NT - 04.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 8
iai Stefán Traustason fyrrv, yfirverkstjóri l>að var fyrir réttum aldar- fjórðungi scm ég kynntist Stcf- áni Traustasyni. Hann var þá yfirverkstjóri í Prentsmiðjunni Eddu. Ég var liins vegar skóla- strákur. og scm slíkur var ég gagntekinn af verki scm ég var að vinna og mun hafa verið útgáfa blaðs fyrir félag sem ég starfaði í. Þctta vcrkefni þurfti að ganga í gegnum Edduna. Ég var búinn að reyna töluvcrt til að ná tali af yfirverkstjóranum þar þessa erindis. Vegna ann- ríkis hans hafði það þó ekki tekist. Loks náði ég þó í hann, en þá vildi ckki betur til en svo að ég mætti honum í frakkanum á lcið út úr húsinu að loknum vinnu- degi. Pótt ég þckkti manninn ekki neitt lét ég mig hafa það að bera upp við hann mál mitt í stiganum í Edduhúsinu. Líklega hefur honum þótt þetta heldur bíræfið af stráknum, því að hann svaraði af nokkrum stytt- ingi aö þessara erinda ætti ég að koma til sín á venjulegum vinnutíma. En strákur var orð- hvatur og svaraði því víst til fullum hálsi að það yrði þá að vera hægt að ná sambandi við hann á þcim tíma. Ég ntan enn hvað Stefán kunni vel að meta þetta. Hann sncri viö og lcysti vel úr erindi mínu þótt skylduvinnu væri lok- ið þann daginn. Eftir þcnnan árckstur urðuin við perlumátar. Það hélst. án þess að skugga bæri á, allt til hins síðasta. En það var einmitt svona sem Stef- án var. Yfirdrepsskapur og tal- hlýöni áttu ekki við hann. Hann vildi láta mcnn koma beint framan að sér. Kafbátahernað kunni hann ekki svo ég vissi til. Þetta verk varð síðan það fyrsta af ótal mörgum sem í minn hlut hefur komið að fylgja í gegnum prcntsmiðjuna Éddu á liðnum árum, og lengi í meira eða minna samstarfi við Stefán heitinn. Um þá vinnu okkar á ég rnargar minningar og enga nema góða. Stcfán var í raun burðarásinn í Eddu allan þann tíma sem ég náði að þekkja til hennar í gamla Edduhúsinu við Skuggasund. Hann hafði þar góða samstarfsmenn, sem unnu vel með honum. Ilann gerði harðar kröfur unt gæði allrar prentvinnu, enda góður prent- ari sjálfur og fylgdist vel með. Þegar vinnuálagið var í algleym- ingi stóð Stefán cins og klettur. Hann hélt virðingu manna og trausti hvað sem á gckk. Aldrei vissi ég til að hann léti tauga- spennu eða álag hafa minnstu sýnileg áhrif á sig. Verkin voru í öruggum hcindum hjá honum. Væri loforð hans fyrir hendi brást ekki að öllu væri skilað á tilsettum tíma. Vafalaust hefur ýmsum fund- ist Stefán geta átt það til að vera þungur viðskiptis þcgar að hon- um var sótt með verk sem mannafli, tæki og fyrirliggjandi verkefni leyfðu tæpast að prent- smiðjan gæti lokið á þcim tíma sem eftir var óskað. Slík við- brögð eru raunar eðlileg þegar mikið er að gera og í mörg horn að líta, eins og oft var í Edd- unni. Stefán hafði líka vitaskuld skyldur að rækja við sína menn. Þeir urðu að fá eðlilegan tíma til að vinna verk sína af þcirri natni sem hann ætlaðist til. En jafnframt þessu var hann einn góðviljaðasti og hjartahlýj- asti maður sem ég hcf kynnst. Bak við hrjúfa framhlið var skynsamur, rólyndur og urn- hyggjusamur maður, sem ánægja var að eiga kyrrlátar rabbstundir með. Þessarstundir urðu þó allt of fáar hjá