NT - 04.01.1985, Blaðsíða 19

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 19
 I Indland: Mannvíg vegna trés Nýja Delhi-Reuter ■ 23 þorpsbúar féllu í átökum í indversku þorpi vegna deilna um eignarrétt á tré. Þorpsbúar höfðu lengi deilt um eignarréttinn á trénu og í þessari viku kom til átaka sem enduðu með því að 23 manns létu lífið, þar af 21 í sömu fjölskyldunni. Sautján þeirra sem létust voru brenndir inni í húsi sem var læst utanfrá. Meðal hinna föllnu voru sjö konur og ellefu börn. Föstudagur 4. janúar 1985 19 Utlönd Afvopnunarviðræður: Shultz og Gromyko íGenf Genf-Reuter. ■ Utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, George Shultz og Andrei Gromyko, munu eiga með sér fund í næstu viku í Genf og ræða afvopnunar- og öryggismál. Sovétmenn bundu endi á viðræður ríkjanna um þessi mál seint á árinu 1983, er bandarískar Pershing-2 eld- flaugar og stýriflaugar töku að streyma til Evrópu. Umræður um takmörkun hefðbundinna vopna, hættuna á skyndiárásum í Evrópu og efna- vopn áttu sér stað á síðasta ári. Umræðurnar hafa verið í nokk- urri lægð að undanförnu en munu aukast á næstu mánuðum. Bandaríkjamenn og Sovét- menn hófu viðræður um tak- mörkun langdrægra kjarnorku- flauga (START-umræðurnar) í Genf í júní 1982. Langdrægar kjarnorkuflaugar eru hættuleg- astar kjarnorkuvopna vegna langdrægninnar, sífellt aukinn- ar skothæfni og staðsetningar í sílóum. Slíkar flaugar eru því líklegt skotmark gagnaðilans. Upprunaleg tillaga Bandaríkja- manna í þessum viðræðum var að kjarnaoddum á sjó og landi yrði fækkað niður í 5000 hjá hvorum aðila. Tillaga Sovét- manna var 25% niðurskurður af heildarfjölda eldflauga og kjarnorkusprengjuvéla og báðir hefðu jafn mörgum sprengju- oddum á að skipa. Viðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna um takmörkun skammdrægra kjarnorkuflauga í Evrópu hófust í Genf í nóvem- ber 1983 en höfðu litlum árangri skilað þegar þeim var slitið í nóvember 1983. NATO hefur þegar hafið staðsetningu 572 Pershing-2 flugskeyta og stýri- flauga í Evrópu og Sovétmenn fjölgað sínum flaugum. í des- ember 1984 höfðu Sovétmenn komið fyrir 387 SS-20 flaugum í Evrópu en hver þeirra getur borið þrjá kjarnaodda. Tals- menn NATO sögðust aðeins hafa komið fyrir 54 Pers- hingflaugum og 48 stýriflaug- um í Evrópu. Bandaríkja- menn lögðu fram tillögu sem fól í sér bann við staðsetningu flug- skeyta á landi (zero-option ti- lagan). Síðar var tillaga þeirra að heildarfjöldi flugskeyta hvors ríkis um sig skyldi tak- markast við420. Þessi fjöldi átti að gilda um flugskeyti hvar svo sem þau væru staðsett í hcimin- um. Upprunaleg tillaga Sovét- manna var að þeir myndu fækka SS-20 flaugum sínum í Evrópu þannig að þær yrðu ekki fleiri en þær 162 kjarnorkuflaugar sem Bretar og Frakkar hafa komið fyrir í sjó og á landi óháð þeim flaugum sem NATO hafði komið fyrir í Evrópu. Verkfall stöðvar Ermasundsferjur París-Reuler ■ Franskir sjómenn í Calais, Dunkirk. Dieppe og Boulogne hafa stöðvað bílferjur sem ganga á milli Frakklands og Bretlands. Sjómennirnir hófu verkfallsaðgerðir á mánudag til að mótmæla fyrirhugaðri fækk- un starfsmanna á ferjunum. Verkfallið hófst í Calais og Dunkirk en hefur síðan breiðst út eftir árangurslausar viðræður við atvinnurekendur. I fyrradag tókst níu verkfallsmönnum að stöðva alla umferð skipa í Dieppe rneð því að koma fyrir tómri ferju í innsiglingunni. Franska ríkisfyrirtækið „Sjávartengsl" sem rekur ferjurnar hefur í hyggju að fækka starfsmönnum, lengja vinnutíma og stytta frí. Sjómenn hafa ekki viljað fallast á þessar áætlanir. A-Þjóðverjar settu flóttamet á árinu ■ Á þessu ári sem nú er að kveðja fluttust 40.000 Austur- Þjóðverjar til Vcstur-Þýska- lands, sem er meiri fjöldi en nokkru sinni frá því að Berlín- armúrinn varbyggður árið 1961. Ein helsta ástæðan fyrir mikl- um fólksflutningum Austur- Þjóðverja til Vestur-Þýskalands nú eru rýmri reglur í Austur- Þýskalandi fyrir útflytjendur. í stað þess að brjótast í gegnum gaddavír og framhjá