NT - 04.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 1
 ■*^*V Föstudagur 4. janúar 1985 - 2. tbl. 69. árg. Gamli miðbærinn í Reykjavík: Engin aðstaða til að skipta á börnum ■ Eins og nú er háttað er hvergi aðstaða fyrir fólk til að skipta á ungbörnum í miðbæ Reykjavíkur nema á kvenna- náðhúsunum í Bankastræti. Sú aðstaða er hins vegar með þeim hætti að heilbrigðisyfirvöld vilja ekki auglýsa hana, hún væri aðeins til að bæta úr í neyðartil- vikum. Þetta kom fram í svari borgar- stjóra, Davíðs Oddssonar, í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Kvennaframboðs á borgarstjórn- arfundi í gær. Borgarstjóri sagði að menn litu til skipulags Kvos- arinnar um lausn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lagði til að aðstaða yrði leigð til þessara nota í einhverju verslun- arhúsnæði, en af því væri nóg í gamla miðbænum og í grennd við hann. Hún sagði ástæðulaust að bíða árum saman eftir lausn á svo einföldu vandamáli, sem þó varðaði svo marga. Davíð Oddsson sagði að e.t.v. mætti hugsa sér þá lausn til bráða- birgða ef húsnæði fengist, ef ekki væri leitast við að leysa málið um leið og hreinlætismál í miðbænum í heild, m.a.með tilliti til hreyfihamlaðra og aldraðra. Siglufjörður gerir samning við danskt fyrirtæki: Kannar möguleika á stof n- un lítilla iðnfyrirtækja Kostnaðurviðfyrstaáfangaum200 þús. kr ■ Siglufjarðarkaupstaður hef- ur nýverið undirritað samstarfs- samning við danska fyrirtækið Scankey A/S um könnun nýrra möguleika í iðnaði. Samkomulagið gerir ráð fyrir að danska fyrirtækið kanni hvaða möguleikar eru á stofnun lítilla iðnfyrirtækja, með 5-10 starfsmönnum, á Siglufirði og hefur það 3-6 mánuði til að vinna að tillögugerðinni. Kostnaðurinn vegna þessarar könnunar fyrir bæjarsjóð Siglu- fjarðar er um 200 þúsund kr. Ekki eru uppi hugmyndir um að bæjarfélagið fari út í neinar meiriháttar fjárfestingar. Verð- ur einstaklingum á Siglufirði boðið að nýta sér þær hugmynd- ir sem gætu komið út úr þessari könnun. Ef niðurstöður könnunarinn- ar verða jákvæðar og einhverjir fást til að leggja út í þessi verkefni, 2-3 eftir atvikum, verður tekið til við frekari verk- efnakönnun. Gerð verður markaðslýsing, söluáætlun og rekstraráætlun, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Óttars Proppé, bæjarstjóra á Siglufirði kom danska fyrirtækið inn í myndina gegnum iðnráðgjafa Fjóðrungs- sambands Norðurlands, og taldi hann að eitthvað ætti að geta skilað sér út úr þessari könnun, „því þetta virðast vera menn meðfæturna á jörðinni?einsog hann orðaði það. Danska fyrir- tækið Scankey A/S hefur verið með fleiri verkefni í gangi hér á landi á undanförnum árum. Til tals kom að það ynni svipaða könnun fyrir Húsavíkurkaup- stað, en ekkert varð úr því verkefni. Sér Bjössi á mjólkurbílnum um skólakstur í dag á Suðurlandi? Krakkarnir bíða á brúsapallinum - en óvíst er hvort skólabílarnir láta sjá sig ■ Nú í morgun biðu fjöl- brautaskólanemar í Selfoss- skólanum sem búsettir eru á Stokkseyri og Eyrarbakka að líkindum við brúsapallinn án þess að fá nokkurn akstur með skólabílum. Þegarþetta erskrif- að í gærkvöldi hafði enn ekki fengist lausn á þessu máli. Sérleyfisbílar Selfoss hafa haft með þennan akstur að gera. En um leið og skólanefnd sagði þeim upp öðrum skólaakstri þar sem nemedur hafa ekki viljað þiggja þjónustu Selfossbíla þá Ííta forsvarsmenn sérleyfisins svo á að allir samningar þeirra við skólann séu lausir. Skóli hófst í dag eftir jólafrí. „Við lítum svo á að þegar okkur er sagt upp skólaakstri sem við höfðum samkvæmt út- boði þá eigi það við allan akstur- inn,“ sagði Þórir Jónsson for- svarsmaður sérleyfisins í samtali við NT í gær. Þegar NT náði tali af Hirti Þórarinssyni formanni skólanefndar í gærkvöldi þá sagði hann að í gær hefðu þeir komið á framfæri við sérleyfið þeirri einlægu ósk að þeir héldu áfram akstri á Stokkseyri og Eyrarbakka. Beðið var svars við þeirri beiðni í gærkvöld. Ástæða þess að Sérleyfisbíl- um Selfoss var sagt upp akstri nú á áramótum er að fáir og nær engir nemendur vildu nýta sér þjónustu þeirra heldur fóru með öðrum rútum en Selfossbílarnir óku tómir á sömu leiðum. Þetta átti þó ekki við um akstur frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Rússar hafa aldrei átt frumkvæði að vígbúnaðarkapphlaupi - segir E. A. Kosarev, sendiherra Sovétríkj- anna í viðtali við NT. Sjá bls. 20 Atvinnuástand á Siglufirði er I Óttars Proppé. 40-60 manns að glæðast á ný, eftir lægð að hafa verið á atvinnuleysisskrá á undanförnu og munar þar mest Siglufirði sl. 1 'A mánuð en þeir um að Sigló-verksmiðjurnar eru munu flest allir fá atvinnu hjá aftur að komast í gagnið, að sögn | Sigló hf. Borgin greiði 55 millj. meðSVR ■ Fjárhagsáætlun SVR fyrir 1985 hefur verið send borgarstjórn til afgreiðslu. Aætlunin hljóðar upp á um 243 milljónir króna, en reiknað er með að far- gjaldatekjur verði 185 milljónir króna, aðrar tekjur um 3 milljónir og framlag borgarsjóðs það sem á vantar eða um 55 milljónir króna. Á hverju ári ferðast um 10 milljónir farþega með vögnum SVR. Nýr forseti borgarstjórnar ■ Páll Gíslason læknir var kjörinn forseti borgarstjórn- ar Reykjavíkur á borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi með 11 samhljóða atkvæð- um. 9 fulltrúar minnihlutans sátu hjá. Magnús L. Sveinsson var kjörinn fyrsti varaforseti og Katrín Fjeldsted annar vara- forseti nteð söntu atkvæða- tölu. Einn fulltrúi meirihlut- ans var fjarverandi er at- kvæðagreiðslan fór fram. Lengstu nærbuxur í heimi? ■ Eru jietta léngstu nær- buxur í heimi? Ekki er enn Ijóst hvort heims- metabók Guinnes viður- kennir þaö en Hildibrand- arnir í Vestmannaeyjum ætla sér að reyna að kom- ast á spjöld þeirrar mcrku bókar út á þessa virðulegu tlík sem formaður félags- ins, Ásbjörn Garðarsson, íklæddist á 5 ára afntælis- balli Hildibrandafclagsins í Vestmannaeyjum í jóla- fríinu. Við sama tækifæri var afhjúpuð stytta af „Hóla- götufrúnni", þeirri sem kærði nokkra meðlimi fé- lagsins fyrir að sýna á sér óæðri endann fyrir ári, og Hæstiréttur fjallaði urn á dögunum. NTAymlIng.i.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.