okkur - helst var að þær skytust líkt og fyrir tilviljun inn á milli verka og í dagsins önn. En þó urðu þær nægilega margar til þess að ég kynntist þessum eiginleikum hans vel. Og þær voru gulls ígildi. Eysteinn Sigurösson Steinn Kristjánsson frá Siglufirði í dag verður til rnoldar borinn Steinn Kristjánsson fyrrv. starfsmaður á Skattstofunni í Reykjavík. Hann andaðist þ. 27. desember sl. eftir alllanga vanheilsu. Þegar ég frétti andlát þessa vinar míns sóttu að mér svip- myndir minninganna. Örfáar þeirra festi ég hér á blað, er það kveðja mín til góðs drengs og gamalsvinará útfarardegi hans. Við áttum báðir því láni að fagna að alast upp í Siglulírði á öndverðri 20. öld. Okkurfannst Siglufjörður vera sérstakur heimur - girtur snarbröttum tignarlegum fjöllum. Við fund- um til öryggis í þessum heimi, því „fólkið þar var frjálst og hraust. falslaust viðmót þess og ástin traust." Glaðværð oggam- ansemi var að okkar mati ríkj- andi á þessum árum, svo maður tali nú ekki um góðvildina sem við „eyrarguttarnir" urðum svo varir við á uppvaxtarárum okkar. Við kunnum vel þeirri breyt- ingu þegar litli bærinn okkar breyttist á sumrin í stórborg á íslenskan mælikvarða og höguð- um okkur eftir því. Steinn Kristjánsson var fædd- ur 24. jan. árið 1916. Foreldrar hans voru hjónin Rósa Einars- dóttir ættuð frá Tungu í Stíflu í Fljótum og Kristján Kristjáns- son ættaður frá Hamri í Fljótum. Þau voru bæði vel gefin, hann góður hagyrðinguroge.t.v. hún líka þó hún flíkaði því ekki. Þau voru sílesandi og höfðu snjalla frásagnargáfu. Það voru ekki bækur af verri endanum, sem þau völdu til lestrar. Oft ræddu þau við okkur strákana um það. er þau höfðu verið að lcsa. Þau útskýrðu allt á svo myndrænan hátt, að eftir var munað. Þau umgengust okkur eins og við værum fullorðnir menn. Þau bjuggu lengst af við Hvanneyr- arbrautina í Siglufiröi í snotru timburhúsi - þangað lá oft leið mín og annarra vina þess manns, sem hér er minnst. Þegar ég lít nú til baka er mér efst í huga hve vel við héldum hópinn nokkrir Siglufjarðarpilt- ar. í dag væri það kallað klíka, en þetta orð var þá ekki í tísku - við vorum allir skátar og nutum þess. Steinn var oft drif- fjöðrin í leik okkar og starfi. Næsti nágranni heimilis Kristjáns og Rósu var Hannes Guð- mundsson nú sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Viö komum oft heim til þeirra að sækja Stein er við vorum að leggja af stað í útilegu í Hólsdal eða í fjallaferð. í slíkar ferðir slógust oft með okkur Björgvin Bjarnason, núverandi bæjarfó- geti á Akranesi og Þorsteinn Hannesson óperusöngvari, góð- ir leikfélagar og vinir. Við vor- um aldrei aðgerðalausir í frítím- um okkar, þurftum aldrei að drepa tímann. Við byrjuðum snemnia að „taka upp sand" eins og það var kallað, norðan flóðgarðsins í Siglufirði og seldum tunnu á tuttugu og fimrn aura. Tólf ára gamlir veltum við tómurn tunn- um og fengum fé fyrir. Við vorunt allir, þó ungir værum, klárir á því eins og sagt er, að án vinnu fær enginn pening. í framhaldi af því sem ég hefi sagt um Rósu og Kristján vil ég geta þess, að þau voru allmörgum siglfirskum börnum og ungling- um innanhandar þá við undir- bjuggum álfadans og brennu á