NT - 04.01.1985, Blaðsíða 5

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 5
Nýtt bandarískt verðlaunaleikrit hjá Iðnó: Agnes - barn Guðs ■ Ungnunnaeignastbarnsem síðan finnst látið. Geðlæknir er kvaddur í klaustrið til þess að rannsaka geðheilsu nunnunnar ungu. Geðlæknirinn og abba- dísin mynda andstæða póla í verkinu, læknirinn krefst jarð- bundinna skýringa á því sem gerst hefur, abbadísin heldur dauðahaldi í trúarlegar skýring- ar, barnsburður nunnunnar hafi verið guðlegt kraftaverk. Petta er efni leikritsins „ Agnes - barn Guðs“ sem Leikfélag Reykja- víkur frumsýnir annað kvöld. Á yfirborðinu ber verkið svip spennuleiks eða sakamálaleik- rits, en fjallar í rauninni um átök gjörólíkra lífsviðhorfa. Höfundurinn, John Pielme- ier, er ungur Bandaríkjamaður. Hann vakti fyrst verulega at- hygli með þessu leikriti sem var frumsýnt árið 1980, þótt hann hafi samið nokkur fleiri. „ Agnes - barn Guðs“ gekk í tvö ár samfellt á Broadway og hefur einnig verið sýnt í flestum ríkj- um Bandaríkjanna og í fjöi- mörgum Evrópulöndum. Hlutverkin eru í höndum þriggja kvenna, sem allar geta talist burðarásar í leikaraliði Leikfélags Reykjavíkur. Guð- rún Gísladóttir fer með hlutverk nunnunnar Agnesar, en Guð- rún hefur leikið fjölmörg hlut- verk undanfarin ár bæði í Iðnó og annars staðar, og stefnir nú hraðbyri á heimsfrægð, þar sem hún hefur fengið hlutverk í kvikmynd eins þekktasta og frumiegasta kvikmyndaleik- stjóra sem nú er uppi, Rússans Tarkovskýs. Sigríður Hagalín leikur geðlækninn og Guðrún Ásmundsdóttir abbadísina. Leikstjóri er Pórhildur Þorleifs- dóttir, Ijósameistari Daníel Williamsson, Steinþór Sigurðs- son gerir leikmynd og búninga, tónlistinni stjórnar Hjálmar H. Ragnarsson. Þýðandi verksins er Ulafur Hjörvar. Fremstu popptónlistarmenn landsins sameinast um tónleika: Til stuðnings svelt- andi fólki í Eþíópíu ■ „Við viljum lifa“, er yfirskrift tónleika, sem fremstu listamenn þjóðarinnar á sviði popptónlistar standa að í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsráð Reykjavíkur í Laugardalshöllinni kl. 16.00-18.00 á sunnudaginn. Þeir sem fram koma eru Stuðmenn, Mezzoforte, HLH-flokkurinn og Ríó tríóið. Kynnir verður Þorgeir Astvalds- son. Skemmtunin er haldin til styrkt- ar sveltandi fólki í Eþíópíu og er markmiðið að safna andvirði eins flugvélarfarms af matvælum og senda til hungursvæðanna. Allir aðilar, sem koma fram, gefa vinnu sína, íþróttaráð leggur húsnæðið til ókeypis og æskulýðsráð leggur til alla vinnu til undirbúnings skemmtuninni endurgjaldslaust. Verð aðgöngumiða er 350 krón- ur fyrir fullorðna 150 krónur fyrir börn 7 til 12 ára en yngri börn fá frían aðgang. Föstudagur 4. janúar 1985 5 ■ Guðrún Gísladóttir sem nunnan og Sigríður Hagalín sem geðlæknirínn. NT-mynd: Árai Bjaraa Fjórtán sæmdir heiðursmerkjum ■ Á nýársdag sæmdi forseti ís- lands eftirtalda íslendinga heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- orðu, að tillögu orðunefndar: Guðrúnu J. Halldórsdóttur for- stöðumann, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að fræðslu-og félagsmálum. Gunnar M. Magnúss, rithöfund, Reykjavík, ridclarakrossi fyrir fræði- og ritstörf. Dr. Gunnlaug Snædal, yfir- iækni, Reykjavík, riddarakrossi, fyrir læknis- og félagsmálastörf. Gústaf B. Einarsson, yfirverk- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Hans