vélbyssu- hreiðrum geta flóttamennirnir nú flestir fengið leyfi til að ílytjast úr landi með löglegum hætti. íuleysið eykst Eþíópía: ísraelsmenn bjarga svörtum gyðingum á þurrkasvæðunum - og flytja þá til fyrirheitna landsins Jerúsalem-Reuler ■ ísraelsmenn hafa á undanförnum mánuðum flogið með þúsundir svartra gyðinga til ísraels frá Eþíópíu þar sem nú geysar hungursneyð. Flutningarnir voru skipulagðir af ísraelsku ríkisstjórn- inni og voru mjög leynilegir. Margir hinna svörtu gyðinga eru illa haldnir af hungri og flestir eru haldnir einhverjum sjúkdómum eins og malaríu, berklum, gulu og ýmsum húðsjúkdómum. Auk ýmissa sjúkdóma, sem innflytjendurnir frá Eþíóp- íu þjást af, eiga margir þeirra erfitt með að aðlagast aðstæðum í ísrael. Þeir treystu sér ekki til að borða ísraelskan mat í fyrstu og eiga ennþá erfitt með að venjast því hvað allt er skjannahvítt og hreinlegt á sjúkrahúsun- um. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og alvarlega sjúkdóma hefur samt enginn látist ennþá og læknar, sem annast fólkið, segja að það braggist með hverjum deginum sem líði og þyngist. London-Reuter ■ Langtímaaukning atvinnu- leysis á Bretlandi er enn til staðar þrátt fyrir lítið eitt minnkandi atvinnuleysi síðustu þrjá mánuðina. Hægristjórn Margrétar Thatchers er nú undir miklum þrýstingi bæði frá stuðnings- mönnurn stjórnarinnar og and- stæðingum, að hrinda í fram- kvæmd áætlunum um umfangs- rniklar opinberar framkvæmdir til að skapa ný atvinnutækifæri. Thatcher óttast að verðbólga aukist með auknum umsvifum hins opinbera og velur fremur atvinnuleysi. Urn 13,4% vinnu- færra eru nú atvinnulausir á Bretlandi, en í mörgum borgum er atvinnuleysið yfir 30%. Leitað að sovéskri vítis- vél í finnsku vötnunum Helsinki-London-Reutcr ■ Finnskir landamæraverðir leituðu í gær að sovésku stýri- flauginni sem talið er að hafi lent í finnsku vatni fyrir viku. Leitin beinist fyrst og fremst að Inari-vatni í Noröur-Finn- landi. Þarhvarfflauginafnorsk- um rat'sjám. Finnsk hjón sem búa nálægt vatninu segjast hafa heyrt mikinn hvell á föstudag um það leyti sem flaugin mun hafa komið inn yfir Finnland. íbúar í norska smábænum Pasvikdal segjast líka hafa heyrt í flauginni og bjarndýraveiði- maðurinn Herman Sotkajærvi telur sig hafa séð flaugina þjóta yfir með gífurlegum gný. Hann segir að hún hafi verið eins og rauðgult ljós sem þaut yfir hirn- ininn með ótrúlegum hraða. Breska varnarmálatímaritið June’s segir að sovéska stýri- flaugin hafi líklega veriö af tiltölulega gamalli gerð. Hún hafi annað hvort verið SS-N-3, sem kom fram á sjöunda ára- tugnum, cða af SS-N-12 gerð. Báðar þessar tegundir geta bor- ið kjarnorkuvopn. VaxtaMðr k wu I Ikv frá og með 1. janúar1985 INNLÁN: NAFNVEXTIR: ÁRSÁVÖXTUN: Almennar sparisjóðsbækur 24,00% 24,00% 3ja mán. sparireikn. m. uppsögn 27,00% 28,80% 6 mán. sparlreikn. m. uppsögn 30,00% 32,25% 6 mán. innlánsskírtelni 30,00% 32,30% 12 mán. sparireikn. m. uppsögn 32,00% 34,60% Sér-Bók 30,00% + 3X2,00% Lffeyrisbók 31,00% Verðtryggðir reikningar: 3ja mánaða 4,00% 6 mánaða 6,50% Stjörnureikningar- æska 8,00% Stjörn ureikningar - aldraðir 8,00% 3ja stjörnu reikningar 9,00% Hlauparelknlngar 16,00% Ávísanareikningar 22,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Innstæður í Bandaríkjadollurum 9,50% Innstæður í sterlingspundum 9,50% Innstæður í dönskum krónum 9,50% Innstæður í v-þýskum mörkum 4,00% ÚTLÁN: Hlauparefkningar 32,00% Almennir vfxlar 31,00% Viðskiptavfxlar 32,00% Skuldabréfalán 34,00% 36,90% Verðtryggð skuldabréfalán: - lánstfmi allt að 21A ár- 4,00% - lánstími minnst 21/2 ár- 5,00% Endurseljanleg lán 24,00% Dráttarvextir skv. tilk. Seðlabanka Isl. Framanskráð ákvæði eru breytileg án fyrirvara, skv. ákvörðun banka- ráðs Alþýðubankans hf., eða Seðlabanka íslands þar sem við á. ■ George Shultz Andrei Gromyko Við gerum vel við okkar fólk ’SST' Alþýðubankinn hf. Laugavegi31 sími 28700 Útibú Suðurlandsbraut 30 sími 82911

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.