þrettándanum. Undirbúningur byrjaði í nóvember. Aðflutn- ingar efnis í brennuna voru vel skipulagðir af okkur, en gerð búninga, grímur, skegg, kórón- ur og kyrtlar, var undir yfir- stjórn Rósu og Kristjans. Dag- lega í desember þurftum við að ræða málin á heimili þeirra. Þetta voru dýrðlegir dagar og þegar ég hugsa til þessara Siglu- fjarðarára, minnist ég eftirfar- andi Ijóðlína .lóhannesar úr Kötlum úr kvæði hans „Heim": „ Þú mitt œskulífsóðal gamli afskekti reilttr. Enn ég finn það svo feginn livað þinn faðmur er lieitur. “ Eins og fyrr segir fæddist Steinn Kristjánsson 24. janúar í Siglufirði 1916. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og naut hann þar kærleiks þeirra og tilsagnar. Ekki gafst honum tækifæri til langskólanáms, en eftir að hafa lokið nánti í Siglu- fjarðarskólunum með prýði inn- ritaðist hann í Verzlunarskól- ann árið 1933 og lauk þaðan prófi með ágætum voriö 1936. Ilóf hann þá skrifstofustörf í Reykjavík, en síðustu árin, sem hann hafði óskerta starfskrafta vann hann hjá Skattstofu Reykjavíkur. Á nemendamóti Verzlunar- skóla íslands kynntist Steinn ungri verzlunarskólamær, Hall- dóru Jónsdóttur frá Hólmavík. Þau felldu liugi saman og gengu í hjónaband árið 1944. Halldóra var dóttir hjónanna Jóns Halldórs Jónssonar frá Tröllatungu og Matthildar Björnsdóttur frá Smáhömrum í Steingrímsfirði. Það sýndi sig strax á fyrstu hjúskaparárum þeirra að Steinn hafði fengið sér við hlið einstak- an kvenkost. Þess má hér geta, að fljótlega eftir að þau stofn- uðu heimili tók Halldóra aldr- aðan tengdafööur sinn, sem þá var orðinn ekkjumaður, á heim- ili þeirra og dvaldi hann þar um alllangt skeið eða þar til hann fór á elliheimili. Börn þeirra Halldóru og Steins eru fjögur. Matthildur, hagfræðingur, búsett í Edinborg í Skotlandi, gift Alan Seatter hagfræðingi. Kristján, læknir í Reykjavík, kvæntur Sesselju Snævarr kennara. Rósa, artter- apist, búsett í Reykjavík, maki Agnar Kristinsson, kennari. Jón Þrándur, búsettur í Reykjavík, stundar nám í læknisfræði, maki hans er Ingibjörg Skúladóttir Norðdahl, er hún við líffræði- nám í Háskóla íslands. í ársbyrjun 1969 veiktist frú Halldóra, hafði hún þá um all- langt skeið unnið á skrifstofu Alþingis. Fjöiskyldan, tengda- fólk og vinir vonuðust til að ekki væri um alvarleg veikindi að ræða, en það fór á annan veg, hún andaðist 23. janúar sama ár, og var öliuin harm- dauði er hana þekktu. Fráfall frú Halldóru var mikið áfall fyrir eiginmann og börn og aðra ástvini. Börnin komust öll vel til rnanns og mennta en í mínum huga varð Steinn aldrei sami maður eftir andlát konu sinnar. Það var eins og þessi lífsglaði maður hefði misst flugið - hann minnti á svan í sárum. Eftir missi konu sinnar fór heilsuleysi að gera vart við sig hjá Steini og ágerðist með aldrinum. Hanrt dvaldi síðast á elliheimilinu í Skjaldarvík og andaðist þar. Honum leið vel þar hafandi Eyjafjörðinn fyrir augum og Siglufjörðinn í næsta nágrenni. Þrátt fyrir ástvinamissi, heilsuleysi og sjúkrahúsvist síð- ustu ára, var Steinn Kristjáns- son lánsmaður. Hann átti góða foreldra og góð systkini hann naut sín í æsku. fékk menntun og frábæran lífsförunaut, eign- aðist góð og vel gefin börn og tengdabörn. Allt eru þetta ríku- legar gjafir. Hann hefði vissu- lega átt skilið að lifa lengur við góða heilsu ástvina sinna, en við ráðum minna en því. Steinn Kristjánsson unni Siglufirði og aldrei töluðum við svo saman í símann seinni árin, að við minntumst ekki á þann góða stað. Andstæðurnar sem þar birtast - lognið og storminn - hitann og kuldann - veturinn og voriö. Oftast lauk umræðun- um á þann veg, að við minnt- umst sérstaklega sólarlagsins í Siglufirði. 