegn áformunum um byggingu ratsjárstöðvar fyrir bandaríska herinn. Það væri hörmulegt pólitískt slys, ef EKKERT tillit verði tekið til þeirrar réttmætu andstöðu. Þessi nrikla andstaða er þó aðeins spegilmynd af þeirri víðtæku andstöðu meðal fólks úr öllum flokkum. sem nú er að finna hvarvetna á Vest- fjörðunr. Það fer ekki á milli nrála, að úrslitavaldið í máli þessu, er í höndum forystu Framsóknar- flokksins, því flokkurinn hefur forystuhlutverki að gegna í núverandi ríkisstjórn, og sjálf- ur forsætisráðherrann, Stein- grímur Hermannsson, er þing- maður annars þess kjördæmis sem Geir Hallgrímsson og hans lið í Washington áfornrar nú að fórna undir ratsjárstöð. Á það ber einnig að líta, að við, sem enn lítum á Fram- sóknarflokkinn sem þjóðlegan félagshyggjuflokk, ætlumst auðvitað til þess, að hann sé ávallt þeirri pólitískri skil- greiningu trúr. einmitt þegar upp koma mál af því tagi, sem hér hefur lítillega verið fjallað um. Hljóta að hugsa málið til enda Ratsjárstöðvarnar margum- töluðu eru óumdeilanlega mikil- væg hernaðarmannvirki í nýrri sjóhernaðarstefnu Bandaríkj- anna á Atlantshafi, sbr. yfirlýs- ingu Wesleys McDonalds flotaforingja. Þær þurfa því ekki lengur vitnanna við. Fjölgun þeirra nú. getur því ekki kallast annað en aukin hernaðarumsvif. Aukin hern- aðarumsvif bandaríska hersins á íslandi eru hins vegar í mikilli þversögn við llokks- samþykktir okkar framsókn- armanna. Því hljóta þeir menn, sem enn eru ákveðnir í því að ganga veg aukinna hern- aðarumsvifa, undir leiðsögn Geirs og Pentagons, að hafa hugsað málið til enda. Það ætti því ekki að koma þeim á óvart, þótt andstaða Vestfirðinga sé meiri en þeir ætla. Flateyri 12. des. 1984 Guðmundur Jónas Kristjánssun Radarstöðin á Ileiðarfjalli, Langanesi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.