Kr. Eyjólfsson, dyravörð stjórnarráðsins, riddarakross fyrir störf i opinbera þágu. Játvarð Jökul Júlíusson, bónda, Miðjanesi í Reykhólahreppi, ridd- arakrossi fyrir fræði- og félags- málastörf. Magnús Gestsson, safnvörð, Laugum í Hvammssveit, riddara- krossi fyrir störf í þágu Byggða- safns Dalamanna. Ólaf A. Pálsson f.v. borgarfó- geta, Reykjavík, riddarakrossi fyrir embættisstörf. Óskar Ólason, yfirlögregluþjón Reykjavík, riddarakrossi fyrir löggæslustörf. Sr. Sigmar I. Torfason, prófast Skeggjastöðum, Bakkafirði nddarakrosst tyrir embættis- og félagsmálastörf. Dr. Sigmund Guðbjarnarson prófcssor, Reykjavík, riddara- krossi fyrir vísindastörf. Sigrúnu Ögmundsdóttur, Suðurkoti Grímsneshreppi, ridd- arakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Þorstein Jóhannesson utgerð- armann Reynistað Garði, riddara- krossi fyrir störf að útgerðarmál- um og Þorvarld Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs Alþingis, stór- riddarakrossi fyrir embættisstörf. Edda Erlendsdóttir píanóleikari: LeikurhjáTón- listarfélag- inu á morgun ■ Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Reykjavík- ur í Austurbæjarbíói á morgun kl. Í4.30. Á efnisskrá hennar verða verk eftir Mendels- sohn, Schumann, Debussy, Chopin, Þorkel Sigurbjörnsson og Karólínu Eiríksdóttur, en eftir hana verður frumflutt hérlendis nýtt píanóverk. Edda Erlendsdóttir stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kenriarar hennar voru Jón Nordal og Árni Kristjánsson. Hún lauk tónlistarkennara- prófi árið 1972 og einleikaraprófi ári seinna. Árið 1973 fékk hún franskan styrk til framhaldsnáms og settist í Conservatoire National Supérieur de Musique de Paris þar sem kennarar hennar voru Perre Sancan og Jacques Parrenin. Hún lauk þaðan prófi árið 1978. Síðan hefur hún haldið fjölda hljóm- leika á íslandi, Skandinavíu og í Frakklandi. Er skemmst að minnast tónleikaferðar henn- ar um Svíþjóð 1983, en þá hélt hún m.a. tónleika í Konserthuset í Stokkhólmi, sem vöktu mikla hrifningu gagnrýnenda og tón- leikagesta. Sama ár gaf hún út fyrstu hljóm- plötu sína með verkum eftir Schubert, Alban Berg og Schönberg. Hún býr í París og kennir við Tónlistarskólann í Lyon. Edda hefur jafnan mjög fjölbreytilega tónlist á efnisskrá sinni, barrokk og róman- tísk verk og auk þess nútímaverk eftir erlenda sem íslenska höfunda, en nokkur íslensk tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hana. ■ Mezzoforte er meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum í Höllinni á sunnudaginn. NVI DANSÍKÓLm Simi 52996 Starfar frá september til maí árlega Innritun og upplýsingar alla daga vikunnar frákl. 10—19. Kennsla hefst mánud. 7. janúar. Kenndir eru: Gömludansarnir, samkvæmisdansar og barnadansar ásamt tískudönsum. Til aö tryggja bestan árangur nemenda okkar, takmörkum við l'jölda nemenda í hvern tima. Kennslustaiiir eru: Reykjavik: Salnaðarheímili I.anuholtskirkju, Sólheimum. Halnarlirði: Iðnaðarmannasalnum I ínneissliu 3. Vogum Vainsleysuslrönd, Innri Njarðvik, Þorlákshöln, Sell'oss, Slokkscyri, Lyrarbakka, Biskupsiungum, Skeiðum, l.augalandi i Holturn, Hvoli, Skógaskóla, Kjalarnesi, Kjós — svo og öðrum stöðum cflir óskum. VISA EUPOCAPD NIÝIMNMÓUW Sími 52996 ■ Edda Erlendsdóttir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.