1 hugum okkar var það skínandi skraut. Vinir Steins kveðja hann með virðingu og þakklæti og senda börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu sam- úðarkveðjur. Jón Kjartansson Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Föstudagur 4. janúar 1985 8 Þór Sandholt ■ Fyrir réttu ári áttum við sarn- an góðar stundir í Svigna- skarði, skólafélagar úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þar léku allir við hvern sinn fingur. ekki síst Þór, sem þá var nýbú- inn að fá útgefna Ijóðabók sína „Hanastél hugsanaminna“. Þessi hópur, ásamt nokkrum öðrum mynduðu síðan útskriftarhóp sem átti ntargar gleöistundir vorönnina I984. En skjótt skip- ast veður í lofti. Aðeins tæpu ári seinna kveðjum við félaga okkar, skáldið okkar, kórfél- aga, leikara og ræðusnilling, - driffjöður útskriftarhópsins. hinstu kveðju með söknuði. Þór var mjög félagslyndur og virtist hafa mikla þörf fyrir að tilheyra einhverjum ákveðnum hópi. Mannleg samskipti og hópstarf var honum mikils virði og varhann virkur í fleiri hópum en útskriftarhópnum. Þór var söngmaður mikill og hnyttinn ræðumaður. meðlimur tenórfé- lags kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og síðar Hamrahlíð- arkórsins. Hann var áberandi í félagslífi M.H. sérstaklega í starfi leiklistarfélagsins. Vetur- inn 1982-83 sat Þór í ritnefnd skólablaðsins Beneventum og var rnál manna að aldrei fyrr hafi útgáfustarfsemi í M.H. ver- ið jafn öflug og þann vetur. Síðasta ár sitt í skólanum vann Þór ötullega að framgangi mælskulistarinnar. Hann sat í stjórn Málfundafélagsins og skipaði sigursveit MH-inga í ræðukeppni framhaldsskóla- nema. í keppninni við Breið- hyltinga var Þór valinn ræðu- maðurkvöldsins.ekki aðósekju því hann var mjög vel máli farinn og í ræðupúltinu samein- uðust leikrænir hæfileikar, ör- ugg framkoma, rökfesta og frumleg kímni. Það var sama í hverju Þór tók þátt, alltaf var hægt að treysta á atorku hans og einbeitni. Hann vann alltaf af fullurn krafti að því verkefni sem fengist var við hverju sinni og fórnaði öllu til að koma því heilu í höfn. Hann var í senn hugmynda- ríkur, frumlegur og drífandi framkvæmdamaður. Hann var hreinskilinn og ófeiminn við að láta skoðanir sínar í Ijós en slíkt fólk er oft umdeilt. Þór gat verið hviklyndur, jafnvel upp- stökkur enda mikil tilfinninga- vera, en ekki langrækinn. Ein- lægni og persónulegt viðmót einkenndi framkomu hans. Á mannafundum var Þór hress og kátur, hrókur alls fagnaðar og bar ekki áhyggur sínar af veik- indunum á torg heldur reyndi að leyna þeim eða gleyma þeim með framkvæmdaseminni. Fæst okkar gerðu sér sennilega grein fyrir því hversu veikur Þór var fyrr en hann tók að láta á sjá og skörð mynduðust í skólagöngu hans. Hann kvartaði ekki en ef þetta barst í tal sló hann því upp í kaldhæðnislegt grín. Minnis- stæður er okkur morguninn þeg- ar við stúdentsefnin dimmiter- uðum og hófum þann dag heima hjá Þór og þar sem við nutum gestrisni fjölskyldu hans í ríkum mæli, hvorki í fyrsta né síðasta skipti þá önn. Við höfðum útbú- iö okkur sem Kínverja, m.a. meö því að farða okkur gulbrún og varð Þór þá á orði að ekki þyrfti hann að farða sig því andlitslitur hans væri nú þegar vel við hæfi. Varð ýmsum þá bylt við, þó engan hefði grunað að jafn stutt yrði á milli gleði þessa vordags og sorgarinnar nú að hálfu ári liðnu. Viö höfum misst góðan vin og hæfileikamann. Þór var góðum gáfum gæddur, fjölhæfur og andríkur, skáldhneigður og unni bókmenntum. Hann var vel lesinn og vel að sér um ljóðlist og hóf nám í almennri bókmenntafræði við háskólann í haust en dvaldist þar stutt vegna heilsuleysis. Þór var rit- fær í besta lagi hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli, en ljóöformið virðist hafa hentað honum betur sem tjáningar- form. Hann byrjaði að yrkja 16 ára gamall og hafa Ijóð hans birst í í ljóðabókunum „Hana- stél húgsana minna" og „Spegil- brot úr helli" svo og í dagblöð- um og Beneventum, fyrrnefndu skólablaði Hamrahlfðinga. Ljóð Þórs bera sannlega vott urn gott vald á ljóðforminu. vandvirkni og fágaðan smekk, en umfram allt tilfinninganæmi, einlægni og frumleika. Þau eru djúp og margræð án þess að vera torræð og eru gædd þcim einfaldleika sem gefur sönnum listaverkum svo mikið gildi. Þór tókst að yrkja Ijóð eins og hann lýsir svo snilldarlega í „Sköpun II": Ég vil að Ijóð mitt líði áfram eins og spegilmyr.d sálar minnar á skapadœgri þess. Ýmist lygnt og lokkandi ólgandi ellegar ísi legið. Með síbreytilegum bratta, hugmyndum og hrynjandi. Þó ávallt sjálfu sér samkvæmt og umfram allt skiljanlega blátt áfram. (úr „Hanastél hugsana minna") í nokkrum Ijóðunt Þórs kem- ur hins vegar fram mikill tregi og svartsýni, því hann vissi að hverju stefndi, en líka ótrúlegt baráttuþrek eins og þessar Ijóð- línur úr kvæðinu „Reisn" bera vott um: Eitt lítið strá og fölnað stóð sperrt upp úr snjóbreiðunni eins og það vildi segja: „Líttu á mig. Ég lognast ekki út af ég hlœ við geislum vetrarsólarinnar. Líttu á mig og láttu eins bjóddu því byrginn rístu upp, breiddu úr þér og berðu höfuðið Itátt. Sjálfið er þín stœrsta eign." (úr „Hanastél húgsana minna") En þrátt fyrir sterkan vilja og mikla lífsgleði varð Þór að kveðja þennan heim eins og svo fjölmargir aðrir ungir lista- menn, skáld og tónskáld sem óþarft er að nefna. Þór átti eflaust margt ósagt, en þó skáldaferill hans væri stuttur, var hann árangursríkur og vilj- um við enda þessa minningar- grein um Þór Sandholt með kvæði hans „Vetrarsýn" um leið og við vottum fjölskyldu Þórs, unnustu hans Sigþrúði Erlu og öðrum aöstandendum okkar dýpstu samúð. Fvrir utan gluggann minn liggur litill fugl í snjónum. Hann hefur flögrað um og sungið mér lög um vorið, um sumarið, um ástina sína. / Nú er Iwnn þagnaður vcengir lums hélaðir, fótur hans kalinn hjarta hans frosið i hel. (úr „Hanastél hugsana minna") Útskriftarhópur K, vor 1984,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.